Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Setrið, það fína rit
This topic contains 50 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 17 years ago.
-
CreatorTopic
-
27.12.2007 at 20:23 #201459
Nokkuð er um rangfærslur í Setrinu sem mér barst í dag. Skemmtilegt líka að fá fínt klippikort fyrir Regatta með gildistíma 31. desember 2007….. sléttur einn virkur dagur þar til ég get hent því í ruslið ónotuðu.
Mér finnst líka leiðinlegt að sjá að ellllldgamalli grein um GPS tæknina er skellt í þetta ágæta rit án nokkurra breytinga, en aftarlega í þeirri grein er sagt að ekkert íslandskort sé til fyrir Mapsource hugbúnaðinn. Ég hef nú notað íslandskort með Mapsource og Nroute í nokkur ár svo þetta hlýtur að vera helvíti gömul grein….. hver prófarkales þetta rit? hvergi er heldur minnst á ný kerfi í þróun, s.s. Galileo….
ekki meiri skítur í bili um þetta annars stálfína og góða rit, margar skemmtilegar greinar og viðtöl.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
31.12.2007 at 10:23 #607912
Ég spyr nú bara sem fávís maður, er ekki til eitthvað sem heitir ritnefnd hjá klúbbnum?
Á hún ekki að sjá um svona lagað?
Og auðvitað á stjórnin ekki að hætta að starfa til að geta gefið út blað. En ef að það fæst ekki mannskapur til að sjá um þetta blað þá á bara að sleppa því. Það er hægt að koma þessu öllu fyrir hérna á síðunni. Gera þetta bara að netblaði.Ég er nú ekki búinn að lesa allt blaðið en ég las eina grein. Man nú ekki um hvað hún var, en ég man það að hún var frekar illa skrifuð. Lítið var um punkta og kommur og frekar ill skiljanleg.
Þið hljótið að vera með einhver til að prófarkalesa fyrir ykkur. Það er voðalega leiðinlegt að vera lesa grein sem lýtur út fyrir að hafa verið skrifuð af krakka í barnaskóla. 😉
Kveðja
ÞengillP.S ég fékk blaðið 28.des. Þannig að ég hafði laugardaginn til að fara og nýta afsláttarkortið, sem ég gerði.
31.12.2007 at 12:45 #607914Það er með ólíkindum að lesa þennan þráð. Það er búið að koma fram að stjórnin var að redda þessu fjandans blaði á síðustu stundu. Það var þegar búið að selja og fá greitt fyrir auglýsingar í blaðið, svo það bara VARÐ að gefa það út, ef svo hafði ekki verið þá hefði þessi útgáfa hreinlega bara verið blásin af. Enda hafði sá sem sá um efnið í blaðið hreinlega engan tíma til þess að sinna þessu og gerði hann blaðið með hangandi hendi og sótvondur yfir því að vera truflaður frá stjórnarstörfum og ferlaverkefninu, þar sem mikil verkefni hreinlega voru látin í bið í fyrsta skipti í heilt ár.
Og að halda því fram að um einhverja smá gagnrýni sé að ræða, er kjaftæði. Ég tel ekki að um neina venjulega eða málefnalega gagnrýni sé að ræða þegar notuð eru orð og setningar, einsog:
skrifuð af krakka í barnaskóla. Alveg stórbrotið að eyða pening í þetta pufff..
greinilega mátt missa sig.
Greinin um mælingaverkefni F4x4 er bara léleg.Ég lít ekki á svona gagnrýni sem uppbyggilega að neinu leit, heldur einungis til þess fallna að rífa niður og pirra þá sem þó nenna að vinna fyrir klúbbinn. Það væri kannski fróðlega að sjá ferilskráningu þessara sömu aðila í vinnu fyrir klúbbinn.
31.12.2007 at 13:14 #607916Mér finnst svoldið skemmtileg þessi umræða um slóðasöfnunina, sérstaklega í ljósi þess að ég hef sent bréf (oftar en einusinni) og boðið fram hjálp mína í því verkefni, bæði að vinna ferla í tölvu og eins að ferla leiðir og senda inn. Hefur oftast verið fátt um svör og fær maður á tilfinninguna að það sé lítið hægt að hjálpa í þessu verki. fékk reyndar senda 2-3 slóðastubba sem ég mun ferla þegar færi gefst, en vantar fleiri.
Ég býð fram aðstoð núna (og hér með opinberlega) í það verkefni, hvernig sem menn halda að ég nýtist í það! ég er bæði til í að sortera og klippa til ferla (er vanur mapsource) sem og að keyra hvort sem er einn eða með landmælingafólk með mér um þær slóðir sem þarf að ferla!
svo hefði stjórn alveg verið í lófa lagið að óska eftir hjálp með setrið hérna á spjallinu fyrst enginn tími var fyrir þau að vinna verkið, ég hefði glaður prófarkalesið þetta rit ef einhver hefði bent á að það þyrfti hjálp með það. það eina sem heyrðist um þetta ágæta Setur þegar einhver spurði var að það væri alltaf alveg á leiðinni.
biðja um hjálp…. það er lykillinn.
hjálparsveitakveðja,
Lalli
31.12.2007 at 13:24 #607918Ég verð nú að taka undir það með Agnesi og Ofsa að þessi gagnrýni hér hefur á tíðum verið allt annað en málefnaleg.
Þetta blað barst mér nokkuð seinna en mörgum öðrum – enda vandratað fyrir póstinn hér í 101 og stórhættulegt að vera á ferli nema í lögreglufylgd.
En loksins komst blessaður pósturinn með blaðið og ég fékk að líta þetta "skelfilega" rit sem menn hafa keppst um að lýsa hér….
Þetta er að mínu mati eitt allra FLOTTASTA Setur sem að ég hef séð – ég lifi alveg af nokkrar mál- og stafsetningarvillur (enda reglulegur lesandi hér á spjallinu). Stórskemmtilegar greinar og viðtöl ásamt fullt af fróðleik sem að gaman er að hafa við hendina – að ógleymdu félagatalinu sem er virkilega gaman að fá og núna hvet ég þá sem sáu villur í sinni skráningu að leiðrétta hana hjá skrifstofunni.
Mér finnst þetta frábært framtak hjá þeim sem að þessu unnu og ég vona að þetta verði árleg jólagjöf frá klúbbnum til félagsmanna.
TAKK FYRIR MIG
Benni
31.12.2007 at 13:51 #607920Ég tel það ekki klúbbnum til framdráttar, hvernig menn rakka nánast allt sem er gert í þessum ágætis klúbb.
Það er farið að tala um það út í bæ hverskonar vitleysingjar þessir félagar í 4×4 séu.
Er það sú ýmind sem við viljum!!!!!!
Að sjálfsögðu geta ekki allir verið sammála, en það er hægt að vera málefnalegur.
Niðurrif er ekki af því góða og er skömm af því hvernig menn eru farnir að nota spjall 4×4 til þess að nýða skóinn á mönnum.
Hér er ítrekauð stunduð mannorðsmorð.
Mæli með að áramótarheit félagsmanna sé að vera jákvæðir og vinna saman að því að gera klúbbinn okkar að sterkum hagsmunaklúbb þar sem fólk vinnur saman að uppbyggilegum málefnum.
Gerum stofnendur klúbbsins stolta af klúbbnum sínum
10 mars 2008 verður f4x4 25 ára.
kv
Agnes Karen Sig
Formaður.
p.s gleðilegt ferða ár.
31.12.2007 at 13:59 #607922Setrið er enn ekki komið til mín í Hafnarfjörðinn.
Var ekki allt sett í póst á sama tíma.
Kv.
Trausti Kári Hansson
ps. skemmtið ykkur nú vel yfir áramótinn og gleðilegt nýtt ár.
31.12.2007 at 14:08 #607924Sæll.
Það fór ekki allt á sama tíma í póst.
Pósthúsið sá um að færa félagsmönnum setrið.
Sami aðili og sendir féttablaðið.
Sjáum hvað setur og ef ekkert kemur til þín vertu þá í sambandi við skrifstofuna.
kv
Agnes Karen Sig
Formaður
31.12.2007 at 15:59 #607926Og get því hvorki tekið undir níðskrif eða hrós þau sem hér fjúka á síðunni.
31.12.2007 at 16:31 #607928Blaðið er fínt, fékk það með skilum þegar ég kom hingað norður á öræfin eftir að hafa verið í mannabyggðum um jólin (að spilla barnabörnunum) . Varðandi slóðamálin, þá var ég einmitt í þessari ferð að fá nýju uppfærsluna af kortinu í GPS-göngutækið mitt (Garmin GPS 60CSx) og mér sýnist að allmikið af slóðum sé komið þar inn. Hef ekki haft möguleika enn á að prófa neinn slíkan enn sem komið er, en vona bara að þeir sem skrifa þetta forrit hafi notið þrotlausrar vinnu Slóðríks Ofsa og við getum því vænst þess að þetta séu réttir slóðar. Það er nú oftar en ekki að brautryðjendastarf eins og það sem Ofsi er að vinna sé vanþakkað. Davíð heitinn Stefánsson frá Fagraskógi orðaði það svo snilldarlega í kvæðinu "Konan sem kyndir ofninn minn" – "það njóta fæstir eldanna sem fyrstir kveikja þá". Ég held að við 4×4 félagar skuldum Jóni Snæland ansi miklar og stórar þakkir fyrir hans vinnu við slóðana og ýmislegt fleira, sem hann hefur á sig lagt fyrir okkur. Gleðilegt nýtt ár öll sömul og megi komandi ár verða ykkur gæfu- og ferðaríkt.
01.01.2008 at 09:46 #607930Árið !
Nú er Fréttablaðið ekki borið í Norðlingaholtið (veit ekki hvort það komi málinu nokkuð við) og ekki hefur Setrið látið sjá sig hér hjá mér yfir hátíðarnar. Mig er farið að blóðlanga til að skoða þetta umdeilda rit.
Má ég ekki bara renna við á skrifstofunni hjá þér Agnes og næla mér í eintak ?
kv
Agnar
01.01.2008 at 13:05 #607932Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég fékk Setrið var; ‘flott blað, rosa mikil vinna sem liggur bak við þetta’. Hef staðið í svona útgáfu og veit að þetta er bara endalaus vinna. Ef þetta er unnið í sjálfboðavinnu þá segi ég bara húrra fyrir þeim sem gerðu þetta. Kannski er blaðið ekki fullkomið frekan en önnur mannanna verk en eins og einhver benti á er þetta einmitt upplagt rit til að hafa í bílnum.
Mér finnst menn stundum óþarflega stórorðir og illskeyttir í skrifum sínum, bæði um þetta mál og önnur. Allt í lagi að hafa skoðun á málinu. Það er ekki skemmtilegt að hafa lagt nótt við dag til að klára verkefni og fá svo skít og skammir frá þeim sem ekkert lögðu til og/eða hafa ekki kynnt sér málið nægilega vel. (nú er ég kannski full stórorður !!)
Bestu óskir um gleðilegt (ferða) ár til allra í 4×4.
HG
01.01.2008 at 18:30 #607934Gleðilegt nýtt ár kæru félagar
Jón Ofsi svaraði gagnrýni á greininga um mælingarverkefni f4x4 hér að ofan, en mig langar aðeins að útskýra hvað ég átti við.
Mig langar til að taka þátt í ferlunarverkefninu og hef ég verið að fikta í Mapsource í haust og læra á þetta alltsaman. Ég er búinn að gera mér grein fyrir því hversu gríðarlega mikil vinna þetta er og það fær mann til að bera ómælda virðingu fyrir Jóni Snæland og félögum.
Ég hélt að greinin væri um ferlunarverkefnið – hvað væri búið og hvað væri eftir, en það er það sem ég er spenntur fyrir. En hún var að mestu sögulegt ágrip á því hvernig þetta hefur gengið fyrir sig hingað til. Allt gott og blessað.
Það sem ég átti við er að það að tala illa um einhvern án þess að segja við hvern er átt og ekki undir nafni, er léleg blaðamennska. Almennur félagsmaður var engu fróðari um hvað hafði átt sér stað þarna eftir lestur greinarinnar.
Það hefði frekar bara átt að segja þetta beint út og undir nafni, eins og þú gerðir í svari þínu hér að ofan Jón. Núna skil ég hvað þú áttir við.Ætlun mín var alls ekki að reita neinn til reiði eða rífa niður í svaðið, ég sé það núna að þetta var kannski full hvasst til orða tekið og mun ég gæta orða minna í framtíðinni hér á vefnum.
Það er klúbbnum til framdráttar að gefa út svona flott blað og finnst mér alls ekki að eigi að leggja það niður, sérstaklega gagnlegar upplýsingar einkum fyrir nýja félaga. En það getur ekki verið meiningin að stjórnin sjái um þetta alfarið? Ritnefnd, landsbyggðardeildirnar og hinn almenni félagi ættu að geta lagt sitt af mörkum?
Ég segi allavega fyrir mig að mér finndist mikill heiður af því að fá að taka þátt í þessu og er alveg tilbúinn til að hjálpa til ef einhver sér gagn í því.
Takk fyrir gott blað
01.01.2008 at 20:13 #607936Ekki er ég kominn með svona blað
ég er í Árbæ reykjavík
mbk Guðni
01.01.2008 at 20:22 #607938það er alrangt Pálmi að stjórn hafi séð alfarið um þetta Setur. Setrið er búið að vera í fullri vinnslu ritnefndar síðan í mai, eða þegar ritnefnd samþykkti tillögu mína um að gefa út veglegra rit en hingað til, ef til þess fengist styrkur í formi auglýsinga.
Strax í júlí var það ljóst að auglýsingasalan sem ritnefndin stóð fyrir, hefði farið fram út öllum vonum og hráefnissöfnun fór af stað. Notaði ég lungan úr sumarfríinu mínu í að skrifa og sanka að mér upplýsingum frá nefndum og deildum með mikilli hjálp starfsmanns klúbbsins. Efni sem leitað var eftir barst seint og sumt aldrei og þegar líða fór að landfundi ákváðum við að setja ritið í uppsetningu og prentun með því efni sem komið var, sem við gerðum. Því miður vorum við lent á háannatíma prentsmiðjunar sem gerði það að verkum að útgáfan tafðist enn frekar eða um 4 vikur til viðbótar.
Þegar hérna er komið til sögu var próförk send til ritnefndar og stjórnar og þótti litlaus og ekki innihalda nóg og mikið af skrifuðu efni. Nú var tíminn orðin mjög naumur og við að falla á tíma við þá sem höfðu keypt auglýsingar í ritið og félagsmenn sem margir voru bíðandi langeygir eftir næsta Setri.
Þarna tók Jón Snæland af skarið og hóf að sanka að sér meira efni í blaðið. Ég og Jón settumst svo niður fyrstu vikuna í Desember og skoðuðum það efni sem bæst hafði við til viðbótar, samþykktum herlegheitin og sendum allt í uppsetningu í annað sinn og prentun í framhaldi af því mánudaginn 17 Des. Starfsmaður klúbbsins fór svo miðvikudaginn 19 Des og leysti blaðið úr prentun og setti í pökkun og póst.
Eins og sjá má á þessari atburðarás gekk allt mjög hratt á siðustu stundu og var Jón driffjöðurin í því og á heiður og þakkir skyldar fyrir.
Þetta er í fyrsta skipti sem ritnefndin ræðst í svona stórt verkefni og má segja að vaðið hafi verið útí óvissuna. Núna á nýju ári verður svo tekin ákvörðun um það hvort svona stórt og veglegt Setur verði gefið út aftur og ef ákvörðunin verður sú þá vitum við allavega hvað við erum að gera, hversu mikil vinna og mikill tími fer í það og síðast en ekki síst hvenær ógjörningur er að komast að hjá prentsmiðjum fyrir jólabæklingum. Einnig verður gaman að geta leitað til þín Pálmi eftir hjálp því öll hjálp er miklu meira en vel þegin.
Nýárskveðja
Siggi
ritstjóri Seturs.
02.01.2008 at 13:52 #607940Til að taka af allan vafa að þá var ég alls ekki að gagnrýna blaðið hér að ofan, minntist reyndar bara ekki á það. Mér finnst þetta blað veglegt og flott og hin besta lesning meðan að maður hlýjar t.d. kamrinum einhversstaðar á fjöllum já eða jafnvel fyrir þá sem eru einhversstaðar í góðu símasambandi að bíða eftir Björgunarsveitunum.
Spurningarnar mínar hér að ofan voru hins vegar 2 og hafa ekki fengið svör enn.
1. Af hverju ekki að fela útgáfuna utanaðkomandi aðilum?
2. Hvaða 1500 þús. var Agnes að grínast með hér ofar?Kemur skýrt fram hér á undan hvernig útgáfan gekk fyrir sig og heyrist mér það nú bara hafa gengið afar vel miðað við stærð blaðsins, og sérstaklega miðað við að allt er þetta gert í sjálfboðastarfi.
En mér er spurn, ef tilgangur útgáfunnar er ekki að hafa af því tekjur ásamt því að vera til upplýsinga og skemmtunar fyrir félaga, af hverju þá ekki að fela einhverjum atvinnumönnum verkið?
02.01.2008 at 14:21 #607942Útgáfa Setursins hefur verið rekið með bullandi tapi fyrir klúbbinn undanfarin ár og raddir sem vilja leggja þetta bákn niður verða sífellt háværari. Þess vegna ákváðum við að fara í þetta verkefni með fyrirvara um að það væri ekki gert með tapi.
Að borga utanaðkomandi aðila fyrir að gera Setrið get ég ekki ímyndað mér að væri annað en nokkra milljóna króna útgjöld fyrir klúbbin, sem seint væri hægt að réttlæta.
Þrátt fyrir rífandi góða auglýsingasölu gerði það lítið meira en að borga prentun og dreifingu.
Nánar ætla ég ekki að fara útí fjármál ritnefndar eða klúbbsins á opnum vettvangi, farið verður yfir þetta á aðalfundi í vor.
kveðja
Siggi
Ritstjóri
02.01.2008 at 18:40 #607944Ég ættla ekki að setja neitt út á það sem slíkt, en eins og ég hef sagt áður finnst mér að þetta ætti að vera vefrit sem félagsmenn gætu nálgast hér á síðunni. Ég vísa hér á þráð sem áður hefur verið fjallað um það mál.
https://old.f4x4.is/new/forum/default.as … 9632#75653
Með nýárskveðjum
Gústav S
02.01.2008 at 19:26 #607946Jæja blaðið var að koma inn um lúguna núna flott blað og ekkert útá það að setja
En skemtilegt að fá afsláttarkortið frá Regatta sem var útrunnið 31 des 2007 sent heim til sín 2 jan 😀
mbk Guðni
02.01.2008 at 20:48 #607948Ég skil ekki hvað menn eru að spá í þessum afsláttarmiðum. Í Fréttablaðinu í dag er Regatta að auglýsa 50-80% afslátt, og skiptir þá ekki máli hvort þú ert í 4×4 eða hjálpræðishernum.
Var aðeins að fletta Setrinu og þar er margt ágætt, og líka eitthvað sem alveg hefði mátt missa sig. Ég var líka sáttur við Villa afdalamann sem segist ekki mæta á landsfund nema hann sé haldin á fjöllum, og gefur þar með láglendisvæðinguni fingurinn.
Núna er rétt að halda upp á útgáfu Setursins með því að leggja útgáfuna á hilluna, og leifa ritnefnd að velja sér einhverja aðra nefnd til að ganga í, fyrir utan hjálparsveit, enda er örugglega búið að leggja hana niður.
Góðar stundir
02.01.2008 at 21:51 #607950Ég er einn af þessum fundalötu mönnum sem teljast til meðlima klúbbsins. Mér finnst ágætt að fá Setrið sent heim öðru hvoru til að fá yfirlit yfir það helsta sem er að gerast í klúbbnum og ýmsar gagnlegar upplýsingar. Ég vona því að útgáfunni verði haldið áfram og vil hrósa því ágæta fólki er leggur til tíma og starfskrafta til að halda henni gangandi.
Nýjasta heftið hef ég að vísu enn ekki fengið sent heim til mín, en sá það hjá kunningja mínum og sá ekki betur en að þar væri fullt af gagnlegum upplýsingum auk ýmiskonar léttmetis. Blaðið er mjög veglegt og vel úr garði gert.
Svo ég bíð bara spenntur við póstlúguna í þeirri von að fá eintak!
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.