This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Haraldur Sverrisson 20 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Sú merka stofnun Íslandspóstur færði mér tímaritið Setur í dag. Ég er einn af þessum „nytsömu sakleysingjum“ sem borga árgjaldið mitt skilvíslega en tek að öðru leiti ekki mikinn þátt í félagsstarfinu (þar veldur staðsetning mín á landinu sennilega mestu).Engu að síður hef ég ómælda ánægju og gagn af félagsskapnum, þá kannski fyrst og fremst af vefsíðunni, spjalli og auglýsingum.
Einnig hef ég mjög gaman af að fá Setrið í hendurnar,því það er alltaf svolítið öðruvísi að fletta blaði en að horfa á tölvuskjá. Og þá er ég kannski loksins kominn að efninu! Setrið var óvenju efnismikið og skemmtilegt að þessu sinni og allt efni þess mjög áhugavert.
Þó má ég til með að hrósa sérstaklega „Annál Rottugengisins“. Það var lipurlega skrifuð og skemmtileg frásögn. Til að slá svo aðeins á (of)lofið, þá hefði verið ennþá betra að gefa smá skýringu á mönnum,;hvað heita þeir fullu nafni sem nefndir eru til sögunnar undir gælunöfnum, hvernig bílum aka þeir, o.s.fr.
Og síðast en ekki síst,hver er höfundur títtnefnds annáls?
Með þökk fyrir ágætt blað.
Eyjakveðja X-5620
You must be logged in to reply to this topic.