This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Sólonsson 12 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Eins og áður hefur komið fram hér á spjallinu hefur skálanefnd lagt til að reist verði skemma uppi í Setri eins og samþykktar teikningar sýna. Skálanefnd hefur lokið við gerð kostnaðaráætlunar um smíði skemmunar. Kostnaðaráætlunin er í tvennu lagi, annarsvegar fyrir framkvæmdir í sumar og hinsvegar fyrir framkvæmdir sumarið 2013. Framkvæmdir í sumar eru við uppsteypu á sökklum undir skemmuna, færslu á gám, koma nýjum olíutank fyrir og ganga frá lögnum milli skemmu og skála. Sumarið 2013 er gert ráð fyrir að reisa skemmuna og ljúka við frágang á henni. Áætlaður kostnaður vegna framkvæmda sumarið 2012 er kr. 505.588,- en fyrir sumarið 2013 kr. 1.613.652,- Reikna má með einhverjum aukakostnaði vegna verðbreytinga og ófyrirséðra hluta á byggingartíma.
Það má spyrja sig af hverju eigum við að byggja skemmu ? Við í skálanefndinni teljum að það sé komin tími á frekari uppbyggingu í Setrinu. Skemman mun hýsa ljósavélina, nýjan olíutank og dagtanka og verða þá öll olíumál komin undir eitt þak. Stigar og annað vinnudót fer undir eitt þak, vinnu og viðgerðaraðstaða stækkar og allt það efni sem hefur verið geymt undir palli og við steyptu sökklana fer undir þak og betri yfirsýn næst yfir það sem til er. Umhverfi Setursins breytist og fegrast með tilkomu skemmunar enda er það okkar mat að tími gámsins sé liðin. Þetta er líka spurning um metnað sem félag, hvernig við viljum hafa hlutina. Svo má einnig nefna að Setrið er tuttugu og fimm ára árið 2013. Skálanefnd mun leggja fram tillögu um smíði skemmunnar á næsta aðalfundi, mánudagin tuttugasta og fyrsta maí og eru allir þeir sem vilja leggja málinu lið ásamt öðrum góðum málum hvattir til að mæta á aðalfundinn.Rúnar skálanefnd.
You must be logged in to reply to this topic.