Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Setrið, hugleiðingar um útleigu skálans.
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Bæring J. Björgvinsson 13 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.12.2010 at 17:51 #216239
Sælir félagar í ferðaklúbbnum. Við í skálanefnd höfum undanfarið verið að ræða málefni Setursins og útleigu á skálanum. Það sem við erum aðallega að velta fyrir okkur í því sambandi er leiga til fárra einstaklinag, svo sem þriggja til sex-sjö manna hópa og þá staðreynd að tap er á slíkum útleigum. Það er kostnaðarsamt að reka skálann og með hækkandi olíuverði verða hlutirnir ekki auðveldari. Við höfum því verið að spá í hvort ástæða sé til að setja lágmarksgjald fyrir leigu á skálanum sem myndi þá miðast þann kostnað sem hlýst af notkun skálans sem nemur rekstri á einum sólarhring. Þegar skálinn hefur verið leigður út höfum við beðið leigutakana um að slökkva á ljósavél á næturna og þegar farið er af staðnum, t.d. í bíltúra eða eitthvað slíkt. Við höfum getað fylgst með því hversu lengi vélin er í gangi hjá hverjum leigutaka og í ljós hefur komið að allur gangur er á hvort menn virða þessa beiðni okkar eða ekki. Nú væri gaman að fá að heyra álit félagsmanna á þessu máli, hvaða hug bera þeir til þessa máls.
Kv. Logi Már. Skálanefnd.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.12.2010 at 17:58 #712650
Jú jú gott mál, ekki viljum við að þetta sé rekið í mínus, en hvað er að kosta að reka skálann í sólarhring? s.s. hversu mikið fer af olíunni?
04.12.2010 at 18:00 #712652mér findist að leigan þyrfti að standa undir rekstrar kostnaði
04.12.2010 at 20:23 #712654þannig að ef það væru 50 manns í skálanum kostaði nóttin ? 500 kr
kv. Biggi
04.12.2010 at 20:32 #712656Auðvitað er ekki gott mál að skálagjöldin standi ekki undir beinum kostnaði við útleiguna og ein leið er náttúrulega að hafa eitthvað ákveðið lágmarksgjald. Önnur pæling er hvort hægt sé að koma málum þannig fyrir að nokun lítilla hópa sé ekki að kosta svona mikið. Það gæti að vísu kallað á einhverja endurskipulagningu á húsnæðinu, en ef hægt væri að koma málum þannig fyrir að hægt sé að kynda hluta húsins, svo ekki sé nú talað um að nota skálann án þess að keyra margra kílóvatta ljósavél þá gæti það sparað talsvert. Það sem einhver 6 manna hópur sem gistir eina nótt í skálanum þarf er raunar ekki annað en aðgang að einhverri eldunarstöðu og vatni, svefnrými, ljóstýru til að sjá til og geta komið hita í rýmið sem það rými sem þeir nota og því minna sem það er því fljótara er að hitna og kostnaður minni. Þetta hlýtur að vera hægt að gera með minni kostnaði en þegar 40 manns eru að gista í skálanum. Fyrir ljós dugar sólarsella ágætlega og eins mætti spá í svokallaða efnarafala sem kosta lítið í rekstri.
Allavega pæling, gæti verið þess virði að skoða þetta ef mikið er um litla hópa.
Kv – Skúli
04.12.2010 at 23:07 #712658Tekk undir það sem Skúli segir hér að framan. Einnig er það orðið svo að maður er hættur nenna að gista í Setrinu vegna þess hvað það er mikið vesen að starta upp og græja skálan. Hef ekki komið þarna í nokkur ár, hef frekar farið í minni skála sem eru ekki með gargandi ljósavél í gangi til að eyðileggja fyrir manni fjallakyrðina.
Held að skálanefnd ætti að kynna sér hvernig Eyfirðingar eru búnir að græja Réttartorfu. Þó að þar sé ljósvél til staðar, þá þarf ekki að setja hana í gang ef það er bara verið að gista og hita skálann. Í skálanum er olíuvél til að hita húsið og 12v sólarljósarafkerfi fyrir lýsingu og vantsdælu. ljósvélin er síðan notuð í vinnuferðum og þess háttar.
Því er spurning eins og Skúli bendir á að græja hluta hússins á þenna hátt þannig að þessi venjulegi ferðahópur ca 6 bílar geti gist þarna án mikils kostnaðar.
kv Hilmar
05.12.2010 at 11:25 #712660Það má að sjálfsögðu ekki reka Setrið með tapi.
En það má heldur ekki setja það hátt lámarksgjald að það verði fráhrindandi fyrir menn, þá fara peningar aftur að tapast.
Það væri að mínu mati skinsamlegast að skoða möguleika á að lækka kostnað við hverja ferð þangað og jafnvel hólfa skálann niður sé það hægt og skoða að kynda með gamalli olíueldavél, eða olíuofni og vera með 12V lýsingu í skálanum, þannig myndi minnka talsvert þörfin á að ræsa ljósavélina í hvert skifti sem einhverjir gista í skálanum.
Svo mætti setja lámarksgjald á skálann því það kostar jú að kynda skálann hvort sem menn nota rafmagn eða olíuofna, en stilla gjaldinu í hóf og miða jafnvel við aðra skála, það eru nokkrir skátaskálar með lámarksgjald fyrir helgina og svo annað fyrir vikuna.
Kveðja Árni F [url=http://afr.123.is:36bpufsd]Lækurinn[/url:36bpufsd]
05.12.2010 at 12:15 #712662ég hef nú ekki komið í setrið í nokkur ár núna. En einusinni var þetta þannig að í eldhúsinu var kamína sem hitaði þann part skálans ágætlega, þannig var hægt að gista í þeym parti skálans. En kannski er best að fá lýsingu á því hvernig kerfi eru komin uppí setur svo við getum gefið ykkur skoðun á hvað okkur þyki rétt að gera. En ég held að allir séu sammála um að ekki sé gjörlegt að leigja skálann út með tapi. en mér þykur það um leið sorglegt ef það þýðir að menn þurfi að vera í stórum hóp til að geta gist í setrinu.
05.12.2010 at 13:45 #712664Strákar-það er bara að fara í kjölfar Jökulheima(skálnefndar)þar hefur allt gengið upp- allt til alls(í fjallakofa)lítill kostnaður.engin ljósavél nema til viðgerða og framkvæmda.þar er vatn-borhola sem virkar alltaf.ljós 12 volt-gas eldun og hitun ef vill -oliuhitun sem virkar fínt sérstaklega eftir breytingu.endurnýjað trekkrör.skálin allur hin vistlegasti og mínkaði það ekki eftir stækkununina síðustu-menn gætu sent erindi á skálanefnd og fengið upplýsingar um þetta allt.’Oþarfi að finna upp hjólið í hvert skifti.
Rekstrarkostnaður myndi snarlækka -en auðvitað þarf einhverjar breytingar,þær væru samt fljótar að að borga sig að ég held.
LjóSavélin gæti svo verið bakkupp þegar mikið stendur til og menn fara í frammkvæmdir.
Bara svona smá innlegg
05.12.2010 at 14:50 #712666Takk fyrir innleggin félagar, þörf og góð umræða. Við í skálanefndinni höfum einmitt velt þessum hliðum upp sem hér eru að koma þ.e. að skifta skálanum niður. Skálinn og fyrirkomulag hans er að mörgu leyti barn síns tíma, það voru stórhuga menn sem settu skálabygginguna af stað á sínum tíma og þá var byrjað að byggja fysta áfanga skálans. Eftir því sem ég hef heyrt þá þótti á þeim tíma mikið til þess koma að komast þangað uppeftir og oft örtröð í skálanum hér áður fyrr svo það var haldið áfram með hann og næsti áfangi byggður o.s.frv. en svo breytast tímarnir og þykir ekki tiltökumál að komast þarna uppeftir í dag. Í dag eru jú minni ferðahópar á ferðinni á veturna. Og gallinn við hitakerfi skálans er t.d. að það gerir ekki ráð fyrir því að skálinn sé kynntur upp að hluta. Ein lausn á þessu væri að splitta kerfinu upp og setja upp aðra kamínu í gamla hlutanum, svo sem gerlegt en kostar bæði fyrihöfn og fjármagn. Við höfum mikið rætt um að koma upp 12 volta kerfi og það er t.d. komin ein sólarsella sem sér um að halda símaopnunarkerfinu gangandi. En 12 volta kerfi þyrfti, ef vel ætti að vera að leggja í skálann frá grunni með tilheyrandi kostnaði. Siðan eru vatnsmálin, við þurfum að sækja vatn 14 metra ofan í jörðina og dæla því svo siðan einhverja 10 til 12 metra upp í skálann. Mín hugmynd hefur verið að koma fyrir vatnsforðabúri í skálanum sem sírennsli er úr þannig að það tæmi sig á einhverjum 15 til 20 tímum þannig að aldrei mundi ná að frjósa í því. Í því væru síðan flotrofar sem settu vatnsdæluna í gang til að fylla á forðabúrið eftir því sem tæmdist af því. Þetta er allt framkvæmanlegt tel ég en tækniútfærslur hef ég ekki á þessu og þarf fróðari mann á því sviði en mig. En ég held að í heildina þurfi að endurskoða öll orku og tæknimál skálans upp á nýtt og gera litlum ferðahópum kleyft að gista þarna á þeim forsendum að ekki sé tap á veru þeirra á staðnum. Það er gott að velta þessum málum vél fyrir sér og gera sér hugmyndir um lausnir en framkvæmdir verða að bíða um sinn eða á meðan okkur er haldið í gíslingu með friðunarmál á svæðinu og hver framtíð okkar og skálans á svæðinu verður. Einhver spurði hvað kostaði að reka skálann á sólarhring, það má reikna með að í vetrarnotkun þurfi ljósavél og kamína á bilinu 90 til 120 lítra af olíu á sólarhring og þá eru aðrar rekstarvörur ótaldar svo sem hreinlætisvörur o.fl. Er ekki klár á hvað litaða olían kostar en ef hún er 150 kall þá getur olíukostnaðurinn verið 18 til 20 þús kall á sólarhring. Ég hef sjálfur verið mjög hlynntur því að byggja upp gott 12 volta kerfi á skálanum og niðurfæra skálann úr því að vera "fjallahótel" í það að vera fjallaskáli því að ég held að aðeins þannig sé rekstargrundvöllur fyrir skálanum. Mætt hef ég samt nokkurri andstöðu í þeim málum því það er alltaf erfiðleikum háð að bakka með hlutina þegar menn eru orðnir góðu vanir. Það má t.d. spyrja sig hvað við teljum okkur hafa við ísskáp og örbylgjuofn að gera þarna skálanum. L.
05.12.2010 at 19:02 #712668Er eldhúsið ekki ennþá hólfað af?
Ef svo er ætti ekki að vera mikið mál að kaupa 2 olíu fyllta gasofna sem myndu sennilega nægja til að halda hita á því rými skálans. minni hópar gætu svo aðhafst í þeym hluta skálans, sleppa því að kveikja á ljósavélinni, og ætti ekki að vera stórmál að vera með einhverskona gaslampa eða bara kerti til að hafa smá týru sem hægt væri að nota til að sjá til.
E
05.12.2010 at 19:57 #712670sammála seinasta ræðumanni.
Sé ekki að það sé stórkostlegt mál að koma upp "einfaldari" kyndi möguleika fyrir minna rými. hvernig svo það er gert er bara spurning um hvernig best er að framkvæma á sem haghvæmasta hátt fyrir klúbbinn. að það séu ofnar á staðnum en menn taki með sér gas eða þá að rukka fyrir gasið líka og hafa á staðnum. ætti ekki að vera stóri höfuðverkurinn.
hvað varðar lýsingu þá væri hægt að fjárfesta í luktum sem ganga fyrir batteríi og eru á staðnum…..bara mæta með rafhlöður með sér. eða bara hreinlega benda fólki á að taka með sér lýsingu að eiginvali, hvort sem menn eru í rómatískum fíling….kerti eða rafmagnslýsing luktir.
05.12.2010 at 22:07 #712672En hvenær ætla menn að viðurkenna það að það sé alltof alltof stór ljósavél á staðnum sem eyðir alltof miklu??
Er ekki miklu nær að byggja bara annan skála við hlið flottasta fjallaskála landsins sem stefnir hratt í það verða það ekki mikið lengur. Hægt væri að hafa 15-20 manna skála, með sólóvél, sóllarsellum og engu bruðli, minni hópar geti þá dvalið þar þegar þannig liggur við. Og kostnaður í lágmarki….
Þá er kannski hægt að fara halda Landsfundi þarna aftur fyrst að meðfundurum hefur fjölgað svona og ekki hægt lengur… og þá er hægt að sleppa því að leigja Kerlingarfjöllin, þá væri hægt að nota þann pening í rekstur á skálanum í staðinn.
Svo er fyndið að sjá þetta, það eru ekki margir mánuðir síðan það átti að byggja við og gera skálann enn voldurgri. En núna er talað um að skrúfa draslið úr honum og hólfa í herbergi. … til að taka saman í rekstrarkostnaði ogvar eytt töluvert af púðri í þetta…
Er ekki miklu nær að finna nægilega stóra (litla) ljósvél sem er eyðslugrönn og dugar fyrir þessu sem er í gangi. Taka til í þessum rafmagnsofnum, fækka eða minka útikastara, fjarlægja örbylgjuofn og ísskáp. og koma reglu á notkun á ljósavélini. Þetta er einfalt, ódýrt og þæginlegt. Er ekki einhver ægilegur díll á olíuni frá vinum okkar á Select fyrir skálann? Er búið að skoða þetta, er búið að skoða þennan möguleika vel, er búið að hafa samband við þá sem hafa eitthvað vit á svona vélum og athuga hvað er í boði. Er það skálanefndin eða stjórnin sem stoppar það ferli. Það virðist ekki mega bera uppá orðinu ljósavél þá er mönnum sagt að stíga til hliðar, þetta verði ekki rætt núna…
Auðvitað er löngu kominn tími á að taka eitthvað til í þessu og er ekki lágmark að skálinn geti staðið undir sér
Kv, Kristján
05.12.2010 at 23:30 #712674Það er svo margt sem að væri hægt að gera í setrinu til að draga úr orkunotkun og rekstrarkostnaði að það er of langt mál að telja það upp hér. En ég hef sent skálanefnd erindi áður og bent á fjölmargt.
En það er rétt hjá Loga að flestir þeir hlutir sem þarf að fra í kosta einhverja peninga – en frá mínum bæjardyrum séð er hvort sem er verið að eyða þeim í að borga með skálanum núna og það kæmi því fljótt til baka að fara í lagfæringar.
Það er líka rétt að margt þarna er Barn síns tíma og svo hefur verið stækkað og bætt við húsið í allar áttir og að því er manni sýnist algerlega án þess að heildarmyndin sé skoðuð eða nokkuð af þeim kerfum sem þarna eru hönnuð á heilstæðan hátt. Einungis verið prjónað við í allar áttir undir stjórn sjálfskipaðra "sérfræðinga" og því er sem er – orkunotkun hússins allt of mikil og kerfin vanhugsuð.
Þetta væri þó allt hægt að laga, en kostar án efa einhverja peninga og töluverða vinnu sem að ekki er endilega hægt að fá mannskap í. EN ég hef áður boðið fram mína aðstoð og minnar verkfræðistofu við að yfirfara kerfin og gera tillögur til úrbóta – og það boð stendur enn.
Svo má til gamans geta þess að við í Túttugenginu höfum tekið að okkur skála sem er um 45 % af stærð setursins, bæði hvað svefnpláss og gólfflöt varðar. Þar eru öll helstu þægindi, vatnsklósett, gott eldhús, fjarskiptabúnaður og björt og góð 12 V lýsing. Við settum sjálfir rafkerfi í húsið sem að samanstendur af nokkrum rafgeymum, hleðslutæki og 2 hestafla ljósavél sem framleiðir 800 W og eyðir um 0,3 l af bensíni á klukkustund. Notum svo 12 v sparperur í lýsingu sem skila sömu birtu og 40w pera en nota einungis 11w. Húsið er hitað með gasofnum og fer um það bil hálfur gaskútur á sólarhring í kyndingu og eldamennsku. Ljósavélin gengur í um 5 – 6 tíma á dag og notar til þess um tvo lítra af bensíni. gasið kostar um 2200 kr á sólarhring og því kostar innan við 2500 kr á sólarhring að reka það hús.
Benni
05.12.2010 at 23:53 #712676Húsið er allt of stórt og mikil heildareining. Það þyrfti að vera hægt að vera í og hita upp lítinn hluta þess. Sjálfur ferðast ég yfirleitt í 2-4 manna hóp á 1-2 bílum á veturna og einbíla á sumrin og hef því ekki gist í Setrinu í mörg ár nema aðrir hópar séu þar fyrir.
Vissulega er ekki gott að reka húsið með tapi en lágmarksgjald fyrir allt "skrímslið" er ekki rétta leiðin heldur þarf að haga hlutunum þannig að fáir geti gist í afmörkuðum hluta hússins.
Kveðja Freyr
06.12.2010 at 00:06 #712678"……það má reikna með að í vetrarnotkun þurfi ljósavél og kamína á bilinu 90 til 120 lítra af olíu á sólarhring……."
Setrið eyðir s.s. jafn miklu eða meira eldsneyti á dag heldur en jepparnir okkar á venjulegum degi í snjó, hvaða rugl er það???????????? Það er greinilega allt of stór/óhagkvæm ljósavél eða rafkerfið of umfangsmikið með öll sín raftæki, kastara o.fl.
Kv. Freyr
06.12.2010 at 06:40 #712680hljómar svoldið eins og það séu rafmagnsofnar á svæðinu. 😉
En er það ekki málið að sóló eldavélin kyndir upp ofnana sem eru inní húsinu og rafstöðin sér um ljós? spurning hvernig þetta liti út ef menn myndu ekki kveikja á rafstöðinni.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.