Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Setrið – blaðið
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Arngrímur Kristjánsson 16 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.11.2008 at 12:32 #203161
vil vekja athygli ykkar á könnun um Setrið hér á síðunni. Nú er búið að gefa út tvö Setur í október og nóvember, það var bunki sem kom til baka.
Þeir sem ekki hafa fengið Setrið inn um lúguna sendi póst á f4x4@f4x4.is með upplýsingum um heimilisfang og félagsnúmer svo hægt sé að laga það í félagatalinu.
Kveðja Lella Ritnefnd -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.11.2008 at 15:54 #632260
Er það bara ég, eða er engin könnun sem stendur?
Svona þegar ég fer að pæla í því, þá hef ég ekki séð könnun hérna á síðunni í lengri lengri tíma…
.
kkv, Úlfr (sem fékk Setrið heim til sín og varð hissa á að sjá drusluna á einni síðunni…)
E-1851
05.11.2008 at 15:56 #632262það er bara þú Úlfr, það er alltaf könnun í gangi.
kv Lella
05.11.2008 at 16:00 #632264Fattaði svo að maður þarf að fara á forsíðu [url=http://www.f4x4.is/:307smhww]f4x4.is[/url:307smhww] til að sjá könnunina…
Annars finnst mér að það mætti gefa út setrið á pappírsformi en einnig hafa útgáfu af því á netinu, er þetta ekki hvort eð er sent í PDF í prentun?
.
kkv, Úlfr (sem sér loksins könnunina..)
E-1851
05.11.2008 at 16:16 #632266Eg vill þakka firir gott blad og þeyr sem standa ad þessu bladi eiga heidur skilid þvi þetta er ekki lett verkk ad standa i svona ( mjog timafregt ) þakka Maggi Wyllis
05.11.2008 at 16:40 #632268Má vera með áróður á kjörstað??? Ef það er leyfilegt þá er ég sammála Magga. Alltaf svolítið gaman að fá blaðið inn um lúguna og þau sem standa í þessari vinnu eiga hrós skilið því svona blað er ekkert hrist fram úr erminni.
Það er hins vegar ekkert sjálfgefið að halda útgáfunni úti á pappír. Til þess þarf annars vegar einhverjir að vera til í þessa vinnu og svo hins vegar fjárhagsleg hliðin á útgáfunni að ganga upp eða vera með ásættanlegu tapi sem klúbburinn tekur meðvitaða ákvörðun um að bera. Að þessum tveimur skilyrðum uppfylltum er frábært að hægt sé að halda útgáfunni úti. Þegar útgáfum var fækkað á sínum tíma var það vegna þess að raunar hvorugt skilyrðið var til staðar.
Kv – Skúli
05.11.2008 at 16:46 #632270og margar góðar greinar. Prýðisblað alveg hreint og þeir sem að þessu standa eiga heiður skilinn!
Takk fyrir mig
05.11.2008 at 20:16 #632272Þakka ykkur, ágæta ritnefnd, fyrir ykkar framtak. Þekki svona störf af eigin raun og tel mig vita um hvað þetta snýst og hvað það eru margar vinnustundir og fyrirhöfn fólgin í hverri einustu síðu af svona riti. Blaðið á sinn góða þátt í að tengja okkur öll saman, hvar sem við erum búsett eða stödd hverju sinni. Aftur, þakka ykkur fyrir.
06.11.2008 at 14:52 #632274Er þetta gott balð og á ritnefnd heiður skilið. En mér finnst óþarfi að gefa það út á pappír það á að vera rafrænt form á pdf skjali á netinu. kostnaður við prentun,blaðakostnaður og sendingarkostnaður er of mikill. Svo er gott að hugsa um umhverfisþáttin og minka pappírs póst eins og hægt er.
06.11.2008 at 17:16 #632276Sammála síðast ræðumanni.
Kveðja
Þengill
07.11.2008 at 00:31 #632278Persónulega myndi ég vilja fá þetta annað hvort í tölvupósti eða geta hlaðið því niður af vefnum.
En það eru hins vegar menn sem vilja þetta á pappír og er það í góðu lagi einnig.
Félagsmenn (og -konur) ættu að hafa val um það, þ.e. hvort blaðið sé sent til þeirra eður ei. Það myndi spara félaginu talsverðan aurinn, að senda Setrið út og fá það aftur í hausinn, vegna vitlausra heimilisfanga félagsmanna.
Þetta verður líklega ekki hægt að framkvæma fyrr en nýji vefurinn kemur í loftið og gæti þá sem dæmi verið valmöguleiki, þar sem hægt væri að haka við, í sínum prófíl, hvort maður vilji Setrið á pappír eður ei.just my $.02
Bragi
07.11.2008 at 13:16 #632280ef setrið væri sett á tölvutæku formi á netið geta þeir sem vilja hafa það á blaði prentað það út, langflestir eiga eða hafa aðgang að prentara. Ég tel að peningum klúbbsins sé betur varið í annað en frímerki og pappír.
07.11.2008 at 14:33 #632282Eins og fram kom á síðasta félagsfundi, þá hafa fyrirtæki og stofnanir sýnt því áhuga að fá nokkur eintök til sín.
Þetta finnst mér að F4x4 ætti að virða og nýta sér til að selja fleiri auglýsingar þar sem markhópurinn er orðinn stærri en bara félagsmenn. Einnig eru meiri líkur á að fólk kynni sér starfsemi klúbbsins, tengdra fyrirtækja (auglýsenda) og gangi í framhaldi í klúbbinn. S.s. tekjuaukandi fyrir alla
Því finnst mér að það ætti gefa Setrið áfram út, en félagsmenn verða að staðfesta heimilisfang sitt. Þetta gæti verið fítus á nýja vefnum, þ.e. minna félagsmenn á að yfirfara upplýsingar sínar reglulega (allavega árlega).
07.11.2008 at 19:45 #632284Mér finst Setrið vera flott blað og það er alltaf gaman að fá það inn um bréfalúguna, bíð bara spentur eftir því að dreifing á því hefjist hérna í Garðabænum
Kveðja
AddiKr
R-1435
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
