This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 19 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.03.2005 at 10:00 #195639
Hvernig stendur á því að Setrið hefur ekki komið á Suðurnesin, eða hefur enginn fengið Setrið í mars. Ég man ekki eftir því að þetta hafi gerst áður. Kv. Heiðar
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.03.2005 at 14:49 #518530
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Setrið kom ekki heldur inná mitt heimili. Fyrsta skipti sem það gerist.
10.03.2005 at 15:10 #518532Sælir félagar.
Þetta á sér þá skýringu að nú er Setrið aðeins sent þeim sem hafa greitt félagsgjaldið. það hafa því miður ekki allar deildir sent inn lista yfir þá félaga sem hafa greitt hjá þeim og því höfum við ekki sent þeim Setrið. Við eigum þó von á að þettá klárist í þessari viku og þá verður Setrið auðvitað sent þeim sem hafa greitt.
Kveðja,
Emil
10.03.2005 at 16:38 #518534Sjálfur formaður suðurnesjadeildar ekki búin að borga ??? :):):):)ég get sent þér blaðið um leið og ég er búin að fá eitt stykki um bréfalúguna. Hélt reyndar að blaðið ætti að koma út fyrir mánudagsfundi hér í bænum, er ritnefd að klikka á þessu.:)
10.03.2005 at 16:46 #518536Ég er nú búinn að borga eins og flestir í deildinni hjá okkur.Það var nú fámennasti fundur í áratugi hjá okkur í gærkveldi, sennilega vegna þess að Setrið kom ekki til okkar á réttu tíma. Er það komið eða ekki???? Kv Heiðar sem er búinn að borga.
10.03.2005 at 16:56 #518538Ég fékk Setrið síðastliðinn mánudag. Ætli samhengið milli raunveruleikans og [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=4773#33423:30ygdrt9]staðhæfinga Emils[/url:30ygdrt9] sé ekki bara svipað að endranær.
-Einar
10.03.2005 at 17:30 #518540
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mér sýnist menn vera aðeins að misskilja málið. Þetta stafar ekki af því að félagsmenn á Suðurnesjum séu upp til hópa ekki búnir að borga félagsgjöld, heldur vantar að senda upplýsingar um það til móðurfélagsins. S.s. stjórnin á Suðurnesjum þarf að senda gjaldkera lista yfir greidd félagsgjöld þannig að Heiðar og félagar hans komist á listann yfir þá sem eiga að fá Setrið sent. Þar liggur s.s. skýringin á að heilu deildirnar fá ekkert Setur.
Kv – Skúli
15.03.2005 at 14:23 #518542Jæja félagar.
Hvernig er þetta með Setrið, er búið að vinna úr skuldalistunum?
Þetta er auðvitað afleitt að fá ekki málgagnið fyrr en undir vor.
Kvart kvart
Kveðja Hafsteinn.
15.03.2005 at 17:11 #518544Við fengum nú ekki greiðsluseðlana frá stjórninni fyrr í lok desember og seðillinn kom ekki í heimabankann fyrr en í byrjun janúar. Þar á undan vorum við að senda út reikningana í september þannig að slóðaskapurinn er nú hjá aðalstjórninni(sennilega í sama gír og heimasíðugerðin). Ég veit að Marteinn gjaldkeri okkar er í smá hremmingum með tölvuna hjá sér, en ef maður fer ekki að sjá mars Setrið mæli ég með því á næsta fundi hjá Suðurnesjadeildinni að við breytum klúbbnum aftur í Jeppavinafélag Suðurnesja.
Heiðar hundfúll!!
15.03.2005 at 21:06 #518546
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eitthvað virðist þá hafa skolast til á fleirri stöðum, ég er í suðurlandsdeild og hef ekkert blað fengið borgaði 27.12.2004 þannig að þetta er nú ekki bara hjá suðurnesjadeild.
Spurningin er hvar urðu mistökin?
Kveðja Gunnar Már
15.03.2005 at 22:00 #518548
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Vill koma á framfæri að gefnu tilefni.
Að stjórnir landsbyggðadeilda verða að vita af því ef RVK stjórn móðurfélagsins 4×4 ákveður slíkt
þ.e.a.s.dagsetningar, því engar uppl. lágu fyrir frá þeim um skil fyrir vissan tíma á lista yfir ógreidd félagsgjöld ,þannig að félagsmenn með ógreidd félagsgjöld fengju ekki Setrið sent í mars (sem er hið besta mál)en verður þá að framkvæmast í réttri röð eins og undanfarin ár,Kall eftir listanum kemur ekki til okkar fyrr en 10.mars í mjög einkennilega orðuðu bréfi frá starfsmanni 4×4 þar sem hann óskar eftir lista frá deildunum yfir ógreidd félagsgjöld STRAX ,sem var svarað þannig af mér ,"Sendu út Setrið á alla okkar félagsmenn strax,listi yfir ógreidda félagsmenn berst þér á næstu dögum".
Verð að segja að þessi ráðstöfun að senda ekki Setrið út 1-3.mars eins og venja er ,og óska síðan eftir lista frá deildunum yfir greidd félagsgjöld þann 10.mars STRAX svo hægt sé að senda út Setrið í mars á greidda félagsmenn er mjög sérstök og klúðursleg.
Við í Vesturlandsdeild höfum ca.160 skráða félagsmenn ,ca.145 hafa greitt félagsgjöld og bíða eftir Setrinu sínu NÚNA en ca.15 eru ógreidd.
Síðan barst í dag þann 15.mars annað bréf frá starfsmanni 4×4 þar sem hann ítrekar ósk sína svo hægt sé að senda út Setrið (athugið það er komin 15.mars),þrátt fyrir að listi yfir ógreidda félaga hafi verið sendur þann 14.mars til hennar.Það er reyndar svolítið sérstakt að skynja hvursu mikilvægt Setrið er okkur jeppamönnum ,hálfgerð fíkn jafnvel ,því menn eru haugfúlir yfir þessum drætti á málgagni okkar á aðal vetrarferðatímanum þessa dagana.
Úr þessu er líklega best að fá bara mars og apríl Setrin á sama tíma, 1-3.apríl.?
Með kveðju,
Siggi.
Vesturlandsdeild
16.03.2005 at 00:47 #518550ÉG og félagi minn gengum í klúbbinn og greiddum gjaldið þann 24.feb. síðasliðinn en erum hvorgi farnir að sjá setrið eða skirteinið erum bara með kvittun frá starfsmanninum en gaman væri að fara sjá hvort tveggja þe. blaðið og skirteinið, misstum reyndar af fundinum á Akranesi núna í vikunni vorum ekki búnir að átta okkur á fundartímanum.
16.03.2005 at 09:55 #518552Sælir félagar.
Ætli það sé ekki best að ég reyni að útskýra þetta aðeins.
Þið reynið svo sjálfir að greina "samhengið á milli raunveruleikans og staðhæfinganna".Það má vel vera að vinnulag okkar í stjórninni varðandi þetta þurfi að endurskoðast. það munum við líka gera nú í vikunni.
Það er rétt sem fram hefur komið að greiðsluseðlar voru sendir út seinna en venjulega. Fyrir því eru ýmsar ástæður eins og samningar við Skeljung, útgáfa kortanna sem við notum sem félagsskýrteini og fleira. M.a. þess vegna var Setrið sent til allra félaga í janúar og febrúar, en að öllu jöfnu eru eingöngu þeir sem hafa greitt sem fá þau blöð.
En það kemur mér á óvart að það sé ekki forráðamönnum deildanna ljóst að þær þurfi að senda okkur lista yfir þá félaga sem hafa greitt gjöldin. það er nú ekki eins og þetta sé í fyrsta skipti sem þetta fer fram. Og svo hafa flestar deildir sent okkur þessa lista óumbeðnar.
En hvað um það. Til að leysa þetta mál munum við breggðast við með því að senda Setrið út sem fyrst. Límmiðar verða prentaðir í kvöld, þannig að blaðið fer í póst á morgun eða föstudag.
Kveðja,
Emil Borg
16.03.2005 at 10:42 #518554Við getum vafalaust deilt um það hvort deildirnar eigi að taka það upp hjá sjálfum sér, án þess að fá ábendingu frá aðalstöðvunum, að senda svona lista suður.
Mér virðist hitt vera á hreinu eftir lestur þessa þráðar að Suðurnesjadeild, Suðurlandsdeild og Vesturlandsdeild, auk okkar hér í Eyjafjarðardeild, hafa ekki gert það. Það er helmingur deildanna samkvæmt mínum reikningum.
Yfirlýsing Emils um að flestar deildir hafi sent inn þessa lista óumbeðnar stenst því ekki.
16.03.2005 at 12:50 #518556
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er greinilega hið mesta klúður, en ég held að menn ættu að hverfa aðeins úr skotgröfum ;o) Það má læra af þessu og reyndar ef maður pælir í því liggur það líklega í hlutarins eðli, að venjur og vinnuferli lifa ekki mjög vel í stóru félagi sem skiptir ört út fólki í stjórnum og nefndum. Mér sýnist að það hafi verið gengið út frá því að deildir sendi reglulega lista yfir greidda félaga, það væri bara í föstu ferli og þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því. Ég stóð allavega í þeirri meiningu að svo væri. En af ofangreindum ástæðum (s.s. þetta með endurnýjun í stjórnum) er líklega ekki hægt að ganga út frá því og þó slíkt ferli sé komið á er ekki víst að það lifi.
Við finnum okkur bara eitthvað betra fyrirkomulag, starfsmaður sendi alltaf kringum 1. hvers mánaðar áminningu um það eða eitthvað slíkt og sendum öllum Setrið sem það vilja. Þá ætti þetta ekki að vera vandamál og við getum snúið okkur að skemmtilegri umræðuefnum á vefnum. Hvað finnst mönnum t.d. um að taka Willisinn úr merki félagsins og setja þar Land Rover?
Kv – Skúli
16.03.2005 at 12:57 #518558Væri ekki nær að miða við hvaða tegund/gerð er algengust hjá félagsmönnum.
Þá kemur varla nokkuð annað til greina en Nissan Patrol, en Toyota fiskikar til vara.
-haffi
ps. vil taka það fram að þessi póstur var skrifaður með jákvæðu hugarfari.
16.03.2005 at 13:46 #518560Mér finnst það allavega jákvætt að hafa Land Rover þarna (mætti reyndar mín vegna vera í sparifötum 😉 )
kv.
Þorsteinn Þ.
16.03.2005 at 16:15 #518562
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sammála,
Heyrði eftir Snuðra félaga mínum að Gunni Egils á Selfossi hefði stungið uppá róttækari breytingu á merkinu nýlega þ.e.a.s.
Nú 4×4
Tillaga Gunna 4×4+2Kv Siggi.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.