Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Setrið 4-5 Júní 2005
This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 20 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.06.2005 at 00:44 #196009
2 meðlimir Trúðana voru að koma úr helgarferð úr Setrinu, það eiginlega kom okkur á óvart hvað mikill snjór er ennþá til.
Myndir í albúmi.Ferðakveðja Lúther
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.06.2005 at 11:29 #523852
Það eru líka komnar myndir á Trúðasíðuna.
06.06.2005 at 20:55 #523854Hvaða leið var farin,kort vegagerðarinar sínir vegi lokaða á leið í setrið
07.06.2005 at 13:24 #523856Svona spurning frá Jens á alveg rétt á sér og það er rétt hjá honum að Kjalvegur er lokaður, enn að vísu aðeins frá Bláfellshálsi og uppúr.
Ástandið á Kjalvegi er hins vegar afar gott og ekki einn einasta drullupoll að sjá og reyndar var það þannig að við þurftum að hafa u.m.þ.b 1 km bil á milli bílana sökum ryks svo rosalega var hann þurr.
mikil umferð var þessa helgi af algerlega óbreyttum bílum sem voru á leið í vinnuferð í Kerlingarfjöll og voru þar nokkrir bílar fyrir þegar við komum þangað.
Vegurinn frá Kerlingarfjöllum og í Setrið er hins vegar ekki á vegum vegagerðarinnar og verða ferðalangar þar eingöngu að láta skynsemina ráða hvort hætta er á skemmdum á þeirri leið á þessum árstíma, enn eins og ástandið er þar núna er bara keyrt í snjó og engin hætta á skemmdum, meira að sega á mörgum stöðum meira enn 50 cm snjólag yfir.
Mitt mat er það að vegagerðin virðist vera föst á dagatalinu hvenar Kjalvegur verður opnaður, og í ár verður það 15 Júní eins og undanfarinn ár, óháð ástandi vegarins.
Enn við lögðum af stað með forvitnina í farteskinu og vorum allan tímann tilbúnir að snúa við um leið og við hefðum séð einhverja tvísínu.
Kveðjur Lúther
07.06.2005 at 14:56 #523858Ástand fjallvega á suðurlandi er almennt mjög gott, þó svo að snjór leynist víða enda búið að vera óvenju kalt í vor og miklir þurkar sem gera það að verkum að vegir og slóðar vaðast ekki upp heldur þorna bara upp. Vegagerðin virðist því miður ekki taka veðurfarið með í reikninginn þegar ástand vega er annars vegar af einhverjum ástæðum, en ég hef haft af því fregnir að fólk hafi farið yfir Kjöl að norðan og suður án þess að sjá einn einasta poll og það var fyrir rúmri viku síðan. Sel það ekki dýrar en því var stolið.
07.06.2005 at 15:17 #523860Þarna hefur Lúter og Þorgeir greinilega ekið frá Bláfellsháls að Árskarðsleið á lokuðum vegi, það er eitthvað sem við höfum víst flestir gerst sekir um. Hvort sem menn gera það með vilja eða í ógáti.
Reyndar er Árskarðsvegur F 347 einnig í umsjá vegarðarinnar fyrst sá vegur er merktur. Til þess að komast í Setrið á löglegan máta hefði Lúter því þurft að aka Búðarháls og um Sóleyjarhöfða í Setrið því á þeirri leið eru ekki vegnúmer á slóðunum.
Þessar upplýsingar eru fengnar frá Vegagerðinni. Þ.a.s vegagerðinn skiptir sé einungis af merktum slóðum t.d F35 eða F26.
En hinsvegar er þetta ómulegt ástand þegar vegir eru ornir þurrir og fínir að þeir séu ekki opnaðir.
08.06.2005 at 10:59 #523862Það hvað þeir eru seinir til að opna er eiginlega hið versta mál. Það hefur verið sjónarmið klúbbsins að bannmerkin eigi að virða, bæði að því að það er lögbrot að fara framhjá þeim og eins vegna þess að þau eiga að vera til þess að koma í veg fyrir skemmdir á vegum og jafnvel náttúrunni. Þegar í ljós kemur að allt er þurrt og engin hætta á skemmdum en lokunarmerkin ennþá uppi minnkar virðing manna fyrir bannmerkinu og það er bara ekkert sniðug þróun.
Vill hins vegar biðja menn að fara sérstaklega varlega þegar snjóþekjan fer að verða flekkótt og blautt undir. Við þær aðstæður geta auðveldlega myndast för. Vorin eru eftir sem áður viðkvæmasti tíminn.
Kv – Skúli
08.06.2005 at 12:00 #523864Þess ber að geta að Árskrarðsleiðin er strangt til getið "lokuð" vegna aurbleitu þó svo að Kjalvegur opni….
Það er allavega mín reynsla og skoðun af henni.
Snjóa leysir seint þarna og er svæðið eitt forarsvað oft löngu eftir að Kjalvegur opnar.
Vorið 2000 snéri ég við þarna eftir að Kjalvegur var opnaður formlega. Sá þó að menn höfðu verið að keyra þarna og það því miður út um hóla og hæðir til að forðast drullupittina á slóðanum sjálfum.Leiðinda hegðun.
kv
Rúnar.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
