FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Setrið

by Magnús Tómasson

Forsíða › Forums › Spjallið › Skálamál › Setrið

This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Logi Már Einarsson Logi Már Einarsson 16 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 14.04.2009 at 09:04 #204236
    Profile photo of Magnús Tómasson
    Magnús Tómasson
    Member

    Farið var í vinnuferð upp í Setur um páskana. Tókum við með okkur olíukálfinn og kerru með nýrri hurð á, gaskútum og fleira dóti sem vantaði upp í Setur. Fjórir bílar lögðu af stað og bættust 2 bílar í hópinn á Select. Þar voru á ferð ferðalangar á leið í stuttan páskabíltúr og þar sem þeir höfðu aldrei farið yfir Sóleyjarhöfðann ákváðu þeir að skella sér með okkur.

    Ferðin gekk mjög vel, þæfingur var á Kvíslaveituvegi og lágrenningur. Á miðjum Kvíslaveituvegi bilaði einn bíll og var ákveðið að skilja hann eftir þar. Færi var mjög gott þar til var komið yfir Sóleyjarhöfðann en þá þyngdist það, en ferðin upp eftir gekk annars mjög vel.

    Á laugardag var vaknað snemma, ferðalangarnir héldu á leið heim og vinna hófst. Farið var beint í að skipta út hurð inn á klósett og laga rörið sem frost sprakk þar inni. Farið var með gasofn á kamarinn til að afþýða hann, en þar var allt frosið og búið að skafa mikið inn sökum þess að hurðin var opin. Sett var upp sólarsella á þak skálans. Einnig var haldið upp á 9 ára afmæli með köku og mikill gestagangur var og var boðið upp á kaffi og konfekt í tilefni páskanna.

    Á sunnudag var haldið áfram að ganga frá hurð inn á klósett. Sett var upp GSM loftnet fyrir nýja lyklakerfið og allt gert klárt til að hægt sé að setja það upp. Skálinn var þrifinn hátt og lágt og almennu viðhaldi sinnt. Hurðin inn á kamar var löguð og nú er ekkert mál að loka henni. Settir voru hankar á skáp inn á klósetti til að geyma skúringargræjur á góðum stað. Einnig voru settir stærri ofnar inn á klósett. Kvöldið var svo endað á því að borða góðan mat

    Á mánudag var gengið frá skálanum og allt rusl tekið heim. Ryksugað og skúrað út, fyllt á alla tanka, hurðum lokað og læst og lagt af stað heim. Um nóttina hafði snjóað og færi þyngst. Ferðin gekk mjög vel og bilaði bíllinn sóttur í bakaleiðinni.

    Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í ferðinni með okkur og einnig þeim sem kíktu í heimsókn.

    Kveðja Maggi, Kári og fjölskyldur.

  • Creator
    Topic
Viewing 2 replies - 1 through 2 (of 2 total)
  • Author
    Replies
  • 14.04.2009 at 11:48 #645688
    Profile photo of Jóhann Þröstur Þórisson
    Jóhann Þröstur Þórisson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 579

    Sælir
    Ég og Þórir Ingi þökkum kærlega fyrir okkur það var gaman að taka þátt í þessum túr.
    Heimferðin gekk mjög vel og vorum við komnir til grindavíkur um kl 13 og gekk því vonum framar.
    Verðum í sambandi
    kv Jóhann Þ





    14.04.2009 at 20:19 #645690
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Þakka fyrir mig, fín ferð í alla staði, nú bíður mín það verkefni að finna út úr "skafrenningsveikinni" í bílnum hjá mér. Kveðjur, Logi Már.





  • Author
    Replies
Viewing 2 replies - 1 through 2 (of 2 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.