This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Þorri Viktorsson 22 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Setrið
Að gefnu tilefni viljum við í skálanefnd minna á frágang á Setrinu ,Þegar það er yfir gefið. Ekki ætla ég að telja allt upp sem gera þarf þegar gengið er frá skálanum.
En þeir sem fara í skálann ættu að kynna sér þau mál áður en farið er af stað.
Það getur ekki verið skemmtilegt aðkoma að koma að ljósavélini rafmagnslausri eftir að einhver hefur gleymt að svissa af henni eða opnum gluggum og allt fullt af snjó.
Annars hafa þrif og slíkur frágangur verið með eindæmum góð og eiga menn og konur hrós skilið fyrir það.Einnig vil ég minna á gestabókina einhverra hluta vegna hefur ekki verið skrifað í bækurnar síðan í fyrra sumar nema um skipulagðar ferðir hafi verið um að ræða, það er eins og mig renni í grun um að það tengist skálagjöldunum.Fyrir þá sem ekki vita það, þá kostaði rekstur skálans 2000-2001 tæplega 700,000 og verður kostnaðurinn sennilega á svipuðum nótum fyrir næsta tímabil.Þessi skoðunarkönnun á síðunni hefur ekki verið Setrinu í vil og sígur á ógæfuhliðina jafnt og þétt og eru nú um 50 % þátttakenda ósátt við brunavarninar.
Fróðlegt væri að fá upplýsingar um hvað sé ábótavant.
Ég var í betl leiðangri fyrr í vetur og var að falast eftir spilum,bókum eða blöðum til þess að hafa í Setrinu. Er skemmst frá því að segja að viðbrögð voru engin og vill ég því minna á þetta aftur. Hæg væri að koma þessu á okkur skálanefndarmenn í Mörkinni á fimmtudagskvöldum.
Jón Snæland Skálanefnd.
You must be logged in to reply to this topic.