This topic contains 70 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 17 years ago.
-
CreatorTopic
-
04.12.2007 at 10:51 #201313
Mig langar aðeins að forvitnast um hvernig ástandið er í Setrinu, er búið að laga rafstöðina?
Eins hvað kostar að taka upp rafstöðina sem er í setrinu, er búið að kanna það?
Spurning hvort það sé ekki sniðugt að kaupa nýja og selja gömlu eins og hún er.
Hér eru ódýrar 30 KW RAFSTÖÐVAR
Þessar kostuðu reyndar ekki nema 350 þús í fyrra og hafa því aðeins hækkað en spurning hvort það sé ekki hægt að semja við þá um gott verð, það er allavega hugmynd.
kv. Glanni. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.12.2007 at 23:21 #605608
Hvað kostar að láta bora fyrir heitu vatni þarna?
-haffi
19.12.2007 at 23:27 #605610Það kom fram í pistlinum frá Kalla að hann var að tala um íbúðarhús, ekki útihihús.
Vindrellurnar sem ég var að tala um eru ekki stórar og þurfa ekki merkileg möstur. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að festa hana við mastrið sem er nú við Setrið. Ef eitthvað heyrist í vindrellunni, þá er það ekki nema brot af hávaðanum í Listernum. Þessar vindrellur eru aðeins stærii en þær sem Vegagerðin er með á sínum veðurstöðvum, t.d. uppi á Hellisheiði.
Í miklum vindi þá framleiður rellan meira en brennarinn þarf, þó hún snúi sér undan. Ég held að 13 kW brennari sé hæfileg stærð fyrir Setrið, hann gegnur þá að jafnaði þriðjunginn af tímanum, þegar setrið er full kynt.
Ef maður hefði tölur yfir stærð Setursins, þá væri hægt að meta örkuþörfina nákvæmar, en ég held að talan sem ég var með (4 kW) sé nægilega nákvæm.Ég sé ekki að það sé meira mál að koma fyrir Webasto brennara og tilheyrandi en að skipta um ljósavél, sem vegur hátt í tonn.
-Einar
19.12.2007 at 23:41 #605612Þessi fýring sem Einar er með tengil á, er gefin upp til að kynda upp bílstjórahús á flutningabílum. Eins má finna hana í 20-25 farþega rútum, en ekki stærri bílum. Þeir eru flestir með 350 fýringuna. Það er ekki möguleiki að þessi kettlingur gæti hitað upp Setrið, en yrði eflaust ágætur á Zetuni
Góðar stundir
19.12.2007 at 23:49 #605614Ég er að velta því fyrir mér hvort Einar sé að tala um blaðið Setrið eða skálan Setrið,þegar hann ætlar að kynda upp með 4 kw webasto.
Kv.Benni
19.12.2007 at 23:54 #605616en hvað varð um að nota bara gas ljós og eldun?
Er nauðsynlegt að framleiða þarna rafmagn í þessu mikla magni? Ef menn hafa verulega þörf fyrir notkun örbygljuofna geta þeir alltaf farið bara Magga Skó leiðina og verið með 1500W straum í bílnum
19.12.2007 at 23:55 #605618fyrst minnst er á það ágæta blað. Það er komið úr prent vélunum og fer í deifingu á morgun. Það er sem sagt ekki víst að það nái með jólapóstinum.
En það er svo þykkt í þetta skipti að það mætti kynda með því Setrið í allan vetur. 108 bls
20.12.2007 at 00:14 #605620Það verða sem sagt líklega handónýt jól þetta árið
Ég fer alltaf yfir um jólin…
20.12.2007 at 00:15 #605622kvöldið
Ef við gefum okkur að Setrið sé svona 60-70 m2 þá gefur það okkur ca 200-250 m3 ef risið er talið með……… svona gróft skotið
kv
Agnar
20.12.2007 at 00:44 #605624– Mér þykir Hlynur óþarflega fyrirfram svartsýnn á webasto. Vel má vera að hagkvæmast af öllu sé að gera upp gömlu vélina. Þá er það niðurstaða sem sem vonandi er tekin eftir vitrænan samanburð sem byggist ekki á sleggjudómum.
Það er ekki beint vitrænt að bera saman eyðslu 35 kw miðstöðvar við eitthvað annað þegar til umræðu er 13 kw miðstöð.– Það er talsverður munur á rútu og húsi. Rútan er ekki einangruð á sama hátt og Setrið.
– Ég held að vitræn orkuþörf til kyndinar verður ekki metin nema með málsetningum hússins.
– Einar Það væri gaman að fá link á vindrellurnar sem eru notaðar af veðurstofunni.
Kveðja
Elvar
20.12.2007 at 00:55 #605626Eftir mikla og gaumgæfilega rannsóknarvinnu í þessu máli hef ég fundið einu vitrænu lausnina. Enginn rekstrarkostnaður, umhverfisvænna en dauðinn og örugglega ekki dýrara en allt: [url=http://www.nextenergynews.com/news1/next-energy-news-toshiba-micro-nuclear-12.17b.html:ccj1mjg4]kjarnorka[/url:ccj1mjg4].
Enda væri þá framtíðin í Setrinu [url=http://www.freewebs.com/makin-isreal/mushroom_cloud.jpeg:ccj1mjg4]björt[/url:ccj1mjg4]. Ef fólk týnist þá er það ekkert vandamál, það væri hvort eð er sjálflýsandi af geislun.
20.12.2007 at 01:11 #605628besta vél sem framleidd hefur verið er einfaldlega patrol vélin , eins og allir vita þá þá er patrol gangvísasti jeppi veraldar eins og sýnt hefur sig á fjöllum er ekki málið að skella sér á eina slíka vél fyrir lítið fé
20.12.2007 at 01:27 #605630Ef það á að fara að spá í nýtingu og hagkvæmni þá má kannski spyrja sig hvort það sé hagkvæmt að flytja einn til tvo rassa á 2-4 tonna stálhlunkum all þessa leið. Snýst þetta sport nokkuð um hagkvæmni?
-haffi (sem á sparneytnasta jeppa á íslandi, sem eyðir engu)
20.12.2007 at 07:54 #605632[b:27hyzeks][url=http://www.lvmshop.co.uk/lvm/lvm_generators/:27hyzeks]Hér er linkur á vindrafstöðvarnar[/url:27hyzeks][/b:27hyzeks] sem Veðurstofan notar.
Ég held að 4 kW sé raunhæf tala fyrir meðal orkunotkun fyrir Setrið, í [url=http://idnadarraduneyti.is/media/Acrobat/Grimsey.pdf:27hyzeks]þessari skýrslu[/url:27hyzeks] eru gögn um olínotkun við hitun íbúðarhúsa í Grimsey, þar er ársnotkun um 60 kílowatt stundir á rúmmeter. Ef sú tala er margfölduð með 300 rúmetrum og deilt með 8800 klukkustndum gerir þar rúmlega 2 kW. Ökutæki eru ekki einangruð á sama hátt og Setrið, því er lítið að marka samanburð við þau. En það breytir litlu um olíunotkun þó notaður sé stærri brennari, hann gengur bara skemur í einu, heildar olíunotkunin verður svipuð.
Miðað við núverandi oliuverð, þá munar líklega um hálfri miljón króna á ári á olíukostnaði við að kynda með rottuvélinni samanborið annaðhvort Webasto eða grænlensku aðferðina.
Stærstki kosturinn við Webasto leiðina, frá mínum bæjardyrum séð er sá að þetta er miklu þægilegra, þegar menn koma í skálann þarf bara að ýta á einn takka, til þess að fá ljós og hita. Þó Webasto brennarar séu ekki alveg viðhaldslausir, þá er það þó smámunir miðað við díselvél, þar sem þarf m.a. að skipta um smurolíu reglulega.-Einar
20.12.2007 at 11:32 #605634Mér tókst að finna Setrið í landsskrá fasteigna. [b:3ss5uh8n][url=http://www.fmr.is/?pageid=313&heitinr=1077608&landnr=166521&streetname=Afr%C3%A9ttur&sveitarfelag=Skei%C3%B0a-%20og%20Gn%C3%BApverjahreppur:3ss5uh8n]Samkvæmt henni[/url:3ss5uh8n][/b:3ss5uh8n] eru tölurnar sem Agnar var með nærri lagi. Þegar ég sló á 4 kW sem meðal notkun, notaði ég orkunotkun hema hjá mér, en samkvæmt fasteignamatinu þá er Setrið þrisvar sinnum minna, og það er líklega líka betur einangrað.
-Einar
20.12.2007 at 12:46 #605636Það er fljótgert að varmatapsreikna húsið ef að teikningar liggja fyrir – tekur ca klukkutíma.
En ef húsið er 250 m3 og við gefum okkur að það sé vel einangrað þá er varmatapið að öllum líkindum um 25 W/m3 (meðaltal uppgefið af RB) sem gefur 6.250 W
Einhvern veginn þá hef ég á tilfinningunni að húsið sé eitthvað stærra en hér hefur verið nefnt og einnig hef ég ákveðnar efasemdir um það hversu vel einangrað það myndi teljast í samanburði við önnur hús – en hef þó ekkert fyrir mér í því annað en myndir frá byggingu hússins.
Benni
20.12.2007 at 13:26 #605638Samkvæmt skránni sem Einar vísar í er þetta grunnflötur stóra skálans fyrir utan svefnloft og þá er eftir fremmri skáli,bíslag og salerni,þannig að skálinn er gott betur enn 60 fermetrar eða um og yfir 200 fermetrar með báðum svefnloftum,bíslagi og salerni,og þar af leiðandi er rúmmetratalan yfir 500.
kv Benni
20.12.2007 at 13:32 #605640Benni, er þetta meðaltal út frá ársnotkun, eða er þetta uppsett afl? Ef þetta á að vera meðal notkun yfir árið, þá er þetta næstum 4 sinnum hærra en reynslutölur frá Grímsey. Þessi tala, 25W/m2, getur alveg passað, ef þetta á við um uppsett afl. Ég fletti upp tölum um meðalhita, meðalhiti ársins er um 5 gráður í Reykjavk, 2 gráður í Grímsey en um frostmark á Hveravöllum.
[url=http://www.orkusetur.is/Apps/WebObjects/Orkustofnun.woa/wa/dp?id=2373]
Orkusetur[/url] er með upplýsingar um orkuþörf til húshitunar, þær tölur eru eins eða lítið eitt hærri en reynslan frá Grímsey.
Ef gengið er út frá viðmiðunum Orkuspárnefndar og 500 rúmmetrum, þá gefur það 3.4 kW.-Einar
20.12.2007 at 13:37 #605642Benni og Benni maður verður alveg ruglaður.
Ég vona bara að Benni taki með í reikninginn varmatapið sem að verður á þessu svakalega vel einangraða húsi þegar 50-80 manns eru að rápa út og inn um hurðina í tíma og ótíma. Ýmist að dóta sér í bílunum eða við salernisstörf svo ég tali nú ekki um reykingarnar, en það eru hópferðir í þær.kv. stef…
p.s. ég vil miklu frekar heyra notarlegan vélarnið úr gámi heldur en veinandi vindrellu fyrir utan gluggann.
20.12.2007 at 13:48 #605644Ég held að þetta hafi ekkert að gera með meðaltals hta,heldur hvað þarf mikla orku til að hita skálan upp við -30 c því það er sú orka sem þarf til að hita skálan upp við köldustu aðstæður,því ekki ætlum við að sitja í skálanum í -10c og hugsa þetta er í lagi það verðu orðið heit í sumar
kv Benni
20.12.2007 at 13:49 #60564650-60 manns gefa frá sér svipaðan hita eins og þarf til að kynda svona hús. Orkuþörfin er því mest þegar skálinn er tómur.
Því meiri sem orkuþörfin er, því meiri er sóunin sem fylgir því hita með rafmagni sem búið er til með díselvél, þar sem 2/3 af varmanum fara beint út í loftið.
Það þarf bæði að taka með í dæmið meðal notkun og hámarks notkun (uppsett afl). Með webasto vélinni sem ég linkaði á hér að ofan er uppsett afl fjórfalt meðalafl, sem dugar vel til að ná upp og halda hita á skálanum í mestu frostum.
-Einar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.