FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Setrið

by Halldór Sveinsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Skálamál › Setrið

This topic contains 70 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Einar Kjartansson Einar Kjartansson 17 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 04.12.2007 at 10:51 #201313
    Profile photo of Halldór Sveinsson
    Halldór Sveinsson
    Participant

    Mig langar aðeins að forvitnast um hvernig ástandið er í Setrinu, er búið að laga rafstöðina?
    Eins hvað kostar að taka upp rafstöðina sem er í setrinu, er búið að kanna það?
    Spurning hvort það sé ekki sniðugt að kaupa nýja og selja gömlu eins og hún er.
    Hér eru ódýrar 30 KW RAFSTÖÐVAR
    Þessar kostuðu reyndar ekki nema 350 þús í fyrra og hafa því aðeins hækkað en spurning hvort það sé ekki hægt að semja við þá um gott verð, það er allavega hugmynd.
    kv. Glanni.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 70 total)
← 1 2 3 4 →
  • Author
    Replies
  • 15.12.2007 at 23:51 #605568
    Profile photo of Hrönn Sigurðardóttir
    Hrönn Sigurðardóttir
    Member
    • Umræður: 3
    • Svör: 96

    Þakka þér fyrir ÞORBJÖRN GERÐAR en ég er vel læs þannig að ég get lesið þetta sjálfur !!!! En ég ek um á Ford og það sama gerir Benni þannig að þá ertu búinn að fá svar við þeirri spurningu.

    Sæmi





    16.12.2007 at 00:04 #605570
    Profile photo of Ísak Fannar Sigurðsson
    Ísak Fannar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 490

    Fáum við að vita hvað þessi stöð kostaði sem keypt var? hvað er hún gömul og hversu mikið notuð? Og hvað týpa af Deutz þetta er? Ef þetta er gamla týpan af Deutz F4L 912 þá stenst hún ekki evrópu mengunarstaðalinn og þessar eyðslutölur passa ekki (8 lítrar á klukkustund á 100% álagi sem sagt er vera 30KW ) Hvað reikna menn með að það þurfi mörg KW í venjulega notkun í skálanum?

    Miðað við að nýja vélin frá Deutz F4L 912 sem er 32,8KW er svona í eyðslu.

    100% álag = 9,4 L/klst. 24klst = 225,6 lítrar
    75% = 7 L/klst. 24klst = 168 lítrar
    50% = 4,7 L/klst. 24klst= 112,8
    25% = 2,35 L/klst. 24klst= 56,4

    KW á % :

    100% álag = 32,8 KW
    75% = 24,6 KW
    50% = 16,4 KW
    25% = 8,2 KW

    Mín ágískun er að það sé nóg að keyra þessa vél á 25-30% álagi á köldum degi í Setrinu.
    Og var búið að bjóða 4×4 þessa vél á mjög góðu verði.

    Þess má líka geta að eyðslan á þessari vél er
    214 grömm KW/KLST

    Þannig að ef vélin sem keypt var er gamla týpan af þessari vél þá ætti hún að eyða ca 12-15 % meira á tímann.

    Kv Ísak Fannar sem er að reyna að vera gáfulegur.





    16.12.2007 at 00:34 #605572
    Profile photo of Ingvar Ö Sigurðsson
    Ingvar Ö Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 68

    Þú veist að það er ljót að stríða minni máttar þó það sé gaman (Ford rúlar ég er mikill áðdáandi Ford bifreiðanna)





    16.12.2007 at 16:07 #605574
    Profile photo of Ísak Fannar Sigurðsson
    Ísak Fannar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 490

    Fáum við engin svör við þessum spurningum hér að ofan frá stjórnarmönnum/skálanefnd?
    –
    Kv forvitni Ísak Fannar





    16.12.2007 at 16:46 #605576
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Ég er hludrægarin en fjandinn í þessu máli. Beggavegna broðsins, undir því og allt um kring. En sendi þó erindirð á stjórn og vakti máls á þessum þræði. Svo það hljóta að fara að berast svör vænti ég. Ofsi segir dobblað-pass





    17.12.2007 at 23:59 #605578
    Profile photo of Árni Bergsson
    Árni Bergsson
    Participant
    • Umræður: 9
    • Svör: 308

    Á sínum tíma þótti það mikið bruðl að kaupa nýja rafstöð fyrir Zetrið.
    Ekki hefur þetta gengið vandræðalaust síðan og nú segir sagan að vélin sé ónýt,úrbrædd gömul og ljót og alltof lítil.
    Mér finnst nú bara sanngjarnt að skálanefnd láti fréttast hvað sé það rétta í málinu.

    Um daginn barst það í tal við Einar Kjartans. (Eik)
    hvort hægt væri að nota Webasto miðstöð(var )fyrir Zetrið.
    Forvitnileg hugmynd sem vert er að kanna.

    Á.bergs.





    18.12.2007 at 00:41 #605580
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Dísel ljósavélar þurfa að ganga á fullum snúningi til að framleiða 50 Hz og án rafmagnsframleiðslu er svokallað tómgangsálag, eða það álag sem er á vélinni að snúa sjálfri sér og rafalanum.
    Þetta tómgangsálag er um 15-30% af heildarafli vélarinnar og miðað við þessa fínu töflu frá Ísak getum við sett núllpunktinn á 25%.
    Þetta tómgangs álag ræðst af stærð vélarinnar, snúningshraða og hvað hún þarf að knýja, loaftblásari, olíuverk, fæðidæla, rafali, altenator ogsfv.
    Á vél sem gengur konstant snúningshraða, án túrbínu er tómangseiðslan nánast fasti, en á vél með túrbínu er hlutfallið eitthvað hastæðara.

    100% rafmagn 100% álag = 9,4 L/klst. 24klst = 225,6 lítrar

    66% rafmagn 75% = 7 L/klst. 24klst = 168 lítrar

    33% rafmagn 50% = 4,7 L/klst. 24klst= 112,8

    0% rafmagn 25% = 2,35 L/klst. 24klst= 56,4

    Ágiskun á að vélin keyri á 25-30% álagi á köldum degi í Setrinu þíðir í raun 0-5% rafmagnsfraleiðsla, sem er ekki raunhæft.

    Gott hjá þér Ísak Fannar, en raunveruleikinn er yfirleitt aðeins flóknari en einfalt dæmi.

    Kveðja Dagur





    18.12.2007 at 01:00 #605582
    Profile photo of Gunnar Arngrímur Birgisson
    Gunnar Arngrímur Birgisson
    Participant
    • Umræður: 35
    • Svör: 284

    hefur eingum dottið í hug að reina að notast við vindmillu þarna ég kom einusiinni í skála erlendis þar sem var notuð svona græja og var þetta að koma vel út þarna var líka rafstöð sem var notuð þegar menn þurftu að komast í hærri spennu og líka ef hleðslan á batteriunum var búin vegna rólegs veðurs





    18.12.2007 at 02:03 #605584
    Profile photo of Elvar Níelsson
    Elvar Níelsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 649

    Það mun aldrei ganga upp að vera með vindmillu á þessum stað til rafmagnsframleiðslu.
    Það eru of margir þættir sem geta farið úrskeiðis
    t.d. veðurofsinn er líklega of mikill á þessum stað til að millan nái að lifa veturinn.
    Aðrir þættir sem hafa áhrif eru ísing, dýr búnaður, flókinn rekstur (margir puttar sem vilja fikta :) ). Það þarf yfirleitt talsverða þekkingu til að reka svona apparat.

    Vindmilla gæti lifað um sumarið á þessum stað undir reglulegu eftirliti.

    Kveðja
    Elvar





    18.12.2007 at 02:10 #605586
    Profile photo of Ísak Fannar Sigurðsson
    Ísak Fannar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 490

    Það vill nú samt svo einkennilega til að þessar tölur hef ég beint frá manni sem hefur sellt rafstöðvar og vélar (sérhæfir sig í Deutz) í alltof mörg ár. Og reikna ég svona passlega með því að hann viti um hvað hann er að tala. En þessi 25-30% eru algjörlega mín ágískun og er ekki frá honum komið.
    En það mundi vera nærri lagi held ÉG.
    Einnig má geta þess að ég vinn hjá þessu fyrirtæki líka og umgengst þessar stöðvar daglega.
    þannig að ég veit líka hvað var búið að bjóða 4×4 nýja stöð (Deutz) og undrast þá ákvörðun að gamla varastöðin var tekin. En ég hef reindar ekkert heyrt verðið á henni enþá?
    Og til að fyrirbyggja allan misskilning þá er ég ekki að reyna að selja þetta vinnunar vegna heldur er ég að hugsa um hagsmuni 4×4 og okkar allra félagsmanna sem erum mikið á fjöllum.
    –
    Kv Ísak





    18.12.2007 at 05:55 #605588
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Það að nota díselvél til að framleiða rafmagn sem síðan er notað til kyndingar er hrein sóun á peningum. Að vera með miklu stærri vél en þarf, er ennþá meiri sóun.
    Þetta er vegna þess að dísel vél sem vinnur unndir fullu álagi skilar ekki nema þriðjungi af orku eldsneytisins á sveifarásinn, hitt fer í að hita púst og kælivatn.
    [b:1w4yl8aa][url=http://www.webasto.us/am/en/am_busses_heaters_819.html:1w4yl8aa]Webasto brennari,[/url:1w4yl8aa][/b:1w4yl8aa] sem fer í gang eftir þörfum, fer nærri því að fullnýta eldsneytið alltaf. Með því að nota slíka vél í Setrinu mætti mínnka olínotkkun í brot af því sem nú er og jafnframt spara mest af viðhaldskostnaði og umstangi sem fylgir því að reka díselrafstöð á fjöllum.
    Eini ókosturinn við Wbasto brennarann er að hann þarf smá rafmagn, um 5 amper, þegar hann er í gangi.
    Það er hægt fá nægilegt rafmagn með einni vindrafstöð og nokkrum sólarsellum, til að keyra kyndinguna ásamt nauðsynlegum ljósum og vatnsdælu. Ef menn vilja vera með meiri lýsingu eða orkuferk raftæki væri hægt að vera með 1-2 kW rafstöð til þess og möguleika á að tengja við bíl til vara. Með Webasto er líka raunhæft að halda skálanum alltaf frostlausum, sem þýðir minna viðhald á skálanum og ennþá styttri tíma til að ná upp hita
    Á Veðurstofunni er komin mikil reynsla af vindrafstöðvum og sólarsellum, m.a. á stðum þar sem verðurskilyrði eru miklu erfiðari en í Setrinu.
    Líklega er stofnkostnaðurinn svipaður við þessa lausn og að kaupa Rottuvélina, en það tæki ekki marga mánuði fyrir hann að skila sér til baka í orkusparnaði, auknum þægindum og minna viðhaldi.

    -Einar





    18.12.2007 at 10:09 #605590
    Profile photo of Elvar Níelsson
    Elvar Níelsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 649

    Þegar ég skrifaði rafmagnsframleiðslu, þá átti ég við vindmillu sem skilar mun meira afli en Einar skrifar um. Lítil milla getur að sjálfsögðu virkað ljómandi vel sérstaklega með sólarpanel. Slíkt tæki er hins vegar ekki til að stinga 220v örbylgjuofninum og alls konar öðrum rafmagnstækjum í samband við í tíma og ótíma.

    Það væri áhugavert að vita hver orkuþörfin er í Setrinu þegar búið er að kveikja öll ljós og allur búnaður kominn á fullt, þe. viftur og örbylgjuofnar, vatnsdælur og annað.

    Kveðja
    Elvar





    18.12.2007 at 11:27 #605592
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Þessi hugmynd Einars er alls ekki slæm og væri vel þessi virði að skoða nánar.

    Eitt þarf þó að hafa í huga að Wbasto miðstöðin þarf örlítið rafmagn eins og Einar bendir á – en hún þarf töluvert meira í startinu, ég hef ítrekað lent í því að svona miðstöð vill ekki í gang vegna þess að spenna á geymum er ekki full.

    En annars skil ég ekki af hverju það þarf að vera með heilt orkubú þarna uppfrá. Í mínum huga væri nóg að þarna væri rafstöð sem réði við að halda ljósi á þessum örfáu perum sem þarna eru, hita hitaþræði á lögnum og snúa vatnsdælunni úr því að menn vöru að leggja hitakerfið þannig að það getur ekki verið sjálfrennandi. Ég sé ekki að það þurfi að vera önnur raftæki eins og rafmagnsofnar, örbylgjuofn og kaffivélar. Ég held að menn séu algerlega búnir að missa sig í "þægindavæðingunni".

    Einhverntíman heyrði ég talað um að það væri hugsunin að fá stærri vél af því að menn ætluðu hugsanlega að stækka Setrið í framtíðini.

    Er eitthvað að frétta af þeim stækkunarhugmyndum ? Var eitthvað gert í að hefja framkvæmdir í sumar ? Voru settar undirstöður og fengin úttekt á þeim eins og Byggingafulltrúinn talaði um að þyrfti til að halda í leyfið ? Þessi velviljað byggingafulltrúi hættir vegna aldurs nú um áramótin.

    Benni





    18.12.2007 at 15:42 #605594
    Profile photo of Elvar Níelsson
    Elvar Níelsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 649

    Sælir

    Mér finnst hugmyndin góð af því að hún hljómar sem ódýr lausn. Vitum við um einhvern aðila sem notar td. Webasto miðstöð til að hita hús.

    Hver er áætlaður endingartími svona olíumiðstöðvar miðað við notkun í Setrinu?

    Elvar





    18.12.2007 at 15:48 #605596
    Profile photo of Lárus Rafn Halldórsson
    Lárus Rafn Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 116
    • Svör: 1238

    Þessar miðstöðvar eru notaðar dögum saman í að hita m.a. báta svo það hlýtur að vera hægt að fá þetta til að virka fyrir sumarhús. þetta er til í öllum stærðum, frá 2-3 kw (hitaafl) og uppúr. Spurning um að senda fyrirspurn á Bílasmiðinn uppá höfða, ég held að hann sé með umboðið fyrir þetta.





    19.12.2007 at 22:03 #605598
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Var að velta fyrir mér þessu Webasto máli. Og þá hversu raunhæfur kostur þetta væri.
    Hversu margar Webasto miðstöðvar þyrfti í Setrið, getur verið að það þurfi þrjá á 165.000 kr stykkið, hvað ætli þær eyði á sólahring. Hvernig þola þær spennufall
    Þarf að skipta um ofna og lagnakerfið í húsinu þarf rútuofna og er þá termostat á hverjum og einum
    Hversu stórar og margar þurfa sólarsellurnar að vera getur verið að þær þurfi að vera ca 5 stykki 80w hver á 8x 80.000 kr = 640.000
    Hvernig Vindmillu þarf og þolir hún 50 m/sek +, hvernig er reynslan af bremsunum á þeim, þurfa þær ekki konstant hraða ?
    Hversu langt frá húsinu þarf hún að vera 200 metra eða
    Þarf mastur undir hana og þá sökkul og stög, og ef það þarf, þarf það þá ekki að vera um 4-5 metrar á hæð. All nokkuð mannvirki
    Þarf vatnsdælur á ofnakerfið og hversmikið mikið rafmagn taka þær, getur verið að það þurfi 6 dælur
    Hvað þarf marga rafgeyma og hversu stórir þurfa þeir að vera, hvað gætu þeir kostað. T,d 3x100w rafgeimar.
    Þarf nýtt 12 volta rafkerfi eða
    Þarf varmaskipi
    Getur verið að það þurfi stýribúnað fyrir allt þetta rafkerfið.
    Mér sýnist þetta vera áhugavert kerfi, en getur verið að það þurfi litla ljósavél ef eitthvað klikkar. Einn áhugasamur





    19.12.2007 at 22:21 #605600
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Líklega þarf að jafnaði um 4 kW til að hita Setrið, Webasto brennarinn sem ég linkaði á hér að ofan afkastar um 13 kW, þannig að hann ætti að vera nokkuð fljótur að ná upp hita, en það má nota sóló vélina til að flýta fyrir ef menn kjósa.
    Webasto brennarinn tengist inn á þær ofna lagnir sem fyrir eru, hann er með þær dælur og viftur sem þarf.
    Veðurstofan notar vindrellur sem sem kosta um 600 pund, þær eru með búnaði sem snýr þeim undan í mjög miklum vindi. Þær hafa reynst mjög vel á íslenskum fjöllum.
    Það þarf nokkra rafgeyma, sólarsellur og spennustýringu og termostat. Líklega verður samanlagður kostnaður um eða innan við 400.000 krónur. Ef menn vilja nákvæmar tölur, þá er hægt að útvega þær.
    Það eru margir íslenskir fjallaskálar lýstir með sólarsellum, ég hef ekki orðið var við annað en að það virki ágætlega, en það reynir mun minna á rafgeymana yfir veturinn að nota vindrellur með.
    Ég held að þetta sé besti kosturinn fyrir Setrið, en það er lika hægt að nota rafstöðvar, ef það er gert af skysemi, hér er lýsing á því hvernig þetta er gert á Grænlandi:

    [i:35jeh4ka]
    Sæll Einar,

    Ég var að vafra um f4x4.is og sá þá umræðu um rafmagnskyndingu í Setrinu. Það að framleiða rafmagn með dísilvél er alvitlausasta kyndingarform sem til er.

    Ég hinsvegar komið á fjölmarga staði á Grænlandi t.a.m. mörg fjárbú í Vatnahverfinu þar sem 5-10 KW rafstöðvar ganga allt árið. Þeim er venjulega komið fyrir í 10 feta gámi sem eru fullsmíðaðir í Danmörku.
    Uppsetningin er með þeim hætti að kælivatnið er notað til að hita venjulega miðstöðvarofna í í íbúðarhúsinu. Í stað hefðbundins vatnskassa og kæliviftu er rafknúin vatnsdæla sem hringdælir um miðstöðvarofna
    Þar að auki er púströrið umvafið eirrörum með kælivatni (ál/steinull/asbest þar yfir) allt frá pústgrein að stórum einangruðum hljóðkút sem raunverulega er varmaskiptir. Það var nær ekkert pústhljóð frá vélinni og hægt var að halda hendinni inní ylvolgu afgasinu. Snilldin við þetta fyrirkomulag er að fyrir hvert (raf) kílóvatt sem þú notar til ljósa, eldunar eða hitunar færð þú tvö kílóvött inn á ofnakerfið frá spillivarmanum. Þar að auki tekur þetta lítil vél lítið til sín við að malla á 1-2 KW álagi og mætti láta hana ganga samfellt yfir vetrarmánuðina þegar húsið er mest notað…
    Karl Ingólfsson 894 9595
    [/i:35jeh4ka]

    -Einar





    19.12.2007 at 22:56 #605602
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Ég þekki Webasto fýringar ágætlega, og þær eru langt frá því að vera bilanafríar. Vatnsdælan er ekki sambyggð við fýringuna, og þetta eru töluvert stórar dælur sem þurfa töluvert af rafmagni. Þær eru viðkvæmar fyrir spennufalli, og alltof gjarnar á að sóta sig og þá blokka þær augað fyrir fotoselluna og þá er allt dáið. Það er reyndar ekki stór mál að hreinsa augað fyrir þá sem kunna það, en getur verið mikið vesen fyrir aðra. Síðan eyða þær of mikið miðað við hverju þær eru að skila.

    Tökum sem dæmi venjulega rútufýringu af stærri gerð frá Webasto. Thermo 350 gefur 35kw, eyðir 4.5 lítrum á klukkustund og þarf 140W og þá er vatnsdælan ekki talin með, en hún þar eitthvað meir. Þessi fýring er að eyða töluvert meir en gamli Listerinn, fyrir utan allt helvítis vesenið sem fylgir þessum fýringum.

    Listerinn sem er inn í Setri er loftkældur, annars væri löngu komin heitur pottur þar. Ég er á því að best sé að gera upp gömlu velina, og skera eitthvað niður orkuþörfina svo hún dugi okkur áfram, enda er þetta snildar vél.

    Góðar stundir





    19.12.2007 at 23:09 #605604
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Þetta er jú allt áhugavert, en ég velti fyrir mér þessu með vindrafstöðina. Þú segir að hún snúi undan ef veður verður of slæmt. En þá er einmitt þörfin meiri fyrir orku.
    Ef við tökum bara út vindrafstöðvar hlutann. Þá krefst það að vindrafstöðin sé í töluverðri fjarlæg vegna hávaða ekki rétt. Einnig þarf hún að vera vel yfir yfirborði jarðar. Það kosta vinnu við sökkla og mastur einnig þarf að grafa kapal heim að skála. Sem sé bara þessi þáttur verksin er töluvert umstang. Allavega er nokkuð ljóst að orkumálunum verður ekki reddað með þessum hætti núna um miðjan vetur. Því er í raun nægur tími til þess að rannsaka máli fram á sumar.
    Ef við færum út í það að vara með vindrafstöð með blöðum sem breyta skurðinum eftir vindhraða, þá væri það væntanlega dýrara.
    Aðeins að pistlinum frá Kalla Ingólfs. Ég reikna með því að þessi umræddu fjárhús séu einung kynnt þannig að um smá viðbótar hita sé að ræða. Þar sem fjárhús eru að jafnaði sjálfkynnt með skepnunum en kannski er kaldara á Grænlandi og þetta sé einungis hjálpartæki. Og með íbúðarhúsin er það ekki rétt að þau séu almenn smá á Grænlandi sem kynnt eru með þessu fjarvarma kerfi. Svo er eitt sem mér finnst menn vera að gleyma sé í, en það er stærð Setursins. Ég man nú ekki hversu stórt það er í fermetrum eða rúmmetrum og svo hlýtur það að spila inn í dæmið að það er í raun orðið 6 einingar.





    19.12.2007 at 23:19 #605606
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    rétt að nota hugtaki miðstöð yfir webasto….ubbsss jájá ég skal stein halda kj…. og ekki blanda mér í þetta……





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 70 total)
← 1 2 3 4 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.