This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 17 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Sælt veri fólkið.
Nú er ég með Ford bronco II með öllu early bronco kraminu. Þeas. 302,c4,dana20 og 9″aftan og dana44 að framan.
Mig langar að hafa „lágalága“ í bílnum og er búinn að vera að velta fyrir mér hvaða útfærslu er best að hafa í svona bíl. Er búinn að tala við ýmsa og plásslega séð held ég að ég sé best settur með 2stk dana 20 kassa og skiptingarstútinn úr 6cyl bronco á milli þeirra. Þetta hefur víst allt sýna kosti og sýna galla, skilst að það séu koparskífur í dana20 sem þoli illa að láta níðast mikið á sér í lágadrifinu til lengri tíma. Skilst líka að það sé hægt að laga þetta vandamál með því að nota legur úr subaru. (veit að Eiður í ártegi hefur gert þetta) en svo er það kosturinn að þessir kassar eru stuttir sem þeir verða að vera í bronco 2 þar sem þessi er ekki nema 96″ naf í naf.
Hafið þið einhverja reynslu af svona löguðu, eða hugmyndir hvað væri betra í þessu tilfelli. eg vil ekki skipta skiptingunni út að svo stöddu. Hef að vísu líka heirt að menn séu að setja sjálfsk, og svo gírkassa aftan á hana og allavegana.
Hvað myndu reindir menn ráðleggja manni að gera í þessarri stöðu?
Kveðja
sverrir K
You must be logged in to reply to this topic.