Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › setja rásir inn
This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Snorri Ingimarsson 16 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
22.11.2008 at 17:30 #203252
hvar er best fyrir mig og ódýrast að setja rásirnar inní og hvaða rásir á ég að setja inní ég er á vestfjörðum og í deildinni þar og hvaða rásir eiga þeir ? kveðja brynjar
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.11.2008 at 23:05 #633274
sælir
Vestfjarðadeild á ekki neina sérstaka rás eins og sumar aðrar deildir (Suður-, Vestur-, Norður- og Austurlandsdeild). Mér finnst reyndar asnalegt að þessar fjórar deildir "eigi" einhverja tiltekna rás, frkar finnst mér að allar deildir sem tilheyra þeim landshluta "eigi" þá rás. Td að rás 51 tilheyri Vesturlandsdeild og öllum öðrum deildum á svæðinu, þmt Vestfjarðadeild. Ég lít td ekki á rásir 47, 48, 49 og 50 sem eign Rvk.deildarinnar og það á að ég held við um flesta aðra. Frelsum okkur nú úr átthagafjötrum VHF rásana og gerum þetta almenningseign allra félaga F4x4 …..
Ekki veit ég hver getur sett inn fyrir þig rásir á Vestfjörðum en allir félagar í F4x4 eiga rétt á fá eftirfarandi stöðvar settar inn í stöðina hjá sér:
.
42 FÍ endurvarp
44 4×4 endurvarp
45 Almenn rás
46 4×4 endurvarp
47 4×4 beint almenn
48 4×4 beint almenn
49 4×4 beint almenn
50 4×4 beint almenn
51 4×4 beint Vesturlandsdeild
52 4×4 beint Norðurlandsdeild
53 4×4 beint Austurlandsdeild
54 4×4 beint Suðurlandsdeild
58 4×4 endurvarp Hlöðufelli
82 FÍ öfugt endurvarp fyrir 42
86 4×4 öfugt endurvarp fyrir 46
88 4×4 öfugt endurvarp fyrir 44
22.11.2008 at 23:12 #633276hvað stöðvar nást á vestfjörðum minnir að það sé endurvarpi á drangajökli? nást þær kannski allar? Er ekkert fróður um svona talstöðva dót en einhverntíman lærir maður
22.11.2008 at 23:17 #633278Maður lærir ekki nema að spyrja. Hér er nýjasta endurvarpakortið sem ég fann á [url=http://www.radioehf.is/:11s3e06s][b:11s3e06s]netinu[/b:11s3e06s][/url:11s3e06s] en það er eldgamalt (jan 2007).
Fjarskiptanefnd dreifði uppfærðu endurvarpakorti á sýningunni um daginn, væri alveg sallafínt að fá það einhvers staðar inn á þessa síðu á pdf formi, td undir ´Fróðleik´.
kv
Agnar
22.11.2008 at 23:27 #633280[url=http://www.f4x4.is/new/misc/default.aspx?file=31/25:3gcwbbkf][b:3gcwbbkf]Hér[/b:3gcwbbkf][/url:3gcwbbkf] geta menn svo séð áætlaða dreifni endurvarpanna.
kv
AB
23.11.2008 at 04:04 #633282samkvæmt þessu er ekki mikið um samband í vhf á vestfjörðum…..kannski hafi skánað í dag veit ekki.
23.11.2008 at 11:24 #633284Allar rásirnar sem Agnar nefnir hér að ofan eru samkvæmt leyfi Ferðaklúbbsins 4×4 og allir meðlimir hafa rétt á að nota þær (allar deildir). Ástæðan fyrir meintum átthagafjötrunum er nú ekki flóknari en það að á rásum klúbbsins er verið að samnýta tíðni en fá fleiri rásir með að hafa sítóna. Með því að setja höfuðáttirnar inn átti að reyna að fækka þeim tilfellum þar sem tíðni væri upptekin vegna notkunar á annarri rás (með öðrum sítón). Ég man bara ekki hvort það liggi nema tvær eða hugsanlega þrjár tíðnir á bak við þessar átta beinu rásir.
Til að flækja þetta eiga svo einhverjar landsbyggðardeildir sínar eigin rásir sem eru skráðar á deildina en það eru ekki rásir 51 – 58.
23.11.2008 at 15:30 #633286það er nú bara þannig Tryggvi að það eru sumir í þessum deildum sem telja sig eiga þessar rásir og býsnast yfir því að menn frá öðrum deildum sem eru staddir í fjarlægum landshluta séu að nota þær. Hef lent í því sjálfur
En fróðlegt að fá útskýringun af hverju þetta er svona.
kv
AB
23.11.2008 at 18:48 #633288Ég vil benda mönnum á að fyrirbærið "Norðurlandsdeild" er ekki til. Á Norðurlandi eru FJÓRAR deildir. Húnvetningadeild, Skagafjarðardeild, Eyjafjarðardeild og Húsavíkurdeild. Þessar deildir hafa rás 52 sem sameiginlega "heimarás". Á sama hátt væri eðlilegt að Vestfjarðadeild og Vesturlandsdeild notuðu báðar 51 sem "heimarás".
23.11.2008 at 19:40 #633290Svona til að svara upphaflegu spurningunni, hvernig stöð ertu með? Við hjá Múlaradió getum forritað Yeasu VX2000, Maxon og Motorola MC Micro.
N1/RSH er með allar aðrar Yeasu stöðvar.
Aukaraf eru með ICOM.
Radióraf eru með Kenwood að mig minnir.
.
Ég þekki ekki nógu vel hvaða aðrar stöðvar þeir forrita hjá RSH, Aukaraf og Radióraf. =)
.
Þetta er listinn sem ég er með hjá mér, ég veit svosem ekki hvort hann sé 100% en eitthvað í áttina að því…
.42 FÍ endurvarp
44 4×4 endurvarp
45 Almenn rás
46 4×4 endurvarp
47 4×4 beint almenn
48 4×4 beint almenn
49 4×4 beint almenn
50 4×4 beint almenn
51 4×4 beint Vesturland
52 4×4 beint Norðurland
53 4×4 beint Austurland
54 4×4 beint Suðurland
55 4×4 beint Borgarfjörður eystri & Hérað
56 4×4 beint Vesturlandsdeild (Akranesi)
57 4×4 beint Suðurnes
58 4×4 endurvarp Hlöðufelli
82 FÍ öfugt endurvarp fyrir 42 (reyndar merkt rás 84 hjá mér)
86 4×4 öfugt endurvarp fyrir 46
88 4×4 öfugt endurvarp fyrir 44
.
Mér þætti gaman ef fjarskiptarnefnd færi nú að líta aðeins yfir listann og finna smá skipulag á þessa öfugu endurvarpa, þarf líka öfugt endurvarp á hlöðufellið (í tilefni þess að það virkar aldrei… )
.
P.s. ég tel að það hafi aldrei verið nein "deildarskipting" til að byrja með, heldur hafi verið ætlast til að þær deildir sem eru t.d. vesturlands noti Vesturlands rásirnar, þeas Vesturlands- og Vestfjarðardeildin. Þetta gerist væntanlega útaf fyrrnefndum sítón. Auðvitað á fólk síðan að sýna kurteisi á rásunum og reyna að þvælast sem minnst fyrir hvoru öðru. En ekki gleyma því að við erum öll í sama klúbbnum, þó hann sé deildarskiptur. 😉
23.11.2008 at 21:22 #633292Ég veit ekki betur en að klúbburinn sé með 4 sítónstíðnir sem skipt er upp í 8 rásir, og eru "fjórðungsrásinar" innan þeirra. Að auki eru síðan 6 tíðnir fyrir endurvarpana(með Hlöðufelli), en það þarf 2 tíðnir í hvern endurvarpa (Tx og Rx).
Endilega leiðréttið mig ef þetta er vitlaust hjá mér.
23.11.2008 at 21:38 #633294Jú það eru 4 tíðnir og hverri þeirra er deilt með tveimur rásum með sítón þar sem önnur þeirra er "höfuðáttarás" (51-54) en hin "almennt" (47-50). Simplex þannig að það er bara ein tíðni og svo eru duplex fyrir hverja endurvarparás tvær tíðnir. Í listanum hans Úlfs eru rásir 55, 56 og 57 sem eru greiddar af viðkomandi landsbyggðardeild (því mætti segja að þær séu eign viðkomandi deilda).
Úf, ég var svo blessunarlega búinn að gleyma hvað það var gaman að fara í gegnum þennan reikning í fyrra
24.11.2008 at 00:36 #633296Almennur notandi þarf ekkert að vita um þessar tíðnir eða hvernig þær eru samsettar. Hann þarf bar að þekkja "rásirnar".
Tíðnirnar eru eign þess sem er skráður fyrir tíðninni og greiðir af henni árgjald. Sá sem á tíðnina ræður alfarið hverjum er heimilt að nota tíðnina.
VHF stöðvarnar eru þannig að hver tíðni er forrituð í minnishólf stöðvanna. Elstu VHF stöðvarnar voru þannig að minnishólfin höfðu einungis númer (enga texta). Hvert minni er kallað rás (svona af gömlum vana frá CB rásunum). Til að koma skipulagi á hlutina tók Siggi Harðar sig til á sínum tíma og bjó til lista yfir "rásirnar" eða hvaðað tíðni/tíðnir skyldi setja í hvert minnishólf. Þetta var nauðsynlegt til þess að sama tíðni væri forrituð í sama minnishólf (rás) í öllum VHF stöðvum. Nýrri VHF stöðvar eru með texta fyrir hvert minnishólf auk númers eða jafnvel bara texta. Númerakerfið er nú farið að riðlast aðeins, sérstaklega hjá einkaaðlium, en sem betur fer eru tíðnir F4x4 ennþá allar forritaðar í sömu minnishólf og mikilvægt að við höldum því áfram á meðan enn eru í noktun VHF stöðvar sem aðeins sýna númer.
Nýrri VHF stöðvar sem geta sýnt texta eru yfirleitt forritaðar með heiti viðkomandi tíðni og númerinu á undan eða að númerinu er einfaldlega sleppt og bara notað texti. Nokkur dæmi um rásir einkaaðila sem ekki hafa fasta hefð fyrir númeri heita:
Snaeland
Fulagengid
Kerlingarfjoll
o.s.frBeinar rásir eru með einni tíðni en endurvarparásir eru með tveim tíðnum (ein fyrir sendingu og önnur fyrir móttöku).
Rásanúmer (minnisnúmer) sem hefð er fyrir að F4x4 félagar noti eru eftirfarandi:
42 FÍ endurvarp (er eign Ferðafélags Íslands en F4x4 má nota)
44 4×4 endurvarp (eign F4x4)
45 Almenn rás (er ekki eign F4x4 en allir mega nota þessa rás)
46 4×4 endurvarp (eign F4x4)
47 4×4 beint almenn (eign F4x4)
48 4×4 beint almenn (eign F4x4)
49 4×4 beint almenn (eign F4x4)
50 4×4 beint almenn (eign F4x4)
51 4×4 beint Vesturland (eign F4x4)
52 4×4 beint Norðurland (eign F4x4)
53 4×4 beint Austurland (eign F4x4)
54 4×4 beint Suðurland (eign F4x4)
58 4×4 endurvarp Hlöðufelli (eign F4x4)Athugið að þó að rásir 51 – 54 séu kallaðar eftir landshlutum þá veitir það viðkomandi landshluta í sjálfu sér landshluta engan rétt á þeim umfram aðra F4x4 félaga. F4x4 greiðir af öllum þessum tíðnum (rásum) og hefur ráðstöfunarrétt fyrir þeim. Við höfum alveg í hendi okkar að skipuleggja í sameiningu með landsbyggðadeildum hvaða rás verður "heimarás" á hverju svæði en allir félagar í F4x4 hafa rétt á að nota allar þessar rásir og ég er sammála því að skiptingin Vesturland-Norðurland-Austurland-Suðurland er ekkert sú heppilegasta.
Höfum í huga að við erum með 8 beinar rásir til að velja um og ég held að það þurfi smá þvergirðingshátt til að lenda í árekstrum með að hafa ekki lausa rás til að tala á.
Eftirfarandi rásanúmer (minnishólf) eru notuð fyrir öfugar endurvarparásir (einfaldlega búið að víxla sendi og móttökutíðni)
82 FÍ öfugt endurvarp fyrir 42
86 4×4 öfugt endurvarp fyrir 46
88 4×4 öfugt endurvarp fyrir 44Í beinu framhaldi af þessu er spurning hvort við veljum ekki 85 sem öfuga endurvarparás fyrir rás 58.
Reynar hafa öfugu endurvarparásirnar litla þýðingu og þær eru lítið notaðar, þær nýtast helst til að tékka á því hvort aðrar stöðvar eru rétt forritaðar.
Nokkrar landsbyggðadeidlir eru með eigin tíðnir, greiða af þeim sjálfar, og þær hafa sjálfar fulla lögsögu yfir þeim. Hefð er fyrir að setja þessar tíðnir í eftirfarandi minnishólf (rásir):
55 4×4 beint Borgarfjörður eystri & Hérað
56 4×4 beint Vesturlandsdeild (Akranesi)
57 4×4 beint SuðurnesFyrir hönd fjarskiptanefndar
Snorri
24.11.2008 at 01:07 #633298Takk fyrir þessa útlistingu Snorri.
Það er reyndar ein ástæða fyrir að vita tíðnisviðið og það er í sambandi við að velja loftnet. Ég er einmitt í þeim pælingum núna og er bara ekki alveg viss hvaða tíðnisvið loftnetið þarf að ná yfir.
Ég hef verið að spá í dípól loftnet eða þá bara venjulegt groundplane loftnet. Það væri ágætt að fá að vita hvað menn eru að nota í þessum svokölluðu bátaloftnetum, því þau sem ég hef séð hér, virðast flest vera með svo þröngt tíðnisvið.
Ég hef reyndar séð militery loftnet sem spanna heilan helling, en þau eru líka að kosta sitt (var um 50þ kr á gamla genginu).
24.11.2008 at 09:14 #633300Beinu rásirnar eru á bilinu ca 152,5 – 153,3 Mhz.
Endurvarpahlustun (sending á stöð) er á bilinu 163,3 – 164,2 Mhz.
Endurvarpasending (móttaka á stöð) er á bilinu 154,1 – 155,0 Mhz.Val á loftnetum er ekki einfalt mál og snúnara en virðist í fyrstu, sérstaklega þar sem þau þurfa að geta sent út á breiðu tíðnibili eða allt frá 152 – 164 Mhz. Bilið er um 8% sem er mikið í þessum fræðum. Yfirleitt er þetta leyst með því að stilla loftnetin á að vera best á ca 154-155 Mhz og "fórna" þannig aðeins í sendingu á endurvarpana. Endurvarpararnir eru nær allir með mjög næm loftnet í hlustun sem bætir það upp að hluta.
Að öllu jöfnu virðist 5/8 eða 1/4 bylgjulengdartoppar á miðju stálþaki koma best út og þeir eru ódýrir.
Margir eru hrifnir af bátaloftnetum, sérstaklega þar sem þau þurfa ekki jarðflöt (eins og bílþak) á móti, en ég leyfi mér að efast um að til séu meðfærileg bátaloftnet sem ganga á öllu þessu tíðnibandi og kosta ekki heil ósköp. Ef menn hafa þó fundið slík lofnet væri gott að frétta af því.
Ég hef fundið bátaloftnet sem gengur á mjög breiðu bandi (ca 140-170 Mhz) en það er svert og hátt, yfir 2m
Auðvelt að finna hundruðir af VHF loftnetum á netinu. Gallinn er hins vegar sá að mjög takmarkarðar upplýsingar eru yfirleitt gefnar um þessi loftnet. Varist að falla fyrir loftnetnum sem má klippa til fyrir eina tíðni sem má vera á bilinu 144-170. Það sem telur er tíðnibilið eftir að búið er að klippa loftnetið til. Einnig þarf að hafa fyrirvara á mögnunartölunum sem gefnar eru, t.d. 6db. Yfirleitt er gefin mesta mögnun sem næst fyrir einhverja heppilegustu tíðni fyrir viðkomandi loftnet. Sjaldan er gefið upp hvernig þessi mögnun heldur sér á öllu tiðnisviðinu sem nota þarf.
Margir munu vafalítið hafa skoðun á þessu, vinsamlega hafið framangreint í huga áður en þið skrifið athugasemdir.
Snorri.
24.11.2008 at 14:50 #633302Mig langaði bara að minna fjarskiptanefnd á hvort þeir geti ekki sett inn uppfært endurvarpakort hér inn á síðuna.
Einnig, hvað er að frétta af endurvarpanum á Hlöðufelli, er hann dottinn út ?
kveðja
Agnar
24.11.2008 at 17:36 #633304Hlöðufellið er komið inn aftur. Við höfum samt ekki hugmynd um hvað er í gangi þar uppi núna, enda fór það í lag alveg sjálft.
Hvað varðar flottu útbreiðslumyndirnar af endurvörpunum, þá er sá sem gerði þær ekki lengur í fjarskiptanefnd og við verðum að blikka hann voða fallega og reyna að múta honum með bjór til að hafa hann góðan. Eigum við ekki að segja að með nýja vefnum verði allt uppfært og gert voða fínt.
Hlynur
Fjarskiptanefnd
24.11.2008 at 18:27 #633306Ef fjarskiptanefndin reddar uppfærðum kortum og lýsingum á endurvörpunum þá skal ég uppfæra síðuna. Það þarf hvort eð er að útvega þetta efni fyrir nýju síðuna.
–
Kv.
Bjarni G.
24.11.2008 at 22:13 #633308meinti nú reyndar yfirlitskortið sem Simmi var að dreifa á sýningunni. [url=http://www.radioehf.is/:1rp0uham][b:1rp0uham]Þetta [/b:1rp0uham][/url:1rp0uham] kort uppfært.
Hefur einhver reynt að lykla Hlöðufellið inn frá Grímsfjalli ?
kv
AB
24.11.2008 at 23:22 #633310Við erum byrjaðir á nýju korti sem myndi henta vel í A5 og verður flott innan á sólskyggnin, plastað. Það verður svo sett á netið líka.
Annars er kortið sem AgnarBen bendir á hjá Sigga Harðar á http://www.radioehf.is ágætt, nema það vantar bara Hlöðufell og endurvarpar björgunarsveitanna eru inni á því líka sem er óþarft fyrir okkur. Menn geta prentað það út, sett punkt á Hlöðufellið og skrifað 58 við og notað þangað til nýja kortið kemur hjá okkur.
fh fjarskiptanefndar
Snorri
24.11.2008 at 23:40 #633312ég sendi dreifingarmyndina á meili til vefnefndar og fjarskiptanefndar og hún hefur ekki skilað sér.
Ég verð að prófa aftur. Taka 2 kemur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.