Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › setja LC70 í hilux ?
This topic contains 31 replies, has 1 voice, and was last updated by Grimur Jónsson 16 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.05.2008 at 19:37 #202415
Sælir spjallverjar,
Þannig er mál með vexti að ég ætla fara slaka LC 70 diesel vél ofaní bensín hiluxinn minn sem er á klöfum að framan og þessi flottheit bara, hvernig er það get ég notað sömu stýrismaskínu og er í mínum bíl við þessa vél?og Allar upplýsingar fara í góðan farveg ??
kv. einn sem vantar upplýsingar.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.05.2008 at 19:54 #622576
Ég sé ekkert því til fyrirstöðu. þessi vél heitir 2L-T og er næstum nákvæmlega eins og 2L-T vélin sem kemur orginal í þessum bílum sem koma dísel.
Ég er ekki viss um að þú getir boltað gírkassann beint á milli, það er einhver munur á þeim. svo bara raðaru því dóti utaná hana sem þú villt hafa
ég ráðlegg þér að taka alternatorinn með díselvélinni, á honum er vacuum dæla sem ekki er á venjulegum alternator í bensínbílnum. hann ætti að tengjast með sama plöggi inná hleðslu-regulatorinn í brettinu.
þetta fer allt að sjálfssögðu eftir því hvaða Hilux þú ert með (hvaða árgerð).
kveðja,
Lallip.s. þú áttar þig á því að þessi vél er eitthvað þyngri en bensínrellan… sem hefur ekki góð áhrif á annars kanski sligaða klafa…..
07.05.2008 at 22:19 #622578þú ættir að leika þér að þessu…. reyndu bara að halda öllu dótinu frá báðum vélunum þar til þú ert búinn að koma honum út. ég myndi skoða hvaða gírkassar eru í báðum bílunum. kassi sem heitir w56 eða g54 man ekki hvor kassinn er betri…. en ég kemst að því… annars sé ég ekki vandræðin.
En annars afhverju ertu að fara úr bensín í dísel?
08.05.2008 at 00:05 #622580já þetta er Hilux 92 model, já ég er með Gírkassa og millikassa við þessa LC70 vél, þannig að það verður ekki vesen með það, en afhverju ég er að þessu, er ekki pínu meira tork í þessum disel vélum og eyðir kannski aðeins minna.. hvað hafa menn verið að gera til að fá meiri tog eða kraft án þess að troða v8 oní þetta..
endilega commentið eins og þið getið 😀
ps. Bazzi ég sá að þú varst með 2.4l disel turbo í hi-runner, hvernig fannst þér það koma út ?
kv. Raggi
08.05.2008 at 00:25 #622582Þessa breytingu gerði ég á mínum fyrir ca ári síðan. Það er ALLT öðruvísi í þessum húddum. altinator, stýrisdæla, pústið, inntakið og bara allt er ‘hinumegin’, þe ekki sömu megin í báðum bílum. Það er svosem lítið mál að skræla allt úr húddinu, megnið af rafkerfinu sem liggur eftir hvalbaknum fer beint í tölvuna sem er hægra megin við lappirnar á farþeganum og það má allt kveðja. Svo verðuru að fá mótor úr lc70 með öllu utaná og öllu rafkerfi, stýringin fyrir glóðakertin er inní bíl og á brettinu í húddinu vinstra megin. Þú þarft líka lofthreinsarann úr lc og færa geyminn í hilunxnum yfir til að koma hreinasaranum fyrir. Gírkassinn í 70 bílnum er allt annar en í hilux en þú getur notað bensínbílskassann ef þú færð kúplingshús úr dísel hilux, það er svo boltað á gírkassann. Þú gegur notað sömu kúplingu.
Mesta málið er pannan, ég hafði ekki pönnu úr klafa dísel hilux enda held ég að díselbílarnir hafi ekki verið framleiddir með klafa, samt ekki viss. Allavega breytti ég pönnunni hjá mér, og það var talsvert mikið mál, sérstaklega vegna þess að hún var orðin ryðguð (pannan úr lc70) þannig að það var vesen, en hófst á endanum. Seinna skrældi ég klafana undan og setti hásingu undan lc70.
Ég held að þú getir séð einhverjar myndir ofaní húddið hjá mér á http://www.123.is/elliofur , væntanlega undir myndaalbúm og hestaveiðar. Í dag er ég að blása 13-14psi og búinn að skrúfa talsvert upp í olíuverkinu og bíllinn er orðinn nothæfur og mótorinn heldur enn, eftir 42þúsund km akstur nokkuð dópaður og var hann keyrður 220þúsund þegar ég setti hann í.
Þú mátt hringja ef þig vantar frekari ráðleggingar, eða bara varpa spurningum hingað.
08.05.2008 at 00:39 #622584Þessi vél úr LC70 hún er ekki með turbo erum við að tala samt um sömu vél, ég hafði huxað mér að setja samt turbo á hana fljótlega, er kannski auðveldara bara að setja, heitan ás og þrykta stimpla í bensín motorinn og turbo á hann, get fengið það líka.
kv. Raggi sem vill meiri kraft í hilux.
08.05.2008 at 00:56 #622586En veit eitthver hvort ég geti notað stýrismaskínuna úr mínum bensínbíl með þessari LC vél ?
08.05.2008 at 01:12 #622588ég reikna með því, allir sem ég þekki sem hafa sett hásingu úr 70 lc í klafa hilux hafa notað sömu maskínu og var í bílnum. svo það ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu. held samt að þú verðir að nota dæluna úr 70 bílnum.
kv. Atli
08.05.2008 at 09:02 #622590þetta er kanski rétt. með 22R vs 2lt-i en ég er með 2,4 diesel í hirunner, þar er hann að blása eihvað um 12-14 psi. eftir átaki. Það er búið að fikta talsvert í þeirri vél. Hún var öll boruð. þjappann löguð og allann pakkann…. pakki sem ég myndi aldrei fara útí aftur ef ég ætlaði að gera þetta í dag. (þá var fastgjald á diesel og bara gaman) En þið verðir að passa afgashitann. ég var c.a 2 ár að stilla þetta svo þetta væri til friðs. nú orðið keiri ég bara. þarf ekkert að spá í hita, en eins og ég sagði, það tók 2 ár.
þær breitingar sem hjálpuðu mér kanski mest, var að stjörnublikk smíðaði stærri vatnskassa fyrir mig. og svo um leið gataði ég húddið beint f. ofan og aftan turbínuna. En að mínu mati fer talsverð vinna í þessar vélar. turbínur eru dírar, og þar að auki þegar þetta er farið að vera nothæft er þetta farið að eiða um 20 l.
þetta er kanski réttlætanlegt, ég man að þegar ég fór úr 22r með flækjum og öllu því dóti fannst mér togið í diesel vélinni svakalegt.
en ég er kominn með v8 inní skúr í dag
08.05.2008 at 10:16 #622592ég henti 2.4 túrbódísel úr húddinu á 70 krúsanum mínum fyrir nokkru síðan og smurði 4.0 Túrbódísel úr 60krúser ofaní.
munurinn er ólýsanlegur nú hef ég TOOOOOOOOOOOG! og eyðsla fór úr 18L/100 niður í 10L/100 innanbæjar. stærri mótor þýðir ekki endilega meiri eyðsla..
08.05.2008 at 10:41 #622594þessvegna var ég lengi að horfa á 1kzte 3.0 l vélina. en spurning með 4 lítra, en vandamálið er að almennilegar dísel vélar kosta allann peningin.
Ég hef verið í 350 pælingum en þær vélar kosta ekki mikið, en þegar hún er farin að nálgast húddið er hún farin að kosta álíka eða meir heldur dísel rellurnar
08.05.2008 at 12:44 #622596af hverju ekki að fá sér bara almennilegan bíl, eins og til dæmis LC70 eða LC78 í staðinn fyrir að mekkanóast svona út og suður?
Þarf ekki bara að hóa saman fólki sem vill eiga almennilega bíla og flytja þá inn sjálft frá t.d. Þýskalandi (með öllum EES stöðlum etc).
08.05.2008 at 12:52 #622598f. mitt leiti er ég með bíl í höndunum sem já er gamall.
En ég á hann. Ekki lýsing eða eithvað svoleiðis dót.Ég var búinn að kaupa mér barbý crúser, ég ætlaði að selja hirunnerinn og breita honum, var búinn að skipuleggja þá breitingu frá a-ö, en einhvernveginn gat ekki hugsað mér að eini gróðinn var nýrri bíll. sem kostar nokkrum millum meira ég eiði í hann c.a 1,5-2 millum í viðbót til að fá c.a sama bílinn og ég er með í höndunum í dag. á móti því að eiða aðeins meir í Hirunner og halda áfram að eiga hann leika sér á honum og fynnast þetta bara alltsaman æðislegt.
08.05.2008 at 20:35 #622600Þú getur ekki notað stýrismaskínuna úr lc70 í hilux klafa vegna þess að sektorsarmurinn snýr fram í krúser en aftur í klafaruslinu. En ef þú ætlar að setja hásinguna úr 70krúsa í luxinn þá verðuru að nota stýrisismaskínuna sem fylgdi hásingunni, einmitt útaf sektorsarminum. Passaðu þig bara að sjóða rör inní grindina sem boltarnir í stýrismaskínunni ganga í gegnum til að hafa eitthvað til að herða að. Eina ástæðan fyrir að ég setti þessa vél ofaní var sú að bensínmótorinn bræddi úr sér og mér áskotnaðist þetta 70 krúser hræ fyrir hæfilegan pening, ég er ennþá á höttunum eftir mótor úr 60 eða jafnvel 80 krúser sem kostar ekki of mikið. Verst er að húddið í hilux er uþb 5cm styttra en húddið í lc70 (já styttra húdd í stærri bíl) og Lalla rétt tókst að halda framendanum á sínum 70krúser óbreyttum. Spurning hvort 2 auka cyl komist hreinlega fyrir í hilux með óbreyttum framenda án þess að fara útí rafmagnsviftuvesen eða einhverjar þessháttar plásshallærisframkvæmdir.
En til að svara henni Eygló þá hef ég það að segja að ef maður á ágætan bíl sem á marga góða kílómetra eftir á yfirbyggingu og hefur kunnáttu og aðstöðu til að gera róttækar breytingar að þá má eyða ansi mörgum krónum í að gera skemmtilegan, eða td ef maður setti nú 8cyl bensínvél þá má keyra ansi marga km fyrir misnuminn milli eldneytiskostnaðar á gömlum ódýrum bíl á móti nýjum bíl, fyrir utan að nýjir bílar eru alltof viðkvæmir, maður týmir ekkert að nota þá á jafn skemmtilegan máta og gömlu ‘druslurnar’ !
08.05.2008 at 21:41 #622602enda er ég nú ljóshærð og kem kanski ekki almennilega frá mér aðdáun minni á einmitt lc70-lc78. Ég ólst nú upp í gammeldags hlandráfurum (Landrover öðru nafni) á smergelskífum á vestfirskum vegum og snjósköflum, svo mér finnst nú minn 2000 árgerð af LC78 himnaríki. Dettur til dæmis ekki í hug að setja eitthv. mýkra undir hann en orginal fjaðrirnar, þá fer allur sjarmi af honum. Er reyndar ekkert í snjóferðum nú til dags, svo ég þarf ekki mikla breytingu á bílinn, lét mér nægja 35" breytingu.
08.05.2008 at 23:11 #622604þú ert eitthvað með rangann misskilning á stýrisvélinni Það er alveg hægt að nota orginal IFS stýrisvélina með hásingu úr 70-krúser, alveg eins og það er hægt nota hana með stýrisvélinni sem fylgir henni.
Svo voru víst nokkrir IFS díesel bílar fluttir inn, Xtra cab bílar.
Og, sá sem kemur 6 cyl línuvél ofaní húddið á Hilux á inni hjá mér kippu af Thule
kv
Rúnar.
08.05.2008 at 23:35 #622606ég er með styrisvél úr 70 crúser. og með stíristengurnar f. framan hásinguna. ég fór með hásinguna talsvert framm. og það var annaðhvort að byggja fram grindina svo ég gæti notað klafa maskinuna eða nota 70 crúser maskinuna vegna þess að afstaðan passar betur við hásinguna… s.s. ekki festa ykkur við einhverja ákveðna hluti afþví að einhver annar gerði það svona. Leysið þetta í rólegheitunum og spáið í þessu öllu saman.
08.05.2008 at 23:56 #622608Mér sýnist sem það sé maður að nafni Sigurgeir á bænum Skáldabúðum í uppsveitum Árnessýslu sem eigi inni hjá þér kippu af Thule… hann er nefnilega með 6 sílindra línuvél ásamt túrbínu úr Toyota Supra í húddinu á Hilux
[url=http://www.f4x4.is/new/profile/default.aspx?file=4999:3cbtt29s][b:3cbtt29s]https://old.f4x4.is/new/profile/default.aspx?file=4999[/b:3cbtt29s][/url:3cbtt29s]
kv. Kiddi
09.05.2008 at 08:50 #622610geðveik mynd…
[img:2duan94q]http://www.f4x4.is/new/files/webfiles/users/4999.jpg[/img:2duan94q]
þegar ég sá túrbínuna mína svona… þá hélt ég að heimurinn væri að farast
09.05.2008 at 10:16 #622612ja, 2.8 lítra sexa er náttúrulega svoddan kettlingur að bóndinn fær aldrei meira en kippu af 250 ml Thule frá mér.
kv
R.
09.05.2008 at 17:16 #622614Hey Lalli á maður þá bara ekki að skella undir hann hásingu í stað þess að vesenast við að hafa sligaða klafa,er það ekki alveg sniðugt?(veitekkert mikið um þetta samt þannig endilega leiðréttið mig ef þess þarf)
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.