This topic contains 37 replies, has 1 voice, and was last updated by Snorri Ingimarsson 14 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Á eyjunni er enn og aftur pistill eftir Pál Ásgeir stjórnarmann í Ferðafélagi Íslands þar sem hann „hraunar“ yfir landsbyggðarfólk http://blog.eyjan.is/pallasgeir/2010/10/07/landsbyggdarvael/#comments
Ekki skil ég af hverju Ferðfélag Íslands velur mann með slíkar skoðanir í stjórn sína, en Forseti ferðafélagsins Ólafur Örn Haraldsson kom með þennan mann á fund Samút, sem væntanlegan fullrtúa FÍ í Samút, en af sjálfsögðu var honum algjörlega hafnað af öðrum félögum í Samút.
Hvert stefnir FÍ? Er Ferðfélag Ísland orðið gegn eigin stefnu sem sett var á stofnfundi þess félags http://fi.is/um-fi/stofnun-felagsins/ en skoðanir stjórnarmanna spegla yfirleitt stefnu þess félagskapar sem þeir eru stjórnarmenn í.Árni Pétur Hilmarsson skrifaði þennan ágæta texta hér að neðan og veitti hann mér góðfúslega leyfi til að byrta hann hér.
kveðja Dagur
“ Árni Pétur Hilmarsson // 9.10 2010 kl. 11:43
Eitt sinn heyrði ég nýyrðið „moldarbarðsmiga“ . Þegar ég spurði orðsmiðinn að merkingu orðsins svaraði hann: ,,Þetta er einstaklingur sem kemur til æskustöðvanna á eins til fimm ára fresti, andar djúpt að sér, kastar af sér þvagi, blessar það að ekkert hefur breyst síðan í uppeldinu, stígur upp í bíl sinn og hverfur á braut.“ Þessir menn eru undantekningalítið verstu óvinir uppeldisstöðvanna, því þeir reyna með ráð og dáð að standa í vegi fyrir hvers konar breytingum eða framþróun, því allt skal vera eins og það var. Páll var eitt sinn landsbyggðarmaður, bjó fyrir vestan en af einhverjum ástæðum gafst hann upp á því að búa þar og fór suður eins og svo margir aðrir, sennilega til þess að sækja meiri lífsgæði.
Ég veit ekki alveg hvað það er sem gerir það að verkum að menn sem hafa gefist upp á því að búa út á landi og hafa flúið á mölina, taka sér þann rétt að afskrifa baráttu fólks sem er að verja sín núverandi lífsgæði og kalla það landsbyggðarvæl.
Orðið „landsbyggðarvæl“ fer ofboðslega í taugarnar á mér. Yfirleitt er þetta barátta fólks við að verja lífgæði sín, verja störf og tryggja samgöngur sem er afskrifað sem landsbyggðarvæl. Það er ekki eins og landsbyggðin sé í stórsókn, við erum í varnarbaráttu enda er fólksfækkun viðvarandi.
Ég ætla ekki að detta ofan í tölfræði eins og það að innlegg landsbyggðafólks er meira en tvöfalt meira til þjóðarbúsins en höfuðborgarbúans, né heldur að af hverjum tveimur krónum sem lansdbyggðamaðurinn borgar í skatt fær hann eina til baka í formi þjónustu.
En það sem ég er að reyna að koma til skila er að það er ekki um neina ölmusu okkur til handa að ræða þegar við gerum þá sjálfsögðu kröfu að þjónusta við okkur sé ekki skert meira en annars staðar.
Við búum við samtryggingakerfi og því drögum við öll vagninn saman, það er vel. En brauðið sem í vagninum er á að deilast út eins jafnt og hægt er. Það gerist ekki með því að í niðurskurði til heilbrigðismála sé skorið niður um 85% úti á landi en 15% á höfuðborgarsvæðinu.
Ég tók ákvörðun um að búa út á landi. Ég sé ekki eftir því og er full viss um það að lífsgæði mín og hamingja er meiri hér en ef ég byggi á mölinni.
Ég á þrjú börn og mér finnst það hart ef það að verja það að hér sé sjúkraþjónusta sé kallað „landsbyggðarvæl“.
Ég hef stundum velt fyrir mér hver hvatinn fyrir skrifum eins og þessum eftir Pál sé. Það sem mér dettur í hug er eftirfarandi: Sérhagsmunagæsla. Páll virðist vera svo einkennilega samsettur að hann getur ekki stundað sitt áhugamál ef einhver er nærri. Hann getur ekki unnt öðrum að stunda sín áhugamál s.s. hestamensku, mótorhjól, vélsleða eða jeppamennslu, virðist það vera af þeim sökum að hann gæti séð þá eða heyrt einhverstaðar og þar með er göngutúrinn ónýtur. Af þessu leiðir að kannski finnst Páli bara best að fara út á land í göngutúr ef það býr enginn þar. En auðtvitað vona ég að þessar hugleiðingar mínar séu rangar.
Annars finnst mér ánægjulegt að sjá efnistökin í nýjasta pistli Páls og vona að hann haldi sig við að skrifa bara um tjaldið sitt í framtíðinni, það er alla vega engum til tjóns.
Árni Pétur Hilmarsson“
You must be logged in to reply to this topic.