This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Ágúst Úlfar Sigurðsson 16 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Þekkir einhver þessi sjúkdómseinkenni í VW transporter með 2 lítra bensínvélinni:
Hægagangurinn er allt of hár og sveiflast í sífellu, líkt og verið sé að botgefa vélinni á einnar til tveggja sekúndna fresti eða svo. Undir álagi er hins vegar allt eðlilegt, jöfn og góð vinnsla og bensíneyðslan viðunandi.
Þegar ég aftengdi rafleiðsluna í hægagangsventilinn (hann hleypir inn lofti fram hjá inngjafarspeldinu til að stilla/hækka hægaganginn) þá hættu sveiflurnar, en tómagangur var alllt of hár, sennilega langt yfir 2000 snúningum. Með því að slaka á endastoppskrúfunni fyrir inngjafarspeldið tókst mér að fá tómaganginn niður á eðlilegar nótur og stöðugan svo lengi sem rafleiðslan í hægagangsventilinn var ótengd. Ef ég tengdi ventilinn á ný byrjaði tómagangshraðinn aftur að sveiflast svo ég hef hann nú ótengdan.
Ég hef ekki hugmynd um hvort CO gildin eru innan marka, né bensíneyðslu eftir að ég gerði þessar breytingar. Ekki hefur heldur reynt á það hvernig vélin hagar sér í vetrarkulda.
Þess vegna óttast ég að sjálf orsökin sé ekki fundin og vil gjarna fá öll sérfræðiálit, ábendingar og reynslusögur af svipuðum tilfellum, sem hugsanlega geta hjálpað mér að finna og gera við bilunina.
Til frekari glöggvunar má geta þess að þetta er húsbíll, sem gekk vandræðalaust þangað til dóttir min varð bensínlaus á honum í Róm á síðasta hausti. Í millitíðinni eru færustu VW-sérfræðingar á Ítalíu búnir að liggja í honum, en árangurinn lítill fyrir utan reikninga fyrir vinnu og varahluti. Nú er bíllinn aftur kominn heim til Íslands og bíður endanlegrar viðgerðar fyrir utan bílskúrinn minn.
Vinsamlegast skjótið á mig öllum reynslusögum af viðgerð á svipuðum bilunum og öðrum upplýsingum sem kunna að hjálpa eða vísa veginn að lausn málsins.Ágúst
You must be logged in to reply to this topic.