FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Sérfræðiálit óskast

by Ágúst Úlfar Sigurðsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Sérfræðiálit óskast

This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson Ágúst Úlfar Sigurðsson 16 years, 10 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 29.06.2008 at 00:51 #202605
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant

    Þekkir einhver þessi sjúkdómseinkenni í VW transporter með 2 lítra bensínvélinni:

    Hægagangurinn er allt of hár og sveiflast í sífellu, líkt og verið sé að botgefa vélinni á einnar til tveggja sekúndna fresti eða svo. Undir álagi er hins vegar allt eðlilegt, jöfn og góð vinnsla og bensíneyðslan viðunandi.
    Þegar ég aftengdi rafleiðsluna í hægagangsventilinn (hann hleypir inn lofti fram hjá inngjafarspeldinu til að stilla/hækka hægaganginn) þá hættu sveiflurnar, en tómagangur var alllt of hár, sennilega langt yfir 2000 snúningum. Með því að slaka á endastoppskrúfunni fyrir inngjafarspeldið tókst mér að fá tómaganginn niður á eðlilegar nótur og stöðugan svo lengi sem rafleiðslan í hægagangsventilinn var ótengd. Ef ég tengdi ventilinn á ný byrjaði tómagangshraðinn aftur að sveiflast svo ég hef hann nú ótengdan.
    Ég hef ekki hugmynd um hvort CO gildin eru innan marka, né bensíneyðslu eftir að ég gerði þessar breytingar. Ekki hefur heldur reynt á það hvernig vélin hagar sér í vetrarkulda.
    Þess vegna óttast ég að sjálf orsökin sé ekki fundin og vil gjarna fá öll sérfræðiálit, ábendingar og reynslusögur af svipuðum tilfellum, sem hugsanlega geta hjálpað mér að finna og gera við bilunina.
    Til frekari glöggvunar má geta þess að þetta er húsbíll, sem gekk vandræðalaust þangað til dóttir min varð bensínlaus á honum í Róm á síðasta hausti. Í millitíðinni eru færustu VW-sérfræðingar á Ítalíu búnir að liggja í honum, en árangurinn lítill fyrir utan reikninga fyrir vinnu og varahluti. Nú er bíllinn aftur kominn heim til Íslands og bíður endanlegrar viðgerðar fyrir utan bílskúrinn minn.
    Vinsamlegast skjótið á mig öllum reynslusögum af viðgerð á svipuðum bilunum og öðrum upplýsingum sem kunna að hjálpa eða vísa veginn að lausn málsins.

    Ágúst

  • Creator
    Topic
Viewing 12 replies - 1 through 12 (of 12 total)
  • Author
    Replies
  • 29.06.2008 at 00:58 #625124
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    Prófaðu að skipta um hægagangsmótorinn (ventilinn)





    29.06.2008 at 01:15 #625126
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Hægagangsventillinn er nýr. Ítalirnir skiptu um hann með tilheyrandi reikningi.. Ég prófaði að aftengja slönguna og setja puttann fyrir inntakið á honum. Það skilaði sömu niðurstöðu og þegar rafleiðslan var aftengd.
    Ágúst





    29.06.2008 at 02:55 #625128
    Profile photo of Kristján Arnór Gretarsson
    Kristján Arnór Gretarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 971

    Slöngur í skynjara; vacúm slanga sem skynjar sogið í soggreinni, getur mjög líklega verið stífluð af smurolíudrullu/transporter-veikin!





    29.06.2008 at 15:08 #625130
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Ég er búinn að tékka vakúumslönguna sem liggur í vélartölvna, taka hana frá og blása í hana svo hún er allavega ekki lengur stífluð.

    Hefur einhver reynslu af því að sé leki inn á soggreinina, sem gefur falskt loft. Myndi slíkur leki ekki einmitt virka eins og hóflega opið inngjafarspeldi og vélartölvan væntanlega bæta aðins í bensínflæðið til spíssanna til að halda eðlilegu lambda gildi ?

    Hefur nokkur reynslu eða skoðun á þessari tilgátu ?

    Ágúst





    29.06.2008 at 15:17 #625132
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll, ert þú búinn að athuga pakkningu milli soggreinar og hedds, er hún þétt ?, Kveðja Steindór.





    29.06.2008 at 17:21 #625134
    Profile photo of Trausti Kári Hansson
    Trausti Kári Hansson
    Participant
    • Umræður: 41
    • Svör: 320

    Ég átti svona bíl sem varð bensínlaus, það var eins og skrattinn sjálfur hefði komist í bílinn hann fór að ganga all skringilega, það var farið með hann á verkstæði og þeir reyndu við hann í 3 vikur öðru hverju og gáfust að lokum upp, svo að ég tók bílinn og lét hann fara. Ég hafði nú mínar hugmyndir um þessa bilun hvort ða það sé ekki möguleiki að bensíndælan þoli ekki að ganga þur
    og valdi þar af leiðandi þessum ógangi. það var búið að skipta um vatnshitanema,loftflæðiskynjara, tölvu, kerti, þræði, lok, bensínsíu og marg fleirra
    kv. Trausti





    29.06.2008 at 17:23 #625136
    Profile photo of Trausti Kári Hansson
    Trausti Kári Hansson
    Participant
    • Umræður: 41
    • Svör: 320

    Ég átti svona bíl sem varð bensínlaus, það var eins og skrattinn sjálfur hefði komist í bílinn hann fór að ganga all skringilega, það var farið með hann á verkstæði, þeir reyndu við hann í 3 vikur öðru hverju og gáfust að lokum upp, svo að ég tók bílinn og lét hann fara. Ég hafði nú mínar hugmyndir um þessa bilun hvort það sé ekki möguleiki að bensíndælan þoli ekki að ganga þur
    og valdi þar af leiðandi þessum ógangi. það var búið að skipta um vatnshitanema,loftflæðiskynjara, tölvu, kerti, þræði, lok, bensínsíu og marg fleirra

    kv. Trausti





    29.06.2008 at 22:00 #625138
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Það hefur hvarflað að mér hvort einhver læti, s.s. sprengingar inn í soggrein hafi orðið þegar bíllinn var að hökta á síðustu dropunum. Ein slík sprenging gæti vafalaust gert einhvern óskunda, kálað pakkningum eða hugsanlega beygt öxulinn á inngjafarspjaldinu.
    Ég var að hugsa um að taka stóru loftslönguna af inngjafarhúsinu og setja eitthvað þétt lok fyrir þ.a. ekkert loft komist þá leiðina inn í soggrein. Ef hann heldur áfram að ganga þannig þá er hann að fá inn loft um einhverja leið sem ekki á að vera opin. Þá væri reynandi að blinda slönguna inn á bremsukútinn og allar hinar litlu slöngurnar, eina af annarri.
    Ef kvikindið heldur áfram að ganga með alla stúta lokaða þá er fátt eftir nema pakkningarnar, greinarpakkningin inn á heddið og væntanlega eru líka pakkningar á innspítingarspíssunum – er einhver sem þekkir þetta ?

    Er annars nokkuð að því að prófa að loka fyrir inntak á inngjafarhúsinu og væntanlega kæfa þannig á bílnum ? Nokkuð sem er líklegt til að skemmast við það ?
    Kv.

    Ágúst





    29.06.2008 at 23:19 #625140
    Profile photo of Elvar Níelsson
    Elvar Níelsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 649

    Ég á golf sem hegðar sér á svipaðan hátt bara ekki svona öfgakenndur eins og þú lýsir. Bara svona smá upp og niður í hægaganginum. Bensíneyðsla er innan eðlilegra marka og í samræmi við þyngd bensínfóts. Virðist hins vegar vera viljugur í að drepa á sér í bakkgír af einhverjum undarlegum ástæðum:) Ég fylgist með þessum þræði til að komast að hinu sanna.
    Vona að þú náir árangri á sem ódýrastan hátt.
    Elvar





    29.06.2008 at 23:30 #625142
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Gamalt ráð við að finna lekar pakkningar á innsogsgreinum er að sprauta startspreyi á þá staði sem þig grunar að geti verið lekir, bíllin eykur þá skyndilega við snúning þegar hann dregur það í gegnum staðinn sem lekur, L.





    29.06.2008 at 23:37 #625144
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Þessar gangtruflanir er lýst eins og að vélin er draga inn falst loft.
    Hugsanleg leið fyrir loft er í gegnum EGR ventilinn sem á að hringrása brunnu lofti aftur inn á soggrein.
    Gagnlegt getur verið að blinda þetta og sjá hvort einhver breyting verður.
    Hraður hogagangur getur einnig verið vegna of fljóts kveikjutíma, en það otti að vera hogt að sjá með viðeigandi tölvugreiningu.
    Tíminn á að vera breytilegur eftir snúningshraða og "vacúmi", sogþrýstings í soggrein, sem afturámóti breytist ef loftleki er inn á soggrein.
    kveðja Dagur





    23.07.2008 at 12:43 #625146
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Til að ljúka þessum þræði þá upplýsist að Transporterinn er farinn að ganga eðlilegan hægagang.
    Með því að stilla endastoppskrúfu á inngjafarspeldi þannig að það lokaðist betur þá fór vélin að hegða sér eðlilega. Ég fjarlægði líka demparapung sem hægir á því hversu hratt inngjafarspeldið lokast þegar gjöfinni er sleppt.
    Auk þess hafði (að óþörfu ?) verið skipt um fokdýra rafmagnsstýrða ventilinn sem hleypir lofti fram hjá inngjafarspeldinu og líka hafði vakúumslangan sem liggur inn á vélartölvuna verið hreinsuð.
    Ég hef þá tilgátu að við bensínleysið hafi vélin hökt og sprengt inn í soggrein þannig að inngjafarspeldið bognaði og hætti að loka almennilega þótt stöðuskynjarinn segði vélartölvunni að væri í tómagangsstöðu. Þetta hafi síðan ruglað vélartölvuna og eitt leitt af öðru.

    Fyrri tilgátur um falskt loft og leka inn á soggrein útilokaði ég með því að losa stóru loftslönguna af inngjafarhúsinu og bregða þéttu loki fyrir stútinn. Við þetta drap vélin strax á sér og sog í greininni var í einhverjar sekúndur að hverfa. Ath. Lekaprófunin var gerð með rafvíra í framhjáhleypiventilinn aftengda.

    Ég held mig við þessa teoríu þar til annað kemur í ljós.

    Þakka þeim sem hafa lagt inn góð ráð.

    Ágúst





  • Author
    Replies
Viewing 12 replies - 1 through 12 (of 12 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.