This topic contains 52 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Tryggvi Jónsson 16 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Var að koma ofan af Hamragarðaheiði. Hvet fólk til að fara þangað um helgina og virða fyrir sér óhæfuverkin sem þar er nýbyrjað að vinna. Staldra fyrst við Markarfljótsbrúna og virða fyrir sér hvernig Seljalandsfoss kemur til með að líta út eftir að tröllvaxin vegur niður miðja hraunbrekkuna (Neðra Klifið) kemur til með að bera beint í Fossinn. Svo geta menn farið nokkra kílómetra inn heiðina að Efra Klifinu en svo nefnist þrengsti og einn fallegasti hluti hrauntungunnar. Þar stendur 90 tonna ýta frá Suðurverki sem hefur nýlokið við að svo til gereyðileggja Klifið. Vegurinn kemur augljóslega til með að verða dálítið breiður. Til hliðar við hann má sjá gamla slóðann eins og maur við hliðina á fíl.
Skv. þeim litlu gögnum sem ég hef komist yfir þá heitir þetta uppbygging á vegslóða og hefur þar með ekki þurft að fara í umhverfismat. Þetta er hins vegar ekki uppbygging vegslóða. Það er búið að stika fyrir hinum nýja vegi og hann liggur þráðbeint frá Efra Klifinu niður Neðra Klifið. Gamli vegslóðinn er ekkert þráðbeinn. Alvarlegast er þetta í Neðra Klifinu þar sem nýi vegurinn liggur ca. 100 m frá gamla slóðanum í miðju Klifinu. Vegna þess hve fara á beint niður Klifið þá verður skaðinn sem Seljalandsfoss ber miklu meiri. Hugsanlega er ekki einu sinni leyfi fyrir þessu. Ég hef reynt að ná tali af hinum ýmsum aðilum sem hafa með þetta að gera í allan dag en ég næ ekki í neinn og enginn svarar skilaboðum. Gerir málið tortryggilegt.
Best væri að hægja á framkvæmdum (þvælast fyrir ýtunni), helst stöðva þær, þangað til komið er á hreint að það sé leyfi fyrir því að eyðileggja ásýnd frægasta foss landsmanna. Það er nefnilega hægt að bjarga miklu með því að færa fyrirhugað vegstæði til.
Kv. Árni Alf.
P.S. Annars vitna ég í grein mína úr Moggannum frá í gær. Kannski einhver betri tölvumaður en ég geti komið henni hér inn á spjallið.
You must be logged in to reply to this topic.