FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Seljalandsfoss

by Árni Alfreðsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Seljalandsfoss

This topic contains 52 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Jón Tryggvi Jónsson Jón Tryggvi Jónsson 16 years, 8 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 04.09.2008 at 18:41 #202871
    Profile photo of Árni Alfreðsson
    Árni Alfreðsson
    Participant

    Var að koma ofan af Hamragarðaheiði. Hvet fólk til að fara þangað um helgina og virða fyrir sér óhæfuverkin sem þar er nýbyrjað að vinna. Staldra fyrst við Markarfljótsbrúna og virða fyrir sér hvernig Seljalandsfoss kemur til með að líta út eftir að tröllvaxin vegur niður miðja hraunbrekkuna (Neðra Klifið) kemur til með að bera beint í Fossinn. Svo geta menn farið nokkra kílómetra inn heiðina að Efra Klifinu en svo nefnist þrengsti og einn fallegasti hluti hrauntungunnar. Þar stendur 90 tonna ýta frá Suðurverki sem hefur nýlokið við að svo til gereyðileggja Klifið. Vegurinn kemur augljóslega til með að verða dálítið breiður. Til hliðar við hann má sjá gamla slóðann eins og maur við hliðina á fíl.

    Skv. þeim litlu gögnum sem ég hef komist yfir þá heitir þetta uppbygging á vegslóða og hefur þar með ekki þurft að fara í umhverfismat. Þetta er hins vegar ekki uppbygging vegslóða. Það er búið að stika fyrir hinum nýja vegi og hann liggur þráðbeint frá Efra Klifinu niður Neðra Klifið. Gamli vegslóðinn er ekkert þráðbeinn. Alvarlegast er þetta í Neðra Klifinu þar sem nýi vegurinn liggur ca. 100 m frá gamla slóðanum í miðju Klifinu. Vegna þess hve fara á beint niður Klifið þá verður skaðinn sem Seljalandsfoss ber miklu meiri. Hugsanlega er ekki einu sinni leyfi fyrir þessu. Ég hef reynt að ná tali af hinum ýmsum aðilum sem hafa með þetta að gera í allan dag en ég næ ekki í neinn og enginn svarar skilaboðum. Gerir málið tortryggilegt.

    Best væri að hægja á framkvæmdum (þvælast fyrir ýtunni), helst stöðva þær, þangað til komið er á hreint að það sé leyfi fyrir því að eyðileggja ásýnd frægasta foss landsmanna. Það er nefnilega hægt að bjarga miklu með því að færa fyrirhugað vegstæði til.

    Kv. Árni Alf.

    P.S. Annars vitna ég í grein mína úr Moggannum frá í gær. Kannski einhver betri tölvumaður en ég geti komið henni hér inn á spjallið.

  • Creator
    Topic
Viewing 12 replies - 41 through 52 (of 52 total)
← 1 2 3
  • Author
    Replies
  • 09.09.2008 at 20:49 #628854
    Profile photo of Sigurður Már Sigþórsson
    Sigurður Már Sigþórsson
    Member
    • Umræður: 5
    • Svör: 104

    eigum við ekki heldurað þakka fyrir allar þær framkvæmdir
    slóða eða vegagerð sem aðveldar okkur aðgengi að
    Hálendi landsins og hinum ýmsu náttúruperlum
    í staðin fyrir að tala um skemdarverk eða stöðva framkvæmdir með ólöglegum framkvæmdum
    kveðja siggi





    09.09.2008 at 20:55 #628856
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Ég tek undir það með Árna að ég vona að hann hafi rangt fyrir sér og Agnar og Róbert rétt fyrir sér í því að ásýnd fossins breytist ekki og að þarna sé verið að fara eins varlega og hægt er miðað við aðstæður. Það setur samt að manni ugg að bera saman myndirnar hér að ofan við þá fullyrðingu í skýrslunni að áhersla sé lögð á að endurbætur á núverandi vegslóða takmarkist að mestu við núverandi legu slóðans. Það sem sést á mynd 6 er allavega meiri hliðrun en svo að verið sé að jafn út einhverja hlykki. Það má vel vera að það sé einhver önnur skynsemisrök fyrir því að færa veginn þarna, en ég get ekki séð það í skýrslunni (hraðlas hana að vísu og á köflum renndi augum mjög lauslega yfir og því hugsanlegt að mér hafi missést um eitthvað). Ég reyndar velti fyrir mér hvort það hefði ekki verið æskilegast að leggja þennan nýja veg hreinlega fjarri þeim gamla og staðsetja hann þá þannig að hann sæist örugglega hvorki frá þjóðvegi og sem minnst frá gamla slóðanum. Það er hins vegar allt önnur spurning.
    Hins vegar sé ég hvergi í skýrslunni neitt mat á þessu atriði um hvort vegurinn komi til með að sjást frá þjóðveginum sem strik ofan við fossinn. Þetta er mikilvægasta atriðið í mínum huga og það sem ætti að vera aðal áhyggjuefnið. Ég skil þó Róbert svo að hann hafi velt þeirri spurningu fyrir sér og komist að ásættanlegri niðurstöðu og eins og ég segi vona ég að hann hafi rétt fyrir sér í því. Ég held samt að það sé full ástæða til að vera á varðbergi, enda væri það ekki í fyrsta sinn sem framkvæmdir hefðu í för með sér skaða sem auðveldlega hefði verið hægt að komast hjá. Maður sér t.d. oft jeppaför alveg upp á jökul þarna á sóbjörtum degi og þá erum við að tala um tvö hjólför en ekki 13-15 metra breiðan ofaníborinn veg. Þetta á væntanlega eftir að koma í ljós og ef áhyggjurnar eru ástæðulausar er það bara hið besta mál, en aftur á móti verra ef þær eiga við rök að styðjast. Meginmálið er að ásýnd fossins spillist ekki, annað í þessu er léttvægara.

    Burt séð frá þessu öllu hjó ég eftir svolítið skrýtnum fullyrðingum í skýrslunni. Í kafla 16.7 segir ‘Helstu áhrif fyrirhugaðra framkvæmda eru þau að slóðinn verður meira áberandi í landinu þegar búið er að breikka hann og laga til. Þar með breytist tilfinning fólks fyrir því að það sé að fara fáfarnar slóðir sem ekki eru á færi nema sérútbúinna bíla. Á móti kemur að svæðið opnast fyrir fleira fólki sem getur farið upp í hlíðar Eyjafjalla og notið þar ósnortins víðernis.’

    Þetta skiptir svosem ekki máli í þessu sambandi en er svolítið algeng rökleysa. Ég held að tæplega verði gamli slóðinn flokkaður með þeim hætti að hann sé meiri háttar torfær og þurfi sérútbúna bíla til að fara hann, líklega fær öllum jepplingum svo langt sem uppbyggingin á að ná, jafnvel fólksbílum ef varlega er farið. Ég set stórt spurningamerki við að búkolluvegur þarna sé til að auðvelda aðgengi minni bíla að svæðinu, enda kemur fram annars staðar að ofaníburðurinn verði grófur. En svipaðar röksemdafærslur heyrast oft um uppbyggingu vega. Einhvern tíman fyrir allnokkrum árum fór ég á litlum fólksbíl inn í Landmannalaugar og það var ekkert vandamál eftir að uppbyggða línuveginum sleppti. Þetta er svolítið eins og þarna sé verið að búa til réttlætingu.

    Kv – Skúli





    10.09.2008 at 16:48 #628858
    Profile photo of Róbert Marshall
    Róbert Marshall
    Member
    • Umræður: 0
    • Svör: 6

    Þeir eru svosem til sem réttlæta Hálslón með auknum túristastraumi að Kárahnjúkum. En það er hundalógík.
    Ég tel það algert grundvallaratriði í þeirri skipulagsvinnu sem unnin er uppá hvern dag af yfirvöldum að menn gaumgæfi hvern fermetra í landnýtingu.
    Svo geta menn deilt um það af hverju lagfæringar á vegaslóða eru ekki umhverfismatsskyldar o.s.frv.
    Það þarf að umhverfismeta breytingu á suðurlandsvegi í 2X2 en ekki ef menn breyta honum í 2×1 veg!
    Skaði á hrauni er alltaf skaði á hrauni hvort sem menn gera 7 metra slóð eða 15 metra. Mín niðurstaða var sú að þarna væri um ásættanlegustu fórnina að ræða miðað við þá námukosti sem til staðar voru og hægt er að skoða á umhverfismats-samantektinni sem ég setti í færslu hér ofanvið. En fórn er það, ég fer ekki í grafgötur með það og geri ekki lítið úr áhyggjum manna og fyrirvörum.
    Ég hef hins vegar verið sannfærður um að þegar þessum framkvæmdum er lokið verður gengið vel frá svæðinu og fossinn verður ekki fyrir hnjaski.
    Annars þakka ég góðar umræður hér. Sé ykkur á fjöllum.





    10.09.2008 at 21:33 #628860
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Ég vil þakka Agnari, Árna, Skúla, Róbert og fleirum málefnaleg skrif.
    Þetta er orðin nokkur saga, þessi slóði upp Hamragarðaheiðina.
    Þegar einhver ákvað að gamli slóðinn gæti nýst fyrir grjótflutninga af heiðinni, bara þyrfti smá vegabætur til að vörubílar gætu ekið slóðann. Stór bónus er því ekki þyrfti að fara með slíkt í umhverfismat, þótt slóðin er rétt hjá þekktum náttúruperlum.
    UST fór yfir málið og sagði að vegurinn motti ekki vera breiðari en 5m og vera í sínu upprunalega vegstoði. Vegagerðin fékk þessu breytt hjá skipulagsstofnum og mátti þá vegurinn vera allt að 7m breiður með útskotum og rétta mátti úr kröppustu begjunum. Síðan hefur mikið varn runnið til sjáfar og er vegurinn "slóðinn" orðin 12-15m breiður og beinn, enda þarf hann ekki lengur að vera í vegstæði gamla slóðans. Enn heitir þetta nú samt "endurbotur á slóða".
    Þetta er farið að minna töluvert á söguna góðu Naglasúpan.
    En eins og með góðar sögur, endaði Naglasúpan vel og vona ég að þessi saga endi einnig vel þó ekki er endinn fyrirsjáanlegur enn.
    Þetta ferli er ekki til eftirbreytni og vonandi sjá yfirmenn, þeirra stofnanna sem komu að þessu, að slíkur blekkingaleikur tekst bara einu sinni, eins og í Naglasúpunni.

    kveðja Dagur
    formaður umhverfisnefndar F4x4





    11.09.2008 at 09:02 #628862
    Profile photo of Árni Alfreðsson
    Árni Alfreðsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 280

    Tel mig vera með skástu lausnina á málinu úr því sem komið er að því tilskildu að ekki hafi verið ruðst lengra en niður í Efra Klifið (Mynd 4). Veit einhver núverandi stöðu? Þar yrði ekki farið gegnum hraunið heldur um svæði sem mun auðveldara er að lagfæra. Leiðin er ekki í baksviði Seljalandsfoss. Leið verktakans niður á Markarfljótsaura lengist ekki.

    Kv. Árni Alf.





    12.09.2008 at 12:49 #628864
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Vegagerðin á Hamragarðaheiðinni fór í umhverfismat, sem hluti af Bakkafjöruhöfn. Niðurstaða Skipulagsstofnunar frá 26 júní í sumar er [b:30mgc2vd][url=http://www.skipulag.is/focal/webguard.nsf/5ed2a07393fec5fa002569b300397c5a/761393cae8ff6c680025736a003bd288/$FILE/2008010110.pdf:30mgc2vd]hér[/url:30mgc2vd][/b:30mgc2vd].
    Þar er tilskilið að vegurinn fylgi eldri slóða og verði 7 m breiður með útskotum.

    Í kjölfarið er ákveðið að vegurinn skuli vera 14-15 metra breiður og liggja eitthversstaðar annarsstaðar. Sem sagt, niðurstaða umhverfismats var virt að vettugi. Þetta kann að vera löglegt því svo virðist sem sveitarfélögin þurfi ekki að gera neitt með það sem kemur út úr umhverfismatsferlinu. Gott dæmi um þetta er virkjun á Ölkelduhálsi (Bitruvirkjun), þar sem Ölfushreppur er staðráðinn að hafa umhverfismatið að engu og beitir Orkuveituna þrýstingi til að hún haldi áfram borunum á Ölkelduhálsi.

    -Einar





    12.09.2008 at 22:19 #628866
    Profile photo of Árni Alfreðsson
    Árni Alfreðsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 280

    Rétt svona til að upplýsa menn þá er ekki hugmyndin að loka námunni þegar framkvæmdinni Bakkafjöruhöfn verður lokið. Þörfin fyrir grjót er mikil á svæðinu t.d í viðhald og viðbætur varnargarða. Þetta verður því grjótnáma framtíðarinnar. Gular Búkollur í bakgrunni Seljalandsfoss er kannski bara það sem við eigum eftir að venjast.

    Kv. Árni Alf.





    12.09.2008 at 22:37 #628868
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    "Fögur er hlíðin" sagði einhver fyrir mörgum árum. Sá sem sagði þetta var reyndar að horfa í hina áttina, en látum það liggja milli hluta núna.

    Þegar maður kemur keyrandi í átt að Seljalandsfoss þá er hlíðin fögur, og ég vona að þessari ásýnd verði ekki spilt enn frekar.

    Mér þykir vanta aðeins í þessa umræðu, smávirkjun sem var byggð rétt fyrir innan Seljalandsfoss. Þar hafa menn sótt vatn í nálæga læki og skorið hlíðina ljótum svöðusárum sem líklega koma ekki til með að hverfa. Það má segja að vesturhlíðar Eyjafjalla séu að verða hálf subbulegar.

    Góðar stundir





    12.09.2008 at 23:08 #628870
    Profile photo of Árni Alfreðsson
    Árni Alfreðsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 280

    Alveg rétt, þetta sár sem Hlynur talar um hefur einmitt mikið verið til umræðu í sveitinni. Þarna er einnig gömul malarnáma í Fagrafellinu, lýti sem aldrei verður hægt að laga. Ég held að það skynsamlegasta sem hægt væri að gera væri að halda áfram með námuveginn þvert yfir Hamragarðheiðina (ofan við Efra Klifið), niður hálsinn norðan við Gljúfurána og niður milli námunnar og svöðusársins. Ekkert af þessu sést frá þjóðveginum og ekkert af þessu ber í Seljalandsfoss. Þarna er hvort eð er búið að valda óafturkræfum skemmdum. Námuvegurinn kemur þá niður á námkvæmlega sama stað og búið er að ákveða (við Kattarnefið) og þetta er ekki lengri leið fyrir verktakann.

    Kv. Árni Alf.

    PS Bendi einnig á grein í Mogganum í dag um þessi mál . Kannski einhver tölvutækur vippi henni hér inn.





    12.09.2008 at 23:59 #628872
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    [b:9v4f9y67]Suðurverk og Seljalandsfoss[/b:9v4f9y67]

    NÚ er hafin tröllaukin vegagerð í baksviði Seljalandsfoss á svonefndri Hamragarðaheiði. Neðsti hluti heiðarinnar og það sem málið snýst um er hraun sem "nýtur sér- stakrar verndar skv. náttúruverndarlögum" eins og segir í nýútkominni skýrslu Skipulagsstofnunar sem er einhvers konar blessun yfir framkvæmdir vegna Bakkafjöruhafnar.

    Íöllum skýrslum frá hinum ýmsu opinberu aðilum er talað um endurbætur eða uppbyggingu á gömlum vegslóða sem nú þegar liggur upp heiðina. Þau óhæfuverk sem núna er byrjað að vinna á heiðinni eiga ekkert skylt við endurbætur eða uppbyggingu vegslóða. Verktakinn hefur nú þegar byrjað, með eða án vitundar sveitarfélagsins og eftirlitsaðila, að leggja þráðbeina braut beint niður heiðina langt utan við umræddan vegslóða. Síðast þegar ég sá til var 50 tonna jarðýta nýbúin að ryðjast beint gegnum hraunið í Efra-Klifinu langt utan slóðans. Þaðan hefur verið merkt fyrir hinum tilvonandi tröllvaxna vegi, þráðbeint og stystu leið niður heiðina. Nokkur hundruð metra ofan við Seljalandsfoss tekur brautin blessunarlega loks beygju.

    Framkvæmdin er hvergi eins og henni er lýst í öllum þessum op inberu plöggum. Stóð eitthvað annað í útboðsgögnum verktaka? Hvergi í þessum skýrslum er heldur minnst einu orði á Seljalandsfoss hvað þá ásýnd hans svo ég viti. Það er einmitt það sem málið snýst um.

    Getur einhver bent mér á kort sem sýnir vegstæði hins nýja vegar? Sú lágkúra og laumupúkaháttur sem einkennir þetta mál gerir það vægast sagt tortryggilegt.

    Sveitarstjóri Eystra-Rangárþings segir í nýlegu viðtali að engar athugasemdir hafi komið fram við þessa framkvæmd og engar áhyggjur þurfi að hafa. Það er erfitt að gera athugasemdir við eitthvað sem enginn veit um. Hvernig getur uppbygging gamals hlykkjótts vegslóða orðið að fimmtán metra breiðu og beinu striki?

    Upphaflegu mistökin eru að velja vegstæði gegnum eina hraunið sem hægt er að finna á syðsta hluta landsins auk þess að vera baksvipur eins þekktasta foss landsmanna. Betri leið er enn í boði. Það alvarlegasta er hins vegar að verktakinn virðist hafa frjálsar hendur með að rústa þessu hrauni. Hver ber ábyrgð á þessu máli öllu? Hver er með eftirlitið? Af hverju er ekkert farið eftir því sem t.d. stendur í skýrslu Skipulagsstofnunar sem blekið er varla þornað á. Eru einhver tengsl milli Rang- árþings eystra og Suðurverks?

    Undir hvaða ráðherra fer svona mál? Það er skítalykt af þessu. Það virðist haft að leiðarljósi að verktakinn komist sem ódýrast frá framkvæmdinni og það með því að nauðga náttúrunni.

    Fimmtán metra breitt og beint sár í grónu hrauni sem ber beint í Seljalandsfoss er áhyggjuefni að mínu mati. Ég legg til að landslagsarkitektar skoði hvaða leið sé best að fara. Það er allt betra en að það sem fyrirhugað er og búið er að merkja fyrir. Þó ekki væri nema að fylgja gamla slóðanum eins og gert er ráð fyrir í öllum skýrslum. Seljalandsfoss á að njóta vafans. Annað væri þjóðinni til skammar.

    Árni Alfreðsson





    14.09.2008 at 00:55 #628874
    Profile photo of Jón Tryggvi Jónsson
    Jón Tryggvi Jónsson
    Member
    • Umræður: 1
    • Svör: 8

    Af hverju ekki að flytja alla Eyjamenn til Bakkafjöru.Myndi spara öllum Íslendingum stóran pening.Og við þyrftum ekki að sjá Sjeljalandsfoss verða fyrir skemdum.





    14.09.2008 at 01:02 #628876
    Profile photo of Jón Tryggvi Jónsson
    Jón Tryggvi Jónsson
    Member
    • Umræður: 1
    • Svör: 8

    Taka alla Vestfyrðina á Snæfellsnes eða norður á land og losna við öll jarðhöngin þar myndi spara marga miljarða VERNDUM LANDIÐ





  • Author
    Replies
Viewing 12 replies - 41 through 52 (of 52 total)
← 1 2 3

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.