Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Seljalandsfoss
This topic contains 52 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Tryggvi Jónsson 16 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.09.2008 at 18:41 #202871
Var að koma ofan af Hamragarðaheiði. Hvet fólk til að fara þangað um helgina og virða fyrir sér óhæfuverkin sem þar er nýbyrjað að vinna. Staldra fyrst við Markarfljótsbrúna og virða fyrir sér hvernig Seljalandsfoss kemur til með að líta út eftir að tröllvaxin vegur niður miðja hraunbrekkuna (Neðra Klifið) kemur til með að bera beint í Fossinn. Svo geta menn farið nokkra kílómetra inn heiðina að Efra Klifinu en svo nefnist þrengsti og einn fallegasti hluti hrauntungunnar. Þar stendur 90 tonna ýta frá Suðurverki sem hefur nýlokið við að svo til gereyðileggja Klifið. Vegurinn kemur augljóslega til með að verða dálítið breiður. Til hliðar við hann má sjá gamla slóðann eins og maur við hliðina á fíl.
Skv. þeim litlu gögnum sem ég hef komist yfir þá heitir þetta uppbygging á vegslóða og hefur þar með ekki þurft að fara í umhverfismat. Þetta er hins vegar ekki uppbygging vegslóða. Það er búið að stika fyrir hinum nýja vegi og hann liggur þráðbeint frá Efra Klifinu niður Neðra Klifið. Gamli vegslóðinn er ekkert þráðbeinn. Alvarlegast er þetta í Neðra Klifinu þar sem nýi vegurinn liggur ca. 100 m frá gamla slóðanum í miðju Klifinu. Vegna þess hve fara á beint niður Klifið þá verður skaðinn sem Seljalandsfoss ber miklu meiri. Hugsanlega er ekki einu sinni leyfi fyrir þessu. Ég hef reynt að ná tali af hinum ýmsum aðilum sem hafa með þetta að gera í allan dag en ég næ ekki í neinn og enginn svarar skilaboðum. Gerir málið tortryggilegt.
Best væri að hægja á framkvæmdum (þvælast fyrir ýtunni), helst stöðva þær, þangað til komið er á hreint að það sé leyfi fyrir því að eyðileggja ásýnd frægasta foss landsmanna. Það er nefnilega hægt að bjarga miklu með því að færa fyrirhugað vegstæði til.
Kv. Árni Alf.
P.S. Annars vitna ég í grein mína úr Moggannum frá í gær. Kannski einhver betri tölvumaður en ég geti komið henni hér inn á spjallið.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.09.2008 at 18:33 #628814
Eitt af markmiðum Ferðaklúbbsins 4×4 er náttúruvernd, sbr. þessa klausu sem tekin er af vef Umhverfisnefndar: "Annað markmið sem klúbburinn hefur sett sér er að gefa gott fordæmi um umgengni og verndun landsins með jákvæðri eftirbreytni og umræðu um náttúruvernd. Til að vinna að þessu markmiði var sett á fót umhverfisnefnd innan klúbbsins sem á undanförnum árum hefur staðið fyrir ýmsum náttúruverndarverkefnum."
Það vekur því furðu þegar ýmsir þeir sem hafa skrifað á þennan þráð ná ekki andanum af hneykslun yfir því að einhverjir, sem að þeirra mati ættu kannski best heima í samtökunum Saving Iceland, sem eru að ýmissa skoðun hreinræktuð hryðjuverkasamtök, skuli hafa skoðun á náttúruspjöllum. Og til að kóróna málflutning sinn krefjast þeir hinir sömu þess að málfrelsi þeirra sem láta sig náttúruna varða skuli heft sbr. eftirfarandi: "það er í lagi að tala um hultina á réttum forsendum EN þetta er ekki umhverfisvendurar sina kluppur" "og hætti þersu skít kasti strax" að maður minnist ekki á þessi orð: "Nu er nog komið af þessu helv…. bulli herna, það mætti halda að herna a þessari siðu 4×4 seu aðilar i Saving Iceland farnir að raða rikjum bölvaður OFVERNDARTONN og ofstæki."
Ég sé ekki annað en málflutningur þeirra sem rætt hafa með eftirsjá eftir ósnortinni Hamragarðaheiði sé hins vegar bara býsna hógvær og málefnalegur, enda er það í samræmi við það sem ég hélt vera eðli og tilgang klúbbsins sem ég gekk í fyrir nokkrum árum, alveg burtséð frá því að vitaskuld er umdeilanlegt hvort verið er að fórna minni hagsmunum fyrir meiri, eða öfugt, með þessari vegagerð í heiðinni.
Lifið svo heil
Þ
08.09.2008 at 18:37 #628816Heyrðu Arni þu byrjar þennan þrað með latum
og talar nanast um hryðjuverk en svo er þetta
að þvi er virðist bara i þinum hugarheimi þegar aðrir sja ekki það sem þu serð en og aftur segi eg
og eg tala ekki bara fyrir mig, þetta er bara allt i fina lagi, það er fullt af mönnum sem hlæja ut i eitt
yfir þessum þræði og skilja ekki hvað ykkur gengur til, svonaer Island og hefur alltaf verið
allavega heyri eg ekki að menn seu neitt osattir við
linuvegina okkar viða um halendið
kveðja Helgi
08.09.2008 at 21:27 #628818Vinnsamlega gættu að orðalagi þínu á vefnum.
Eins og þú veist hefur klúbburinn starfað í áraraðir að bættri náttúruvernd og verið leiðandi í mörgum góðum málum er varða náttúruvernd. Það er ekki rétt að vera með svona ummæli, það líka er markmið klúbbsins að verja náttúru Íslands og hafa hana eins ósnortna og hægt er.
Það er ein að forsendum frjálsra ferðamennsku.Kveja
Sveinbjörn Halldórsson
formaður Ferðaklúbbsins 4×4
08.09.2008 at 21:29 #628820Umhverfisnefnd var stofnuð í klúbbnum til að beina sjónum fólks á umhverfisvernd, að vera til fyrirmyndar í umgegni við náttúruna og að standa vörð um ferðafrelsið.
Ferðafrelsið er ekki sjálfgefið og eru margir sem vildu loka hálendinu fyrir jéppum eins og okkar.
Ef ekki hefði verið lögð áhersla á umhverfisvernd þá tel ég ólíklegt að við hefðum það ferðafrelsi sem við höfum í dag.
Því þeir sem ganga ílla um og taka ekki til eftir sig, eru ekki lengi að koma sér út úr húsi.
Ef félagsmenn vilja breyta þessari áherslu klúbbsins þá geta þeir mætt á fundi og talað fyrir því.
Sumum finns það hlægilegt hvernig umhverfisnefndin er að beina sjónum fólks að umhverfisskemdum eftir framkvæmdir opimberra aðila, en það eru oftast opinberir aðilar sem benda á hjólfarið í sandinum og hverjum er þá kennt um?
Það hefur verið tilhneiging hjá nokkrum aðilum að beina sjónum almennings á þessa "umhverfissóða" jéppamenn, til að beina athyglinni frá þeim sjálfum
Ég bið félagsmenn að hugsa aðeins lengra áður en skrifa hér á vefinn.
kveðja Dagur umhverfisnefnd
08.09.2008 at 22:03 #628822Aðeins að anda núna……
Klúbburinn hefur ekki tekið afstöðu í stóriðjumálum s.s. Kárahnjúkar og Hellisheiðarvirkjun.
Gæti verið fróðlegt að grafa upp þræðina um Kárahnjúka. Legg til að pólitíkin verið lögð til hliðar hér nóg er af henni annarsstaðar.
Kveðja Lella
08.09.2008 at 22:42 #628824Spaugstofan náði einna best að lýsa nátturuverndar snobbi/ofstæki hérna fyrir tíu árum eða svo þegar þeir létu einhverja tvo kalla, sem voru á veiðum að mig minnir, fara úr skónum áður en þeir gengu til fjalla.
08.09.2008 at 23:02 #628826Það er hápólitiskt mál hvort jeppamenn hafi frelsi til að aka hvar sem er á snjó og frosinni jörð og á hvaða vegum og slóðum sé leyfilegt að ferðast. Enda snýst vinnan við að vernda þetta frelsi yfirleitt um það að hafa áhrif á pólitískt kjörna fulltrúa á Alþingi eða sveitarstjórnum. Á nákvæmlega sama hátt er það pólítískt mál hvort tiltekin svæði á hálendinu séu nýtt til ferðamennsku eða orkuöflunar eða undir samgöngumannvirki svo dæmi sé tekið. Allt er þetta pólítísk mál sem okkur varðar um. Félagsfundur í 4×4 ályktaði samhljóða gegn hugmyndum um uppbyggða hraðbraut yfir Kjöl, rétt eins og Ferðafélag Íslands, Samtök ferðaþjónustunnar og Útivist. Klúbburinn er því stöðugt að taka afstöðu í margvíslegum pólitískum málum. Svo ekki sé nú minnst á skattlagningu eldsneytisverð, fátt jafn pólitískt og skattamál. Hann hins vegar tekur ekki afstöðu út frá flokkspólitík, enda er það allt önnur Ella og klárt mál að sá fúli pyttur myndi litlu skila að viti.
Þetta mál hér er kannski á sama hátt pólitískt eins og svo margt annað en varla stórpólitískt. Hér eru menn einfaldlega að hafa áhyggjur af því að þess sé ekki nægjanlega gætt að lágmarka það rask sem þessi framkvæmd hefur í för með sér. Ég sé allavega engan halda fram þeirri skoðun að þessi námuvinnsla og vegagerðin sem slík eigi ekki rétt á sér, heldur þurfi að vera tryggt að þetta sé framkvæmt með þeim hætti að ásýnd Seljalandsfoss spillist ekki og ummerki á heiðinni séu sem minnst. Semsagt að framkvæmdin sé í samræmi við úrskurð UST. Það er nú allt ofstækið sem ég sé hér.
Kv – Skúli
08.09.2008 at 23:53 #628828Eg hef ekki verið með neinn kjaft ennþa og eg veit
að hverju klubburinn vinnur, og mer finnst þessi
umræða komin ut fyrir það svið og eins og eg sagði
fyrst þa hljomar þetta meira eins og öfgafull natturuverndarsamtök, eg hef ekkert a moti nattur-
uvernd en eg þoli ekki þessa OFSTÆKISOFVERND.
Það þarf að gera vegi og annað og meira að segja virkjanir en það þarf lika að vanda valið a þeim staðsetningum en ekki bara stoppa einsog svo margir vilja, her i byrjun þessa þraðar stukku menn upp a nef ser og töluðu um hryllilegar framk-
væmdir sem þyrfti að stoppa strax.
OK en semsagt eg tel það ekki hlutverk klubbsins
að standa i þvi heldur að standa gegn utanvega-
akstri og kynningu a þeim aroðri.
kveðja Helgi
09.09.2008 at 08:38 #628830Menn rísa alltaf upp og mótmæla eftir á.
Samkvæmt því sem sveitastjórinn þarna segir eru öll leyfi til staðar fyrir þessum gjörningi og þá þíðir lítið að rísa upp á afturlappirnar og heimta að framkvæmdir verði stöðvaðar, þetta hlýtur að fara í eitthvað ferli þar sem hægt er að mótmæla áður en leyfi eru gefin og framkvæmdir hafnar.
Hvað er að gerast á Hellisheiði ? Er mengunin svo mikil að gróður drepst ?
Kveðja Lella
09.09.2008 at 09:30 #628832Lella akkurat það sem eg gleymdi að setja inn i gær
ps
Skuli lestu betur það var haft a orði að sækja ætti grjotið til eyja eða bara blasa þetta af, svo les maður a milli lina lika.
kveja Helgi
09.09.2008 at 11:15 #628834Framkvæmdin sem aullýst var hét "uppbygging á vegslóða".
Þessi framkvomd sem við sjáum á myndunum er nýr vegur og fylgir framkvæmdin ekki áliti umhverfisstofnunar:
– Umsögn UST: "Umhverfisstofnun telur að leggja eigi áherslu á að námuvegurinn verði ekki efnismeiri en nauðsyn krefur. Hann ætti helst ekki að vera breiðari en 5 metrar og ekki ætti að bera meira í veginn en burður og greiðfærni krefjast, þó mætti breikka veginn þar sem rétta þarf úr kröppustu beygjum. SVAR: Eins og kemur fram í kafla 10.2.3 í frummatsskýrslu er ráðgert er að nota s.k. búkollur til efnisflutninga. Heildarbreidd slíkra tækja er um 5 m. Til að tryggja umferðaröryggi við efnisflutningana þarf vegurinn að vera nokkru breiðari og er talið að til þess þurfi hann að vera allt að 7 m breiður. Auk þess þarf útskot með reglulegu millibili svo flutningatæki geti mæst. Þess verður þó gætt að bera ekki meira í veginn en burður og greiðfærni krefjast."
– Í kafla 16 er fjallað stuttlega um hvernig vegslóði mun hafa óafturkræf áhrif á landslag en ekki eytt miklum orðum í það frekar. Niðurlagið er að um endurbætur á vegi sé að ræða þar sem núverandi slóða verði fylgt að mestu."
Framkvomdaleifi sveitarfélaga verður að fylgja umsögn UST.
Semsagt það er ekki farið að leikreglum og því bregst fólk svona við.
kveðja Dagur umhverfisnefnd
09.09.2008 at 11:52 #628836Gott fólk,
Umræðan um þessa framkvæmd er svolítið ofsafengin eins og gjarnan verður um umhverfismál. Ég sit í stýrihópi um Landeyjahöfn og þekki því nokkuð vel til. Ég hvet ykkur til að lesa umhverfismatið sem er hér á þessari slóð:
http://www.vegagerdin.is/framkvaemdir-o … la/nr/1709Vegslóðin upp að námunni verður það eina sem sést af þessari framkvæmd frá þjóðveginum, og þá þarf maður góða sjón eins ljósmynd hér á þessum þræði sannar. Frá fossstæðinu sjálfu sjást engin merki um framkvæmdirnar á heiðinni. Veglínunni er aðeins breytt til þess að gera hana betri fyrir flutninganna. Það var gert í samráði við fornleifavernd og umhverfisstofnun. Vegurinn verður 13-15 metra breiður en svo mjókkaður aftur eftir að framkvæmdum lýkur og sáð í beggja vegna.
Áin verður þveruð ofar í heiðinni og á þeim 2-3 dögum sem þær framkvæmdir standa verður einhver moldarlitur á henni. Sem svo hverfur aftur.
Ég hef spurt allra þeirra spurninga sem mér hefur dottið í hug í þessu ferli til þess að tryggja að fossinn verði ekki skemmdur á nokkurn hátt. Það hefur algerlega verið farið að öllum lögum um skipulag og umhverfismat og fullyrðingar um annað eru einfaldlega rangar.
Áhyggjur manna af þessu eru hins vegar mjög skiljanlegar enda Seljalandsfoss meðal helstu náttúrgersema suðurlands og ber að umgangast af mikilli varúð.
Ég teldi hins vegar kröftum okkar betur varið í að tryggja að ekkert verði af hugmyndum um Bjallavirkjun. Þar þurfa menn að vera vel á verði og nýta alla fyrirvara. Það er alltof oft sem maður verður var við það að allir kærufrestir eru liðnir, að búið er að fullnægja öllum formsatriðum, þá kemur fólk fram og mótmælir. En þá er það orðið of seint.
Góðar kveðjur,
Róbert Marshall
09.09.2008 at 12:04 #628838Ég hef verið að skoða skýrslu skipiulagsstofnunar og fleiri gögn sem fylgja þessar aðgerð. Það kemur mér á óvart að ekki skuli neinn aðili innan ferðaþjónustunar vera umsagnaraðili. Þetta er lögleg leið sem var farinn en þar sem fossinn er perla fyrir ferðamenn þá hefði ferðaþjónustan mátt fá að veita umsögn um þessa skemmdastarfsemi sem er nú hafinn við seljalandsfoss
09.09.2008 at 13:04 #628840
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll
Nú langar mig að vita eitt þar sem þú ert í þessum vinnuhópi um Bakkafjöru.Hvað er búið að rannsaka hafnarstæðið vel og hvernig fór sú vinna fram?þarna er oft ansi mikill sjógangur og grunnbrot sem ná ef ég man rétt eina 300 metra út frá strönd samanber þegar Lóðsinn fór í skoðunarferð uppað fyrirhuguðu hafnarstæði og munaði ekki miklu að hann færist þar,ekki var slæmt í sjóinn þá hvernig verður það þá þegar veðrin eru vond??Svo hef ég heyrt að nýja ferjan verði grunnbyggð svo hún taki ekki niðri á sandrifjum eða grynningum í innsiglingunni og hafi jafnvel ekki hafffærnis skirteini til að sigla til Þorlákshafnar vegna þess ef bræla er ef ekki væri hægt að sigla inní Bakkahöfn?? er þetta rétt??Er búið að reikna kostnaðin við að dæla sandi úr innsiglunni sem er alltaf á hreyfingu og þarf jafnvel skip sem dælir alla daga? Hver er svo ávinningurinn með þessu þegar upp er staðið?Mikil spjöll á náttúru sem er ekki afturkræf.Hefði ekki verið ódýrara að fá aðeins srærri Herjólf sem gengi á milli á 2 tímum.
09.09.2008 at 13:09 #628842Ég vil bara þakka Róbert fyrir fróðlega og góða innkomu á spjallið.
Góðar stundir
09.09.2008 at 13:24 #628844Sæll Róbert og takk fyrir innleggið.
Ég kannaði öll þessi skjöl hjá vegagerðinni sem þú bentir á og leitaði eftir 1 orði "seljalandfoss"
Niðurstaðan er svolítið merkilegt því leitarvélin í Acrobat fann ekki eitt tilvik þar sem orðið "Seljarlandsfoss" kemur fyrir.
Út frá þessu hafa engar athuganir eða rannsóknir verið gerðar um árhif framkvæmdanna á fossinn, eða að þær eru ekki teknar með í matið.
Einnig er athyglisvert þegar hæðarlínur eru skoðaðar þá er umræddur "slóði" Vegur að námum og námurnar sjálfar á vatnasvæði Seljalandsár og fer þá afrennsli, úr námum og vegna rasks við veginn, allt í Fossinn.
Allar fullyrðingar um áhrif framkvæmdana á fossinn verður því að taka með varúð.kveðja Dagur Formaður umhverfisnefndar F4x4
Ég vil taka það fram að orðið seljalandfoss kemur fyrir í myndum en ekki texta.
09.09.2008 at 13:38 #628846Allar upplýsingar um Landeyjahöfn og framkvæmdirnar þar er að finna á slóðinni sem ég setti í síðasta innlegg. Þar er jafnframt linkur á síðu samgönguráðuneytis um Landeyjahöfn.
Þarna eru birtar niðurstöður sjólagsrannsókna innlendra sem erlendra sérfræðinga. Fjallað um dýpkunarframkvæmdir sem nauðsynlegar verða fyrstu 5-6 árin eftir að starfsemi við höfnina hefst. Um djúpristu ferjunnar, mögulegar frátafir, nýtingu Þorlákshafnar sem varahafnar. Það myndi æra óstöðugan að ég færi að þylja uppúr mér slíkum upplýsingum hér.
Mér finnst bara mikilvægt að því sé haldið til haga að þarna er ekki verið að vinna skemmdarverk og þarna er ekki um ólögmætar framkvæmdir að ræða. Það er slíkur málflutningur sem eyðileggur málstað þeirra sem er annt um landið okkar og vilja geta notið þess sem mest og best.
Við erum t.d. flest sammála um að halda landinu öllu í byggð. Til þess þarf öflugar samgöngur. Þá þarf betri vegi, styttri vegalengdir, nýjar hafnir, lengri flugbrautir. Allt kallar þetta á nýtingu lands með einum eða öðrum hætti. Þetta er ekki bara svart og hvítt. Það er eins og það sé búið að skipta umræðunni uppí að vera annaðhvort fylgjandi eða andvígur náttúrunni. Ég er t.d. fylgjandi gerð vegar um Gjábakka, hann eykur umferðaröryggi og styttir vegalengdir fyrir íbúa og t.d. skólabörn í Bláskógabyggð. Ég er algerlega mótfallinn Bjallavirkjun og Urriðafossvirkjun í Þjórsá og hef efasemdir um tvær næstu ætluðu virkjanir þar fyrir ofan. Tel þá efstu koma til greina. Ég tel álver í Helguvík óþarft en er fylgjandi því á Bakka fyrir norðan.
Það er vel hægt að móta sér ígrundaða skoðun á hverri framkvæmd fyrir sig og ofureinföldun að vera annaðhvort andvígur öllum framkvæmdum eða fylgjandi öllum.
09.09.2008 at 14:42 #628848
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Takk fyrir skjót og greinargóð svör.
Kveðja :: Matti
09.09.2008 at 15:31 #628850Góðan dag,
Enn og aftur þróast umræðan á þessu spjalli út og suður enda það kannski eðli og helsti kostur vefspjalls hversu opin hún er. Upphrópanir um framkvæmdastöðvun, hryðjuverk, Saving Iceland, tvær fylkingar umhverfissinna með og á móti, almenn uppbygging á samgöngum, virkjanir osfrv eru auðvitað út úr kú og koma þessu máli í raun ekkert við. Ég beið bara eftir því að einhverjir nefndu fóstureyðingar og réttindi kvenna til að kjósa og ég hef ekki séð neinn dýravin pósta hérna inn á spjallið 😉 Eigum við ekki að einbeita okkur að umræðuefninu, þe vegagerðinni á heiðinni.
Ég renndi þarna framhjá um helgina á leið inn í Mörk og eftir að hafa skoðað þetta aðeins þá get ég ekki í raun séð afskaplega mikið að þessari vegagerð fyrir svona mikinn veg, það er fullkomlega eðlilegt að veginum sé ekki fylgt að fullu þegar um er að ræða svo mikið mannvirki, kröppum beygjum sé útrýmt með beinum köflum og reynt sé að hanna veglínuna á sem hagkvæmastan hátt fyrir allan þennan akstur. Þetta er það mikið mannvirki að það væri bara heimskulegt að fara að fylgja veglínunni.
Ég er einnig ósammála því að þetta muni hafa mikil eða truflandi sjónræn áhrif á Seljalandsfoss neðan frá sléttlendinu, hvort sem vegurinn verður sjáanlegur eða ekki, ég held að rómantíkin sú arna yfir ástkærum heimahögum Árna hafi yfirbugað hann þarna
Ég verð þó að taka undir spurninguna af hverju þessi vegur fór ekki í umhverfismat ? Ef það er rétt að gert hafi verið ráð fyrir í matsgerð og síðan kynnt uppbygging á núverandi slóða með 5-7 metra breiðum vegi þar sem fylgt yrði veglínu að mestu þá er skiljanlegt að menn reki í rogastans þegar staðreyndin reynist svo vera nýr 13-15 metra breiður vegur sem fer stystu leið niður af heiðinni yfir hraun og gegnum holt. Ég hef ekki ennþá séð neitt í þeim gögnum sem bent hefur verið á sem gefa til kynna slíkar framkvæmdir eða hvað fylgir þeim.
Einhver sagði hér ofar að menn risu alltaf upp eftir á og mótmæltu en það er erfitt ef staðreyndirnar liggja ekki fyrir, almenningur hefur rétt á því að vita þessa hluti fyrirfram og hafa skoðun á þeim áður en framkvæmt er. Grun um lélega stjórnsýslu er eitthvað sem við ættum ekki að vera hrædd við að benda á og það er fullkomlega eðlilegt að spyrja spurninga ef við teljum okkur verða var við slíkt.
Ef þetta er allt saman "rangur misskilningur" þá væri fínt að fá það fram hér svo allir viti.
bestu kveðjur
Agnar
ps. ég hef ekkert á móti höfn í Bakkafjöru
09.09.2008 at 18:50 #628852Fyrir tæpum fimm árum skrifaði ég grein í Moggann Hraðbraut inn á Þórsmörk. Sú grein vakti athygli og umtal rétt eins og nú á sér stað. Málsatvik voru þau að hafin var gerð uppbyggðs vegar inn á Þórsmörk. Þegar ég frétti af því var verkið löngu hafið og öll tilskilin leyfi fyrir hendi. Þetta fór allt afskaplega leynt eins og Vegagerðinni er vant. Hinn nýi vegur hefur hins vegar ekki farið tommu lengra eftir að greinin var birt. Samt eru til peningar í potti í framkvæmdina.
Ég er nú ekki svo óraunsær að halda að ég stöðvi framkvæmdina Bakkafjöruhöfn enda það alls ekki ætlunin. Það er hins vegar alveg þess virði að vekja athygli á þessu máli öllu. Þarna fer saman hin alræmdi laumupúkaháttur og hraðamet í afgreiðslu hinna ýmsu stofnana.
Mergur málsins er hins vegar hvernig staðið er að veglagningunni á heiðinni. Þar er augljóslega ekki farið að settum reglum. Það er allt til þess vinnandi að fá vinnubrögðum og veglagningunni breytt. Mér finnst það mjög athyglisverðar upplýsingar að vegurinn eigi að verða 13 -15m breiður. Hvernig afmá menn svo ýtusár í hrauni? Með því að bera á?
Svo eiga menn inni skýringar á af hverju svo mikið beri í milli þess sem raunverulega er gerast á heiðinni og því sem fram kemur t.d. í skýrlsu Skipulagsstofununar. Það er eitthvað mikið bogið við þetta mál. Kallar þetta ekki á að stöðva framkvæmdir og málið sé skoðað nánar?
Kv. Árni sem ekki sér skóginn fyrir trjánum og vonast til að hafa rangt fyrir sér.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.