Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Seljalandsfoss
This topic contains 52 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Tryggvi Jónsson 16 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.09.2008 at 18:41 #202871
Var að koma ofan af Hamragarðaheiði. Hvet fólk til að fara þangað um helgina og virða fyrir sér óhæfuverkin sem þar er nýbyrjað að vinna. Staldra fyrst við Markarfljótsbrúna og virða fyrir sér hvernig Seljalandsfoss kemur til með að líta út eftir að tröllvaxin vegur niður miðja hraunbrekkuna (Neðra Klifið) kemur til með að bera beint í Fossinn. Svo geta menn farið nokkra kílómetra inn heiðina að Efra Klifinu en svo nefnist þrengsti og einn fallegasti hluti hrauntungunnar. Þar stendur 90 tonna ýta frá Suðurverki sem hefur nýlokið við að svo til gereyðileggja Klifið. Vegurinn kemur augljóslega til með að verða dálítið breiður. Til hliðar við hann má sjá gamla slóðann eins og maur við hliðina á fíl.
Skv. þeim litlu gögnum sem ég hef komist yfir þá heitir þetta uppbygging á vegslóða og hefur þar með ekki þurft að fara í umhverfismat. Þetta er hins vegar ekki uppbygging vegslóða. Það er búið að stika fyrir hinum nýja vegi og hann liggur þráðbeint frá Efra Klifinu niður Neðra Klifið. Gamli vegslóðinn er ekkert þráðbeinn. Alvarlegast er þetta í Neðra Klifinu þar sem nýi vegurinn liggur ca. 100 m frá gamla slóðanum í miðju Klifinu. Vegna þess hve fara á beint niður Klifið þá verður skaðinn sem Seljalandsfoss ber miklu meiri. Hugsanlega er ekki einu sinni leyfi fyrir þessu. Ég hef reynt að ná tali af hinum ýmsum aðilum sem hafa með þetta að gera í allan dag en ég næ ekki í neinn og enginn svarar skilaboðum. Gerir málið tortryggilegt.
Best væri að hægja á framkvæmdum (þvælast fyrir ýtunni), helst stöðva þær, þangað til komið er á hreint að það sé leyfi fyrir því að eyðileggja ásýnd frægasta foss landsmanna. Það er nefnilega hægt að bjarga miklu með því að færa fyrirhugað vegstæði til.
Kv. Árni Alf.
P.S. Annars vitna ég í grein mína úr Moggannum frá í gær. Kannski einhver betri tölvumaður en ég geti komið henni hér inn á spjallið.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.09.2008 at 20:46 #628774
[url=http://www.mbl.is/mm/mogginn/blad_dagsins/bl_grein.html?grein_id=1239913:2im73yxw][b:2im73yxw]Hér[/b:2im73yxw][/url:2im73yxw] er greinin.
Þetta eru skuggalegar lýsingar og gott að það er vakin athygli á þessu. Manni finnst alltaf jafn furðulegt að svona framkvæmdir rúlli í gang eins og ekkert sé sjálfsagðara á sama tíma og það er stórmál ef eitt eða tvö hjólför sjást í foksandi. Og með því er ég ekki að mæla utanvegaakstri bót.
Meira af umbyltingu náttúrunnar, í fréttum áðan var sagt frá áformum Landsvirkjunar um Bjallavirkjun og Tungnaárlón meðfram endilöngum Snjóöldufjallgarði sem yrði sjötta stærsta vatn landsins. Þetta yrði annars vegar í jaðri Friðlands að Fjallabaki og hins vegar í jaðri Vatnajökulsþjóðgarðs en lónsstæðið sjálft á svæði sem er á náttúruminjaskrá. Hófsvað yrði líklega aðeins söguleg heimild, spurning hvort Botnlangalón hyrfi ekki einnig af yfirborði jarðar.
Merkilegt að ekkert er að finna um hvoruga þessa framkvæmd á vef umhverfisstofnunar eða umhverfisráðuneytisins, sérstaklega í ljósi þess að framkvæmdin á Hamragarðaheiði er komin á fullan skrið.
Kv – Skúli
04.09.2008 at 21:22 #628776Seljarladsfoss og umhverfi hanns er einn fegurstistaður á landinu og skiptir engu á hvaða tíma maður kemur að fossinum, alltaf er fólk aðskoða fossinn og umhverfi hanns.
Bakkahöfn verður byggð á sandi og þar mjög mikið stórgrýti til að byggja höfnina og mun það stórgrýti sökkva í sandinn, enda 2-300 metrar niður á fast berg.
Ég veit ekki hvað mörg hundruð þúsundtonn þarf í höfnina, en verktakinn ætlar að nota risatrukka (Búkollur) sem eru 3-4 metrar á breidd og þarf því vegur fyrir slík tæki að vera minnst 10m breiður til að hægt verði að mætast á slíkum trukkum.
Þetta er klárlega meirháttar framkvæmd sem þarf að fara í umhverfismat.
Að stórskaða umhverfi Seljarlandsfoss er alls ekki ásættanlegt.
Bregðast þarf hratt við og koma í veg fyrir varanlegan skaða.kveðja Dagur
04.09.2008 at 23:27 #628778Umhverfismatið er hægt að nálgast hér http://www.skipulag.is/focal/webguard.n … 7nezz.html
Sveitafélagið gaf út frammkvæmdaleyfi og þeirrra hlutverk er að fylgja því eftir að framkvæmdir stangist ekki á við það, sem kemur fram í umhverfismatinu. Síðan er bara spurning hvernig hægt er að "túlka" umhverfismatið.
Kveðja.
Jóhann.
05.09.2008 at 00:24 #628780Ég las í fljótheitum þetta umhverfismat.
Fyrst má nefna
[url=http://www.skipulag.is/focal/webguard.nsf/5ed2a07393fec5fa002569b300397c5a/761393cae8ff6c680025736a003bd288/$FILE/Grodur_fuglar_NI.pdf:36ayva15][b:36ayva15]Bakkafjöruvegur [/b:36ayva15][/url:36ayva15]
Gróðurfar og fuglalífGuðmundur Guðjónsson, Kristbjörn Egilsson og
Kristinn Haukur Skarphéðinsson
Unnið fyrir Vegagerðina
NÍ-07009 Reykjavík, desember 2007Vegagerðin biður um þessar athuganir:
"Gróður. Vegagerðin óskaði eftir að skoðaðar yrðu með tilliti til gróðurfars og fuglalífs fjórar hugsanlegar leiðir milli Bakkafjöruhafnar og Hringvegar 1.
Auk rannsókna á fyrrnefndum veglínum óskaði Vegagerðin einnig eftir úttekt á gróðri og fuglalífi við fyrirhugaða efnisnámu á Kattarhrygg á Seljalandsheiði."
Einnig er sérstaklega tekið fram að Vegagerðin óskaði ekki eftir þessu:
"Ekki var óskað eftir náttúrufarsúttekt vegna framkvæmda við fyrirhugaðan veg nr. 249 að námunni við Kattarhrygg á Seljalandsheiði."
Svo má nefna þessa skýrslu:
[url=http://www.skipulag.is/focal/webguard.nsf/5ed2a07393fec5fa002569b300397c5a/761393cae8ff6c680025736a003bd288/$FILE/Fornleifar%20Hamragar%C3%B0ar.pdf:36ayva15][b:36ayva15]Fornleifaskráning[/b:36ayva15][/url:36ayva15]
Vegna mats á umhverfisáhrifum vegna vegabóta á slóða upp að námu á HamragarðaheiðiGuðlaug Vilborgardóttir og Margrét Hrönn Hallmundardóttir
Novemver 2007Í þessari skýrslu eru teknar saman þær fornleifar sem liggja við gömlu slóðina, en ekki við þennan nýja veg sem liggu stundum 100M frá gömlu slóðinni.
Þetta umhverfismat tekur ekki á þessum nýja vegi, en þessi nýji vegur er meiriháttar framkvæmd í tiltölulega ósnortnu umhverfi og þarf því sérstakt umhverfismat.
Ekki fann ég fleiri matskýrslur sem fjölluðu um vegin upp á Seljalandsheiði, Hamragarðaheiði, eða grjótnámið þar.
Þetta eru því ólöglegar framkvæmdir. framkvæmdar á fölskum forsemdum "vegna vegabóta á slóða" og ber því að stöðva þessar framkvæmdir.
kveðja Dagur umhverfisnefnd.
05.09.2008 at 00:37 #628782Þessi álit Skipulagsstofnunar er gefið út þann 26 júní s.l. Skýrslan virðist unnin með miklum hraði enda að finna villur og misræmi í henni. Í niðurstöðu skýrslunnar má lesa að helstu neikvæðu áhrif framkvæmdarinnar séu neikvæð áhrif á fuglalíf í Landeyjum. Ég er svo sem ekki að gera lítið úr því.
Í skýrslunni kemur reyndar fram að " vegslóði að námusvæðinu verði meira áberandi í landslaginu þegar búið verði að breikka hann og laga hann til".
Svo mörg voru þau orð.
Hvergi er minnst á Seljalandsfoss.
Ég get hvergi fundið neitt beint frá umhversfisstofnun en þeir eru eingöngu umsagnaraðili.
Hér er því ekki um eiginlegt umhverfismat að ræða skv. mínum skilningi. En það er reyndar ekkert að marka, ég skil ekkert í þessu skriffinnskubákni öllu.
Kv. Árni Alf.
05.09.2008 at 00:38 #628784góða kvöldið
[url=http://www.skipulag.is/focal/webguard.nsf/5ed2a07393fec5fa002569b300397c5a/761393cae8ff6c680025736a003bd288/$FILE/080526_Bakkafjara_matsskyrsla.pdf:3anb5b3z][b:3anb5b3z]Hér[/b:3anb5b3z][/url:3anb5b3z] er matsskýrslan í heild sinni. Í kafla 10 er talað um efnistökuna og minnst stuttlega á uppbyggingu vegarins niður heiðina.
– Orðrétt "Reiknað er með uppbyggingu núverandi vegslóða að efnistökunámu við Kattarhrygg (mynd 10.5). Slóðinn er um 10 km langur og gert er ráð fyrir að gera þurfi hann allt að 7 m breiðan með útskotum með reglulegu millibili og að bæta þurfi um 50 cm af grófri möl ofan á slóðann. Áætluð efnisþörf í veginn er allt að 50 þús. m3 og verður það aðallega tekið úr námu C en að einhverju leyti úr námu B. Talsverður langhalli er niður af Hamragarðaheiðinni þar sem slóðinn liggur og við lagfæringar á honum gæti þurft að hliðra til legu hans til að minnka hallann. Reiknað er með að notaðar verði búkollur með burðargetu um 35 m3 við efnisflutninga. Heildarmagnið sem flutt verður niður eftir er allt að 500.000 m3. Fjöldi ferða fram og til baka er því 30.000 – 40.000 háð stærð þeirra flutningatækja sem verktaki velur."
– Umsögn UST: "Umhverfisstofnun telur að leggja eigi áherslu á að námuvegurinn verði ekki efnismeiri en nauðsyn krefur. Hann ætti helst ekki að vera breiðari en 5 metrar og ekki ætti að bera meira í veginn en burður og greiðfærni krefjast, þó mætti breikka veginn þar sem rétta þarf úr kröppustu beygjum. SVAR: Eins og kemur fram í kafla 10.2.3 í frummatsskýrslu er ráðgert er að nota s.k. búkollur til efnisflutninga. Heildarbreidd slíkra tækja er um 5 m. Til að tryggja umferðaröryggi við efnisflutningana þarf vegurinn að vera nokkru breiðari og er talið að til þess þurfi hann að vera allt að 7 m breiður. Auk þess þarf útskot með reglulegu millibili svo flutningatæki geti mæst. Þess verður þó gætt að bera ekki meira í veginn en burður og greiðfærni krefjast."
– Í kafla 16 er fjallað stuttlega um hvernig vegslóði mun hafa óafturkræf áhrif á landslag en ekki eytt miklum orðum í það frekar. Niðurlagið er að um endurbætur á vegi sé að ræða þar sem núverandi slóða verði fylgt að mestu.
kveðja
Agnar
ps. ég er að fara inneftir á morgun og ætla að kíkja á þetta, tek kannski einhverjar myndir í leiðinni.
05.09.2008 at 00:53 #628786Ég er á því að eðlilegast sé að stöðva framkvæmdir meðan botn fæst í það hvort það sé leyfi fyrir þessu eins og þetta lítur út. Það hlýtur að vera eðlileg og sanngjörn krafa.
Ég heyrði þá kjaftasögu að Suðurverk væri bæði hönnunaraðilinn og eftirlitsaðilinn í verkinu þarna á heiðinni. Það er bara kjaftasaga en mér finnst eðlilegt að ráðamenn stöðvi framkvæmdir og menn setjist í rólegheitum niður og finni skástu leiðina út úr þessu. Ef verkið heldur áfram þá erum við að tala um verulega breytta ásýnd Seljalandsfoss eftir nokkra daga, jafnvel fyrr.Kv. Árni Alf.
05.09.2008 at 03:08 #628788Erum við ekki að verða búin að virkja nóg??? Hvernig væri að taka þessa "FYRIRMENN" landsins með í ferðir og sýna þrim landið okkar???? Vita þeir eitthvað um fegurð þess?? Ég er meira en til í að sýna þeim það..!!!!
05.09.2008 at 08:11 #628790
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég held þeir ættu frekar að taka grjótið úr Eyjum nóg er til af því þar,og svo flytja það með prömmum uppí sand það á varla að vera svo mikið mál þar sem þetta á að vera svo gott hafnarsvæði.Skil ekki hvernig pólitíkusar geta fengið að vaða áfram í blindni sama hversu vitlaust það og kostnaður útúr öllum kortum.Þarna verður aldrei góð höfn vegna brims og margar eiga ferðirnar eftir að falla niður og hvað segja Eyjamenn þá? nei þá heimta þeir stærri og hraðskreiðari Herjólf sem færi í Þorlákshöfn.Og hver borgar svona ánskotans vitlausu? nú auðvitað við og líka fyrir sanddæluskipið sem þarf að vera þarna 24/7 til að dallurinn strandi ekki á sandrifi.Eins og ég hef sagt áður að það er ein góð lausn á þessu öllu saman þetta er hvort eð er að verða draugaeyja sem menn vilja ekki búa á en geta ekki flutt í burtu.Gera þetta að fangaeyju með Árna Jonsen sem fangamálastjóra og þá hafa varðskipin nóga vinnu við að vakta eyjuna,þá þarf ekki að stækka Litlahraun,þarna myndi sparast mörghundruð miljónir eða miljarðar.
Kv: Matti :):):):):)
05.09.2008 at 08:27 #628792þetta þarf að stoppa og það strax. Það er ekki gott ef farið er af stað í verk ef ekki liggur fyrir skírt umhverfismat og ekki öll leyfi klár. seljalandsfoss er einn af okkar fallegri fossum og mikill ferðamannastaður og ekki má skemma svona stað með stórvirkjum vinnuvelum.
05.09.2008 at 16:24 #628794Var að koma í bæinn af Hamragarðaheiðinni. Verktakinn hefur hafa haft fyrir því að keyra 90 tonna ýtuna alla leið niður af heiðinni í gærkveldi eða nótt og stendur hún nú á varnargarði við Kattarnefið. Það hlýtur eitthvað að vera að. Hver hættir í miðju verki á 90 tonna ýtu? Ég hélt að menn hefðu þessu tæki gangandi dag og nótt. Mig grunar að það sé komið eitthvað bakslag í þetta því leyfi séu ekki fyrir hendi. Eða menn vilja ekki hafa hana að störfum um helgina vegna umtalsins.
Það breytir því ekki að skemmdirnar sem hún skilur við sig eru miklar. Nú þarf að vinna hörðum höndum í að fá þessari veglagningu breytt allverulega þannig að fossinn beri sem minnstan skaða.
Kv. Árni Alf.
06.09.2008 at 23:47 #628796það er í lagi að tala um hultina á réttum forsendum EN þetta er ekki umhverfisvendurar sina kluppur þetta er eithvað það dýrasta grót sem notað hefur verið á ÍSLAND og fytja það úr eyjum umndi setja allt landi á hausinn og olíugaldi þyrti þá að fara í 200 kr pr. liter
ps. Dorfi hjá Suðurverki er ekki hönnuður né eftirlitsaðili !!! skoðið bara hvernig út boðinn eru buinn að fara hjá vegagerðini http://www.vegagerdin.is/
og hætti þersu skít kasti strax !!!!!!!!!!!!!!
07.09.2008 at 12:05 #628798Vill bara benda á þar sem ég var á ferðinni þarna í gær að þessi 90 tonna jarðýta er nú reyndar bara 22500kg það er 22.5 tonn svona þannig að allt sé rétt.
07.09.2008 at 15:15 #628800Farin hefur verið vettvangskönnun og eru myndir úr henni hér að neðan:
Mynd 1: [img:2klu0e5o]http://f4x4.is/new/files/photoalbums/6250/52683.jpg[/img:2klu0e5o]
Mynd 2: [img:2klu0e5o]http://f4x4.is/new/files/photoalbums/6250/52684.jpg[/img:2klu0e5o]
Mynd 4: [img:2klu0e5o]http://f4x4.is/new/files/photoalbums/6250/52686.jpg[/img:2klu0e5o]
Mynd 5: [img:2klu0e5o]http://f4x4.is/new/files/photoalbums/6250/52687.jpg[/img:2klu0e5o]
Mynd 6: [img:2klu0e5o]http://f4x4.is/new/files/photoalbums/6250/52688.jpg[/img:2klu0e5o]
Mynd 7: [img:2klu0e5o]http://f4x4.is/new/files/photoalbums/6250/52689.jpg[/img:2klu0e5o]
Mynd 8: [img:2klu0e5o]http://f4x4.is/new/files/photoalbums/6250/52690.jpg[/img:2klu0e5o]Einnig var fjallað um þetta í [url=http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4398041/2:2klu0e5o][b:2klu0e5o]Fréttum sjónvarps[/b:2klu0e5o][/url:2klu0e5o]
Þetta er viðkvæmt svæði svo að stórframkvæmdum þarf að fara með gát.
kveðja Dagur umhverfisnefnd
07.09.2008 at 16:13 #628802Nu er nog komið af þessu helv…. bulli herna, það mætti halda að herna a þessari siðu 4×4 seu aðilar
i Saving Iceland farnir að raða rikjum bölvaður OFVERNDARTONN og ofstæki. Eg se nu ekki ummerki a myndinni hja Dag af fossinum og þo svo
að það sjaist i vegsloða þarna so what!!! þa yrði öllum turistum sama um það efast reyndar um að þeir tækju eftir þvi, held reyndar að þeir horfi a fossinn ekki fjallið fyrir ofan, nema auðvitað þegar öfgafullur
leiðsögumaður bendir þeim a þetta, eg vil benda a að eg sjalfur hef aðalatvinnu af þvi að keyra turist
og leiðsegja og min reynsla er að þeir minnast nu ekki einu sinni a raflinurnar okkar sem margir agnuast ut i nuna lika finnst bara frabært að við skulum eiga og geta notað þesa hreinu orku.
En aftur að heiðinni eg fæ nu ekki betur seð en
að þarna eigi að fela sarið i namunni svo ekki þarf að röfla yfir þvi og það hljota nu allir að sja að kanski þarf aðeins að retta ur veginum her og þar
vegna stærðar tækjanna, og eg held að ef þið
byggjuð i eyjum myndirðu vilja samgöngubætur.
Að lokum þa held eg að svona spjall einsog er buið að vera herna se ekki uppbyggjandi fyrir klubbinn, allir virðast svo hvitþvegnir og goðir með sig, svo eg visi nu i eitt lag.
Það ma ekki byggja fleiri virkjanir
það ma ekki gera vegi upp a fjöll
og ekki nyja höfn i bakkafjöru
lalalalalalalalalalalalalalalalalal
það er nog að hafa þetta helv….saving Iceland
kjaftæði a landinu okkar, þessa bölvuðu iðjuleysingja sem nenna ekki að vinna og koma her og þvælast fyrir vinnandi mönnum.
kveðja Brjotur
07.09.2008 at 20:54 #628804Ef litið er á mynd 1 þá kemur Tröllavegurinn til með að liggja beint niður gróna hraunbrekkuna aðeins til vinstri við fossinn. Það er útilokað annað en að menn taki eftir þessu sári. Þetta hljóta menn að sjá þó myndin sé léleg. Þetta mun verða sérstaklega áberandi seinni part dags. Ég er því ósammála settum sveitarstjóra Rangárþings Eystra að þetta komi ekki til með að sjást.
Það sem af er framkvæmdinni hefur verktakinn nánast hvergi fylgt slóðanum eins og glögglega sést á myndunum t.d. mynd 7. Þetta er einfaldlega beint strik stystu leið niður heiðina. Það er ekkert gert til að milda áhrifin. Á mynd 4 er horft niður Neðra Klifið (þar sem framkvæmdum var frestað af einhverjum ástæðum) sést greinilega að það á að fara beint af augum. Eðlilega sparar verktakinn sér ómældar milljónir á því að hafa þetta svona en er eðlilegt að það sé það sem hafa á að leiðarljósi?
Kv. Árni Alf.
P.S. Er nía ekki nítíu tonn? Það er fullt af ýtum á svæðinu.
07.09.2008 at 20:54 #628806Ef litið er á mynd 1 þá kemur Tröllavegurinn til með að liggja beint niður gróna hraunbrekkuna aðeins til vinstri við fossinn. Það er útilokað annað en að menn taki eftir þessu sári. Þetta hljóta menn að sjá þó myndin sé léleg. Þetta mun verða sérstaklega áberandi seinni part dags. Ég er því ósammála settum sveitarstjóra Rangárþings Eystra að þetta komi ekki til með að sjást.
Það sem af er framkvæmdinni hefur verktakinn nánast hvergi fylgt slóðanum eins og glögglega sést á myndunum t.d. mynd 7. Þetta er einfaldlega beint strik stystu leið niður heiðina. Það er ekkert gert til að milda áhrifin. Á mynd 4 er horft niður Neðra Klifið (þar sem framkvæmdum var frestað af einhverjum ástæðum) sést greinilega að það á að fara beint af augum. Eðlilega sparar verktakinn sér ómældar milljónir á því að hafa þetta svona en er eðlilegt að það sé það sem hafa á að leiðarljósi?
Kv. Árni Alf.
P.S. Er nía ekki nítíu tonn? Það er fullt af ýtum á svæðinu.
07.09.2008 at 21:10 #62880808.09.2008 at 15:50 #628810Ég er nokkuð sammála Brjót og ég er búin að rýna og rýna í mynd 1 og ég sé ekkert vinstramegin við fossin og ekki eruð þið að láta ykkur detta í hug að þeir fari að koma með slóða niður klettana við hliðina á fossinum ?????
kveðja Lella
08.09.2008 at 17:56 #628812Það skal engan undra að þið sjáið ekkert, þeir eru ekki komnir svo langt niður heiðina.
Árni Alf.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.