Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › sekktorsarmur
This topic contains 41 replies, has 1 voice, and was last updated by Hafþór Atli Hallmundsson 18 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.02.2006 at 19:39 #197393
Ég var að spá í Ægisarm í bílinn þar sem í honum er orginal armur en ég var að hugsa um hvort Ægis armurinn sé ekki bara of sterkur og það sé betra að brjóta arm en að brjóta sekktorinn sjálfan eins og hefur gerst hvað segja menn um þetta.
kv: Kalli níski -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.02.2006 at 20:07 #544150
Ef þú hefur áhuga á að geta stýrt bílnum þínum, skaltu fá þér arm, annars skaltu bara spara peninginn.
Þegar þessum bílum er breytt er togstöngin færð niður fyrir armin. Það breytir átakinu á arminn og armurinn einfaldlega hefur ekki sama styrk þannig og orginal. Eða það er mín skýring á því af hverju þessir armar brotna eins og postulín.
kv
Rúnar.
23.02.2006 at 20:47 #544152Ég stýri fínnt og er með óbreittan orginal arm en ég veit um orginal arm sem var breytt þannig að stýrisendinn fór upp í augað en ekki niður eins og á mínum en brotnaði samt. spurningin er frekar er hann hættulega veikur ? ef að Ægisarmurinn er of sterkur þá brottnar sektorinn sjálfur hvað er best að gera ?
kv:Kalli spekúlerari
23.02.2006 at 22:39 #544154Takk Moggi reynsla vegur mest, enginn segir annað svo ég klára dæmið.
kv: Kalli skilurfyrrenskellurítönnum
23.02.2006 at 23:09 #544156Nú er ég bara með orginal arm sem er búið að breita, stýrisendi kemur uppí en ekki oní eins og menn þekkja og er á 44", er að fara á fjöll á morgun. Vita menn hvað þessi Ægisarmur kostar??
23.02.2006 at 23:16 #544158Mig minnir að hann sé að kosta ca 25000. Það verður að skipta þeim út í bílum sem eru á 38" og stærri dekkjum. Hef séð marga arma brotna, en aldrei heyrt af slysi þess vegna. Oftast brotna þeir þegar bílarnir eru kyrstæðir og verið að manúera, en hef aldrei heyrt að armi sem fór á ferð.
Góðar stundir
24.02.2006 at 00:34 #544160Þetta er hlutur sme maður tekur ekki sjéns á, ég myndi kaupa svona ægisarm
Bjarni
24.02.2006 at 10:33 #544162Hann kostar um 36þ samkv þeim í Breytir en er hverrar krónu virði segir Birgir,annars for armurinn hjá mér á ferð,bílinn rann til og ofaní djúp hjólför og við það brotnaði armurinn en hann var eins og Kalli segir breyttur á þann hátt að spindilkúluni var stungið upp í hann það hafði verið rennt stærra gat og kóningunni snúið til að rétta átakið á arminum.en samt kubbaðist hann í sundur og var brotið alveg hreint enga sprungu eða neina veilu að sjá í sárinu.
Kv Klakinn
24.02.2006 at 10:42 #544164Afhverju talið þið ekki bara beint við Ægi um arminn. Verkstæðið hjá þeim heitir Renniverkstæði Ægis
24.02.2006 at 11:46 #544166Átakið á arminn "réttist" ekkert við að kóninum sé breytt á arminum. Átakspunktinum er breytt, hann er færður til, niður um einhvern helling af sentimetrum, og það breytir átakinu á arminn sjálfann. Átakspunkturinn er færður fjær sectors enda armsins með viðeigandi breytingu á vogaröflum.
Hvort það sé endanlega ástæða þess að armurinn brotnar, eða hvort hann sé einfaldlega bara of veikbyggður getur maður svo sem ekkert sagt til um.
Botom line is. Það er alveg ljóst að hann er einfaldlega ekki nógu sterkur.
kv
Rúnar.
24.02.2006 at 11:57 #544168Sem sagt átakið á armin réttist og verður léttara,togstöngin láréttari.
Kv Klakinn
24.02.2006 at 12:40 #544170… það er sem sagt það sem menn kalla "réttist" í þessum fræðum …
En átakið á eftir er allt annað á arminn, heldur en átakið er orginal (þó svo að togstöngin halli eins og orginal og allt það).kv
Rúnar.
24.02.2006 at 12:49 #544172Farið í stál & stansa og fáið ykkur stýrisarm á liðhúsið. Er ódýrari og miklu betri. Togstöngin bein miðað við 10-12cm hækkun.
Armur frá Ægi er góður en það væri best að vera með hann líka ef stöngin kæmi ofan á en ekki undir því það eykur álagið til muna á öxulinn í snekkjunni.kv
HG
24.02.2006 at 13:04 #544174Sælir
Afsakið fáfræði mína en hver er munurinn á ægisarmi og ogiginal s.s. hvernig þekki ég þá í sundur. Ef stýrisendinn kemur uppundir hann og kastalaróin ofaná er ég þá í góðum gír eða að fara að drepa mig og mína í Þorrablótsferðinni um helgina?
Kv Izan
24.02.2006 at 13:52 #544176Hérna er mynd af orginal Patrol Sectorsarmi þar sem var búið að snúa við kónísku neðra gatinu fyrir togstöngina, þannig að hún sé beinni miðað við hækku á bílnum. Takið eftir því hvar armurinn er brotinn.
[img:2d23fhq6]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4201/28327.jpg[/img:2d23fhq6]Og hérna er svo nýr armur kominn í, en þar sem hann er orginal og smíðaður þannig að togstöngin komi ofaní gatið, þurfti að snúa endanum á stönginni. Ég tel að þetta hafi enga breytingu hvað varðar styrk (að snúa stönginni undir arminn) en hins vegar fer það örugglega betur með stönginaog líka með öxulinn í snekkjunni (þá er
ég að meina öfugt við það sem Halldór er að tala um hérna aðeins ofar). Svo fer það líka betur með stýrisdemparann, að láta hann ferðast í alveg láréttu plani, en ekki skakkan.
[img:2d23fhq6]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4201/28338.jpg[/img:2d23fhq6]
Þetta er Patrol Klakans sem fór svona í þorraferð Litlu deildar fyrir tveim vikum. Holan var svo djúp sem hann datt ofaní og höggið svo mikið að brettakants-hornið undir stuðaranum losnaði örlitið frá alveg neðst.Kv. Haffi
24.02.2006 at 14:14 #544178Var að hringja í Renniverkst.Ægirs og fékk þær uppl. að armurinn kostar 27000 fyrir utan vask, og þá er bara að bíða eftir því að konan sofni og læðast í veskið hennar.En mikið er þetta nú dýrt ekki merkilegri hlutur en þetta.
Kv: Kalli fjallagarpur
24.02.2006 at 15:52 #544180Breittur orginal sekktorsarmur er 2,5 sinnum líklegri til að brotna en óbreittur orginal armur vegna þess að vogaraflið eykst við að setja stýrisendan uppundir sekktorsarminn ,þetta sagði mér Jón nokkur Hólm Stál og Stannsa maður sem hefur breitt bílum lengi og segir að það hafi verið mælt á vísindalegan hátt . Þeir hinir sömu vilja setja arm á liðhúsið út við hjól til að fá beinna átak á arminn eftir hækkun og segir hann að þetta hafi ekki verið að klikka, en gallinn við þetta er að þessi leið er ekki ódýrari og husanlega meira "bras".
Kv: Kalli ennaðspá
24.02.2006 at 16:12 #544182.. hvað með að síkka arminn og geta því haft stöngina óbreitt ofaná og haldið því í "styrkinn" sem fylgir því eins og þú ert að tala um Kalli.
Haffi.
24.02.2006 at 16:35 #544184Er það ekki það sem Ægisarmurinn gerir? nei ég veit ekki.
kv:Kalli
24.02.2006 at 21:42 #544186Hvernig sem farið er að því að færa stýrisendakúluna niður miðað við sektorsarminn, þá eykur það ALLTAF beygjuátakið á öxulinn upp í stýrismaskínuna >> ekki gott.
Breyttur original sektorsarmur er tvímælalaust mun veikari fyrir en óbreyttur, þar sem armurinn er sveigður niður til að koma endanum fyrir ofan, ekki neðan; færslan niðurfyrir býr til vægisátak í arminum sem bætist við beygjuátakið sem er fyrir >> ekki gott.
Best væri að geta fært maskínuna neðar eða skipta henni fyrir aðra með lengri stút niður, en það er hvort tveggja ekki neitt sérlega spennandi í framkvæmd (grindarbreyting og/eða hlutur sem er vandfundinn)
Þrautalendingin hlýtur því að vera að sætta sig við frekar mikinn halla á togstönginni (og þá þverstífunni líka), setja stýrisarm, eða gera einhverja málamiðlun með minni hækkun á fjöðrun og klippa meira/hækka á boddíi.
Allt hefur þetta sína galla og mismunandi kostnað í för með sér; niðurstaðan er allavega sú að snúa ekki stýrisendanum í original arminum.
(Verðið á arminum hjá Ægi er kannski frekar hátt, en það er bara heilmikil vinna að smíða svona arm. Það er kannski spurning um að útvega arma á hagstæðu verði….)
kv
Grímur R-3167
24.02.2006 at 22:38 #544188Hlustið nú feitu fantar þetta var það sem ég vildi sagt hafa en hafði ekki tungu sem hlýddi!!
kv: Kalli tungulipri
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.