Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › seinna blótið !!!
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.02.2003 at 13:55 #192114
Sælir félagar!
Ég komst því miður ekki á fundinn í gærkveldi en heyrði
að einhverjir hefðu verið yfir sig hneykslaðir á að
Klakkurinn hefði verið valinn.
Því spyr ég hver gat vitað að Klakkurinn væri svona erfiður?
og svo var lagt af stað seinnipart á Föstudag svo nægur átti tíminn nú að vera.Í sambandi við seinna blótið hef ég nú hringt í
alla þá sem ekki komust á það fyrra og hefur þeim verið
boðið að koma með á það seinna.kveðja Lúther
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.02.2003 at 14:22 #467834
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er að vísu ekki í þeim hóp sem ætlaði að blóta Þorra um helgina en langar að skipta mér af umræðunni. Ég held að flestir sem hafa eitthvað farið í vetrarferðir á annað borð viti að svona túrar eru óútreiknanlegir. Skemmtinefndin gat ekki vitað fyrirfram af baslinu sem beið þeirra, en gerðu það sem hægt var til að hámarka líkurnar á að komast á leiðarenda í tíma með því að fara af stað vel í tíma. Það hafa margir lent í því að tímarammar margfaldast á fjöllum og aldrei hægt að vita fyrir víst hvenær komið er á leiðarenda, en svona er bara þetta sport. Hvað þá þegar bilanir bætast ofan á erfitt færi og vitlaust veður. Þýðir ekkert að gera veður útaf því, bara brosa.
ÞETTA ER JÚ SVO GAMAN!!!
Kv – Skúli H.
04.02.2003 at 14:51 #467836Ég er ekki samála því að hlutir séu algerlega óútreiknalegir á fjöllum. Veðrið var algerlega í samræmi við veðurspár, það var búin að vera talsverð úrkoma í vikunni á undan, sem bendir til snjókomu, því meiri sem hærra er farið. Klakksleiðin liggur hæra en aðrar leiðir og þar er líka meira af ám og brekkum á öðrum leiðum.
Mér finnst líka eðlilegt að ætlast til þess að þeir sem skipulggja ferðir á vegum klúbbsins hafi NMT síma númer þeirra sem greiða fyrir þáttöku í ferðinni. Klúbburinn hefur útbúið félagatal sem ætti að vera með í ferðum á vegum klúbbsins.
Sumir virðast halda að ef þeir eru í bíl með Toyota merki á húddinu og 38" dekk, þá komist þeir hvað sem er. Þetta er mikill misskilningur, þegar er mikill nýfallinn snjór þá eru aðstæður oft þannig að engir bílar ráða við þær.
04.02.2003 at 15:00 #467838Sælir smá svona pæling
Mér finnst að það eigi koma nmt/iridium símaskrá allra þeirra hópa sem ætla á blótið á netið fyrir hádeigi á föstudag.
Þót klúbburinn standi ekki fyrir ferðunum heldur bara samkomuma finnst mér í lagi að hann sé með smá forræðis hyggju og láti menn sem eru ákveðnir eru í að fara og telja sig virðulega ferðalanga eiga að skilja eftir síma svo hægt sé að fylgjast með þeim og svo þeir geti einnig orðið sér út um hjálp hjá nálægum bílum ef einhvað kemur upp á. Því við erum nú allir að fara að hittast og skemmta okkur. Þá er alveg í lagi að við hjálpum aðeins að ef einhver þarf á því að halda.
Kveðja Fastur
04.02.2003 at 16:40 #467840
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já Einar, auðvitað er mönnum ýmsir vegir færir á 38" dekkjum keyrðum áfram af Toyotamerkinu, það vitum við náttúrulega, en það er alveg rétt og eins og þú veist þekki ég það að stundum er færið þannig að það er ekki fært neinum bílum. Stundum geta 38" Toyotur og fleiri jafnvel þurft að sætta sig við að fara í förin eftir 44" Datsun með skriðgír, þó það sé sárt svona eftir á ;-). En þó hægt sé að draga ályktanir af veðuraðstæðum undanfarna daga og veðurspám, þá myndi maður ætla að yfirleitt dygði sólarhringur til að komast inn í Setur. Má alltaf deila um hvort rétt sé að velja eina leið frekar en aðra, en oftast er eina leiðin til að komast að því sanna í því að láta á það reyna.
Það er hins vegar alveg rétt að það má draga af þessu lærdóm um hvernig best sé að skipuleggja svona ferðir. Tek undir heilshugar undir þá punkta. En bæði skipuleggjendur OG aðrir (þyggjendur!) verða alltaf að gera sér grein fyrir því að hlutirnir geta farið öðru vísi en áætlað er og gera það mjög oft. Þó maður beri oft ákveðið traust til einhverra ferðafélaga í krafti þekkingar þeirra og reynslu, rífst maður ekki eftirá þó þeir hafi dregið einhverjar rangar ályktanir. Það er aðallega það sem ég vildi vara við. Ekki það að það hafi verið mikið áberandi núna, en samt örlaði kannski á því.
Skúli H.
04.02.2003 at 17:03 #467842Hvernig var með þá sem voru undir Loðmundi, voru þeir með VHF, og ef svo er heyrðist ekkert á milli þessara hópa?
kv.
Eiríkur
04.02.2003 at 20:24 #467844
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eg er sammála því að þeir sem sáu um blótið gátu nú sagt sér sitthvað miðað við úrkomuna sem verið hafði í vikunni áður og einnig að spáin var ekki góð fyrir helgina og því ekki alveg það öflugasta að leggja uppeftir með matinn á blótið á 35" breittum bílum eins og heirst hefur. En það er að vísu gríðarlega auðvelt að vera vitur eftir á. Vonandi á þetta samt eftir að verða mönnum minnistæð helgi fyrir gríðarlegt bras eins og við upplifðum hana og má kanski gera grín af öllu saman á blótinu um næstu helgi..
Við sem vorum undir Loðmundi vorum með VHF og síma sem kom sér ágætlega þrátt fyrir að hafa ekki heirt í skemtinefndarmönnum nema bara á föstudeginum…
Kv Elís P.
04.02.2003 at 22:31 #467846Sælir félagar.
Ég skil ekki þessa ótrúlegu ákvörðun "Loðmundarhópsins" að snúa við einungis 7 km. frá Setrinu, af því að "fyrirsvarsmenn blótsins voru víst ekki komnir í Setrið". Mér er spurn: Af hverju í ósköpunum hringdu ekki þessir þátttakendur í fyrirsvarsmennina ef þá vantaði að vita eitthvað, frekar en að vera að svekkjast á því eftirá að ekki hafi verið hringt í þá??? Er ekki eins hægt að hringja úr þeirra símum??? Var ekkert VHF samband á svæðinu eins og Eiki spyr?
Það að snúa við með lafandi skott þegar einungis 7 km. voru eftir bendir að mínu viti til þess að menn hafi einfaldlega verið búnir að missa móðinn, sem þeir í þorrablótsnefndinni og þeirra félagar máttu þó eiga að þeir gerðu aldrei! Jafnvel þótt Loðmundarmenn hafi talið sig vita að enginn væri fyrir í skálanum, mátti hæglega hafa það ljómandi gott í fremri skálanum og á svefnloftinu þar, ef svo ólíklega hefði viljað til að fyrirsvarsmennirnir hefðu aldrei komið. Það að vera að gagnrýna fyrirsvarsmennina fyrir að "hringja ekki í hina" er að mínu viti fráleitt og bara til þess fallið að minnka líkurnar á því að menn nenni að taka að sér að skipuleggja uppákomur fyrir aðra félagsmenn (sem alltaf verða að ferðast á eigin ábyrgð og beita skynsemi sinni ekki síður en aðrir) eins og margoft hefur komið fram.
Hins vegar tek ég undir gagnrýni á leiðarval mannanna, þar sem í raun ekkert átti að koma mönnum á óvart með snjóalög og vind. Klakksleiðin er að mínu viti sú leið sem er erfiðust og býður uppá flestar hætturnar og brasið í blindu og þungu færi.
Hættum þessu voli, grípum Tippið á lofti og munum að við erum íslenskir karlmenn!!! (…nema auðvitað Soffía sem hafði vit á að setja ekki Súshíið á fjöll í snjónum…) 😉
Ferðakveðja,
BÞV
05.02.2003 at 08:51 #467848
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir allir,
Mig langar aðeins til að leggja orð í belg. Ég vona að ég hafi ekki misskilið nafnið FERÐAklúbburinn 4×4…
Ég skildi þetta nú alltaf þannig með þorrablótsferðina að úldni maturinn væri aðeins afsökun fyrir því að bregða sér af bæ og spóla í snjó, því meira spól því betra og skemmtilegra…
Hittast svo í Setrinu, skiptast á grobbsögum, sparka í dekk, gera grín að þeim sem völdu vitlausa leið með vitlaust merki á húddinu (To..) og lentu því að sjálfsögðu í basli.
Hvort þorramaturinn komi klukkutímanum fyrr eða seinna eða alls ekki er ekki aðalatriðið heldur spólið!!!
Maður á hvort sem er að fara vel nestaður á fjöll, og gera sér grein fyrir því að það er alltaf tekin mikil áhætta þegar nestið er sent með Toyotu!!!
Með alla þessa dagatals umræður og þolinmæðispillur handa Toyota mönnum, þá geta menn sagt sér það sjálfir að ef þeir bæta stóru nestisboxi á Toyoutuna þá seinkar henni enn meir…Því mæli ég með að Datsun félagið sjái um að koma nestinu á leiðarenda fyrir næstu helgi svo allir verði glaðir þegar/(ef, fyrir Togogýta) þeir mæta!!!
PS.
Fyrir þá sem hafa úldna matinn að aðalatriði er lang best að halda sig í bænum, amk á ruddum slóðum svo ekkert trufli átið. Maður verður að hafa áherslurnar og forgangsröðina á hreinu…Kv.
Siggi_F
05.02.2003 at 10:51 #467850Heyrði nú siggi
Þú skalt ekki VOGA þér að setja út á það að maturinn var
í bílnum hjá mér, helvítís vanþakklæti alltaf í svona
grobbhausum eins og þér, sem vilja svo ekki sjálfir
fyrir sinn litla pening rétta smá hjálpar hönd út af því
að þeir halda að Nizzan druslan sé of fín í SJÁLBOÐASTARF
fyrir ferðaklúbbinn.Á þessari helgi var aðeins einn bíll skilinn eftir og það
var NISSAN.p.s. Svo voru það Toyotur sem ruddu Klakkinn svo þessir tveir Nissan haugar kæmust á eftir
p.s.s. Vonandi hef ég náð þrýstingnum aðeins upp:)
kv.Lúther
05.02.2003 at 11:49 #467852
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Lúther, gott að þú er vaknaður
Þetta var nú ekki skot á þig persónulega með nestisboxið Lúther, heldur létt skot á þá sem voru að kvarta yfir því að þar sem ekki leit út fyrir að maturinn yrði tilbúinn á diskunum þegar þeir kæmu í hús var engin ástæða til að halda áfram inn í Setur.
Af óviðráðanlegum orsökum og netsambandsleysi gat ég ekki boðið mig fram í björgunarleiðangur þar sem ég vissi ekki að björgunar vær þörf fyrr en á mánudeginum!!
En ég er tilbúinn með minn Nissan til að vera á vakt um helgina og bjarga Toyotum úr ógöngum ef með þarf.
Ég skal líka draga aðeins í land með matinn…
Það var kannski ekki nestisboxinu og úldna matnum að kenna að illa gekk að komast áfram, kannski snjónum eða???Voru það svo ekki Hlynur og félagar á hvíta Datsun hestinum sem fóru fyrir björgunaraðgerðum??
Þorra kveðja
Siggi_FPS
Ekki hringja snemma á laugardaginn, ég fer nefnilega á þorrablót á föstudagskvöldið…
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.