Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Saving Iceland
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 16 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
25.07.2008 at 10:35 #202709
AnonymousSaving Iceland
Hvað finnst jeppamönnum um þetta lið. Er eitthvað vit í því, hefur það eitthvað til síns máls. Eða vaða þau áfram í tómu bulli. Eigum við að leggja niður allar virkjunarframkvæmdir einsog þau vilja og fara í stórfelldan útflutning á Fjallagrösum.
Hvað finnst ykkur sem tengjast málunum svona náið. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.07.2008 at 10:55 #626416
Þarf ekki að setja alla þessa fjallagrasaræktun í umhverfismat ?
Benni
P.S.
Þetta lið og málstaður þess er orðin svo þreyttur að ég hef ekki nennt að fylgjast með því hvað það er að röfla núna… Og hef því fátt málefnalegt til að leggja.
25.07.2008 at 10:59 #626418skv. saving iceland… sem eru 99% útlendingar….. þá mætti aldrei ná í fjallagrösin því það yrði flokkað sem umhverfisspjöll að ganga um landið.
ég hef ekkert á móti umhverfisvernd og er meðfylgjandi því að fara varlega í virkjanamálum og nota orkuna frekar í hátækniiðnað… en skæru-umhverfisvernd þjónar engum tilgangi og menn verða að vera með heilann aðeins í sambandi til þess að fólk nenni almennilega að hlusta á málstaðinn..
það finnst mér mistakast hjá saving iceland.
25.07.2008 at 11:51 #626420Vafalaust hefur hópurinn Björgum Íslandi margt til síns máls. Það er ekki spurningin.
En við verðum víst að lifa á einhverju og rafmagnsframleiðsla er auðveld leið til þess að skapa atvinnu og aur í kassann. Og er ég fjandi vel sáttur við stækkun Hellisheiðarvirkjunar og sáttur við virkjanir almennt á Hellisheiðarsvæðinu og Reykjarnesi ásamt virkjunum í neðanverði Þjórsá. Ég get líka sætt mig við Búðarhálsvirkjun, þó svo að ég gráti aðeins Trippavað og Köldukvíslarvað.
En þegar kemur að Austari og Vestari Jökulsám og Torfajökulssvæðinu þá verð ég að segja hingað og ekki lengra.
Kv Ofsi
25.07.2008 at 12:34 #626422Heyrðu benni minn kæri ég var að heyra að þeim vantaði alvöru Formann sem keyrir um á ótrúlega umhverfisvænum Ford !! Ertu laus ??
Kveðja Sæmi
25.07.2008 at 14:26 #626424Starf þessara samtaka og annarra hópa sem vinna á sama hátt er skaði fyrir náttúruna því þarna er verið að spilla annars góðum málstað með mislukkuðum baráttuaðferðum. Það er sama hver málstaðurinn er, þegar fólk gleymir skynseminni í ‘aksjóninni’ kemur það aldrei til með að gera annað en að skaða málstaðinn. Það hefur að vísu komið fyrir að lögregluaðgerðir gegn þessum hópum verði á sama plani og aðgerðirnar sjálfar, en það er annað mál.
Kv – Skúli
25.07.2008 at 20:11 #626426Ég rakst á merkilegar staðreyndir í blöðunum í sl. viku.
Endurvinnsla á áldósum í Skandinaví (og Íslandi) er yfir 85%.
Hún er yfirleitt minni en 15% í USA. Ef þessi amerísku álfyrirtæki myndu bara fatta að ruslið í bakgarðinum hjá þeim er mun gróðavænlegra en ný álver þá mætti leggja niður 10 álver á stærð við Reyðarál
JÁ! TÍU!Lötu dullusokkar lítið ykkur nær!
25.07.2008 at 20:41 #626428Ég er á mörgu leiti samála Saving Iceland hópnum en mér finnst mótmæla aðgerðir þeirra ganga of langt. Við þurfum ekki að reisa fleiri álver, Ekki virkja fleiri vötn. þetta er komið nóg. Nú er bara að koma með nýsköpun til að byggja upp aðra atvinnu möguleika í landinu. það er margt hægt að gera og Ísland hefur marga möguleika á skemmtilegum og umhverfisvænum möguleikum.
26.07.2008 at 20:40 #626430við verðum að fá rafmagn til að fa iðnað inn í landið þó eg vilji ekki fleiri álver hingað þar sem illa gengur að manna þau sem fyrir eru Islendingar eru orðnir of menntaðir til að vinna þau störf sem álbræðsla byður upp á reynum að finna betri lausnir en ál
28.07.2008 at 13:24 #626432Mér fannst skondið að sjá fréttir um að hetjurnar sem ætla að bjarga Íslandi hafi flúið á hótel þegar það fór að blása á þá með smá vætu þarna uppi á heiði.
Þó að persónulega finnist mér nóg komið af álverum skemmir þessi fíflagangur fyrir málstaðnum að mínu mati.Annað mál, hefur einhver fréttir af utanvega akstri Saving Iceland hópsins?
30.07.2008 at 00:42 #626434handa Jóni G. en áður en ætti að fara að röfla yfir hlutum þá er að kynna sér málið, en álverið hér á Reyðarfirði heitir Fjarðarál ekki Reyðarál en miðað við það sem þetta álver hefur gert fyrir samfélagið hér og nágreni þess þá er ég styðjandi stóriðju, og virkjana.
En það er kanski annað mál að velja þessa staði með réttu hugarfari og hugsun, eins og fannst mér kárahnjúkar vera vel valdir, því að núna er orðið áhugavert að leggja það á sig að fara þarna uppeftir til að skoða sig um, það var ekki hægt að segja áður.bara skoða hlutina vel áður en gefið er leyfi fyrir því að skella niður stóriðju hér og þar.
kv. Atli
30.07.2008 at 07:36 #626436Austfirðingar eru ánægðir með álverið í dag þar sem þeir sjá alla þá uppbyggingu sem hefur átt sér stað í Fjarðarbyggð frá því að hafist var handa með áverið. En ég hugsa að sú gleði verði ekki eins ríkjandi eftir nokkur ár þegar allir ókostirnir koma í ljós. það eru nokkrir ókostir við þessa staðsettningu sem Reyðfirðingar hafa ekki viljað sjá en þegar menguninn verður viðloðandi yfir bæinn alla daga þá er spurning hvort allir verði eins glaðir.
30.07.2008 at 13:12 #626438Ég held að það sé ekki hægt að mótmæla því að raforkuver og álver hafa umtalsverð áhrif á efnahagslíf og atvinnuþróun í landinu. Auðvitað munar um þessar tekjur í þjóðarbúið og einstaklingum munar um þær tekjur sem þessar framkvæmdir allar gefa af sér. Á hinn bóginn eru auðvitað ýmis hliðaráhrif sem má velta fyrir sér, sérstaklega þegar þetta er höndlað sem einhver allsherjar patentlausn allra ríkisstjórna á atvinnuuppbyggingu. En upp að ákveðnu marki hefur áliðnaðurinn örugglega haft margvísleg jákvæð áhrif á lífið í landinu.
Hins vegar get ég ekki annað en verið afskaplega ósammála Atla um Kárahnjúkasvæðið og að það sé áhugavert í dag en hafi ekki verið það áður. Ég kom þangað fyrst líklega 1998, löngu áður en raskið fór af stað þarna og fannst þetta alveg mögnuð náttúra, bæði ofan og neðan við núverandi stíflustað. Að skoða þessi 200 metra djúpu gljúfur með Jöklu beljandi í botninum var bara magnað. Kom þangað nokkrum sinnum aftur áður en framkvæmdir hófust, gekk meðal annars fyrir nokkrum árum upp með ánni og fyrir upptökin á jökli um svæði sem nú er á botni lónsins. Mjög flott og skemmtileg gönguleið. Eftir að framkvæmdir hófust hef ég komið þarna nokkrum sinnum og finnst þetta með eindæmum lítt aðlaðandi og óspennandi staður að koma á. Lítið meira spennandi en hvert annað iðnaðarhverfi og þó hægt sé að sjá ofan í gljúfrin ofan af stíflunni er ekki hægt að líkja því saman við að skoða þau áður. Þetta verður kannski eitthvað skárra ef það verður eitthvað gengið betur frá umhverfinu en fyrir minn smekk mun þessi staður aldrei aftur hafa það aðdráttarafl sem hann hafði.
Ég get því engan veg tekið undir að þarna hafi virkjun verið vel valinn staður. Við þurfum virkilega að fara að spá í hversu miklar fórnir er réttlætanlegt að færa.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.