Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Satt og logið um Mússó
This topic contains 40 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Ragnarsson 16 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.11.2003 at 18:31 #193154
AnonymousSkúliH skrifar aðspurður um þjóðsögur um Mússó: „…þá hefur eitthvað verið talað um bilanatíðni og að menn hafi verið í vandræðum með eitthvað rafeindadót sem illa hafi gengið að fá lagfært. Mikið vindhljóð og skrölt í boddýi er líka eitthvað sem hefur heyrst. Einnig var talað um að á fyrstu bílana hafi verið sett túrbína, en vélin ekki þolað það og því hafi þær verið að fara í stórum stíl. Sel þetta ekki dýrara en ég keypti það og sjálfsagt hægt að finna svona sögum stað um flesta bíla. Væri kannski efni í nýjan þráð, satt og logið um Musso.“
Ég hef átt tvo slíka bíla. Sá fyrri var 67 módel, 6 cyl. bensín ´33″. Aldrei heyrði ég tíst í boddíinu á þeim bíl, en einu sinni fór e-ð í rafeindabúnaði vélarinnar, sem olli því, að hann gekk ekki á öllum, en Bubbi lagaði á stundinni. Sé enn eftir bílnum, en vildi fá mér dísel og meira breyttan, hvað ég gerði. Skipti í okt.’99 og fékk mér 2000 árgerð, high output dísel á 35/38″, sem mér líkar ágætlega við, þótt ekki sé hann eins skemmtilegur og þægilegur á götunum og sá gamli, en að aka honum var, eins og vinkona mín sagði, „eins og að sitja á engu og halda í ekkert“, og vitnaði þá í gamlan hestamann. Ég heyrði e-rn tíma í honum e-rt tíst, sem ég taldi vera í hleranum, en í ljós kom, að það var síminn, sem er í skottinu, sem tísti. Vindgnauð kannast ég ekki við, er kannski farinn að tapa heyrn.
Þessum seinni bíl hef ég nú ekið liðlega 100 þúsund kílómetra. Fór í honum heddpakkning í fyrra (bætt úr ábyrgð) og framhjólslega um daginn. Annað hefur ekki gerst með hann. Ég kemst á honum eins og hinir, hefur mér sýnst hingað til. Þjónusta öll afbragð.Vigfús
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.11.2003 at 15:54 #480252
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sko, Mussomenn hafa risið upp til varnar gegn róg og níði. Ég hefði líka verið illa svikinn ef ekkert hefði heyrst. Áfram strákar, látið þá hafa það! Það er semsagt vel hægt að komast austur fyrir Vatnsfell á Musso og annað hvort er hann laus við skrölt og vindgnauð eða að Mussoeigendur séu almennt heyrnardaufir.
Fullyrðingar austur-vestur um vélarnar finnst mér merkilega mikið í kross. Á bílnum stendur í "Powered by Mercedes Benz", Benni auglýsir svo að bíllinn sé með vél frá Benz, en ef ég skil fullyrðingar hér rétt vilja einhverjir halda því fram að það sé nánast bara að nafninu til og varla það að þetta sé vél úr Benz. Á hinn bóginn ef þetta er sama fimma og er í Sprinter eins og Rindill segir, þá er það vél sem ég gæti vel hugsað mér í jeppa, hörkuskemmtileg og skil ekki hvað menn gætu verið að kvarta undan henni. Hvar liggur þjóðsagan??
Kv – Skúli
12.11.2003 at 16:03 #480254Er "powered by Mercedes Benz" ekki bara eitthver límmiði sem Benni klínir á bílana? Mér hefur alltaf litist að mörgu leiti vel á þessa bíla, þótt manni hafi stundum þótt sölumenska Benna ganga út í öfgar.
-Einar
12.11.2003 at 16:07 #480256
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Rétt er það, ég tala af nokkurri reynslu um Mussóinn minn. Gleymdi raunar að geta þess, að mótorinn, sem stjórnar framdrifstengingunni bilaði einn laugardagsmorgun. Ég brá mér til Benna til að spyrja, herju það sætti, að ljósið fyrir 4hjóladrifið blikkaði stöðugt, ef ég vildi setja í framdrif. Bubbi, verkstjórinn sem þá var á verkstæðinu, var staddur í búðinni. Hann gerði sér lítið fyrir, kippti bílnum inn á lyftu og skipti um stykkið í hvelli. Já, á sparifötunum eða því sem næst! Líka hefur eitt glóðarkerti farið. Fleiru man ég ekki eftir, sem fyrir bílinn hefur komið og hef ég þó ekki hlíft honum í ferðum. Jú nú man ég, að ég braut báðar demparafestingarnar að aftan, þegar ég skellti mér nokkuð snöggt upp á brattan bakka á leið suður Vonarskarð i Jökulheima. Lauk túrnum þrátt fyrir það, en demparana tóku ferðafélagar mínir undan um kvöldið.
Ég er nú svo gamall sem á grönum má sjá og hef nokkuð átt við að keyra jeppa um dagana. Pabbi sálugi átti Willys ’47, sjálfur eignaðist ég svo Landrover ’62, Willys ’63, Bronco ’65, Landcruiser langan ’71, stuttan ’73 og aftur langan ’74. Þessa bíla notaði ég í starfi mínu úti á landi, auðvitað aðeins á "geisladiskum". Hætti svo við jeppa ’78 og var jeppalaus þar til ég fékk mér Lödu 1986 og aftur 88. Er ég fékk fyrri Mússóinn hafði ég ekki átt jeppa í nokkur ár. Keypti hann aðallega af því að ég taldi Benna myndu hafa sæmilegt vit á jeppum og hann myndi varla flytja þetta inn, ef hann héldi það myndi ekki duga sæmilega. Engan bíl hef ég keyrt eins mikið þennan síðasta. Hann bilar ekki meira en hinir gerðu. Það má auðvitað segja, að þessar gömlu druslur standist engan samjöfnuð við bíla dagsins í dag, en fyrir utan tölvudótið, sem getur bilað ekki síður en annað, held ég að ekki sé stór munur á þeim gömlu og þeim nýju, hvað það snertir. Cruiserarnir voru þetta frá 135-155 hestöfl, svo ekki er svo ýkja mikill munur á kraftinum og enginn, hvað Mússóinn snertir.
En það er gaman að sjá, hvað margir vilja leggja orð í þennan belg. Upphafsmaðurinn á þakkir skilið.
V
12.11.2003 at 16:14 #480258
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mér láðist að geta þess, að var ekki smíðinni á Mússó að kenna, að demparafestingarnar fóru. Tóti á breytingaverkstæðinu hjá Benna var að gera e-rja tilraun með að færa neðri festingarnar upp að hásingunni. Við það varð samsláttarslagið og stutt og því fór sem fór. Hann lagaði þetta auðvitað strax.
V
12.11.2003 at 16:28 #480260
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir…
Límmiðin í afturglugganum sem segir [b:2737qvn9]Powered by MERCEDES BENZ[/b:2737qvn9] er ekki bara hér heima. Ég bjó í Svíþjóð í nokkur ár og voru þessir sömu límmiðar í glugganum á þeim MUSSO bílum sem ég sá þar. Og sá ég þessa bíla hér og þar í Svíþjóð.
Hef einnig séð myndir af MUSSO frá Ísrael og var sá hinn sami einnig með þennan límmiða.
Þannig að þetta er allaveganna ekki "bara" sölutrikk hjá Benna.
Kveðja
[i:2737qvn9][b:2737qvn9]Rindill[/b:2737qvn9][/i:2737qvn9]
12.11.2003 at 16:36 #480262
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Merkilegt sem Rindill segir, að 2,9 Musso sé sama vél og E290 Benz, Benz fólksbíll fékk þessa vél held ég fyrst 1996, er það ekki sama ár og Musso kemur með 2,9 diesel ?
Getur það staðist að þarna sé sama vélin á ferðinni ? Musso vélarhljóð líkist ekki Mercedes E290 vélarhljóði, E290 Disel getur látið mann halda að hún sé bensín…
Fyrir utan það að E290 TDI mokast áfram.Mér þykir mjög ótrúlegt að Benz hafi selt nýja vél frá sér á fyrsta ári, mun líklegra finnst mér að þeir hafi selt gömlu fimmuna með tjúnkitti.
12.11.2003 at 17:01 #480264
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir aftur.
Slagrýmið í 2,9 TDI í Mússóinum mínum er 2874cc ég er með ´98 bíl.
svo er slagrýmið í Benz E 290 TDI einnig 2874cc og er þessi Benz einnig ´98 módelið.Ég er búinn að skoða vélarnar í bæði Benz og MUSSO og eru þær nákvæmlega eins að sjá að utan.
Ég þurfti að skipta um undirlyftur í bílnum hjá mér og þar af leiðandi er ég búinn að opna þessa vél og skoða hana töluvert. Tók af henni heddið og skipti um heddpakkningu í leiðinni og það eina sem ekki er merkt [b:38m2j2jl]MERCEDES BENZ[/b:38m2j2jl] er ventlalokið á vélinni hjá mér.
[b:38m2j2jl]Jú og heyrðu…undirlyfturnar keypti ég í RÆSI og bað þá um undirlyftur í 2,9 lítra díselvélina. Skrýtið að maður skuli geta keypt varahluti í þessa vél hjá RÆSI ef þetta er bara einhver ný útfærsla hjá SsangYong af einhverri gammalli vél frá BENZ.[/b:38m2j2jl]
Kveðja
[i:38m2j2jl][b:38m2j2jl]Rindill[/b:38m2j2jl][/i:38m2j2jl]
12.11.2003 at 18:15 #480266
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég get nú sagt ykkur það hér til gamans að í þeirri ferð sem ég nefndi hér að ofan þá voru ef ég man rétt 25 bílar,þegar við komim í kerlingarfjöll var strikið tekið á Setrið,og viti menn,það voru 3 bílar MUSSO sem komu fyrstir í hús um það bil kl:01,00,næstu bílar komu ekki fyrr en u.þ.b.03,00,og höfðu þá menn að orði að færið hefði verið djöf…… þungt.
En okkur sem fyrstir komu fannst þetta jú frekar þungt,en að sjálfsögðu er minna mál fyrir þá sem á eftir koma að aka í hjólförum frá öðrum.
Bilar Musso??Jú hann gerir það að sjálfsögðu eins og allt annað sem gert er af manna höndum.
Brauðristinn mín bilaði og hrærivélin einnig.Strákar hættiði þessu eindemis bulli,hvaða bílar haldið þið að bili ekki?Gerið þið ykkur ekki grein fyrir því að það er búið að flytja inn u.þ.b.1400 Musso bíla og ég er nokkur viss um að ef við förum í "höfðatöluna"frægu þá held ég sumir mundi nú fá sínar yfirlýsingar beint í andlitið.
Kveðja Musso
12.11.2003 at 19:09 #480268Benz hætti að nota 2.9 vélina 1999. Aflmesti Sprinterin í dag er með 2.7 lítra 5 holu vél sem er að skila 160 hestum og er mjög hagstæð í eyðslu. Þessa vél er líka hægt að fá í Grand Cherokee, en ég skal hundur heita ef hún verður boðin í Musso á næstu árum.
12.11.2003 at 20:13 #480270
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Margt er hér sagt um Musso, aðallega af mönnum sem enga reynslu hafa af honum persónulega. En stundum finnst manni sem ekki sé sama hvaða merki er á gripnum, í Toyotu er yfirleitt allt "Eðlilegt viðhald" á meðan sömu tilvik hjá hinum nýrri merkjum kallsta bölvaðir gallar og há bilanatíðni. Ekki hvarlar að mér að halda að Musso bili ekki, jafnvel meir en sumar aðrar jeppategundir sem verið hafa lengi á markaði og ættu að vera komnar yfir bernskubrekin. Fyrsti breytti jeppinn okkar var Toyota Extra-cap V6 frá USofA, þetta var mjög góður bíll og áttum við margar ánægjustundir saman. Eftir því sem mér var tjáð (hjá Toyota) þá "bilaði" hann aldrei, allt var "eðlilegt viðhald", bæði verulegt viðhald á stýrisbúnaði og klöfunum svo og að heddpakkningin fór reglulega á 80 þus km. fresti. En hvort sem um bilun eða eðlilegt viðhald var að ræða, þá kostaði það helv. mikið. Nú á ég Trooper ´99, sem "bilar" ekki heldur, en það þurfti að skipta um bæði túrpínu og slívar fyrr á árinu, gert frítt af umboði, en samt.
Kv.
Ásgeirp.s. Á einhverjum vefnum tel ég mig hafa rekist á það að nýja 2,7 lítra vélin sé væntanleg í Musso á vormánuðum
Voff, voff
12.11.2003 at 21:19 #480272
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þótt að þetta hljómi ótrúlega en þá kom það upp að þegar
farið var með orginal musso (held að það hafi verið bensín
ekki viss) í dyno bekk þá skilaði hann fleiri hestöflum
heldur en voru gefinn upp á skráningar skírteininu, hljómar ótrúlega en svona er lífið.Og er ég ekki mikill Rússó aðdáandi, eiginlega frekar lítill.
En það væri gaman að sjá Patrol gera þetta.P.s. hefur einhver farið með Patrol í dyno bekk???
Baldur H.
12.11.2003 at 21:56 #480274Jæja Hlynur, hvort viltu heita Hlynur hundur eða hundurinn Hlynur?
Mér skilst á þeim bíabúðar benna mönnum að 2,7l. Benz vélin sé á leiðinni
12.11.2003 at 22:14 #480276
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jæja , enn og aftur koma draugasögurnar upp um Mussó .
Ég átti svona bíl á 38" og ferðaðist á honum 2 vetur og bíllinn var að standa sig mjög vel , það hefði að vísu þurft að klafa hækka hann til að auka drifgetuna !
Mussóinn er með mjög skemmtilega gíringu enda er 1 í lága 1:53 sem er mjög gott og getur bíllinn talsvert klórað sig áfram í hægagangi í þungri færð.
Hitt er annað mál hvað menn hafa mikið út á þennan nýja meðlim jeppaflórunnar að setja , tala um að þetta séu 30 ára gamlar teikningar og slíkt , ´því miður tekur ekki að vera að þrátta um þetta , bíllinn virkar vel í snjó enda er hann tæp 2 tonn á 38" .
Menn tala um vindhljóð og marr , ekki var ég var við þetta en auðvita heyrði maður af svokölluðum mánudagsbílum , bíllinn hjá mér bilaði svo til ekkert fyrir utan hefðbundið viðhald .
Persónulega finnst mér Mussó á 38" virka mun betur en Patrolinn sem ég á í dag sem er einnig á 38" , Mussóinn er mun léttari og kraftar mun betur .
Varðandi klafabúnaðinn , hann dugar létt fyrir 38" en fyrir 44" þýðir ekkert annað en hásing enda er framdrifið í Dana 30 ekki nema 7 1/4 tommu stórt .
Einnig þessu máli til staðfestingar er rétt á að benda að sá maður sem hefur ferðast talsvert á svona bíl , Tóti á gráa 44" bílnum hefur látið vel af honum eftir að hann skipti um drifbúnað þeas setti 9" Ford á aftan og Dana 44 á framan , gamla Bronco dótið frá 74.
Hef ég heyrt og séð til hans á fjöllum og er sá bíll ekki í neinum vandræðum enda er Mussóinn t.d. 500 kg léttari en 80 Cruiser en auðvita er ekki sama afl til staðar en léttleikinn vegur það upp á móti .
Heyrði ég einn breytingarmann hér í bæ sem er á 44" breyttum Patrol sjálfskiptum að annað hvort þyrfti að bæta við 100 hestöflum eða létta bílinn um 1 tonn , segir það ekki aðeins um hlutfall þyngdar og afls eða hvað !
Varðandi Land Rover sem sumir halda ekki vatni yfir þessa dagana , já humm , hann er ágætur fyrir hjálparsveitir en til eigin nota þá mundi ég frekar kjósa Double Cap , hef ég talsvert keyrt svona Land Rover á vegum hjálparsveitar og eru þetta illa einangraðir , afl litlar vélar og með ónýta öxla en kosturinn er plássið , þeir eru fínir í túristakeyrsluna og hjálparsveitar skak .
Vonandi sárnar engum skoðun mín á Breska Heimsveldinu ..
eða má kannski bara hafa lélega skoðun á Mussó or….
mbk
Pési
12.11.2003 at 22:45 #480278
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eftir því sem ég kemmst næst er vélin´í Mussó Benz OM602 spurnig hvort hún hafi undirnúmmer DE29LA en þessi vél var notuð í G290 fram til 2001.
Kveðja
13.11.2003 at 08:47 #480280Hef minnst á það á spjallinu áður hvað það væri gott (á sínum tíma) að fá Musso inn í jeppaflóruna….
En hvar er umboðið í dag ? hvað eru þeir að gera fyrir þessa bíla, eigendur þeirra sem og væntanlega nýja eigendur ???????cheers
Jon
13.11.2003 at 09:28 #480282Sæll Jón
Ég er ekki alveg að skilja spurningar þínar 3, því allir vita hvar umboðið er Vagnhöfða 23 og þeir eru nú ekkert að standa sig verr við viðskiptavini sína enn önnur umboð.
Ég er á Nissan bíl og get nú ekki beint dáðast af umboði mínu frekar enn aðrir Nissan eigendur.
Bílabúð Benna er nú frekar þekkt fyrir meiri þjónustu við jeppaeigendur enn önnur umboð og ekki skiptir nú miklu máli hvernig jeppa þú átt þegar þú stendur ínn á gólfi hjá BB.Kv.Lúther
13.11.2003 at 09:41 #480284Sæll Lúther
það er nú einhvernveginn þannig að mér finnst eins og að BB sé að hætta með þessa bíla, það síðasta sem "ég" sá frá þeim var að Mussooooúú yrði pickup frá framleiðanda ?
ættla ekki að særa neinn, lá við fyrir allnokkru að ég eignaðist svona grip sjálfur
kv
Jon
13.11.2003 at 10:11 #480286
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Jón.
Ja þar hefðir þú nú alldeilis hamingjuna höndum tekið,ef þú hefðir eignast einn slíkann,en það er ekki á allra færi að öðlast hamingjuna þannig að þú átt alla mína "samúð".
Rétt er þetta með pickupinn hann er að koma,en ekki stendur til að hætta með "jeppan" heldur er þetta einungis viðbót í þá flóru sem BB býður uppá í bílum.
Kveðja Musso.
13.11.2003 at 17:11 #480288
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jónas skrifar um Mússó: "..dísel bílar hafa verið að stúta vélum ef keyrt er í læk á ferð."
Það vill svo til, að við komum nokkrir félagar, í hitteðfyrra, minnir mig, að splúnkunýjum Mússó, sem hafði tekið inn á sig vatn. Eigandinn hafði ekið á fullri ferð í pytt í læknum á leiðinni í Veiðivötn, stakk sem sé nefinu beint í pyttin á fullri ferð. Slíkt má sjálfsagt flestum bílum gera.
Vissulega varð mér ekki um sel, þegar minn flaut upp í Markarfljóti í fyrra. Allt slapp það þó vel og "skröltmaskínan", sem sumir myndu líklega vilja kalla boddíið á þessum bílum, tók ekki inn dropa. Sumir ferðafélaganna trúðu ekki fyrr en þeir sáu.
(Vildi ekki að þráðurinn dytti niður fyrr en komnir væru 40 póstar!)
V
24.03.2008 at 10:44 #480290Þetta er nú orðinn gamall þráður
en mig langaði til að endurvekja hann og spyrja nokkurra spurninga
hvað menn segji um endingu á þeim núna
hvað keyrir maður vélina mikið áður en heddið fer og svo margt fleyra.
Gaman væri að heyra einhverja sem eiga músso sérstaklega ef þeir eru breittir hvað þeir hafa að segja um þá núna.
hvernig umboðið sé að standa sig.
og sitthvað fleira
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.