Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Satt og logið um Mússó
This topic contains 40 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Ragnarsson 16 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.11.2003 at 18:31 #193154
AnonymousSkúliH skrifar aðspurður um þjóðsögur um Mússó: „…þá hefur eitthvað verið talað um bilanatíðni og að menn hafi verið í vandræðum með eitthvað rafeindadót sem illa hafi gengið að fá lagfært. Mikið vindhljóð og skrölt í boddýi er líka eitthvað sem hefur heyrst. Einnig var talað um að á fyrstu bílana hafi verið sett túrbína, en vélin ekki þolað það og því hafi þær verið að fara í stórum stíl. Sel þetta ekki dýrara en ég keypti það og sjálfsagt hægt að finna svona sögum stað um flesta bíla. Væri kannski efni í nýjan þráð, satt og logið um Musso.“
Ég hef átt tvo slíka bíla. Sá fyrri var 67 módel, 6 cyl. bensín ´33″. Aldrei heyrði ég tíst í boddíinu á þeim bíl, en einu sinni fór e-ð í rafeindabúnaði vélarinnar, sem olli því, að hann gekk ekki á öllum, en Bubbi lagaði á stundinni. Sé enn eftir bílnum, en vildi fá mér dísel og meira breyttan, hvað ég gerði. Skipti í okt.’99 og fékk mér 2000 árgerð, high output dísel á 35/38″, sem mér líkar ágætlega við, þótt ekki sé hann eins skemmtilegur og þægilegur á götunum og sá gamli, en að aka honum var, eins og vinkona mín sagði, „eins og að sitja á engu og halda í ekkert“, og vitnaði þá í gamlan hestamann. Ég heyrði e-rn tíma í honum e-rt tíst, sem ég taldi vera í hleranum, en í ljós kom, að það var síminn, sem er í skottinu, sem tísti. Vindgnauð kannast ég ekki við, er kannski farinn að tapa heyrn.
Þessum seinni bíl hef ég nú ekið liðlega 100 þúsund kílómetra. Fór í honum heddpakkning í fyrra (bætt úr ábyrgð) og framhjólslega um daginn. Annað hefur ekki gerst með hann. Ég kemst á honum eins og hinir, hefur mér sýnst hingað til. Þjónusta öll afbragð.Vigfús
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.11.2003 at 19:42 #480212
’67 módel og ekki enn lausir við byrjunarörðuleikana.
11.11.2003 at 20:09 #480214
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Átti auðvitað að vera 97. Bið þá, sem ekki skildu, forláts. V
11.11.2003 at 20:12 #480216Ef þetta er ekki að stinga höfðinu í gin glorsoltins ljóns … þá veit ég ekki hvað það er 😀
Kaldur karl Vigfús !! 😀
11.11.2003 at 22:00 #480218
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir,
já margar eru nú þjóðsögurnar um Musso, enda mikið að taka eins og margir hafa komist að raun um. Musso er fyrirbæri sem margir hafa kynnst. Eru þetta að mínu mati mestu druslur sem maður getur keypt. Ekkert illa meint og ekki til að særa neinn. Bara mín skoðun.Hitavandamál hafa skapað stóran sess í þessum bílum. Vélar verið að fara undan aflaukningu sem ekki þarf ef það er keypt önnur tegund. Nei, þetta var nú bara grín, allavega af þessum nokkru vandamálum eru þessi: hitavandamál, rafkerfi, vélar, landrover skrölt, dísel bílar hafa verið að stúta vélum ef keyrt er í læk á ferð.
Loftinntak á fáránlegum stað en kannski búið að bæta úr því núna. Svo bara svona eitt og annað eins og gengur.
Þjóðsögukveðja
Jónas
11.11.2003 at 23:02 #480220
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar
Jónas ?landrover skrölt?, hvað er það? Nei annars, eftir að hafa snúið þræði sem átti að fjalla um sjálfstæða fjöðrun yfir í umfjöllun um gæði Land Rovers er rétt að láta þetta vera og leyfa umræðunni að snúast um Musso.Eg er spenntur að heyra hvað menn hafa að segja sem hafa reynslu af þeim því ég hef ekki hitt marga Musso eigendur óánægða en eins og ég segi heyrt ýmsar þjóðsögur frá þeim sem lítið hafa kynnst þeim. Og raunar finnst mér svolítið merkilegt að maður sjái ekki meira af þeim á fjöllum þar sem þeir eru skv. mínum formúlum betra upplag í fjallabíl en margur annar, Dana hásingar, Warner-Borg kassar og Mercedes vél, byggður á sterkri grind og svo náttúrulega með rör framan og aftan (ekki orð um það meir!). Auk þess með mikla niðurgírun í lága drifinu sem þýðir að það þarf ekki eins mikla niðurgírun í drifum. Klassísk í nútímalegum bíl! Þetta er einfaldlega flott formúla og þá er bara spurningin um hvernig Kóreumönnum hafi tekist að fá hana til að virka.
Kveðja frá rörabræðrafélaginu
Skúli
11.11.2003 at 23:13 #480222Ég held Musso sé með "þróaða fjöðrun" að framan. Ég held að ég fari með rétt mál þegar ég held því fram að það séu til 2 Musso á 44" og búið að setja rör og minna þróaðan fjöðrunarbúnað undir að framan. Einn félagi í 4×4 fékk sér Musso í fyrravetur og sá bíll er með "öræfaótta" og bilar venjulega við Vatnsfell.
11.11.2003 at 23:22 #480224
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir,
SkuliH´, ég var nú bara að gantast með það, hef nú ekki orðið var við skrölt í þeim þessum fínu landbúnaðartækjum. En skulum ekki neyða annnann þráð í slíkan snúning eins og sjálfstæðri fjöðrun.En hvað meinarðu með að Musso sé á röri að aftan að framan, ég veit nú ekki betur en hann sé með þessa fínu klafa eins og svo margur annarr.
Kóreumenn eiga ekki samleið með neinum öðrum í bílamálum. Margt gott eða það besta er ekki alltaf það besta þegar það kemur saman. Bens vélar eru góðar þangað til það er farið að blanda hlutum saman. Þó eitthvað smástykki sé fjöldaframleitt frá bens er ekki öll vélin það.
Kóreumenn eru allir að taka sig til í andlitinu og margt að koma frá þeim núna sem mætti skoða, en enn og aftur, bara mín skoðun ásaamt nokkrum öðrum.
Kóreukveðja
Jónas
11.11.2003 at 23:59 #480226Sælir.
Er þetta ekki "Spicer – eða Dana eitthvað" sem er í hásingunum á Musso. Þ.e. eru þetta ekki eftirlíkingar af slíkum búnaði sem er í þessum bílum? Einhver sagði mér að það hefði verið eitthvað þróunarverkefni við Kóreu að gefa þeim teikningar af ýmsum "nýjungum" (svo sem 20-30 ára gömlum) og leyfa þeim að spreyta sig á þeim.
Framhjólabúnaðurinn á Musso er ekki í ætt við þróaða framfjöðrun hvað ég best veit. Reyndar best að taka fram ef SkuliH skyldi lesa þetta, að ég hef aldrei keyrt Musso og þekki hann því ekki af eigin raun…
Ferðakveðja,
BÞV
12.11.2003 at 00:19 #480228
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta með að það sé Mercedes Benz mótor í þessum bílum ásamt dana/spicer drifum finnst mér alveg sérstaklega athyglisvert. Jújú, Benz hannaði svona 5 strokka 2,5l vél um 1982-84 og voru margir leigubílar með þessum vélum hérna, þeir voru kallaðir 250D, flestir ef ekki allir hvítir án turbo og voru af W124 kynslóðinni sem kom fyrst 1985. Margir þessara bíla eru enn í góðu lagi og komnir vel yfir 500.000 km án vandræða. Geri aðrir betur !
En kóreustrákarnir eru búnir að gera þessa gömlu eðal-þýsku-þýðgengu og endingargóðu 2,5L vél að kóreu-grófari 2,9 lítrum, setja á hana kóreu-turbo, og smíða hana mest alla í Musso-kóreu.
Benz kemur ekkert nálægt þessu að öðru leiti en að hafa selt kóreu-musso-köllum 20 ára gamlar teikningar af vél sem þeir eru fyrir talsvert löngu hættir að framleiða fyrir Mercedes bíla. Og ekki halda að þeir hafi selt komplett teikningar, þeir hafa pottþétt haldið einhverju í þýskalandi. Bara það að hún Musso vélin er 2,9 meðan hún var 2,5 hjá Benz segir sitt. (2,9l benz mótor sömu kynslóðar og 5cyl 250D þe W124 300D er nefnilega 6 strokka)
Veit einhver um Musso sem hægt var að setja Benz vél beint í þegar original Musso hrundi ?
Gamlar Benz dísilvélar er hægt að fá ódýrt í þýskalandi þannig að ef þetta er "orginal Benz" sem Musso notar þá hljóta menn að hafa skoðað að flytja inn Benz vélar, hedd ofl í Musso ?Foreldrar mínir versluðu eitt sinn bíl framleiddan í Kóreu, bíll sem átti að vera alveg jafn góður og frændi hans frá Japan. Annar Kóreubíll verður aldrei aftur verslaður í minni fjölskyldu eftir þann harmleik.
12.11.2003 at 00:21 #480230Hef átt Mússó ’97 og haft af honum ágæta reynslu, þó ekki í snjó enda lítt breyttur. Fer vel með mann og óvenju auðvelt að keyra af þetta stórum bíl þar sem svo vel sést út úr honum.
Ekki laus við smábilanir og ber þannig einkenni af ,,nýjum" bíl sem pilleríið hefur ekki verið þróað úr. Stóra dótið vél hásingar, fjöðrun og kassi stóð sig hinsvegar ágætlega. Þessi bíll er því ekki slæmur kostur fyrir þá sem halda sínum bíl við sjálfir þar sem lágt verð kemur á móti pilleríinu.
Hann er með Dana hásingar hvar svosem þær eru frammleiddar (það vitum við ekki heldur um Toyota dótið eða Nissan svo dæmi séu tekin). Heddpakkningar voru að fara ekki síst eftir að túrbínur voru settar á þær eftir á, en ég held að sérstyrktar heddpakkningar sem eru ætlaðar í túrbínubílana hafi leyst það mál. Við megum ekki gleyma því að factory turbo er mögulega með annari heddpakkningu, örðu efni í ventlum og sætum og öðrum heddboltum í sumum vélum þó svo að í Mússónum held ég að það sé bara heddpakkningin sem er önnur!
12.11.2003 at 02:13 #480232Gamla 300D sem kom í W123 var 5cyl og mikið notuð. Er ekki séns að vinir okkar fyrir austan hafi fengið hana gefins og skipt um ventlalok og málað blokkina.
Eitt sinn heyrði ég af tveimur kumpánum sem ætluðu að laga vél í Musso með því að sameina hana 2.9L bens vél og þá kom það uppá að það passaði ekkert á milli þeirra. Og það sem verra var að Ræsir H/f gat ekki skaffað neitt á þeim tíma í þessar vélar. Samt stóð "Powered by Mercedes" á kagganum.
Og ef ég man ekki betur þá er Dana 35 framdrif og IFS fjöðrun í Musso ekki heil hásing. Ég er samt ekki viss hvort það eru gormar eða flexitorar sem halda honum uppi. Hvar eru annars þessir gallhörðu Musso kallar til að fræða okkur um herlegheitin?
12.11.2003 at 04:40 #480234Musso er með Dana 30 framdrifi (normal rotation) og sjálfstæðri fjöðrun að framan. Það væri forvitnilegt ef Björn Þorri vildi útskíra hvað er [i:1ykx5x8h]þróuð fjöðrun[/i:1ykx5x8h], fyrst Musso fjöðrunin er það ekki. Er það kannske bara fjöðrun sem er þannig að bíllinn veltur ef það er þverbeygt á sléttu malbiki? Er Corvettan með þróaða fjöðrun, eða blöðru Skódinn?.
-Einar
12.11.2003 at 07:59 #480236
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eldgamla W116-W123 300D sem kom 74 held ég fyrst og var til 1984 er ekki lík Musso vélini, þrátt fyrir að vera 2,9L-5 cylindra. Allt önnur (r)ella þar.
12.11.2003 at 09:18 #480238
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já, það er munur að fá álit þeirra sem reyndir eru, hafa, eins og kallinn sagði, víða farið og margt séð.
Þakka öllum, sem hafa lagt orð í belg. Nú veit ég miklu um bílinn minn en áður.
Reyndar hef ég hætt mér á bílnum á fjöll nokkrum sinnum og það að vetrarlagi stundum. Að vísu alltaf gætt þess að vera í fylgd duglegra og reyndra manna á traustum bílum. Hef sloppið alveg sæmilega skaðlaus frá því hingað til, 7-9-13, og meira að segja einu sinni eða tvisvar kippt í bíl samferðamanns. Eftir lestur þessara skrifa verð ég auðvitað varkárari
V
12.11.2003 at 09:26 #480240
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sé það núna að ég hef mislesið upplýsingarnar á [url=http://www.benni.is/Jeppar_nanar_musso.htm:861bj7ww]vefsíðunni hjá Benna[/url:861bj7ww] um framhásinguna, þetta er s.s. ekki Dana 30 rör heldur "stutt Dana 30 hásing" með klöfum. Þá er ekkert varið í þetta!
Þarna er líka sagt: "Mercedes-Benz vélarnar í Musso eru 4ra og 5 strokka túrbó-dísilvélar". Björn, við erum báðir að fjalla hér um um eitthvað sem við þekkjum ekki af eigin raun og í mínu tilfelli allavega er enginn af föstum ferðafélögum á svona tæki. Þess vegna læt ég mér nægja að lesa hér af áhuga. Það er greinilega mikið til af Musso sögum, en eins og ég segi, minna af þeim á fjöllum.
Kv – Skúli
12.11.2003 at 09:37 #480242
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
… ætti sannarlega að fá menn til að hugsa sig um tvisvar áður en þeir kaupa bíla með slíkum eiginleikum.
Það er þessvegan sem ég átta mig ekki á hví menn kaupa enn Nissan Patrol og ákveðnar gerðir Toyota jeppa.
Vindgnauð og skrölt ætti svo að útskúfa nokkra þekkta kana ásamt gamla trygg Double Cab.
Hmmm… hverju má nú aka án þess að verða sér að skömm ? Gamli góði "Moskvís" eins og einn sem sást í nokkurn tíma hér á götunum 33" breyttur ? 😉
12.11.2003 at 09:39 #480244Skúli, ég hélt að einn af félögum okkar ætti svona bíl, þó ég hafi reyndar aldrei séð gripinn 😉
-Einar
12.11.2003 at 10:27 #480246
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er rétt Einar, einn félaginn lumar á einum svona. En það er bara frúarbíllinn hjá honum sem aldrei fer á fjöll, en í skúrnum hjá honum leynist 80 Cruiser sem við eigum væntanlega eftir að sjá á fjöllum síðar í vetur. Eg hef hinsvegar ekki heyrt Palla kvarta neitt sáran yfir viðgerðakostnaði á frúarbílnum.
Kv – Skúli
12.11.2003 at 12:44 #480248
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir….
Ég var að lesa í gegnum allan þráðinn og er nokkuð augljóst hvers vegna allar þessar sögur ganga um MUSSO. Það er enginn nema Vigfús sem talar af reynslu hérna…Allir hafa bara heyrt eitthvað og þar fram eftir götonum.
[b:2883dwas]Vélin:[/b:2883dwas]
Er 2,9 5 strokka MERCEDES BENZ mótor. Sama vél og er í t.d. Mercedes Benz E 290 TDI og einnig sama vél og er í 2,9 Mercedes Benz Sprinter, sem sagt [b:2883dwas]EKKI[/b:2883dwas] breytt í Kóreu. Þegar framleiðsla hófst á Mússóinum komu vélarnar sem í þá fóru frá Þýskalandi, eða allt þar til MERCEDES BENZ og SsangYong byggðu sameiginlega verksmiðju til framleiðslu á vélum. Frá 1998 eru vélarnar i Mússó smíðaðar í Kóreu í verksmiðju sem er að hluta til í eigu Mercedes Benz og eru framleiddar vélar í Benz vörubíla þar líka sem eru fluttar þaðan til Þýskalands og settar í vörubílana sem smíðaðir eru þar.Það er hægt að kaupa flest allt í vélarnar í MUSSO hjá Ræsi. Hvers vegna??? Jú þetta eru eins vélar og BENZ vélin.
[b:2883dwas]Hásingar og gírkassar:[/b:2883dwas]
Hásingarnar voru einnig frá upphafi smíðaðar í verksmiðjum DANA að ég held í Ameríku en eru nú einnig framleiddar í Kóreu. Ekki með neinum breytingum sem ekki eru samþykktar af DANA.Gírkassarnir og millikassarnir koma frá Borg – Warner, einum virtasta gírkassa framleiðanda heims og ætti þar með ekki að þurfa að segja mikið meira um það.
Sjálfskiptingarnar koma frá Mercedes Benz.
[b:2883dwas]Boddýið:[/b:2883dwas]
Eitthvað hefur farið framhjá mér að það sé vindhljóð og skrölt í bílnum hjá mér. Verður nú eiginlega að segjast að MUSSO er vel hljóðeinangraður bíll.Auðvitað hafa þessir bílar eins og ALLIR aðrir sína kosti og galla. En gallarnir í þessum bíl tel ég engan veginn gera það að verkum að þeir séu eitthvað verri fyrir vikið en aðrir jeppar. Og þó svo að ég sé kannski ekki búinn að nota jeppann minn rosalega mikið á fjöllum þá hef ég ekki lent í því að bíllinn hjá mér hafi drifið eitthvað minna enn aðrar tegundir af jeppum.
Svo er annað sem mér finnst óttarlega skrítið….og það er það að menn eru alltaf að segja að er þetta ekki framleitt á "LÆSENS"?? Flest allir japanskir bílar á markaðnum ídag eru framleiddir í Bretlandi á Spáni, Portúgal og fleiri löndum. Ekki er talað um gæðavandamál þar? af því að þetta heitir TOYOTA eða NISSAN eða hvað það nú kann að heita.
Mér finnst að það þurfi meira málefnalega umræðu um hluti í staðinn fyrir eins og Björn Þorri orðaði það SLEGGJUDÓMA.
Ég vona að það svari fleiri þessum þræði með reynslu af þessum bílum en ekki sögum sem menn hafa heyrt frá manni sem heyrði frá manni sem heyrði frá manni sem heyrði og svo framvegis…..
Kveðja
[HTML_END_DOCUMENT][b:2883dwas][i:2883dwas]Rindill[/i:2883dwas][/b:2883dwas]
12.11.2003 at 15:22 #480250
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er gott hjá "rindli".Það skal ég segja ykku félagar góðir að við hjónin erum búinn að eiga Musso frá árinu 1998 er við fengum þá nýjan 33"bíl sá næsti var 35" og nú síðast 38" og það er nú þannig með Mussoinn að betri bíl fáið þið ekki til að ferðast í,fyrir svo utan við það að konan tekur hann fram yfir "sinn"bíl þegar húf þarf að bregða sér af bæ.Það er rétt hjá Vigfúsi þegar hann vitnar í hestamanninn,við Vigfús fórum nú saman í 4ferða helgina 2002 þar sem voru 4-5 Mussoar og ekki veit ég annað en að þeir hafi ALLIR skilað sér til byggða aftur eftir frábæra ferð og staðið sig með mikilli prýði,en það er ekki hægt að segja um alla okkar ferðafélaga sem óku öðrum tegundum.En það skal skírt tekið fram hér að ég tala af reinslunni einni saman,og segi því að Musso er lúxusjeppi byggður fyrir íslenskar aðstæður; níðsterkur, kattlipur, öflugur og þægilegur í þéttbýli, þjóðvegum sem á fjöllum.Svo koma hér nokkrir punktar sem vert er að hafa í huga fyrir FJALLAMENN:Musso er afar sterkbyggður jeppi, m.a. með stigagrind úr þolstáli; þrefalda c-bita grind sem er ein sú sterkbyggðasta sem sést í jeppa. Kostur c-bita grindar umfram lokaða grind (stokk) er að mun minni hætta er á ryðtæringu. Þrátt fyrir styrk undirvagnsins vegur Musso innan við 2000 kg.Musso er með vindufjöðrun og klöfum að framan en heilli hásingu og gormum að aftan. Drifbúnaður er frá BorgWarner og Dana/Spicer; stutt Dana 30 hásing að framan en Dana 44 að aftan. Millikassi og beinskiptur kassi er frá BorgWarner .Drifbúnaður Musso er með meiri heildarniðurgírun í 1 gír og lága drifinu en gengur og gerist í óbreyttum jeppum (en það er margfeldið af niðurgírun í 1. gír, lága drifinu og öxuldrifi og er 44,95 : 1 í óbreyttum Musso).Þannig að strákar mínir þarna er kominn bíllin fyrir ykkur,Níð um Musso er nánast undantekningar laust komið frá einhverjum sem EKKI hefur reinslu af slíkum bíl.Kveðja MUSSO.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.