Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Sandkluftavatn
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Bergþór Júlíusson 22 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
27.02.2003 at 17:08 #192252
Sælir félagar
Enn og aftur eru menn að missa bíla niður í Sandkluftavatn. Ekki í fyrsta sinn og örugglega ekki það síðasta. Sjá mynd hér
Á klúbburinn að gera eitthvað í þessu. Dettur mönnum eitthvað í hug. Áminning í Setrinu einu sinni til tvisvar á vetri. Stika leið uppi í slakkanum framhjá vatninu, setja upp skilti?
Hvað segið þið?
kv.
Eiki -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.02.2003 at 20:51 #469636
Í þessari ferð hefðu stikur ekki komið að neinu gangi þar sem þær hefðu allar verið á kafi. Það væri sniðugt að setja áminningu í Setrið.
27.02.2003 at 22:24 #469638Hvar er þessi staður… hmm.
27.02.2003 at 23:09 #469640Sæll Eiki.
Ég er þér sammála, þetta er ekki fyndið lengur, menn eru að setja sig niður í sömu vakirnar ár eftir ár (sjá fleiri myndir í albúminu okkar, sem teknar eru á nákvæmlega sama stað!!)
Það eru nákvæmlega svona atriði sem við eigum að vara sérstaklega við, enda óþarfi að allir læri "the hard way".
Ferðakveðja,
BÞV
27.02.2003 at 23:20 #469642er á leiðinni inná Kaldadal frá Þingvöllum þegar ekið er yfir Meyjarsæti. Þessar myndir eru síðan í febrúar 2001 og ekkert vatn átti að vera þar sem við vorum. Til marks um vatnsdýftina var skiltið hinum megin sem vísar á Eyfirðingaveg nánast á kafi.
28.02.2003 at 01:33 #469644Sandkluftavatn hefur ekki afrennsli á yfirborði, en í það rennur á sem getur orðið talsvert vatnsmikil í rigningatíð. Vegna þessa getur hæð vatnsborðs sveiflast um marga metra. Seinni hluta sumars verður það oft mjög lítið en þegar mikið rignir að vetrarlagi verður vatnsdýpi á veginum meðfram vatninu oft hátt á annan meter.
Nú er Uxahryggjavegur vestan vatnsins, en lá austan þess fyrir 1980. Gamli vegurinn er heldur skárri á veturna þar sem hann liggur ekki eins nærri vatninu og hliðarhalli er minni. Nýi vegurinn liggur í sneiðingi í brattri hlíð við Meyjarsæti, þar verður oft ófært.
Það er alls ekki hægt að treysta því að það sé hægt að komast þarna að vetrarlagi.
-Einar
28.02.2003 at 10:03 #469646Ekkert smá skrítið, það eru alltaf sukkur eða dajarar sem fara þarna niður.
Þess má líka geta að þarna úti í vatninu er hiti þannig að menn ættu að forðast að fara þetta á veturnar.
28.02.2003 at 11:08 #469648Sælir félagar.
Það er rétt sem Einar segir að þarna er mikill munur á vatnsstöðu og stundum þornar vatnið alveg á sumrin.
Það eru nú ekki bara súkkur og dæjar sem fara þarna niður, ég held ég fari rétt með, en Heiðmar setti International á bólakaf fyrir einhverjum árum, sást bara í ljósin niðri í vatninu.
Fyrir 2-3 árum setti einhver björgunarsveit snjóbíl þarna niður, það þurfti jarðýtu og einhverjar álíka æfingar til að ná honum upp.
Þetta er því leiðinda svæði upp á þetta að gera.
kv.
Eiki
28.02.2003 at 13:20 #469650Hvernig væri að 4×4 beitti sér fyrir því að setja þarna upp aðvörunarskilti við Meyjarsætið og jafnvel mælistiku við veginn svo hægt sé að sjá hversu djúpt er ?? (Það gæti orðið erfitt að fá Vegagerðina til þess því þessi vegur er jú "lokaður" á veturnar – þá mætti taka þetta skilti niður á sumrin)
En reyndar held ég nú að 95% þeirra sem þarna fara að vetri til geri sér grein fyrir að þarna er vatn undir – spurningin er bara hvort ísinn haldi.
28.02.2003 at 13:39 #469652Ég hef aldrei ekið á ís þarna, nema kannske yfir ána sem rennur í vatnið. Ég hef staðið í þeirri meiningu að vatnsborðið fari ekki svo hátt að ekki sé hægt að komast gömlu leiðina án þess að fara út á ísinn, en myndirnar benda til annars.
Eitt af því sem byrjendur í vetrarferðum læra er að besta leiðin inn á hálendið af suðvesturhorninu er frá Gjábakkavegi um Bragabót.
Líklega væri ekki vitlaust að taka saman upplýsingar um leiðir fyrir byrjendur og setja á áberandi stað á vefnum. Þetta er eitt af því sem þar ætti heima.
28.02.2003 at 14:44 #469654Væri ekki pínu sniðugt að safna saman upplýsingum um þekkta varasama staði á fjölförnum leiðum? Og að sjálfsögðu að setja á aðgengilegan stað. Svona svipað og athugasemdirnar sem eru í GPS bókinni gömlu.
Oft hefur maður heyrt eftir að einhverjir hafa lent í ógöngum og tjónum einhversstaðar, þessa skemmtiegu spurningu:
"Hvað var maðurinn að flækjast þarna?, veit fók ekki að þessi staður er frægur fyrir þetta í þessum aðstæðum?"Dæmi um staði:
Sandkluftarvatn !
Kraparæsi nr1 á Sprengisandsleið.
Gilræfillinn rétt áður en maður kemur að Frostastaðvatni.
Síbreytilegu sigkatlarnir á Grímsfjalli, sprungan í heimkeyrslunni.
Úrrennslið úr vötnunum.
Krapaáin sem oft myndast sunnan við Hlöðufell
Gjáin við Þursaborg.
Samsvarandi gjá við Esjufjöll.
Sprunguhattarnir ofan við Skálpanes.
Úrrenslið sem oft myndast norðan í Bláfellshálsi
…Bara hugmynd.
Rúnar.
04.03.2003 at 16:06 #469656
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Kanski fer ég með rangt mál en ég held að Uxahryggja vegur liggi frá gatnamótum Tröllháls, Kaldadals og Uxhryggja niður í Lundareykjadal.
04.03.2003 at 17:54 #469658Mér þykir þetta alveg bráðsnjöll hugmynd hjá þér runar. Ekki kannaðist ég við alla þessa staði.
04.03.2003 at 18:14 #469660Nei soffía mín ekki það, en þú veist hvar Smárinn er.
(nei GRÍN ég bara varð)
05.03.2003 at 09:46 #469662Jú það er þannig með þessa konu að hún er alltaf með bók með sér og tekur ekki eftir því hvar hún er fyrr en komið er í bæinn.Yfirleitt þegar ég festi tröllið lítur hún upp og segir ÞÚ REDDAR ÞESSU ER ÞAÐ EKKI.
Að sjálfsögðu enda á super trooper og Hlynir vertu ekki ekkert að tjá þig.:0
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
