Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Sandblásnir kastarar
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjarni Gunnarsson 20 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.01.2005 at 13:20 #195215
Hafa einhverjir reynt að slípa gler á ljóskösturum sem hafa lent í sandstormi? Einhverjar hugmyndir?
Er með nokkur ljós sem eru í góðu lagi fyrir utan að glerið er matt.
Bjarni G.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.01.2005 at 13:29 #513214
Hvað með að "hita" það aðeins, t.d. með logsuðu?
-haffi
11.01.2005 at 14:29 #513216Sæll
ef þau eru alveg ónýt hvort eð er, myndi ég prófa að matta glerin alveg með grófum sandpappír og nota svo alveg glæra bílalakksglæru til að sprauta yfir. ekki væri verra að setja örlítinn mýki í glæruna til þetta kvarnist síður úr þessu…
bara smá hugmynd
kv. lallirafn
11.01.2005 at 14:31 #513218þetta átti að sjálfssögðu að vera fínum sandpappír

11.01.2005 at 14:51 #513220Þetta eru góðar hugmyndir en er enginn sem hefur gert svona og það virkaði?
Bjarni G.
11.01.2005 at 14:55 #513222[url=http://www.simaskra.is/index.jsp?pid=10371&query=glersl%EDpun:6edy3nsh]linkur[/url:6edy3nsh]
11.01.2005 at 15:16 #513224Sæll
ég hef ekki gert þetta við ljóskastara, en ég hef gert þetta við plastrúður með góðum árangri. sé ekki að þetta ætti að virka eitthvað öðruvísi á gleri/plasti fyrir kastara.
kveðja,
Lalli
11.01.2005 at 15:18 #513226
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þú getur prófað að massa þá með bremsuvökva, það er allavega gert með framrúður til að ná úr þeim rispum.
-Einar AK
11.01.2005 at 15:45 #513228Ég var búinn að hringja í Glerslípunina og Speglagerðina áður en ég spurði hér. Þeir sögðust ekkert geta gert en það er klárt mál að ég á eftir að prófa eitthvað af þessum aðferðum

Bjarni G.
11.01.2005 at 16:49 #513230En hvað með að kaupa ný gler? nei nei bara hugmynd.
11.01.2005 at 17:57 #513232besta leiðin til að gera við rispað gler, sé að fara með sandpappír á það.
Held að það sé betra að prófa mössun fyrst.
Kv. Gísli
12.01.2005 at 00:57 #513234
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Bjarni
En eitt ráðið, ég heyrði frá einum sem tók gamla afturrúðu í rútu sem var orðin rispuð og sandblásin og búið að dæma ónýta með massa sem er notaður á keramikeldavélar og massavél og það kom rosalega vel út.
Það sást fínt í gegnum hana eftir þetta og var hún notuð í mörg ár í viðbót.Kv.
Dóri Sveins
16.01.2005 at 22:34 #513236Bjarni það er hægt að mála gler í polyhúðun ,þú gætir komið með gler til prufu
03.02.2005 at 17:07 #513238Ég fór með ljósin til Pólýhúðunar á Smiðjuvegi 1. Þar voru þau sett í 180 gráðu heitan ofn og síðan úðað glæru yfir og sett í ofninn aftur til að bakast. Þau líta bara alveg ljómandi vel út á eftir og alveg hiklaust hægt að mæla með þessu.
Bjarni G.
03.02.2005 at 23:13 #513240Hvernig er með þessi ljós lýsa þau eitthvað eftir þessa aðgerð? Eða er ekki búið að prufa. Þetta er allgjör snilld ef þetta virkar.
04.02.2005 at 00:11 #513242Er ekki hægt að gera þetta bara heima hjá sér? Stinga þessu í ofninn 180° og sprauta glæru á og svo aftur inní ofn? Miklu ódýrara 😉
kv, Ásgeir
07.02.2005 at 11:34 #513244Ég efast um að venjulega glæra fari vel í 180 gráðum. Þeir í Pólýhúðun eru nýkomnir með þessa glæru.
Ég er ekki búinn að prófa kastarana við þær aðstæður sem þeir virkuðu illa, þ.e.a.s. í snjókomu. Þeir mynduðu hvítan vegg við þær aðstæður því ljósgeislinn fór ekki beint fram eins og hann á að gera heldur í allar áttir.
Um kostnaðinn get ég ekki svarað því þetta var tilraunaverkefni hjá þeim og verðið því í lágmarki… en þetta er mjög einföld aðgerð og alveg örugglega ekki dýr.
Bjarni G.
14.03.2005 at 14:43 #513246Mér gafst tækifæri til að prófa pólýhúðuðu kastarana um Hofsjökulshelgina og í stuttu máli sagt þá bara þrælvirkuðu þeir. Lenti í þoku og skafrenningi um miðja nótt og þeir stóðu fyrir sínu. Aðalljósin sem enn eru sandblásin virkuðu ekki neitt, mynduðu bara ljósvegg fyrir framan bílinn. Þessi aðgerð virkaði semsagt frábærlega.
Bjarni G.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
