Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Samvinna og samráð = O
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 13 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
09.06.2011 at 05:07 #219322
Markvisst starf gegn utanvegaakstri
Vísbendingar eru um að heldur dragi úr utanvegaakstri samkvæmt nýrri samantekt Umhverfisstofnunar, en á síðustu misserum hafa stofnanir á vegum umhverfisráðuneytisins unnið eftir aðgerðaáætlun ráðuneytisins í því skyni að draga úr utanvegaakstri.
Akstur utan vega hefur lengi verið vandamál á Íslandi enda er landið víða viðkvæmt fyrir ágangi. Hjól vélknúinna ökutækja mynda auðveldlega djúp för í jarðveginn og getur tekið ár eða áratugi fyrir náttúruna að komast í upprunalegt horf. Því hefur áhersla verið lögð á að sporna við utanvegaakstri og er unnið að því á mörgum sviðum.
Starfshópur á vegum ráðuneytisins vinnur að því að flokka vegi í samvinnu við sveitarfélög landsins en hann hefur fundað með öllum sveitarfélögum sem eiga land innan miðhálendislínu. Er vonast til að þessi vinna muni skila sér í formi tillagna frá sveitarfélögunum í haust um það hvaða vegir eigi að vera opnir og hverjir lokaðar. Þegar hafa um tíu sveitarfélög skilað inn slíkum tillögum en alls eru sveitarfélög sem eiga land innan miðhálendislínunnar um 20 talsins. Mun Umhverfisstofnun fara yfir tillögur sveitarfélaganna og í framhaldinu munu upplýsingar um þessar leiðir verða settar upp í kortagrunn Landmælinga Íslands (ÍS 50).
Þá er unnið að aðgerðaráætlun í utanvegaakstursmálum en í þeim hópi sitja fulltrúar Landgræðslu ríkisins, Landmælinga Íslands, Umhverfisstofnunar og Vatnajökulsþjóðgarðar. Samkvæmt nýjum tölum frá landvörðum og lögreglustjóraembættum virðist hafa dregið úr utanvegaakstri um 15 – 30% en hafa ber í huga að eftirlit með akstri utan vega er ófullkomið og því eru tölurnar ekki óyggjandi.. Þá er nokkur munur á svæðum hvað þetta varðar og sums staðar virðist þróunin á verri veg. Sömuleiðis hefur hjálparbeiðnum á hálendinu fækkað.
Starfandi er fræðslu- og samráðsvettvangur um utanvegaakstursmál þar sem saman koma fulltrúar hagsmunaaðila, samtaka ferðafólks og opinberir aðilar til að bera saman bækur sínar og vinna að því að upplýsa og fræða ferðamenn um málið. Ráðuneytið og stofnanir þess ásamt hagsmunaðilum og frjálsum félagasamtökum hafa unnið að því að koma fræðslu til vegfaranda með auglýsingum, bæklingum og fræðsluskiltum. Fræðsluskilti við fjallvegi virðast hafa borið árangur því dregið hefur úr umferð smábíla á hálendinu og tilvikum utanvegaaksturs hjá útlendingum hefur fækkað
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.06.2011 at 07:57 #731603
Sæl aftur, í flýtinum hjá mér. Þá láðist mér að geta þess að þessi pistill er frétt frá Umhverfisráðuneytinu. http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1833
Það sem er kannski helst athyglisvert fyrir útivistarfólk og það alvarlega í þessari frétt, er það að stóra slóðamálið er enn í gangi í skjóli myrkurs, þrátt fyrir endalaus loforð um samráð á þeim vettvangi. Þá fær útivistarfólk hvor að fylgjast með gangi mála eða koma með tillögur.
11.06.2011 at 08:33 #731605Félagar,
að mínu mati lauk þessum mikla utanvegaakstri jeppa og íslenskra jeppabílstjóra fyrir margt löngu, -jafn vel fyrir áratug eða -tugum eða svo að mestu leiti. Hvað íslendinginn snertir er það mest að þakka starfi félagsskapar sem í samantekt Umhverfisstofnunar virðist hvergi vera minnst á, Ferðaklúbbsins 4×4. Nánast allar myndir yfirvaldsins eru af gömlum og sígildum dæmum um mistök bílstjóra sem sáu oft ekki fyrir um afleiðingarnar. Með tilkomu breiðu dekkjanna lauk þessari skurðagerð og sé varlega farið skiljum við alls engin ummerki eftir okkur, en getum notað jeppana til að loka mörgum þeim skurðum sem ökumenn bílaleigubíla skilja eftir sig, er þeir aka fram hjá pollinum eða skaflinum á lokaða veginum sem við almenn forðumst að aka á þessum árstíma, þó svo að við flest höfum til þess þroska að aka ekki utan vegstæðisins. Með ferlun vega og stikun er okkur næsta auðvelt að fylgja vegum landsins.
Kannski er komið að því að setja upp skilti þar sem segir "Super Jeep Only" á þá vegi sem almennt eru viðkvæmir eða þola ekki umferð þessarra óbreyttu bílaleigubíla, sumir hverjir með bílstjóra undir stýri sem hika ekki við að taka nokkra hringi utan vega, -af því að það er svo gaman eða bara eitthvað.
Ljóst er að við erum mörgum skrefum á undan Umhverfisstofnun í þessum efnum, -erum brautryðjendur, og það er ótrúlegt að fara skuli fram vinna tengd vegaflokkun utan alfaraleiða svo og varðandi utanvegaakstri, án náins samstarfs og samráðs við þá sem málið mest snertir, Ferðaklúbbinn 4×4 og ferðaþjónustuna.Ingi
16.06.2011 at 00:16 #731607… þessi vinnubrögð eru meira að segja hætt að vera grátbrosleg!
16.06.2011 at 00:23 #73160916.06.2011 at 07:22 #731611Umhverfisráðherra er með grein í fréttablaðinu í dag (16. jún) þar sem hun vekur athygli á góðum árangri, mældum í fyrra, af vinnu gegn utanvegaakstri – að hennar sögn. Einnig klifar hún á því að slóðar landsins séu ekki ferlað formlega og sé það einsdæmi í gervallri veröld.
Það er mjög gott að vinna gegn utanvegaakstri sé að skila árangri milli ára en hún gleymir þarna alveg vinnu 4×4 klúbbsins gegnum árin og stórkostlegum árangri klúbbsins á báðum sviðum. Held að klúbburinn hafi þar 2-0.
Er ekki einhver sem getur tekið að sér að taka saman söguágrip árangurs klúbbsins á sömu sviðum og sett í fréttablaðið – í samráðið við stjórn/nefndir? Jafnvel bætt landgræðslunni og merkingu slóða við (það er aldrei of oft sagt frá því sem vel er gert)
//BP
16.06.2011 at 12:32 #731613Mig langar að vekja athygli á grein sem ég skrifaði í Fréttablaðið á síðasta ári um sama mál þegar frétt birtist á vef Umhverfisstofnunar: https://old.f4x4.is/attachments/952_GGKgreinnov2010.pdf
Ráðherra er hér að sveipa sig stolnum fjöðrum til að hilma yfir aðgerðarleysi. það sem er öllu alvarlegra er að ráðherra og þar með ríkisstjórnin er hægt og örugglega að vinna að því að loka slóðum og vegum á hálendinu til að geta kært fólk fyrir utanvegaakstur á þeim.
Stefnan stjórnvalda í náttúruvernd virðist byggist á því að hefta aðgengi sem mest og leggja síðan aðgengið í hendur ákveðinna félagsamtaka sem eru með skipulagðar ferðir inn á ákveðin svæði. Ferðir á vegum þessara félagasamtaka kosta að sjálfsögðu mikinn pening og eru meira og minna skipulagðar og settar upp fyrir erlenda ferðamenn. Íslendinga að stærstum hluta vilja ferðast á eigin vegum og skipuleggja ferðir eins og þeim hentar sjálfum hverju sinni. Það vantar talsmann fyrir þennan hóp íslendinga og þó nokkrir aðilar (F4x4, skotveiðimenn og sjálfstæðir ferðaþjónustuaðilar aðallega) hafi undanfarið reynt að halda upp baráttu fyrir sjónarmiðum þessa hóps hefur ekkert gengið. Landssamtökin Ferðafrelsi sem stofnuð voru í desember 2010 áttu að koma þarna inn sem sterkur aðili og mótvægi gegn þessari stefnu ríkisstjórnarinnar, ráðherra og þeirra einkavinum í atvinnu ferðaþjónustu.
Umræða um náttúruvernd hefur hingað til mest snúist um hina svokölluðu sjálfbærni eða að hún fái að þróast á eigin vegum. Til að þetta náist hefur þetta meira og minna snúist um að loka af svæði eða hefta aðgengi að þeim. Sá aðili sem hefur mest verið gagnrýndur fyrir að skaða náttúruna er Landsvirkjun, en þessi aðili hefur með vegalagningu tengt virkjunum opnað náttúruna fyrir almenningi. Þetta samspil á uppbyggingu virkjana og opnun á íslenskri náttúru fyrir almenningi er sá grunnur sem við þurfum að leggja áherslu á.
Við þurfum að koma með nýjan vinkil í umræðu um náttúruvernd sem byggist á því að blanda saman skynsamlegri nýtingu á náttúru landsins ásamt því að auka aðgengi hins venjulega borgara. Náttúra landsins skiptir miklu máli fyrir alla íslendinga og eðlilegt aðgengi að henni fyrir hinn venjulega íslending er mannréttindamál. Það mætti í raun oft túlka baráttu öfgasinna fyrir verndun á náttúrunni sem árás á mannréttindi hins venjulega íslendings, vegna þess að þeirra sjónarmið heftir aðgengi mikils meirihluta íslendinga að íslenskri náttúru. Við þurfum að byggja upp öfluga og sterka rödd fyrir hinn venjulega íslending sem vill nálgast íslenska náttúru á eðlilegan og skynsamlegan hátt án þess að borga einkavinum ráðherra og ríkisstjórnar fyrir það.
Guðmundur G. Kristinsson
16.06.2011 at 14:39 #731615Las einmitt þessa predikun umhverfisráðherra í morgun. Það, sem mér finnst líka vera aðfinnsluvert hjá yfirvöldum er einmitt akstur erlendra ferðalanga á hálendinu, bæði á slóðum og utan þeirra, meðan hálendið er lokað fyrir umferð. Það eru sendar björgunarsveitir með ærnum tilkostnaði – sem þetta lið tekur engan þátt í að greiða – í hverri viku og stundum hvern einasta dag til að sækja erlenda ferðamenn, sem eru að þjösnast á leiðum og slóðum, sem við erum að reyna að hlífa á þessum árstíma. Venjulega bera þessir frekjudallar því við að þeir hafi ekki séð lokunarmerki eða ekki skilið þau. Við því er það einhlíta svar, að Vegagerðin notar lokunarmerki, sem eru stöðluð og notuð hvarvetna á hinu Evrópska efnhagssvæði og eru alstaðar eins og þýða alstaðar það sama. Hringlaga gult merki með rauðum hring yst þýðir að leið sé lokuð, hvort sem þú ert í Austurríki eða á Akureyri, svo einfalt er það. Það á ekki að þurfa neinn texta, sem fólk þarf að lesa. Þessi merki eru þess utan yfirleitt ákaflega áberandi. Ég hef hitt erlenda ferðalanga, sem hafa verið að gera grín að því að við mojackarnir þorum ekki upp á hálendið og kunnum ekki að aka torfærubílum, þeir séu sko að sýna þessu aulaliði hvernig á að aka bíl og komast leiðar sinnar, sem ekki endar reyndar alltaf með því að björgunarsveit þurfi að sækja þá, en verksummerkin sjást svo áratugum skiptir og íslenskum jeppamönnum er svo kennt um. Samtök ferðaþjónustunnar virðast leggja mikla áherslu á að ekki megi styggja erlendu ferðamennina með því að sekta þá fyrir svona athæfi og það er aldrei gert, né heldur eru þeir látnir greiða þann kostnað, sem af þessu leiðir. Svo erum við skammaðir, leiðum lokað fyrir okkur en erlendu túristarnar, nei, nei, þeir verða að fá að keyra þá og þegar þeim sýnist. Svo er þetta lið ekki að skila eyri inn í íslenskt samfélag, því þau koma á sínum bílum með Norrænu, flytja eldsneyti og mat með sér því það er svo dýrt á Íslandi og eina sem þau gera hér er að losa ferðaklósettin í næsta læk!
17.06.2011 at 09:08 #731617Fréttir af útlendingum
Það er rétt að útlendingar flykkjast inn á hálendið á þessum tímum og (vel að merkja eru hvattir af sumum bílaleigunum) Þessu varð félagi minn var við núna um helgina þegar hann hitt erlendan ljósmyndara á hálendinu sem hefði verði hvattur af bíleigunni af fara inn í Landmannalaugar á slyddu Cherokee þrátt fyrir vor lokanir. Íslendingurinn sjálfur var ólöglegur enda einn af þeim sem skoðar aldrei lokunarkort vegagerðarinnar. Svo þegar búið verður að opna, þá koma í ljós för slyddujeppana sem krækja fyrir polla og skafla, og við vitum svo sem hverjum verður kennt um málið. Það má geta þess að þessi íslendingur sá mikið af mótorhjólaförum, eftir mótorhjól sem virtust alls ekki ná beygjum á veginum og voru víða löng för eftir þau utan við vegin. Við jeppamenn getum auðvita tekið það á okkur líka svona í leiðinni.
Fyrir skemmstu kom frétt frá bílaleigunum sem eru að senda útlendingana á hálendið, að búið væri að gera sérstakt g.p.s kort fyrir útlendingana og væri búið að taka út einhverja þúsundir km af slóðum á korti þeirra. Þetta er hið besta mál, þótti mér. Svo útlendingarnir væru ekki að þvælast leiðir sem slyddar og reynslulaust fólk á ekkert erindi inn á til þess að koma sér í vandræði. Í fréttinni var þó leiðinlega að einmitt þessi forsprakki hjá bílaleigunum þurfti að hnýta í Garminkortið, og hélt hann því fram að þar væru algjörlega ófærar leiðir. Og var sýnt sérstakt myndbrot af leiðinni frá Fljótshlíð yfir Markarfljót í Húsadal sem dæmi um þetta. Ég skal upplýsa það hér og það var ég sem kom þessum ferli inn á Garmin kortið. Sem ég held að hafi komið sér ágætlega í gosunum. Ég get þó ekki borið ábyrgð á því þegar heimskt fólk á slyddujeppum dembir sér út í Markarfljót. Get bætt því við, að næst þegar umhverfisráðherra fer á stúfanna að leita uppi sökudólga fyrir hina ýmsu ferla hér og þar. Þá gert ég vel tekið það að mér að bera ábyrgð á þeim ÖLLUM. Þá þurfa félagar mínir í jeppageiranum ekki að pissa á sig úr hræðslu við umhverfisráðherra.
kær kveðja O
17.06.2011 at 13:46 #731619Það má í stuttumáli segja að fréttatilkynning Umhverfisráðuneytisins og svo pistill ráðherra í Fréttablaðinu, sé meir og minna hrein þvæla og áróður. Það er þó ekkert auðvelt mál að hrekja alla þessa pistla, greina, fréttir og annað sem koma úr þessum áttum. Enda eru þar ansi margir að verki og flestir á launum við það að setja saman óhróðurinn og bullið. Þetta eru því atvinnubullarar á launum hjá okkur. Það er nú kannski sorglegasti þátturinn í þessu öllu saman.
Þegar Svandís Svavarsdóttir heldur því fram í pistli sínum, að það sé einsdæmi í gervallri veröldinni að slóðar séu ekki ferlaðir eða mældir. Þá gleymir hún því líklega að Ástralía, Arfríka, Suður-Ameríka, Síbería og hellingur af löndum í Asíu tilheyra einnig þessari veröld sem hún er að tala um. Ég dreg það stórlega í efa að þar sé búið að g.p.s mæla hvern spotta. Það sem gerir það enn erfiðara en ella að halda uppi vörnum í þessum málaflokkum eru blaður og fullyrðingar af þessu tagi. Þetta er af sama kaliber og þegar svona fullyrðingar dundu á okkur daglega fyrir 2007, að ísland væri best í heimi í öllu mögulegu, t,d með bestu banka og útrásarvíkinga heims, Svandís er enn föst í þessu.
Svandís Svavarsdóttir segir :
[i:1b5i2ou7]Þó er ekki gefið að þróunin verði áfram í þessa átt á sama tíma og búist er við enn auknum ferðamannastraumi og umferð. Til að mæta þeirri áskorun er brýnt að koma á heildstæðu kerfi óbyggðavega á Íslandi. Nú er vegakerfi landsins um 13.000 kílómetrar, eins og það er skilgreint í vegalögum, en utan þess er kannski annað eins af vegslóðum, sem hafa óljósa stöðu í lögum og skipulagi. Það er líklega einsdæmi í okkar heimshluta að stór hluti leiðakerfis fyrir vélknúin ökutæki sé því sem næst utan skipulags. Umhverfisráðuneytið hefur unnið að því um skeið með viðkomandi sveitarfélögum og Vegagerðinni að skilgreina leiðir á miðhálendinu.[/i:1b5i2ou7]
Í þessum litla pistli eru að ég tel ýmsar rangfærslur. Í fyrsta lagi er vega og slóðakerfi landsins ekki 13000 km + aðrir óþekktir 13000 km einsog talað er um. Eða samtals 26000 km. Ég fullyrði ef allt er talið til, þá sé vegakerfið og slóðakerfið allt að 35000 km. + – eitthvað af kílómetrum. Þarna ber því ansi mikið á milli að mínu viti. Því má bæta við að þessir 13000 km sem eiga að vera utan við skipulag eru einmitt að stórum hluta inn á aðalskipulögum sveitarfélaga og tilgangur og tilurða þeirra þekkt hjá þeim sem láta málið sig varða. Í loka hluta pistilsins segir Svandís að [i:1b5i2ou7]Umhverfisráðuneytið hafi unnið um skeið með sveitarfélögunum og Vegagerðinni að skilgreiningu á leiðum á miðhálendinu [/i:1b5i2ou7]. Þetta er vægt sagt sorgleg fullyrðing í ljósi þess að það voru Landmælinga Íslands og Ferðaklúbburinn 4×4 eiga allan heiðurinn af því sem þó hefur verið gert, Umhverfisráðuneytið hefur lítið annað gert en að þvælast fyrir og sveitarfélöginn einnig, þó með einungis einni undantekningu, sem er Hrunamannahreppur. Önnur sveitarfélög hafa ekki staðið sig.
Ef Svandís vill virkilega standa sig í þessum málaflokki. Þá þarf hún sem yfirmaður Landmælinga Íslands, að endurskipuleggja Slóðanefnd ríkisins, og leggja fjármuni í mælingarverkefni Landmælinga Íslands. Ég ætla nú ekki að kryfja þessa fréttatilkynningu Umhverfisráðuneytisins og pistil Svandísar til mergjar, enda fjandi langt mál. En ég vill endilega leiðrétta það sem var í Fréttatilkynningunni, að sveitarfélöginn sem eiga landsvæði innan hálendislínunnar eru ekki 20 heldur 25. Þarna eru skekkjumörkin ekki nema 20%, það verður að segjast eins og er, að það er þó mun betri árangur en prósentu fullyrðingar ýmsar sem koma frá Ust og Umhverfisráðuneytinu, en þar er oftar en ekki farið frjálslega með staðreyndir og ýmsum hampað sem ekki eiga það skilið. En sveitarfélöginn eru 25 og heita : 1 Borgarbyggð 2 Dalabyggð 3 Bæjarhreppur 4 Húnaþing vestra 5 Húnavatnshreppur 6 Sveitarfélagið Skagafjörður 7 Akrahreppur 8 Eyjafjarðarsveit 9 Þingeyjarsveit 10 Skútustaðarhreppur 11 Fljótsdalshérað 12 Fljótsdalshreppur 13 Djúpavogshreppur 14 Sveitarfélagið Hornafjörður 15 Skaftárhreppur 16 Mýrdalshreppur 17 Rangárþing eystra 18 Rangárþing ytra 19 Ásahreppur 20 Skeiða og Gnúpverjahreppur 21 Hrunamannahreppur 22 Bláskógarbyggð 23 Grímsnes og Grafningshreppur 24 Kjósarhreppur 25 Hvalfjarðarsveit
19.06.2011 at 08:42 #731621Nú var að birtast frétt um að Björgunarsveitir á Norðurlandi hefðu sótt "slasaðan" ferðamann í Laugarfell. Jú, jú, hann var sóttur mikil ósköp og reyndist ekki mikið slasaður. En það dettur engum í hug að spyrja hvað eru ferðamenn að gera í Laugarfelli þegar vegir eru allir lokaðir? – Hvað væri gert við mig, ef ég hefði samband við 112 og segðist vera slasaður uppi á hálendinu?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.