This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 15 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar klúbbsins F4x4 og samstarfsmenn Skeljungs við klúbbinn.
Mig langar að koma af stað umræðu og ábendingum á því sem þarf að lagfæra á heimasíðunni okkar.
Margt hefur verið gert til einföldunar á vinnslu okkar þar og ég veit að þetta tekur allt tíma að þróa.
Ungur nemur gamall temur en greinilega hefur gamli maðurinn verð rekin að heiman eða ekki náð tilætluðum árangri.
Hönnuðir fyrri síðu gætu hugsanlega hafa hlotið sæmilegra uppeldi og verið skárri nemandur.
En hvað með það.
Hvað mínar aðfinnslur varðar eru þær ekki flóknar en einsökum kannski þungbærar.
Við það að opna heimasíðu okkar klúbbfélaga upplifi ég vonbrigði og pirring með þetta skelfilega ljóta bremsufar fyrir ofan miðja mynd og þennan gráa tón sem er yfir heildarmynd síðunnar.
Menn hafa reyndar rætt það áður og síðan lagfært lítillega en greinilega undir þungum hæl.
Allir þeir sem ferðast um litríka fegurð Íslands og koma síðan saman á heimasíðu okkar þar sem ríkir eitthverskonar
hagnaðaryfirbragð Skeljungs og klúbbsins og hins vegar dvínandi myndræn upplifun og samskipti félagsmanna úr ferðum sínum um landið.
Þetta jafnvægi þarf að lagfæra snögglega.
Okkar fallega og vel hannaða merki á að sjálfsögðu að vera efst á miðri síðunni.
Síðan eiga að vera flettimyndir sitthvoru megin við í fullum litaskrúða en ekki í þessum grámyglulega dauða mono tón.
Ég hlustaði á mono þegar ég var 12 ára, nú er ég komin á sjötugs aldurinn.
Auk þess er þessi óþolandi, skítalitaði, truflandi borði með þessari uppglenntu starandi persóna sem truflar alla yfirferð fyrir lestrar og myndefni sem við setjum inn okkur til fróðleiks og skemmtunar. Þessi framsetning á auglýsingunni er eingöngu til niðurrifs.
Menn verða að athuga það að auglýsingar verða að hafa jákvætt og aðlaðandi gildi þar sem samvinna félagsmanna er númer eitt.
Ég vænti þess að umráðamenn síðunnar og forsvarsmenn Skeljungs lagfæri þessi mistök og endurbæti þessa uppfærslu hvað þetta varðar
Eini staðurinn sem kemur til greina fyrir þessa auglýsingu er til hliðar fyrir ofan eða neðan innskráningarreitinn.
Þar er hún áberandi en þarf að falla inn í heildarlitajafnvægi síðunnar.
Eitt er sem vantar að mér finnst er leitarmöguleiki að myndasafni hvers félagsmanns eftir stafrófsröð eins og var á þeirri gömlu.
Það gæti verið í vinnslu án þess ég viti af því eða ekki möguleiki.
Einnig langar mig að vita hvort búið sé að uppfæra allt myndasafn félagsmanna.Með von um réttmæta umfjöllun.
Kær kveðja Sigurður Bjartmar Sigurjónsson.
You must be logged in to reply to this topic.