This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 17 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Samtök útivistarfélaga eða SAMÚT hélt fund í gær. Hér fyrir neðan er fundargerð fundarins.
Rétt að benda mönnum á að skoða á vef Alþingis frumvarp til laga um Vatnajökulsþjóðgarð
Fundur í SAMÚT, samtökum útivistarfélaga 23. janúar 2007
Mættir fulltrúar frá eftirfarandi félögum:
Ísalp, Skotvís, Ferðaklúbbnum 4×4, Jöklarannsóknafélaginu, Ferðafélagi Íslands, Vélhjólaíþróttaklúbbnum, LÍV, Útivist, Kayakklúbbnum, Mótorhjóla og snjósleðaíþróttasambandi Íslands.Fundur settur kl. 20.00
1. Karl Ingólfsson gerði grein fyrir starfi SAMÚT og hlutverki samtakanna.
2. Vatnajökulsþjóðgarður. Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs og lýsti Karl bakgrunni þessa máls og hvernig það er statt í dag. Almennar umræður voru um frumvarpið og var það eindóma álit fundarmanna að á því væru verulegir vankantar. Einkum telja menn gagnrýnisvert að ekki er gert ráð fyrir að fulltrúar ferðamanna komi að stjórnun þjóðgarðsins og mótun hans. SAMÚT þarf að leggja megin áherslu á að:
a) SAMÚT komi að gerð reglugerðar um þjóðgarðinn og mótun hans.
b) SAMÚT fái aðild að stjórn þjóðgarðsins þar sem samtökin eru fulltrúi þeirra ferðamanna sem í dag nýta Vatnajökul og umhverfi hans til ferðalaga.
c) Almannaréttur sé virtur og tekið verði fullt tillit til réttar þeirra sem í dag ferðast um það landssvæði sem fellur undir þjóðgarðinn, enda áratuga hefð fyrir nýtingu þeirra hópa á jöklinum og nágrenni hans til útivistar og ferðalaga.
d) Samtök útivistarfólks og ferðamanna fái kærurétt varðandi ákvarðanir sem teknar eru á grundvelli laganna.
Núna þegar lagafrumvarpið hefur verið lagt fram á Alþingi og bíður umræðu er mikilvægt að SAMÚT bregðist við. Fyrsta skrefið í þeirri vinnu er leggja fram ályktun þar sem gerð er krafa um aðkomu útivistarfólks að málsmeðferðinni. Í kjölfarið þarf að senda umhverfisnefnd Alþingis umsögn um frumvarpið þar sem áréttaðar eru þær breytingar sem gera þarf. Samhliða munu fulltrúar í SAMÚT vinna málinu fylgi með fundum með þingmönnum.3. Stjórnarkjör. Á aðalfundi SAMÚT vorið 2006 var kosin bráðabirgðastjórn með það í huga að nýtt stjórnarkjör færi fram á haustdögum. Fundurinn samþykkti að bráðabirgðastjórnin sitji áfram fram að aðalfundi í maí.
4. Umræður um starfhætti og verkefni SAMÚT. Fyrir liggur að starfsemi SAMÚT hefur verið í lágmarki um skeið, en mörg mikilvæg verkefni fyrirliggjandi á næstu árum þar sem hægt er að beita samtakamættinum. Má þar nefna almannarétt og aðgengi að náttúrunni, verndun ferðafrelsis einstaklinga, aðkoma ferðafólks að stjórnun útivistarsvæða, samræming sjónarmiða aðildarfélaga í málum sem tengjast ferðamennsku og umgengisrétt. Til þess að sinna þessum verkefnum þurfa samtökin að hafa mun meira bolmagn og vera virkari í þjóðfélagsumræðu sem snertir hagsmunamál aðildarfélaganna. Í því sambandi var rætt um möguleikann á að samtökin hafi starfsmann sem sinnt getur þessum verkefnum og væri stjórn og framkvæmdastjórn til aðstoðar við að fylgja eftir málum. Hugsanlega er hægt að fjármagna starfsmanninn með styrk frá umhverfisráðuneytinu, auk innheimtu gjalda af aðildarfélögum, jafnvel styrkjum frá fyrirtækjum. Ákveðið að halda þessari umræðu opinni.
5. Skipan fulltrúa SAMÚT í Samvinnunefnd um miðhálendi Íslands. Aðalfulltrúi var kjörinn Einar Haraldsson frá Skotvís og varafulltrúi Karl Ingólfsson frá Ísalp. Lögð áhersla á að fulltrúar SAMÚT í nefndinni miðli upplýsingum til aðildarfélaga og það munu þeir gera með því að senda út fundargerðir nefndarinnar.
Fundi slitið kl. 10.30
You must be logged in to reply to this topic.