This topic contains 15 replies, has 7 voices, and was last updated by Rafn Magnús Jónsson 10 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Sælir Félagar,
Ákvað að deila aðeins úr viskabrunni mínum um samsláttarpúða… hef lesið úr mér augun af hinum ýmsu jeppafræðum þessa dagana…..
Ég set hérna inn úr email sem ég sendi á einn félaga minn , sem var að fá sér Air bump stop, hann var í vandræðum með þessa bévítans benz samsláttarpúða sem henda bílunum upp aftur… jæja hér kemur emailið án nafna:
Sæll XXXXXX,
Ég er búinn að vera lesa mér svolítið til um samsláttarbúða þessa dagana.
Flest allir bílaframleiðendur í dag eru löngu hættir að nota gúmmí samsláttarpúða þar sem þeir eru ekki með línulega þjöppun þegar þeir kremjast.
Semsagt þá eykst þrýstingurinn í þeim því meira sem við sláum saman á þeim og endurkastið sömuleiðis.Bílaframleiðendur í dag nota svokallaða Foam samsláttarpúða sem eru úr polyurithane plasti en með loftbólum inn í sér og ná þannig línulegri þjöppun og endurkasta ekki öxlinum aftur.
Þessir púðar væru þá kannski flottir hjá þér að framan ef þú ætlar ekki að nota bumpstopið að framan. Stuttir flottir og fisléttir. Þessir eru þó þannig að maður finnur alveg vel fyrir samslættinum, þeir bara endurkasta ekki öxlinum upp aftur af sama afli og gúmmíið.
Annars var XXXXXX, félagi minn sem fékk sér líka bumpstop , setti þetta undir að aftan hjá sér, hann er með loftpúða. Hann semsagt prufaði að hífa bílinn upp mjög hátt og með engum dempara lét hann bílinn detta niður og einungis bumpstopið var með loftpúðanum. Bumpstopið tók mjög mjúkt á móti boddýinu og dempaði alla hreyfingu og virkaði mjög líkt og dempara… þó svo að enginn dempari hefði verið undir bílnum. Þetta sýnir hvað þetta drepur svona endurkast effect mikið, allavega var hann mjög hrifinn .
Hér eru nokkrir svona foam bump stops… sem hafa línulegan samslátt.. frá ameríska EBAY..
hérna eru síðan aðeins hærri púðar ef það hentar betur
kv Gunnar
You must be logged in to reply to this topic.