FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Samsláttarpúðar

by Gunnar Ingi Arnarson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Samsláttarpúðar

This topic contains 15 replies, has 7 voices, and was last updated by Profile photo of Rafn Magnús Jónsson Rafn Magnús Jónsson 10 years, 8 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 06.01.2014 at 17:05 #443725
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant

    Sælir Félagar,

    Ákvað að deila aðeins úr viskabrunni mínum um samsláttarpúða… hef lesið úr mér augun af hinum ýmsu jeppafræðum þessa dagana…..

    Ég set hérna inn úr email sem ég sendi á einn félaga minn , sem var að fá sér Air bump stop, hann var í vandræðum með þessa bévítans benz samsláttarpúða sem henda bílunum upp aftur… jæja hér kemur emailið án nafna:

    Sæll XXXXXX,

    Ég er búinn að vera lesa mér svolítið til um samsláttarbúða þessa dagana.

    Flest allir bílaframleiðendur í dag eru löngu hættir að nota gúmmí samsláttarpúða þar sem þeir eru ekki með línulega þjöppun þegar þeir kremjast.
    Semsagt þá eykst þrýstingurinn í þeim því meira sem við sláum saman á þeim og endurkastið sömuleiðis.

    Bílaframleiðendur í dag nota svokallaða Foam samsláttarpúða sem eru úr polyurithane plasti en með loftbólum inn í sér og ná þannig línulegri þjöppun og endurkasta ekki öxlinum aftur.

    Þessir púðar væru þá kannski flottir hjá þér að framan ef þú ætlar ekki að nota bumpstopið að framan. Stuttir flottir og fisléttir. Þessir eru þó þannig að maður finnur alveg vel fyrir samslættinum, þeir bara endurkasta ekki öxlinum upp aftur af sama afli og gúmmíið.

    Annars var XXXXXX, félagi minn sem fékk sér líka bumpstop , setti þetta undir að aftan hjá sér, hann er með loftpúða. Hann semsagt prufaði að hífa bílinn upp mjög hátt og með engum dempara lét hann bílinn detta niður og einungis bumpstopið var með loftpúðanum. Bumpstopið tók mjög mjúkt á móti boddýinu og dempaði alla hreyfingu og virkaði mjög líkt og dempara… þó svo að enginn dempari hefði verið undir bílnum. Þetta sýnir hvað þetta drepur svona endurkast effect mikið, allavega var hann mjög hrifinn .

    Hér eru nokkrir svona foam bump stops… sem hafa línulegan samslátt.. frá ameríska EBAY..

    http://www.ebay.com/itm/Belltech-Foam-Bump-Stop-Universal-Cone-2-01-Tall-x-2-5-OD-/290977169565?pt=Motors_Car_Truck_Parts_Accessories&hash=item43bf97409d&vxp=mtr

    hérna eru síðan aðeins hærri púðar ef það hentar betur

    http://www.ebay.com/itm/Belltech-Foam-Bump-Stop-Universal-Cone-3-01-Tall-x-2-5-OD-/281167550581?pt=Motors_Car_Truck_Parts_Accessories&hash=item4176e45875&vxp=mtr

    kv Gunnar

  • Creator
    Topic
Viewing 15 replies - 1 through 15 (of 15 total)
  • Author
    Replies
  • 06.01.2014 at 21:47 #443790
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Áhugavert, hér eru lengri púðar ætlaðir í Wrangler

    http://m.ebay.com/itm/400619841930?cmd=VIDESC&gxo=true





    06.01.2014 at 22:35 #443799
    Profile photo of Hilmar Örn Smárason
    Hilmar Örn Smárason
    Participant
    • Umræður: 22
    • Svör: 493

    Hefur einhver hérna heima prufað að setja þetta í jeppa og er með reynslusögu.





    23.08.2014 at 13:13 #771015
    Profile photo of Júníus Guðjónsson
    Júníus Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 46
    • Svör: 256

    Sælir
    Er með Patrol með Cummins og er að fara að endurbæta hjá mér fjöðrunina að framan með slaglengri gormum. Hvar fær maður bestu samsláttarpúðana fyrir svona þyngd? Þessir púðar sem vísað er í hér að ofan er allt fyrir léttari jeppa. Finn enga „Foam Bump poly“ fyrir þyngri bíla.
    Er eitthvað farið að flytja inn af þessu?
    Kv. Júnni R-268





    24.08.2014 at 14:31 #771092
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    Sæll Júnni,

    Það er enginn að flytja þetta inn sem ég veit um og ekki margir í aftermarket heiminum að framleiða þetta. Þú gætir kannski fundið þetta undir einhverjum nýlegum jeppum í dag með því að kíkja undir þá… oftast eru þeir greinilegir því þeir eru oftast kremaðir, gulir eða appelsínugulir á litinn… og þá keypt þá í umboði.

    Annars er það bara að googla. Ég veit ekki um neinn breyttan jeppa með þessum púðum í dag, en allflestir fólksbílar landsins ef ekki allir eru með þetta… sem er svosum ekkert hjálpandi.

    hérna fann ég eina… undan chevrolet silverado.. án ábyrgðar 😉

    http://www.streetbeatcustoms.com/Mcgaughys/Suspension-Components/Chevrolet-Silverado-Mcgaughys-Foam-Bump-Stop-_-33039/855871/

    kk v
    Gunnar





    24.08.2014 at 14:41 #771095
    Profile photo of Júníus Guðjónsson
    Júníus Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 46
    • Svör: 256

    Takk fyrir þetta Gunnar. Þetta kemur næst því sem ég hef verið að leita af. Þá er bara að halda áfram að googla.
    Kv. Júnni





    24.08.2014 at 16:37 #771097
    Profile photo of Bjarni Gunnarsson
    Bjarni Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 1462

    Erum við ekki að tala um eitthvað svona?

    http://www.ebay.com/itm/Daystar-KU09009BK-Blk-EVS-Foam-Polyurethane-Competition-Style-Bump-Stops-2-Set-/400619841781?pt=Motors_Car_Truck_Parts_Accessories&hash=item5d46cda8f5&vxp=mtr

    Þetta ætti að vera nógu stórt fyrir jeppa.





    24.08.2014 at 18:59 #771100
    Profile photo of Jón G. Guðmundsson
    Jón G. Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 70
    • Svör: 705

    Hérna eru þeir líka með eitt sniðugt;

    http://www.ebay.com/itm/Daystar-KU71090BK-Pair-of-Universal-11-25-in-Stinger-Bump-Stops-/121229057180

    Það koma nokkrir stífleikar af púðum í þessu setti, og svo er bara að raða þeim inn í hólkana eftir því hvað hentar.





    26.08.2014 at 09:57 #771183
    Profile photo of Júníus Guðjónsson
    Júníus Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 46
    • Svör: 256

    Sælir
    Varðandi fjöðrunina hjá mér, er ég að hugsa um að fara í Cruser gorma með 125mm lifti. Hvað segja menn um „Coilover fjöðrun. Er hægt að fá slíka fjöðrun á frama undir þetta þungan bíl á viðráðanlegu verði?
    Ef svo er, hvar er helst að leita?
    Kv, Júnni





    26.08.2014 at 12:28 #771188
    Profile photo of Jón G. Guðmundsson
    Jón G. Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 70
    • Svör: 705

    „Coilover“ verður seint sögð á „viðráðanlegu“ verði…





    26.08.2014 at 14:07 #771189
    Profile photo of Júníus Guðjónsson
    Júníus Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 46
    • Svör: 256

    Hef séð frá +$700 upp í $5000 fyrir parið. Þar munar nokkru.
    Kv. Júnni





    26.08.2014 at 17:02 #771208
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    Sælir,

    Varðandi Coil over dempara og gorma.

    Það er almennur misskilningur hjá mönnum að þetta dótarí virki eitthvað betur en venjulegir gormar og demparar. Það er því miður ekki rétt. Einu kostir Coilover vs dempara og gorma er þeir taka minna pláss og gefa kost á lengri fjöðrun.

    Það er hægt að kaupa bara smooth body , kallaðir það, dempara sem eru jafn stillanlegir og coil over eru. Þannig að þeir sem eru ekki í vandræðum með pláss og ætla ekki að lengja fjöðrunina þurfa í raun ekki þetta, og bara peningasóun.

    Plús það getur þurft nokkrar tilraunir í að kaupa réttu gormana fyrir þetta… mjög mismunandi hvað hver bíll þarf og reikniformúlurnar virka ekkert alltaf 100%.

    kv
    gunnar





    26.08.2014 at 17:22 #771209
    Profile photo of Júníus Guðjónsson
    Júníus Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 46
    • Svör: 256

    Sæll Gunnar
    Þetta er eimitt það sem mig vantaði að heyra. Þar sem ég hef nóg pláss þá er málið að fara bara í Cruser gorma. Kosta milli 50 og 60 þús. hjá AT.
    Kv. Júnni





    18.09.2014 at 07:48 #771661
    Profile photo of Rafn Magnús Jónsson
    Rafn Magnús Jónsson
    Participant
    • Umræður: 22
    • Svör: 100

    Sælir drengir

    Vitið þið hverjir selja þessar vörur, t.d fox dempara ofl.

    kv
    Rabbi





    18.09.2014 at 10:42 #771664
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    Arctic trucks er með Fox dempara.
    Poulsen er með Bilstein, en voða lítið í þessum alvöru dempurum… kannski hefur það breyst.

    kv
    Gunnar





    19.09.2014 at 18:21 #771683
    Profile photo of Rafn Magnús Jónsson
    Rafn Magnús Jónsson
    Participant
    • Umræður: 22
    • Svör: 100

    Takk fyrir þetta Gunnar, þarf að skoða þetta eitthvað

    kv
    Rabbi





  • Author
    Replies
Viewing 15 replies - 1 through 15 (of 15 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.