Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › samráð olíufélaga
This topic contains 37 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
31.10.2004 at 00:18 #194755
Hvað segja jeppamenn um nýútkomna skýrslu samkeppnisstofnunar?
Er að vænta viðbragða frá 4×4 í kjölfarið? Er ástæða til að klúbburinn skori á félagsmenn að beina viðskiptum til annarra félaga? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.11.2004 at 19:14 #507412
Jónas, að sjálfsögðu gerum það sem það getum en svo eru fjölmargir sem ekki hafa tök á því.
Og er ástæðan fyrir því náttúrulega sú að Olíurisarnir 3 haft samráð um það að halda allri samkeppni frá landinu og tókst þeim það allveg fullkomnlega þangað til að Atlandsolía kom á markaðinn.Kveðja,
Glanni
01.11.2004 at 21:06 #507414Útaf hverju erum við þá að auglýsa Shell á vefnum OKKAR????
einn reiður
02.11.2004 at 07:17 #507416Vegna þess að Shell er okkar helsti styrktaraðili og við erum ekki samkeppnisstofnun og ekki okkar hlutverk að refsa þeim. Svo eru þessir hlutir enginn nýjung á íslandi við höfum ávalt búið við fákeppni EINOKUN Tryggingarfélöginn, Sjónvarpsmarkaðnum sjá t.d umfjöllun um Rúf í DV í gær þar sem jeppin var tekinn af fjölskyldu vegna 26000 kr skuldar við Rúv. Á gasmarkaðnum AGA. Við getum fundir fullt að svipuðum dæmum Bankarnir osfv þannig að það er algjör óþarfi að missa sig yfir þessu.
Jón Snæland
02.11.2004 at 08:09 #507418Ef marka má skýrslu samkeppnisstofnunar var Kristinn Björnsson höfuðpaurinn í þessu máli. Var það þá ekki samkomulag olíufélaganna um að Shell fengi 4×4 klúbbinn?
kv ice
02.11.2004 at 08:19 #507420ég er nú bara ekki sammála ofsa hér, held það sé einmitt NÚNA tími til að "missa" sig yfir þessu, kanski er þetta tækifæri fyrir meðal jóninn að ná fram smá réttlæti í einhverju mæli, hverjir komu þessu af stað var það ekki FIB eða Félag Íslenskra Bifreiðaeiganda sem sló til og kærði ? ég er nokkuð viss um að FIB eins og 4×4 eru með einhverskonar "styrktar"samning við eitt af þessum "elítum" íslensks viðskiptasamélags
kv
02.11.2004 at 08:59 #507422
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mín skoðun er sú að stjórn klúbbsins ætti að segja upp þessum samningi við Shell. Hætta að birta auglýsingar frá þeim og hætta að hefja allar ferðir á select. Ég er alveg til í að borga 50 til 100 kr hærra félagsgjald til að vera laus við auglýsingar frá þessum glæpamönnum í Setrinu og á heimasíðunni.
02.11.2004 at 09:08 #507424Það er hlutverk okkar, eins og allra annara ábyrgra borgara, að sporna gegn lögbrotum og níðingsverkum, eins og kostur er. Það er ljóst að Skeljungur og Kristin Björnson sýndu frumkvæði í brotum oluíufélaganna. Nú mun Kristinn vera hættur störfum fyrir Skeljung, og eignarhaldið farið frá Kolkrabbanum til Baugs, þannig e.t.v. er verjandi að eiga viðskipti við þetta félag. Ég er þó þeirrar skoðunar að það eigi að fjarlægja auglýsinguna frá þeim, eins og allar aðrar auglýsingar, af forsíðunni á vef klúbbsins.
-Einar
02.11.2004 at 09:30 #507426undir orðin hér að ofan… við 4×4 erum öflugur félagskapur sem og öflugur og stór kúnni þessara olíufélaga…og ættum að nýta styrk okkar með samstöðu félagsmanna frekar en að slá á fingur hvors annars þegar á okkur er vegið eins og gert hefur verið undanfarin ár
kv
02.11.2004 at 11:24 #507428
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ef ég skil þig rétt eik áttu við að fjarlægja eigi auglýsinguna, ekki út af þessu máli heldur vegna þess að þú teljir að við eigum ekki að selja auglýsingar á vefinn. Ef þetta er rétt skilið hjá mér er ég ósammála. Við getum haft töluverðar tekjur af auglýsingum á vefnum og sé ekki ástæðu til annars en notfæra okkur það, rétt eins og af auglýsingum í Setrinu. Þess vegna vildi ég sjá meira af auglýsingum, svo lengi sem þær séu ekki farnar að skyggja of mikið á efnið.
En annars er það rétt sem eik bendir á að það eru bæði aðrir stjórnendur og aðrir eigendur á Skeljungi núna heldur en var þegar brotin voru framin. Sem einstaklingar getum við sneitt hjá viðskiptum við fyrirtæki vegna heilagrar reiði, enda ekkert nýtt í okkar eyrum að samkeppni á eldsneytismarkaði sé lítið virk. En sem félagasamtök verður við að taka afstöðu til viðskipta með fleiri þætti í huga, m.a. framtíðarhagsmuni klúbbsins. Uppsögn samnings núna gildir til frambúðar og nær örugglega útilokað að við næðum sambærilegum samningi aftur síðar ef við segjum honum upp núna. Við ættum því ekki að láta tilfinningarnar ráða í þessu.
Kv – Skúli
02.11.2004 at 13:27 #507430
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Einmitt, Kristinn Björnssnon og Kolkrabbinn eru farnir og Pálmi Haraldsson grænmetisglæpon og Baugur komnir í staðinn, þeir bera auðvitað hag neytenda fyrir brjósti og munu örugglega efla samkeppni á þessum markaði eins og öðrum sem þeir hafa komið nálægt.
Það er hagur félagsmanna að fleiri versli með eldsneyti á íslandi og á þeim markaði sé virk samkeppni. Mér finnst það því skjóta skökku við er 4×4 gerir samning við stærsta olíufélagið um auglýsingar og kynningu og styrkja þannig stöðu þeirra á markaðnum. Nema menn standi í þeirri trú að þessar auglýsingar hafi engin áhrif á þá sem lesa heimasíðuna og Setrið og greiðslan fyrir þær sé ölmusa.
02.11.2004 at 14:03 #507432
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er sammála Glanna hérna aðeins ofar ég fékk þennan póst einmitt líka og finnst mjög sniðugt, þ.e. að kaupa bara eldsneyti en ekkert annað.
Stefán.
02.11.2004 at 16:20 #507434Það er líka í lagi að klúbburinn spyrji sig þeirrar siðferðislegu spurningu hvort að það sé eðlilegt að láta glæpamenn og fyrirtæki sem framið hafa stóralvarlegan glæp styrkja klúbbinn.
Ofsi og Skúli finnst ykkur þetta bara í lagi vegna þess að þetta hefur verið stundað í áratugi? Finnst ykkur ekki vera kominn tími til að binda enda á þessa vitleysu í Íslensku þjóðfélagi?
kv.
Glanni.
02.11.2004 at 16:45 #507436
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er örugglega full ástæða til að taka til í íslensku viðskiptasiðferði og gott mál að Samkeppnisstofunun skuli vera komin í gang með þá tiltekt. Vonandi að aðrir aðilar sem hafa slík verkefni með höndum standi sig líka, s.s. ríkislögreglustjóri sem hefur í raun það hlutverk að sækja að þeim sem raunverulega brutu af sér í þessu máli, þ.e. æðstu stjórnendum fyrirtækjanna. Eins og ég hef sagt geta einstaklingar líka lýst sínum skoðunum á þessu með hverjum þeim hætti sem henta þykir. En klúbburinn hefur ekki það hlutverk að úrskurða dóm gagnvart þessum fyrirtækjum og það þjónar ekki heldur hagsmunum klúbbsins. Ef stjórn klúbbsins tæki sér það vald að ákvarða refsingu í þessu máli gagnvart styrktaraðila okkar (bara af því að við getum það) og fórnaði með því langtíma hagsmunum klúbbsins værum við komin út á braut sem ég myndi setja stóra spurningu við út frá siðferði. Vissulega gæti það verið útrás fyrir persónulega gremju okkar út í fyrirtækin sem voru svona óheppin með yfirstjórnendur, en ég er ekki tilbúinn til að fórna langtíma hagsmunum klúbbsins fyrir það. Það er ekkert sem við höfum í höndunum sem getur bendlað núverandi viðskipti okkar við fyrirtækið annars vegar og afbrot fyrrverandi eiganda og forstjóra fyrirtækisins hins vegar. En eins og ég segi þurfum við ekki að gera sömu kröfur til þeirra aðgerða sem við grípum til sem einstaklingar og því ættu menn frekar að beina óánægju sinni inn á þær brautir.
Kv – Skúli
02.11.2004 at 17:10 #507438
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er alltaf sama sagan…stórfyrirtæki misnota aðstöðu sína og okrar á fólki en á sama tíma þá útbýtta þeir bitlingum, með væntanlega illa fengnu fé sem þeir hafa haft af almenningi, til hagsmuna-samtaka, eins og til 4×4 klúbbsins til að halda þeim góðum og koma í veg fyrir að þeir beiti áhrifum sínum.
Á einfaldri íslensku þá heitir þetta mútur
Vægast sagt undarleg afstaða að klúbburinn eigi ekki að beita sér í þessu máli af því að skeljungur hefur gert svo vel við þá í gegnum tíðina, með að dreifa stolnu fé. Veit ekki hvenær er kominn tími til að leita annað ef ekki núna.
Maskin
02.11.2004 at 17:29 #507440Hvað í ósköpunum ætti klúbburinn að gera í þessu máli?????
Taka sér dómsvald??
Persónulega finnst mér að við ættum að láta DV um þá aðferð að skjóta fyrst og spyrja svo.Klúbburinn er að beita sér í langtum mikilvægara máli fyrir okkur sem er að við fáum áfram að ferðast um landið.
kv.
Þorsteinn Þ.
02.11.2004 at 18:27 #507442þessi var skammaður fyrir mjög alvarlegt brot en sennilega smámál miðað við hina……….
Innlent | mbl.is | 2.11.2004 | 17:12
Dæmdur til að greiða 55 milljónir króna í sekt fyrir að skila ekki sköttum
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann á fimmtugsaldri til að greiða 55 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs og til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar, fyrir að standa ekki skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna hans á árunum 2002 og 2003, samtals að upphæð rúmlega 27 milljónir króna.Annars vegar er um að ræða brot framin í eigin rekstri hins ákærða, upp á rúmlega 12,9 milljónir króna árið 2002, og hins vegar í rekstri tveggja fyrirtækja hans, upp á tæplega 14,5 milljónir króna árið 2003. Maðurinn, sem ekki hefur áður sætt refsingum svo kunnugt sé, játaði brot sín hreinskilnislega og var samvinnufús við rannsókn málsins, að því er segir í dómi héraðsdóms. Greiði hann ekki sektina innan fjögurra vikna kemur eins árs fangelsi í stað sektarinnar.
unquote
02.11.2004 at 18:46 #507444
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Vill taka það fram til að forðast misskilning að ég var ekki að gagnrýna klúbbinn fyrir að hafa skeljung sem styrktaraðila á sínum tíma og er því ekki að væna hann um mútuþægni enda fáranlegt að halda því fram þar sem enginn vissi fyrir víst hvað gekk á hjá olíufélugunum nema þeirra æðstu menn. Er hinsvegar að gagnrýna olíufélögin hvað það varðar. Þetta er svosem vel þekkt hjá fyrrtækjum að styrkja félagasamtök til að bæta ímyndina og allt gott um það að segja en þetta sem mér finnst olíufélögin hafa verið að gera þarna er komið út fyrir allt slíkt.
Hins vegar finnst mér í lagi að gagnrýna klúbbinn fyrir að sjá ekki ástæðu fyrir að gera neitt núna eftir að búið er að sakfella þessi fyrirtæki. Margar tillögur sem koma til greina og búið er að benda á hér áður. Ætti ekki vera að spurning um að klúbburinn ætti að lýsa vanþóknun sinni á þessum viðskiptaháttum og afþakka stuðning frá þessum fyrirtækjum og beina félagsmönnum sínum annað.
Og þetta með að láta DV um að skjóta og spyrja svo…þá er ekkert óljóst í þessu og ekkert verið að skjóta og spyrja svo. Þessi fyrirtæki frömdu lögbrot og ekkert óeðlilegt að fólk og félagasamtök sem stundað hafi viðskipti við þau endurskoði sinn hug.
Auðvitað á klúbburinn aðallega að beita sér fyrir að menn geti ferðast um landið. Held þó að hann geti gert fleiri en einn hlut í einu og það að eldsneytisverð sé á sem lægstu verði hlýtur að vera ein af forsendunum fyrir ferðalögum.
Maskin
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.