Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › samráð olíufélaga
This topic contains 37 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
31.10.2004 at 00:18 #194755
Hvað segja jeppamenn um nýútkomna skýrslu samkeppnisstofnunar?
Er að vænta viðbragða frá 4×4 í kjölfarið? Er ástæða til að klúbburinn skori á félagsmenn að beina viðskiptum til annarra félaga? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
31.10.2004 at 02:22 #507372
Ég versla alltaf við Atlantsolíu!
-haffi
31.10.2004 at 12:25 #507374Þú segir nokkuð Óli,það er alveg deginum ljósara að ef svona lagað gerðist erlendis, þá væru þessir fyrverandi forstjórar kommnir á bakvið lás og slá.En hérna á klakanum er talað um málið í viku og svo er það gleymt.Það eru engin önnur félög nema Atlantsolía og sem betur fer hafa þeir hrist upp í þessu hvað sem verður.Svo er líka reynandi að þrísta á ríkið að fella niður þessi gjöld sem lögð eru á eldsneyti.
31.10.2004 at 12:30 #507376
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir
Það verður líka spennandi að sjá versu mikið félögin hækka bensínverðið til að vega upp tapið, og hvort þeir hækki allir jafnmikið???
Kv Isan
31.10.2004 at 15:53 #507378Olíufélögin hafa altaf frá því þau fengu frelsi til þess haft verðið eins og hátt og þau hafa mögulega getað. Þessar sektir ættu því ekki að breyta neinu sem slíkar, verðið verður áfram eins hátt og félögin komast upp með.
kv.
Þorsteinn Þ.
31.10.2004 at 18:14 #507380með viðskiptin annað er ekki spurning, en þessar sektir eru allt allt of lágar, ættu að vera í samræmi við brot á virðisaukaskattslögum eða að lágmarki 3 x sú upphæð sem "stolin" er undan, en hugsið ykkur þessir stjórnendur eru búnir að "arðræna" þjóðina og koma svo fram eða sumir þeirra í gervi Hróa Hattar og dreifa bitlingum til almúgans í líki áburðarpoka osfrv á því sem áður hefur verið greitt fyrir með ofurverðlagningu…er nokkuð nema eignaupptaka réttlætanleg hjá þessum mönnum sem hafa mistnotað stöðu sína svona harkalega
31.10.2004 at 18:24 #507382Já mér finnst þetta alveg ótrúlega íslenskt hvernig þetta mál endaði…það er ekkert fjallað um þetta í fjölmiðlum..smá grein þar sem sagt var hvað þeir þyrftu að borga í sekt…en hvað með skaðan sem þetta hafði á okkur?
Ég er svo reiður að mig langar að fá nokkur hundruð jeppamenn á jeppunum sínum og loka á allar innkomuleiðir á allar bensínstöðvar á landinu nema atlantsolíu!
Gera eins og bændurnir á ítalíu og frakklandi gerðu…loka þjóðvegunum =)
kv, Ásgeir
31.10.2004 at 18:26 #507384Hvernig ætli það verði – fáum við hluta af þessum sektum inn á reikninginn hjá okkur ? Það vorum jú við sem vorum rænd af þessum dónum.
Benni
31.10.2004 at 19:32 #507386Mér finnst það ekki spurning að það á að sjálfsögðu að draga alla sem að þessu stóðu til ábyrgðar og þá sérstaklega forstjóranna.
FANGELSA þá og beita þá háum sektum persónulega.
Ég minnist nýlegs dóms sem féll fyrir nokkrum dögum á mann sem hafði svikið undan sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður einhvers smáfyrirtækis virðisauka og staðgreiðslu, mig minnir að hann hafi fengið 1 árs fangelsi og fimmtíu milljón króna sekt.
það mætti refsa olíubarónunum í samræmi við það 300 milljónir í sekt á haus og 3-5 ára fangelsi.
Svo finnst mér að allt tal um að sektin rúlli bara yfir á neytendur og þá eigi ekki að sekta á þeim forsendum,hreinasta bull.
Við höfum val um aðra bensínstöð sem stendur utan við þetta þannig að hinir kæmust ekki upp með það ef þeir ætla að vera með áfram.
Og að lokum vildi ég sjá ÖLL þau fyrirtæki og stofnanir sem brotið hefur verið svo gróflega á eins og raun ber vitni þegar þau hugðust lækka eldsneytiskostaðinn hjá sér fara í mál hvert fyrir sig og krefjast skaðabóta. Til gamans má ímynda sér hvernig þetta mál liti út ef það hefði komið upp í Bandaríkjunum og hversu margar málshöfðanir væru í gangi.kveðja,
Glanni.
31.10.2004 at 20:39 #507388
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Og athugið að það var eiginmaður dómsmálaráðherra sem er yfirdrullusokkurinn! Upphafsmaður alls svindlsins í sæng með dómsmálaráðherra! Einhversstaðar fengju hausar að fjúka, ha.
31.10.2004 at 20:48 #507390Eina verndin okkar er samkeppni (og þá á verði en ekki bara í pylsum, flottum bensínstöðvum og opnunartíma).
Við eigum því að taka krókinn og meira að segja að aka framhjá staðbundnum verðum Orkunar (ath Orkan=Skeljungur=Baugur) og beina viðskiptum okkar til eina aðilans sem er með verðsamkeppni sem er Atlansolía.
Ekki gleyma því að ef ekki nógu margir ,,nenna" að aka eftir ódýrari olíu þá lognast samkeppnin út af (eins og gerðist með samkeppnina í bílatryggingum) og við getum borgað áfram háa samtryggingarverðið.
Ég við líka benda á að skaði samfélagsins af skorti á verðsamkepni er miklu meiri en sem nemur gróða samtryggingarfélaganna þar sem þau hætta að standa á tánum og þróast áfram eins og gerist þar sem er eðlileg samkeppni.
Kaupum ódýra olíu (bensín) þó að sparnaðurinn étist upp á rúntinum í Kópavog/Hafnarfjörð verðlaunin verða bensínstöð í nágrenninu síðar.
l.
31.10.2004 at 20:49 #507392þetta er ekkert annað en þjófnaður að mínu mati og fyrir þjófnað á að beita refsivist,ef þetta hefði gerst í henni Ameríku væri líklega 30 Ára dómur við þessu.
Líklega fá þessir einstaklingar smá skömm í hattinn og sagt að gera þetta ekki aftur,því dómar hafa sýnt það í gegnum tíðina að þeir eru engir ef svona stórir aðilar eiga í hlut.
Persónulega er ég sammála Geira gúrku að gera eins og fransmaðurinn,því jú það var logið að mér og ég tel mig hafa verið hlunnfarinn að ólögmætu Samráði 0líufélaganna eins og þjóðinni allri,
og sem neytanda krefst ég að það verði beitt hárri refsivist innan veggja Dómsvaldsins.
31.10.2004 at 21:19 #507394fáum nokkra franska bændur til að kenna okkur að taka þessa menn til bæna. en við verðum að passa okkur á að rekast ekki óvart á bílana þeira eða að missa likil eftir hliðinn á bílunum þerra ( eða kanski rétt að segja okkar þar sem við erum jú búnir að borga fyrir þá með þessu samráði þeirra )það myndi mér ekki detta til hugar. þó svo að það tíðskist í öðrum löndum að almeningur lætur ekki bjóða sér svona meðferð og tekur til sinna ráða.
31.10.2004 at 21:43 #507396ég var nú að taka olíu á atlandsolíu í gærkvöldi, þar kostaði lítrinn 49.90 kr. Svo burraði ég miklubrautina og sjá að orkann var kominn niður í 49.30? kannski staðbundið verð hjá orkunni, en allavega hefur munurinn á atlandsolíu og örðum minkað mjög mikið. Svo ég get nú ekki sé þetta samkeppnisverð sem þið talið um. Þetta er allt saman sami pakkinn, og það skiptir ekki öllu hvar maður verslar, þetta eru allt saman glæpamenn, þvílík er álagning…
svartsýniskveðjur
Baldur
ps. held við ættum að vetnisvæða bílaflota félagsmanna, og fara svo að rafgreina vatn í eldhúsinu
31.10.2004 at 21:46 #507398Já og hana nú, verslum við ATLANTSTOLÍU.
Kalli.
31.10.2004 at 21:53 #507400Málið er að ef engin atlantsolía væri hér, þá væri ekkert EGO, Orkan, og hvað þessi afsprengi heita með lægri verð, gagngert sett á laggirnar til að keppa við AO.
-haffi
31.10.2004 at 22:07 #507402það má bæta einu við þennan pistil að svona til gamans þá mætti taka hina sem spilað hafa með í þessari samráðs vitleysu, td. Þórólf Árnason og alla hina sem segjast bara hafa verið að hlíða skipunum og binda þá fasta niðrá Ingólfstorgi og fá bíleigendur til að flengja þá með viftureimunum það er svona "gott-vont"………………
kv.
01.11.2004 at 02:33 #507404Ég skal mæta á ingólfstorgið með tímaKEÐJUNA úr scoutinum.
Ég er með nokkrar hugmyndir af hlutum sem við getum gert til að hefna okkar.
Setja sápu í bíla forstjóranna, "óvart" labba með lykil í hendi framhjá bílunum þeirra, skilja eftir gott far af 49" dekki á húddinu, henda eggjum og öðrum matvælum sem auðvelt er að taka útúr ísskápnum heima, stinga hníf í öll dekkin og svo framvegis..gefið ímyndunaraflinu lausann tauminn. Þeir ættu að hafa efni á viðgerðunum enda með nokkrar millur í laun á mánuði sem við borgum. Ef þið sjáið myndir af einhverju svona löguðu á netinu eða í fréttum þá gerði ég það ekki 😉
Hugsið einmitt að ef þetta væri annarsstaðar en á Íslandi hvað þessir menn yrðu lagðir í einelti…af hverju ætti það ekki að vera þannig hérna? Maður leggur andlegan þroska til hliðar í svona málum.
Eigum við að taka okkur saman bara og leigja okkur lögfræðing og fara í mál við þá? Nei við fengjum þá örugglega bara 20.000kr inneign á bensín hjá Esso eða eitthvað álíka grín!
Svefngalsakveðja, Ásgeir
01.11.2004 at 18:54 #507406Þetta er póstur sem mér barst frá fjölda manns í dag:
Olíufélögin stálu af okkur peningum í mörg ár. Það liggur skýrt fyrir í niðurstöðum Samkeppnisstofnunar.
Þeir viðurkenna það – en segja að málið sé fyrnt.
Þeir vilja ekki borga sektir eða skaðabætur- vegna þess að það er svo langt síðan þeir stálu frá okkur.Við getum svarað fyrir okkur.
Það þýðir ekkert að hafa bensínlausan dag. Það er bara rugl því þá verslum við bara meira á morgun.
Við refsum þeim með buddunni og kaupum BARA BENSÍN!
Alveg þangað til þeir hætta að röfla og borga sínar sektir og skammast sín – þá kaupum við BARA BENSÍN.Ekki sígarettur, ekki pylsur, ekki hreinsiefni, leikföng, nammi, mat, hanska, grill né neitt annað, Við kaupum allt slíkt annars staðar.
Hjá olíufélögunum kaupum við
BARA BENSÍN!
EKKERT ANNAÐ!
Þeir finna fyrir því.Dreifðu þessu á þína vini – og stattu við það að kaupa BARA BENSÍN.
Næst þegar þú freistast til þess að kaupa eitthvað annað á bensínstöð en
BARA BENSÍN þá sannar þú orð markaðsstjóra OLÍS sem sagði í samráðinu "Fólk er fífl".
Vilt þú láta hafa þig af fífli? Ef ekki þá kaupir þú BARA BENSÍN.
Almenningur
Félögin sem um ræðir eru:
Skeljungur, OLÍS og ESSO
01.11.2004 at 18:57 #507408Það er mjög greinilegt að það gætir mikils reiði á meðal almennings.
Kveðja.
01.11.2004 at 18:58 #507410
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Versla bara við Atlantsolíu, það hef ég gert síðan þeir komu og mun halda áfram að gera það.
Jónas
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.