This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Hallur Norðdahl 13 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
21.02.2011 at 09:08 #217537
Væri ekki alveg kjörið að bjóða þeim Jeppaspjallsmönnum að koma til okkar aftur og taka þátt í að byggja upp vefsíðu okkar?
Þeir hafa verið að byggja upp sína síður á einfaldan hátt og virðist hún vera þokkalega virk, amk. ekki slakari í virkni enn okkar síða.
Það eru ekki það margir sem eru að braskast í jeppamennsku á skerinum að við þurfum að vera halda út mörgum jeppasíðum.
kv. Atli E.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.02.2011 at 11:24 #720660
Sæll Atli.
Þetta er allt saman í farvatninu, verið er að skoða miklar breytingar á vefsíðu okkar og kemur það allt í ljós í þessari viku hvort og hvernig breytingar verða á vefsíðunni okkar. En til þess að opna spjallið fyrir almenningi þá þar innri vefur okkar að vera sýnilegri og virkari. Innskráning utanfélagsmanna þarf að vera öruggari og meiri upplýsingar sem koma fram. (ath. þetta finnst mér allanvega).
En eins og að framan segir vefsíðumálin eru öll í vinnslu og svo gæti fari ðað skipt yrði alveg um gír og málin sett í annan farveg.Kveðja
Sveinbjörn
21.02.2011 at 12:07 #720662Ef mig misminnir ekki þá var Jeppaspjallið sett á laggirnar í kjölfar þess að f4x4 lokuðu skrifaðgangi að sínu spjallsvæði. Það þótti mér og mörgum öðrum vitlaus ákvörðun.
21.02.2011 at 13:07 #720664Það er bara málið að allt sem kemur að vefsíðunni hjá f4x4.is er rosalega þungt í vöfum, af hverju er ekki hægt að hafa spjallið einfalt og þægilegt einsog jeppaspjall.is.
f4x4.is er ágætis síða svosem enn spjallið er ekki alveg að gera sig
21.02.2011 at 14:17 #720666[quote="sean":2hc24jqx]Það er bara málið að allt sem kemur að vefsíðunni hjá f4x4.is er rosalega þungt í vöfum, af hverju er ekki hægt að hafa spjallið einfalt og þægilegt einsog jeppaspjall.is.
f4x4.is er ágætis síða svosem enn spjallið er ekki alveg að gera sig[/quote:2hc24jqx]Hvað áttu við ?
Spjallið er sett upp á nákvæmlega sama hátt á báðum síðunum, meira segja í sama spjallkerfinu. Ég er notandi að á báðum síðunum og get ekki séð neinn meginmun á þessum tveimur spjallborðum.
21.02.2011 at 14:30 #720668Það sem ég hefði helst viljað sjá, það er að umræðan fari fram á sama spjallinu.
Flest af því sem er sagt hér, er einnig rætt á Jeppaspjallinu. Margt kemur þó fram á Jeppaspjallinu, sem ratar aldrei hingað inn.Ég hef oft viljað leggja orð í belg á Jeppaspjallinu, enn vegna þessa að ég er svo þver, þá hef ég ekki viljað skrá mig inn þar, því þá veit ég að maður hefði snúið sér í ríkara mæli þangað. (kannski ekki mjög gáfulegt, enn mig langar ekki til að sjá þennan vef deyja).
F4x4.is er ágætis vefur og virkar að mörgu leiti fínt, þó svo að maður telji að það megi alltaf laga eitthvað.
Kv. Atli E.
21.02.2011 at 15:37 #720670Sælir
Þegar ákvörðun var tekin um að loka á skrifaðgang aðila utan félagsins var ástæðan einfaldlega sú að ég var búin að lenda í miklum vandræðum með utanfélagsaðila (ekki alla en nokkra) sem voru að skrifa á vefin. Vefur félagsins er á ábyrgð okkar allt spjall sem kemur þar inn hvort sem það er gott eða slæmt eftir félagsmenn eða utanfélagsmenn er á ábyrgð klúbbsins og margir lesa út úr því að þetta sé stefna klúbbsfélaga.
Aðgreining félagsmanna og gesta þarf að vera þannig að auðvelt sé að lesa út strax hvort viðkomansi sé í félaginu eða ekki. Þessi stjórn ákvað í byrjun að ritstýra ekki vefnum, en þess í stað hringdi ég í þá aðila sem fóru út fyrir rammann og bað þá um að laga eða breyta orðalagi á spjallinu. Þegar félagsmenn áttu í hlut var alltaf tekið vel í málið en þegar um utanfélagsmenn var að ræða fékk maður yfirlestur um rétt allra til að tjá sig og allt þetta (síðan var jafnvel skellt á). Þessi vinna var orðin leiðinleg og tímafrek sérstaklega þegar leita þurfi að kennitölum og alkonar upplýsingum (skrifaðgangurinn var kanski 6 ára barn) til að finna út hver væri á bak við spjallið.Þetta átti fyrst að laga áður en vefurinn yrði opnaður aftur, við sem félagsasamtök sem viljum að ríkisstofnanir og ráðherrar hlusti á okkur verðum að passa að garðurinn heima hjá okkur sé þannig útlítandi að mark sé tekið á okkur. Spjallvefurinn okkar er í dag frekar rólegur en nú er verið að vinna að nýjum vef og koma þessum málum í lag, vefurinn verður opnaður aftur fyrir alla sem áhuga hafa á ferðamennsku um landið.
Kveðja
SveinbjörnPs. langt síðan ég hef skrifað svona mikið…….
21.02.2011 at 17:04 #720672Varðandi aðgreiningu á félögum og utanfélagsmönnum þá er það þannig á spjallborði BMWKrafts að meðlimir eru með feitletrað notendanafn. http://www.bmwkraftur.is/spjall
21.02.2011 at 17:34 #720674Það er merkilegt að einhverjir líti á það sem dónaskap og mannréttindabrot að hver sem er fái ekki að skrifa á vef einhvers félags úti í bæ. Mér finnst bara alls ekkert athugavert við að félag eins og F4x4 loki á aðra en þá sem greiða árgjöld til félagsins. Hluti ávinningsins sem felst í því að vera í félaginu felst meðal annars í því að fá að skrifa á spjallvefinn.
21.02.2011 at 17:36 #720676T.d þetta með að breyta/eyða auglýsingum alveg óþolandi að geta ekki haft þennan möguleika fyrir hendi, svo þetta að hafa þínar uppl. og aðgerðir til hliðar einsog er á jeppaspjall.is (þægilega sett upp hjá þeim)
[quote="AgnarBen":1edj7rl4][quote="sean":1edj7rl4]Það er bara málið að allt sem kemur að vefsíðunni hjá f4x4.is er rosalega þungt í vöfum, af hverju er ekki hægt að hafa spjallið einfalt og þægilegt einsog jeppaspjall.is.
f4x4.is er ágætis síða svosem enn spjallið er ekki alveg að gera sig[/quote:1edj7rl4]Hvað áttu við ?
Spjallið er sett upp á nákvæmlega sama hátt á báðum síðunum, meira segja í sama spjallkerfinu. Ég er notandi að á báðum síðunum og get ekki séð neinn meginmun á þessum tveimur spjallborðum.[/quote:1edj7rl4]
21.02.2011 at 18:31 #720678[quote="ssjo":1ghtopa4]Það er merkilegt að einhverjir líti á það sem dónaskap og mannréttindabrot að hver sem er fái ekki að skrifa á vef einhvers félags úti í bæ. Mér finnst bara alls ekkert athugavert við að félag eins og F4x4 loki á aðra en þá sem greiða árgjöld til félagsins. Hluti ávinningsins sem felst í því að vera í félaginu felst meðal annars í því að fá að skrifa á spjallvefinn.[/quote:1ghtopa4]
Það er kannski ekkert eftirsóknarvert að skrifa á vefinn ef enginn les það eða svara manni þegar maður spyr einhvers.
Ég skil samt mjög vel þau sjónarmið að óviðeigandi skrif eiga ekki rétt á sér á heimasíðu félags sem vill láta taka mark á sér í hagsmunabaráttu.
Fannst þetta t.d. mjög athyglisverð viðbrögð við þeim skoðunum sem ég hef/hafði á þessum málum: [url:1ghtopa4]http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=12&t=3540&sid=d1c0aa8f54dbe7ec18d807d7c3841b48[/url:1ghtopa4]
kv.
Atli E.
21.02.2011 at 20:40 #720680Er ekki bara ágætt að menn geti valið um fleiri en eitt spjallborð til að skiptast á skoðunum? Það kann svosem að vera að með tilkomu jeppaspjallsins hafi orðið eitthvað minna um að vera hér, en það getur gengið í sveiflum. Spjall klúbbsins deyr ekkert þó það komi tímabil sem það er rólegra. Svo eru náttúrulega ýmsir sem virðast hafa horn í síðu klúbbsins og besta mál að þeir hafi vettvang.
Sjálfsagt eru ýmsar hliðar á þeirri ákvörðun að loka fyrir skrifaðgang utanfélagsmann en líklega var þörf á því á þeim tíma. Hins vegar held ég að það væri mikið óráð að opna fyrir skrif nafnleysingja, nauðsynlegt að menn þurfi að koma fram án grímu.
Kv – Skúli
22.02.2011 at 10:21 #720682
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
[quote="SkuliH":2gv8orx8]Það kann svosem að vera að með tilkomu jeppaspjallsins hafi orðið eitthvað minna um að vera hér[/quote:2gv8orx8]
Það varð minna um að vera hér af því að skrifaðgangi á utanfélagsmenn var lokað, þessvegna varð jeppaspjall til og þangað fóru bæði þeir sem eru ekki félagar í 4×4 og þeir félagar 4×4 sem hafa áhuga á áliti frá öðrum en bara þeim sem hafa borgað félagsgjald í 4×4…. eins og t.d. ég
Kv.
Óskar Andri
22.02.2011 at 10:39 #720684Ég vil nú meina að það séu tvær ástæður fyrir því að hér er lítið um að vera. Annarsvegar vegna þess að lokað var á utanfélagsmenn ( og allt barnalands vælið hvarf héðan um leið ), og hinsvegar einfaldlega vegna kreppunnar. Stór hluti manna hafa bara ekki efni á þessu sporti lengur.
Það að allt barnalandsvælið hvarf héðan og virðist heldur ekki hafa flust yfir á jeppaspjallið, hlýtur að þýða að þessir tveir hópar eigi í einhverjum samskiptaerfileikum…
kv
Rúnar.
22.02.2011 at 12:53 #720686Eru þetta tveir hópar??
Það er náttúrulega fyndið að hugsa um einhverjar sameiningar en klárlega hefur lokunin á utanfélagsmenn haft verulega neikvæð áhrif á spjall f4x4.is. Það krefst hvorki samninga um sameiningar eða nokkura aðra samvinnu að breyta f4x4.is í það spjall sem lagt var upp með með því einu að heimila utanfélagsmönnum að spjalla. Hinsvegar er ég sammála því að aðgengi sé takmarkað þannig að raunveruleg kennitala liggi að baki og þannig tjái menn sig ekki nafnlaust.
Kv Jón Garðar
22.02.2011 at 21:13 #720688Mér finst ekkert að því það séu fleiri síður um jeppamensku maður bara vellur og hafnar hvað maður vill vera ( Mér líst vell á Getrauna spjallið mér finst að vð ættum að taka það upp eins og líka jeppinn minn svo við getum dásamað þessar jeppa tíkur okkar ? )
KV,,,,, MHN
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.