Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Sambyggðir driflásar
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Haukur Gunnarsson 17 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.10.2007 at 10:20 #201067
Góðir gestir
Eru einhverjir sem hafa reynslu af því að setja þessar læsingar í jeppana sína.
Hér á ég við t.d. Electrac frá Tractech og Ected frá Auburn Gear.
Þessum lásum er lýst á hinum frábæra Snjójeppavef Guðmundar JónssonarKveðja
Haukur
Snjójeppavef Guðmundar Jónssonar -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.10.2007 at 20:48 #601464
Hvað ertu að pæla í, hvort að ísetningin sé eitthvað erfið eða þá bara hvernig þeir reynast í notkun.
Einn félagi minn , Jói, er með svona electrac í Dana44 afturhásingunni sinni og hann er mjög ánægður með hann. Hann læsir honum reyndar ekki mjög oft því að torsen lásinn er í raun betri til hins venjulega fjallaakstur en þó læsir hann honum til að redda sér úr festum.
Ég var sjálfur að pæla í Ected lásnum, en ég er eiginlega hættur við hann útaf því að ég ætla að nota þetta að framan hjá mér og er ekki ánægður með að fá diskalás í framhásinguna vegna þess að akstur í hálku mun ekkert batna, miðað við núverandi ástand (soðið). Frekar fæ ég mer truetrac.
Það er hætt að framleiða electrac, samkvæmt einhverju sem ég las síðasta sumar, þannig að það er um að gera að næla sér í svoleiðis lás áður en þeir verða uppseldir.
Ected á að vera mjög góður og læsa alveg 100%, ég væri til í svoleiðis lás að aftan hjá mér :). Þú getur lesið allt um hann hérna
[url=http://Eaton%20Ected%20locker:2pq2kcq0][b:2pq2kcq0]www.4x4rockshop.com/scripts/prodView.asp?idproduct=11615)[/b:2pq2kcq0][/url:2pq2kcq0]
Eitt enn, það þarf víst að vanda sig mjög við ísetningu á electrac lásnum til að þetta fúnkeri vel… menn í USA hafa verið í vandræðum að fá hann til að læsast en það var vegna lélegrar uppsetningar í flest öllum tilfellum.
Vona þetta hjálpi þér eitthvað.
kv
Gunnar
31.10.2007 at 00:18 #601466Takk fyrir þetta Gunnar.
Veistu hvar þetta fæst og hvort þetta stenst verðsamanburð við aðrar lausnir, svo sem ARB.Kv
Haukur
31.10.2007 at 10:31 #601468Þetta fæst nú varla hér á landi, nema láta Bílabúð benna eða eh panta það fyrir sig.
Verðmunurinn er sirka 100 – 200 $ ódýrara en ARB lás.
Síðan er ég nú ekki mjög hrifin af arb lásum sérstaklega vegna þess að allar þessar pínkulitlu og veiku loftslöngur eiga það til að gata sig…..
Hérna heima kostar ARB lás einhvern 110 þús kall hjá Arctic…….. fáranlegt, kostar úti 730$ sem er sirka 45 þús kall…. Talandi um okur hjá okkur hérna heima.
Mig minnir að electrac lásinn hafi kostað 600$ og síðan ected á 600 líka. Það þarf engan annan búnað heldur en þessir lásar koma með. Í arb þarftu loftdælu.
Annars er ARB lásinn töluvert betri í hálku skylirðum heldur en þessir sambyggðir lásar þar sem þeir eru alltaf eitthvað læstir.
Ég held electrac lásinn sé til hjá þessum
[url=http://reiderracing.com/electrac.htm:1ondzdrh][b:1ondzdrh]Reider Racing[/b:1ondzdrh][/url:1ondzdrh]Ected lásinn fæst í mjög mörgum búðum úti… bara googla auburn ected og þú færð fullt af búðum.
Einnig hægt að fá þetta á ebay.
kv
Gunnar
31.10.2007 at 11:05 #601470Ég fór og skoðaði þetta og sá þettja hjá Randy’s Ring and Pinion. Þeir segja að það sé hætt að framleiða þetta og hjá þeim kostar þetta $920 en það er fyrir D60. En það er örugglega hægt að fá þetta ódyrara annars staðar. Endilega láta vita ef þið finnið þetta ódýrara einvern staðar. Að vísu hef ég rekist á þetta ódýrara en þá var sagt að það væri fyrirhlutfallið 3.72 ( að mig minnir) og niður. En hjá Randy er þetta 4.56 og upp. Þarf kannski að hafa þetta í huga.
Slóðin. Kann ekki að setja hana inn almennilega og finn ekki leiðbeiningar um hvernig á að gera það.
http://www.ringpinion.com/Search_Result … e=Electrac
31.10.2007 at 11:41 #601472ARB lás í D44 kostaði um 80 kall hjá Benna seinast þegar ég tékkaði
31.10.2007 at 12:45 #601474Það er hægt að fá þetta hér á þessum link og fleira
held verðinn séu í sangjörn
http://www.quadratec.com/categories/jeep_driveline/kv,,, MHN
31.10.2007 at 18:23 #601476Það er spurning hvort að allt það sem er á meðfylgjandi mynd sé með í þeim pakka. Ég hef ekki rekist á þetta langt undir $1000 þegar allt er í pakkanum.
http://www.differentials.com/images/pho … 01_BIG.jpg
31.10.2007 at 18:48 #601478Jú þetta á allt að vera meðfylgjandi, því allt verður þetta að vera til að þetta virki.
Þetta er ekki eins og arb platið.. hihi.. vá hvað ég er sár út í arb… nei nei fínn lás bara of dýr og of margir hlutir sem geta bilað fyrir minn smekk
k kv
Gunnar
31.10.2007 at 20:10 #601480Bara ef maður gæti keypt gamla góða nospin í þetta japanska dót td eins og í pattan á framan, mjög einföld læsing og klikkaði aldrei, þótt þær séu frekar grófar þá eru þær fínar að framan.
31.10.2007 at 20:45 #601482ARB er náttúrulega nokkuð sem er orðið þrautreynt og nokkuð öruggt fyrirtæki á bak við pródúktið, svona miðað við aftermarket dót yfirleitt. Tek undir það sem fram kom hér ofar að slöngurnar, sem fylgja ARB eru varla nógu öruggar. Menn hafa verið með ýmsar leiðir til að minnka hættuna á að þær fari í sundur og fari að leka. Ein er sú að setja gasslöngu utan um plastið þar sem mest reynir á, þ.e. frá hásingu og upp í grind. Ég hef sjálfur orðið fyrir því að slanga slitnaði hreinlega vegna ísingar, var þá í krapatúr og óþverrinn fraus. Það er situation sem flestir þekkja sem hafa eitthvað að ráði flækst í slíkum skilyrðum. Eftir það varði ég slöngurnar með þessu móti og tjónaði þar ekki eftir það, en auðvitað er ekkert til sem heitir öruggt í þessu.
31.10.2007 at 21:07 #601484Valkvæðir lásar eru náttúrulega algjör snilld en menn ættu líka að skoða Torsen. Ég er með þannig í Blazer K5 og hún kom mér skemmtilega á óvart.
31.10.2007 at 21:22 #601486Voru þessir lásar ekki að koma betur út en það að það var hætt við að framleiða þá. Hver ættli ástæðan sé fyrir því. Virkuðu þeir ekki nógu vel í grjótinu í USA?
However, since Eaton recently purchased Tractech, one of the first things they did was discontinue the Electrac so that’s no longer an option.
http://www.colorado4x4.org/vbb/showthread.php?t=74414En á þessari síðu er allavega gott úrval af þessum lás og í mismunandi hásingar. Ekki skemmir verðið fyrir ef þetta er eins og Gunni segir að allt sé inni í þessum pökkum þeirra.http://store.summitracing.com/egnsearch … 400949+115
Og svo er einn hérna sem er ekki par hrifinn af þessum lás. Segir í raun að þetta sé algert drasl en hann er að vísu að leika sér að steinum þannig að það er svolítið annað en snjórinn hérna heima. En enga að síður í lagi að renna í gegnum þetta.
http://jeephorizons.com/phpbb/viewtopic.php?t=254
31.10.2007 at 23:11 #601488Þetta hljómar vel.
Ég er með 8,8" Ford að aftan og Dana 44 framan. Held ég panti mér jafnvel svona græju. Þessar læsingar virðast hafa mjög góða eiginleika í akstri og auk þess hægt að handstýra þeim með rofa.
Verðið virðist líka vera nokkuð gott.
Vitið þið um eitthvert verkstæði sem hefur reynslu í að setja þessar týpur í?Þakkir og kveðja
Haukur
31.10.2007 at 23:20 #601490Ertu þá að tala um Electrac,
Ef svo er þá hefur Guðmundur hjá G.J. Járnsmíði sett slíkan í Dana44 hásingu með góðum árangri. Hann er mjög vandvirkur og áreiðanlegur.
Síminn hjá honum er 564 2195 ,
Sá og hinn sami sem samdi Snjójeppavefinn fræga sem þú minnist á hér í upphafi.kv
Gunnar
01.11.2007 at 09:04 #601492Takk fyrir þetta. Best ég bjalli í hann. Hann getur þá kannski sagt mér hvernig þetta hefur reynst og hvort einhverjir gallar eru á þessu. Mér sýnist að virkni þessara læsinga sé mjög góð.
Vildi gjarna heyra frá fleirum sem hafa prófað þetta eða hafa skoðanir á læsingum.
Ég tek fram að ég skoða ekki No-spin þó þær séu sterkar og virki vel. Ég nota bílinn líka í venjulegan akstur og vil ekki fórna aksturseiginleikum mikið.
Kveðja
Haukur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.