Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Samanburður á 38" bílum?????
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Guðmundsson 14 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.02.2010 at 04:35 #210446
Sælir kæru félagar..
maður er alltaf að spá og spekulera í nýjum jeppum eins og gengur og gerist;)
nokkrir bílar sem að mig langar að forvitnast um….hefur eithver reynslu af:
L200 á 38 tommu, sjálfskiptum 2003-2005 model?
Landrover Diskoveri 38 sjálfskiptum 2001 model“???
NIssan Navara/doubel cab á 38?? 2001-2003model
Væri gaman að fá eithver svör, hvort að eithvert vit er i þessum bílum????
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.02.2010 at 19:30 #681156
Disco er á heilum hásingum að framan og aftan, klár kostur þegar um fjallaferðir er að ræða. Er hann ekki einnig traustari heldur en hinir miðað við styrk á drifbúnað.
Ekki það að ég hafi átt svona bíla, reyndar átti félagi minn nissan double cab 36" , þar var klafafjöðrunin til trafala. semsagt þegar hann fjaðraði saman varð hann að jarðýtu..k kv
Gunnar ingi
03.02.2010 at 22:51 #681158
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Enginn þessara bíla er kannski fyrsta val fyrir 38" í augum margra, en það er allt í lagi.
Discovery: Heil framhásing er vissulega kostur, auðveldar breytingar og gerir þær fyrirsjáanlegri en annað. Þori ekki að fara með hvernig rafkerfið hefur staðið sig í Disco-inum, Bretinn hefur átt það til að klikka þar.
L200: Sjálfskipting tekur nokkur folöld, annars eru þetta furðu seigar dósir. Frekar léttir og alls ekki slæmir bílar þannig séð. Minnir að framöxlarnir útí naf séu ekkert sérstaklega "Heavy Duty". Kannski er til fix við því.
Navara: Mig minnir að Dana44 framdrif sé gjarna partur af "standard" breytingapakka fyrir þennan bíl(gæti verið vegna þess að það fáist ekki hlutföll í original drifið). Annars getur hann vísast komið ágætlega út á 38".
kkv
Grímur
03.02.2010 at 23:06 #681160Enginn þessara bíla er kannski fyrsta val fyrir 38" í augum margra, en það er allt í lagi.
þetta svar vildi ég fá:) heehehe
ég var með 90 cruser og var ekki ánægður með hann, langar i Patrol en er SKÍT hræddur við mótorana í þeim… túrbínu og olíverk þar að seigja, ég þekki 2 sem að hafa farið mjög ýlla út ur bilunum í 2,8 og 3 litra patta móturum og þess vegna er maður svona að skoða hvort að það er eithvað annað i boði á því verði sem að maður ræður við…
er að skoða 2-3milljon krona bíla..
04.02.2010 at 00:58 #681162Ég er með patta 91 38" sem er ekinn ekki nema 347.000 og búið að fara einu sinni í uppgerð á vél, ég er mjög sáttur.
:O)kv. Kalli
08.02.2010 at 02:35 #681164eg mundi taka discovery vegna drifbúnaðar en vél gæti orðið til trafala nema búið sé að bæta úr því, l200 er ágætur hef ferðast mikið í þannig bíl beinskiptum (reyndar með milligír) og kom vissulega á óvart, hinsvegar er navaran fallegur bíll og skemmtilegur nema maggi magnum var að missa vélina í sínum (þrátt fyrir að henni hafi verið vel við haldið) og er hann á að ég held 06 árg, að öðru leyti skilst mér að navaran sé flottur kostur, ég mundi ráðleggja þér að tala við Magga Magnum
þetta eru mín 2 sent
Kv Davíð K
08.02.2010 at 18:47 #681166Nú er ég forvitinn, hvað er það sem þér líkar illa við í 90 Cruisernum?
Ég er nú ekki á 90 cruiser sjálfur en hef alltaf rennt til hans hýru augakv
Addi
08.02.2010 at 19:01 #681168[quote="Addi_Sig":35qanb63]Nú er ég forvitinn, hvað er það sem þér líkar illa við í 90 Cruisernum?
Ég er nú ekki á 90 cruiser sjálfur en hef alltaf rennt til hans hýru augakv
Addi[/quote:35qanb63]
er sammála hvað er málið
08.02.2010 at 19:16 #68117090 cruserinn sem ég átti var snilldar keyrslubíll og fór rosalega vel með farþega og rúmgóður og flottur…
stærsti gallinn- Klafar,…,…… ruddi á undan sér oft i tiltörlega góðu færi meðan að aðrir bílar voru ekki einu sinni að draga kúlu.
klafarnir fjaðra ekki neitt og er hann mjög hastur að framan.
lítil dryfgeta nema þetta sé læst að framan og aftan. ég var bara með rafmagnslása og þeir virkuðu aldrei þegar ég þurfti á þeim að halda.en þetta var það sem að böggaði mig mest…
ef ég fyndi 90 cruser með hásingu að framan og loftlása í báðum hásingum myndi ég kaupa hann!
08.02.2010 at 19:40 #681172en hvernig breittan cruser varstu með?
08.02.2010 at 19:50 #681174
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
[quote="hraðfari":2twvqjdz]eg mundi taka discovery vegna drifbúnaðar en vél gæti orðið til trafala
Kv Davíð K[/quote:2twvqjdz]
ég á discovery 300tdi 98árg keyrðan 417 þús ekkert gert við vél nema skipta 3 um tímareim og einu sinni vatnsdælu ekkert átt við drif eða kassa skipt um kúplingu í 414 þús
09.02.2010 at 00:36 #68117638 tommu mudderum,… 98módel.. 3 litra beinskiptur..
en eg viðurkenni það fúslega að þetta er best breytti aukstursbill sem ég hef prufað
geðveikt að keyra þetta…en fýlaði hann ekki a fjöllum!
svo þegar maður var buinn að vera í 1-2 daga a fjöllum voruoftast klafarnir orðnir klammaðir af ís og þá fjaðrar hann nákvamlega ekkert, kannski var það rangt af mer að seigja her að ég fýlaði ekki bilinn, réttast væri að seigja að eg fylaði ekki klafa bíla..-Binx
09.02.2010 at 00:43 #681178það á ekki að selja sona bíla bara að laga gallan og halda áfram að keira er setja hásingu undir minn ,var að setja intercooler og tölvukupp og ég mæli með þvi það er ekkért smá sem bíllin breitist í torki og hp
09.02.2010 at 00:57 #681180lýst vel á þig…
djöfull væri ég til i að prufa hásingarbíl, hva módel er þinn???
-Binni
09.02.2010 at 17:11 #681182heirðu hann er 97
09.02.2010 at 17:12 #681184svo ertu að skoða Navöru og L200 sem eru klafabílar………………….
Kv, Kristján
Patrol er eina vitið
09.02.2010 at 18:01 #681186þetta er findið haha
09.02.2010 at 23:12 #681188navaran sem eg var að skoða er kominn með hásingu…
09.02.2010 at 23:14 #681190Sæll Brynjar;
Þú nefnir Nissan Navara 2001 – 2003. Sá bíll er svokölluð D22 týpa og var í framleiðslu 2001 – 2005 en þá tók D40 bíllinn við, 174hp og 400+ Nm í tog, og er það kraftmeiri, rúmbetri og skemmtilegri bíll. Það komu 3 vélar í D22 bílnum þ.e.a.s. tvær dísil vélar og ein bensínvél. Allir beinskiptir. Ég er með 2003 árg. af bíl og með brothættu vélinni YD25DDTi ,133hp og 304Nm tog, en hún stimplar sig út og á 4-ða cylender vegna lélegrar smurningar á legubotnum og einnig eru stimpilboltarnir viðkvæmir. Svo er mér sagt að turbínurnar séu nokkuð viðkvæmar. Þú getur lesið allt um þetta á [url:2n525kfz]http://www.Nissan-Navara.net[/url:2n525kfz]
Annars eru þetta eyðslugrannir og þægilegir bílar á 38". Minn er að eyða ca. 12 á hundraðið í blandaðri-langkeyrslu. Ég er á orginal hlutföllunum 4.63 og orginal diskalæsing að aftan, rafmagn að framan. Þurfa klafasíkkun og boddyliftu en vilja setjast á magann. Ástralinn er búinn að framleiða 5.13 hlutfall í þessa bíla, sjá [url:2n525kfz]http://www.4x4parts.com.[/url:2n525kfz] og margt annað sniðugt.Kv. Magnús G.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.