This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Hafþór Atli Hallmundsson 17 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Þá er það að koma á hreint að það megi gera bíla upptæka
fyrir vítaverðan akstur + góða sekt, kemur svosem ekki á óvart.
Eru mun fleiri sem styðja það nú en áður og hafa menn
verið að tala um að tekjutengja sektir við laun + sektarskali
fyrir þá sem eru ekki á launum og jafnvel setja á sakavottorð.
Ekki mundi ég vilja vera með sakavottorðið fullt af sektum og
eiga það á hættu að verið stungið inn í nokkrar vikur fyrir
umferðalagabrot og bílnum fátækari. Þessar umræður hafa verið í næturútvarpi síðustu nætur og Fréttablaðið birti
grein um þennan hraðakstur í dag, löndin í kringum okkur hafa tekið mjög hart á þessu og hefur það skilað árangi, má nefna dæmi í Noregi þar sem sektir við ölvunarakstri eru tekjutengdar frá nokkrum tugtþúsunda upp í milljónir og þá oftast tekin
eins mánaðarlaun í sekt.
( Sumum getur fundist þetta röklaus þvættingur en svo er ekki . )
kv,,, MHN
You must be logged in to reply to this topic.