Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Sakavottorð
This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Hafþór Atli Hallmundsson 17 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.03.2007 at 16:03 #200031
Þá er það að koma á hreint að það megi gera bíla upptæka
fyrir vítaverðan akstur + góða sekt, kemur svosem ekki á óvart.
Eru mun fleiri sem styðja það nú en áður og hafa menn
verið að tala um að tekjutengja sektir við laun + sektarskali
fyrir þá sem eru ekki á launum og jafnvel setja á sakavottorð.
Ekki mundi ég vilja vera með sakavottorðið fullt af sektum og
eiga það á hættu að verið stungið inn í nokkrar vikur fyrir
umferðalagabrot og bílnum fátækari. Þessar umræður hafa verið í næturútvarpi síðustu nætur og Fréttablaðið birti
grein um þennan hraðakstur í dag, löndin í kringum okkur hafa tekið mjög hart á þessu og hefur það skilað árangi, má nefna dæmi í Noregi þar sem sektir við ölvunarakstri eru tekjutengdar frá nokkrum tugtþúsunda upp í milljónir og þá oftast tekin
eins mánaðarlaun í sekt.
( Sumum getur fundist þetta röklaus þvættingur en svo er ekki . )
kv,,, MHN -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.03.2007 at 17:47 #586636
ég allavega er sammála þessu með tekjutengdar sektir, en að gera bílana eða hjólin eða hvað á við í hverju tilfelli þá er það brot á mannréttinda sáttmálanum og þeir þurfa að breyta stjórnarskrá til þess að geta átt einhvern séns í þetta.
lifið heil
30.03.2007 at 18:35 #586638Ég er feginn að Maggi minn ágjæti vinur sé ekki í stjórn þessa lands!!!!!!!!!!!! það er nú nógu slæmt þó það sé ekki hirtur af manni bíllinn í hvet skipti sem að maður fer heim til sín nú eða í vinnuna !!
Maggi minn sýndu nú smá skilning.
kv :Kalli nærrilöglegi
30.03.2007 at 20:22 #586640Það má taka harðar á hraðasektum. Þeir sem eru uppvísir af ovsaakstri er sjálfsagt mál að gera bíla upptæka á meðan viðkomandi er ekki með prófið. Ef menn eru teknir ítrekað fyrir hraðakstur þá finnst mér í góðu lagi að láta þá dúsa inni í nokkra daga+sekt. Eitthvað þarf að gera til að spórna við þessum hraða á götum landsins. Slys hafa verið alltof tið og meðan ekki þýðir að sekta þá þarf að grípa í þær aðgerðir sem skila vonandi árangri. Þeir sem eru hræddir að missa ykkar bíla ættuð að hugsa um það áður en akstur hefst og aka hægar.
Kv
Þórður Ingi
31.03.2007 at 12:30 #586642þetta með að gera bíla og hjól upptæk er ekki eitthvað sem menn búast við að verði notað eitthvað að viti, þetta er aðalega fyrir menn sem brjóta síendurtekið af sér og þá alvarlega (munum að í dag telst það glæpur að vera 5km/klst yfir hámarkshraða)
Reyndar er mesta þvælan í þessu öllu að það varðar sviptingu ökuleyfis að vera tekinn á tvöföldum hámarkshraða…. mér persónulega finnst 30Km/klst ekki sviptingarsök, já eða 60km/klst (vistgötur með 15km hámark og svo þessi vinsælu 30km hámarka hverfi sem eru útum allt)
31.03.2007 at 13:08 #586644Það á vel rétt á sér að svifta menn prófinu ef þeir aka á eru á tvöfödlum hraða. Því harðar sem tekið er á þessu þá verður kannski til einhver umferðamenning hér. Hækka sektir og vera duglegri í að svifta mönum prófi mæli ég eindregið með.
31.03.2007 at 17:57 #586646Getum við ekki sammælst um að ef fólk vill nota bíla sem leikföng eða keppnistæki, sé hin almenna umferð ekki rétti vettvangurinn fyrir það. Best er að til séu sérstök svæði í því skyni. Er ekki eðlilegt að áhugamannasamtök í þeim greinum útvegi sér land til þess og komi sér upp aðstöðu til þeirra hluta með eða án aðkomu sveitarfélaga. Kannski gæti það orðið þáttur í því að auka umsvif í einhverju sveitarfélagi utan höfuðborgarsvæðisins að bjóða land til slíkra nota? – Í sambandi við hraðamörk eru sektir og ökuleyfis- eða ökutækjasvipting ekki kannski markmið í sjálfu sér heldur hitt, að hægt sé að koma á sem almennastri viðhorfsbreytingu gagnvart áhættuhegðun í akstri. Sem betur fer er allur fjöldinn þannig stemmdur að vilja fara eftir skynsamlegum reglum varðandi umferð og umferðarhraða. Það er hinsvegar hættulegur minnihluti, sem þarf alltaf að fara út á ystu brúnir í sinni hegðun, í umferð sem annarsstaðar í mannlegu samfélagi. Gagnvart þeim gilda vafalaust ekki önnur úrræði en stórar sektir og sviping ökuleyfis og jafnvel ökutækis í sumum tilvikum. Lagákvæði um slíkt þurfa þó að vera mjög ströng og ekki gripið til slíks nema í alverstu tilvikum. – Hinsvegar er alveg augljóst að sá stóri meirihluti, sem alla jafna ekur með viðeigandi gætni og fyrirhyggju er ekki mjög sáttur við smámunasemi við umferðareftirlit og hraðasektir. Það er líka óþolandi, að litið sé á umferðarsektir sem tekjulind og í raun andstætt öllum almennum reglum um mannréttindi sem í gildi eru í okkar heimshluta. Hvað þá ef hraðasektir eru notaðar sem tekjuauki fyrir löggæslumenn. Slíkt ætti ekki að þekkjast, þótt svo kunni að vera tíðkað einhversstaðar.
04.07.2007 at 03:25 #586648Er bara rugl.tekjutengdar sektir er rugl líka. bara fá fólk til þess að hugsa sinn gang….ég missti prófið ég fýlaði það ekki nú eftir að ég mátti ekki keyra fór ég að hugsa sat í bílum með félöum mínum og mér leið engan veginn vel þeir keyrðu eins og andskotinn. hver nennir að sitja í bíl og vera út um allt?ekki ég en þú?…ég keyri mun rólegra núna þótt ég keyri á 70km á 50km svæði og 110km á 90km svæði sem ég kalla bara öruggan akstur ef þú getur focusað þér af því sem þú ert að
gera = KEYRA!.ekki tala í símann eða éta pylsu á beingíraða 44" tröllinu eða á lowprofile dekkjunum sem bíllinn rásar á eins og skopparabolti í vegförunum…..ég er hlyntur prófmissinum og það er nóg annars getur syslumaður tekið númerin til sín í geymslu enn ekki 10milljónkrónu eign þína! þú keyrir á þínum hraða innan skynsamlegra marka á skynsamlegum stöðum…Adam sportbíla,fólksbíla,jepplinga og jeppaeigandi.
04.07.2007 at 21:15 #586650Sæll Adam sportbílafólksbílajepaeigandi.
þessar skoðanir þínar eru góðar og gildar (nema þú ert kannski svolítið seinn að koma með þær) en auðvitað eiga allir að keyra eftir aðstæðum I(sem flestir gera ekki, sumir of miklir töffarar til að keyra á 50 km/h á 70 km/h svæði) og ég tala nú ekki um ákveðinn flokk sem kaupa sér ákveðna bíla að mér sýnist eigöngu til að ná í píur og rúnta miðbæinn og sýna sig og sína bíla sem þeir eiga að gera því það höndla flestir laugarvegshraðann, en þegar komið er á eins og miklubraut og farið að tala um "stóra bíla" eins og bmw, benz, stærri gerðirnar og ég tala nú ekki um stærri öfluga sportbíla og menn eru farnir að spyrna þessu og gefa langt um getu sína sem sem betur fer endar oftast með að einhver vinnur og er svaka flottur og hinn ekki alveg jafn flottur en flottur samt og allir komast heilir heim, það er þegar (og já ég meina þegar) slysið verður , stjórnin fer og bíllinn þinn eða annars yfirbugar þig þá er voðinn vís!! það er útaf þessu Þegar sem ég tala um að löggan og yfirvöld eiga að láta á sér bera því margir hafa misst lífið út af vankunnáttu og vanstjórn á bílnum! það að keyra á 70 í 50 svæði og 110 í 90 svæði er hrein heimska því þessar hraðatakmarkanir eru settar með tilliti til getu ökumanna að hafa stjórn, hvort sem er á 44" súperofurtrukk eða freeway Benzanum sem "er gerður til að fara hratt" trukkurinn hefur það framm yfir "benzann" að hann er breyttur á íslandi með tilliti til íslenskra aðstæðna (að mestu á fjöllum en samt mörgu leyti á íslenskum vegum) en það er freewayBenzinn ekki gerður! hann er hannaður fyrir hraðbrautir þar sem ástand vega er svo alllt annað en hér á íslandi!
en svo með að taka hald á ökutæki finnst mér út í hött!!
en launatengdar sektir finnst mér ágætis hegning fyrir þá sem hafa efni á 6 milljón króna benzanum með auka tuning pakka því það hljómaði vel og kostaði aðeins milljón!!! þeir sem hafa efni á öllu ættu að geta borgað jafnmiklar sektir og aðrir og ættu að fá að finna fyrir veskisþyngdartapi eins og allir hinir!!!!
ég styð að byggð verði æfingarbraut (eins og ég heyrði um árið) þar sem hægt er að prófa sjálfann sig sinn bíl og jafnvel kvartmílur og allt í vernduðu umhverfi og ströngu eftirliti!!!
Kv Davíð fólksbíla og jeppabílaeigandi og ávalt á dólinu:D
05.07.2007 at 00:18 #586652Sælir.
Ég er búinn að vera að lesa mig hratt í gegnum umferðalögin, þ.m.t. þessi nýju og ég sé ekkert um að það sé hægt að gera ökutæki upptækt. Er eitthvað hæft í þessu? Ég er að heyra allskonar sögur en enginn virðist hafa neitt fyrir sér í þessu.
Annað mál.
Ef það á að gera bíla upptæka, hvað gerist ef ég er á lánsbíl?
–
Er enginn munur á 100.000kr bíl og 50.000.000kr tæki?
–
Hver fær peninginn?–
Þetta er bara eitthvað sem ekki gengur upp.
05.07.2007 at 02:13 #586654Umferðarlög nr. 50/1987
[107. gr. a. Þegar um stórfelldan eða ítrekaðan ölvunarakstur er að ræða, sem ekki fellur undir 2. mgr. þessarar greinar, stórfelldan eða ítrekaðan akstur manns sem sviptur hefur verið ökurétti eða manns sem ekki hefur öðlast ökuréttindi, stórfelldan eða ítrekaðan hraðakstur eða akstur sem telst sérlega vítaverður að öðru leyti má gera upptækt vélknúið ökutæki sem ökuskírteini þarf til að stjórna og notað er við brotið nema það sé eign manns sem ekkert er við brotið riðinn. Við sömu aðstæður og með sömu skilyrðum má gera upptækt vélknúið ökutæki sem ökuskírteini þarf til að stjórna og er eign þess sem hefur framið brotið, enda þótt ökutækið hafi ekki verið notað þegar brotið var framið.
Gera skal ökutæki upptækt þegar eigandi þess hefur verið dæmdur sekur eða gengist undir refsingu vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna eða undir áhrifum áfengis sem hefur í för með sér sviptingu ökuréttar og vínandamagn í blóði er 1,20? eða meira eða vínandamagn í lítra lofts sem hann andar frá sér nemur 0,60 milligrömmum eða meira, og viðkomandi hefur tvisvar síðustu þrjú árin fyrir brotið verið dæmdur sekur eða gengist undir refsingu fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis þar sem vínandamagn í blóði hefur mælst 1,20? eða meira eða vínandamagn í lítra lofts sem hann andar frá sér hefur numið 0,60 milligrömmum eða meira og sem hefur haft í för með sér sviptingu ökuréttar. Gera skal ökutæki upptækt enda þótt það hafi ekki verið notað þegar brotið var framið.
Víkja má frá ákvæði 2. mgr. í undantekningartilvikum þegar sérstakar ástæður mæla með því.
Ökutæki sem gert er upptækt skal vera eign ríkissjóðs. Hafi einhver beðið tjón við brotið skal hann þó eiga forgang til andvirðisins ef bætur fást ekki á annan hátt.]1)
05.07.2007 at 04:31 #586656Þetta snýst ekki um hraðan heldur hvernig þú
"keyrir hratt" hröðun,bremsun og bíllinn sé í lagi
90km á mörgum stöðum á ekki við að keyra hratt
en eg get lofað þér að þú keyrir oft of hratt eins og allir aðrir sem segja að það sé heimskulegt eða óþróskað.
ég var að koma að sunnan um helgina og ég var aðeins yfir 100km en þá kemur sirka fertug mamma með gríslingana með sér á SKUGGALEGUM HRAÐA FRAMÚR
og ekki er þetta í fyrsta skipti sem ég sé svona.
ég var nýkominn úr brú og hún lika þannig ég vissi að hún var ekki ein heldur tvö 2-4ára börn með sér í för það ætti að taka verulega á svona fólki. þetta er bara allt komið út í eikkað rugl. setja bara upp nóg af hraða mynda vélum og löggum. hvernig er það við borgum skatt af launum og þegar við kaupum bíla borgum við líka skatt og svo taka þeir eignir af fólki sem er þjófnaður sama hvað hver segir semsagt þú borgar 38%
skatt af launum og svo 14-24% af tví sem þú kaupir út í búð og svo ef þú ert fullur og reiður sest upp í bíl keyrir hann þá eru eignir þínar teknar. eða keyrir of hratt sama
sagan eignir þínar teknar. þú ert ekki flottur á því að spyrna eða keyra hratt heldur er það lífstíll
og að spyrna ökutæki skiptir ekki hraðinn öllu máli heldur hvort þú höndlir upptakið og bíllinn fari beint en
ekki á staur,vegg eða annan bíl.
Adam fólksbíla,sportbíla,jepplinga og jeppa eigandi
frekar sting ég afÞetta eru mínar skoðanir á þessu máli sama hvað hver er seinn að setja inn komment
05.07.2007 at 06:17 #586658Blessaður Adam.
Ég er sammála þér, það að keyra hratt og að keyra illa er ekki sami hlutur.
Og þetta með að gera bíla upptæka, þetta eru ekki bara peningarnir, það fer t.d. gífurlegur tími í þessa jeppa og sportbíla.
En ég hef lítinn séns á að stinga af, Golf og Hilux eru ekki hraðskreiðustu farartækin sem maður finnur.
05.07.2007 at 09:00 #586660Eitthvað það tilgangslausasta sem ég hef orðið vitni að og jafnframt sorglegast,er þegar ungt fólk liggur mikið slasað og eða dáið eftir slys sem orsakaðist vegna of mikils vélarkrafts og vankunnáttu á að beita honum hjá ökumanni,gjörsamlega ástæðulaust slys sem veldur þjáningum enþá í dag hjá þeim sem voru í þessum bíl og einnig hjá þeim sem ók bílnum sem ekið var á (ung kona sem var á leið heim frá vinnu),þetta slys varð fyrir nokkrum árum síðan,og hún hefur ekki mætt til vinnu enþá.
Heimska þeirra sem réttlæta hraðaakstur felst aðalega í því að það vantar aðstöðu fyrir slíkan akstur og þess vegna sé það réttlætanlegt að aka á hraða langt umfram kunnáttu og getu á götumsem eru til almennigsnota,reykspóla af stað á ljósum,vegna þess að það er hægt án tilits til annara í umferðini.réttlæta aðgerðir sínar með dæmisögum um vítaverðan akstur annara,ég hef aldrei skilið það að þó að einn sé asni að það réttlæti asnaskap annara.
Fullyrðingar sem komið hafa fram á þessum þræði eru með ólíkindum heimskulegar og gera ekkert nema sýna vannþroska þess er skrifar,upptaka á ökutæki þess er hagar sér sem Al-Quidaliði í umferðinni og sýnir öðrum í umferðinni morðtilræði með geðveikislegum akstri alt að 3 sinnum er fullkomlega réttlætanleg og skiptir engu hvaða verðmiði er á bílnum eða heldur hver ökumaðurinn er,kona með ungabörn í aftursætinu,kall með hatt og vettlinga,buisnesmogull á leið á yfirtökufund,unglingur með stæla,eða aðrir.
Það er einfaldlega ekkert sem réttlætir slys vegna hraða eða heimskulegrar notkunnar á faratæki,ég held að þeir sem verða pirraðir vegna skrifa minna ættu að fara í heimsókn á Grensás og ræða við sjúklinga sem þar eru vegna eigin heimsku eða annara í umferðinni.
Kv Klakinn
05.07.2007 at 09:56 #586662Mættu margir fara eftir og er ég sammála honum að öllu leiti.
Fyrir ca tveimur árum varð ég vitni að einum cool gæja á ljósum miklubrautar og lönguhlíðar,nokkur umferð var og alveg gjörsamlega tilgangslaust að botna bílinn yfir ljósin,nema hvað að þessi cool gæji botnaði golfinn yfir ljósin,síðan snögghemlar hann niður og beint aftan á bílinn fyrir framan hann.
Að stinga lögguna af!! það er sennilega jafn gáfulegt og þessi cool gæji gerði á þessum ljósum.
Kv Dolli.
05.07.2007 at 13:05 #586664Hérna svona í 0-100% hverjar helduru að líkurnar séu á að þú sleppir þó þú stingir af???
þeir eru með umferðamyndavélar, myndavélar í bílunum, öryggismyndavélar fyrirtækja, hraðamyndavélar etc etc etc.
það liggur bara einmitt þannig hjá mér og mínum vinahóp í augnablikinu að við vorum að fá félaga okkar af gjörgæslu í fyrradag!!! hann var og er ekki vel haldinn eftir mótorhjólaslys sem skeði nú fyrir stuttu (ekki þar sem einhverjir stungu lögguna af þó) en hann fór á vegrið á ca 50-60 km/h. Hann hefur oft keyrt mun hraðar á hjóli… En það þýðir ekki að hann hafi endilega þá stjórn á hjólinu við ýmsar aðstæður..
en ég ætla ekki að vera að dissa sportbíla,fólksbíla, vörubíla, mótorhjóla eða jeppaeigendur heldur vill ég bara að fólk hugsi!!! já og Adam það hafa allir keyrt of hratt, það þýðir ekki að menn geri það að vana sínum..
en takið mark á orðum klakans því ég veit að hann veit hvað hann talar um og er ég honum fyllilega sammála..
Kv Davíð Sem fer stundum yfir hámarkshraða
05.07.2007 at 15:49 #586666Svona má líka gera eitthvað á við [url=http://blogg.visir.is/hoski/2007/07/03/amma-gamla-l%c3%a6tur-toffarann-finna-fyrir-%c3%bevi/:2case6kd][b:2case6kd]þetta hérna[/b:2case6kd][/url:2case6kd] til að skamma þá óþolinmóðu. Þetta er bara fyndið. kannski ættum við öll að gera eitthvað álíka þegar fólk hegðar sér ruddalega í umferðinni.
Haffi.
06.07.2007 at 00:50 #586668Þegar við veltum fyrir okkur hvort í lagi sé að aka of hratt skulum við bara ímynda okkur að börnin okkar séu úti á götu að leika sér þótt þeim hafi verið bannað það. Bíll kemur á tvöföldum eða þreföldum hámarkshraða og við horfum á innan úr húsinu okkar og getum ekkert aðhafst.
Eigum við að þola það að fólk ógni svona öðrum einstaklingum sem geta á engan hátt varið sig.
Kv. Pétur ökukennari á Commanum
06.07.2007 at 02:26 #586670Það kostar/kostaði 10.000kr að stinga af (sekt), með þessum sektarákvæðum sem eru komin núna tugir þúsunda og jafnvel eignasvifting biður það um að menn freistist til að sleppa frá athæfinu með 0 kr í sekt og eiga sínar eigur áfram. Þetta er bara aukin skattlagning og hefur takmarkað forvarnargildi, ættlar fólk að halda því fram að maður sem hefur mikið afl (t.d hjól með 150-200 hp) noti það ekki, það er eins og að selja manni byssu sem má ekki skjóta úr, opna augun, menn stelast séu ekki skapaðar aðstæður (t.d braut) til að njóta þess sem menn hafa keypt. Hvað með Jeppana ef menn mættu ekki keyra á snjó (utanvegarakstur) hver vildi eiga þá?
Ég tel að hafi menn brotið af sér skuli menn sitja námskeið (2-4 kvöld) þar sem mönnum eru gerð grein fyrir afleiðingum slysa, sýndar myndir að slysum/fórnarömbum, rætt við fórnarlömb slysa og menn gerðir betur meðvitaðir um gjörðir sínar, það er ekki víst að allir væru eins brattir eftir að hafa horft á limlestingar og blóðsúthellingar sem slysum fylgja. Kvartmílubrautin er opin fyrir almenning kannski 5-10 fimmtudaga á ári, það dugar engum sem hefur gaman af því að gefa í.
06.07.2007 at 09:20 #586672Hvurslags er það að bera saman skotvopnaeign og bílaeign, Anton. Segðu mér hvar þú átt heima og ég skal mæta með haglarann heim að dyrum hjá þér og skjóta villt og galið innan dyra hjá þér, ætli þú yrðir lítið hress með það. Svo skal ég enda á að spóla smá í bakgarðinum hjá þér á jeppanum. Það sem ég á við er að það eru lög og reglur um meðferð skotvopna; bannað að bera og nota innanbæjar. Og það eru lög og reglur um meðferð og stjórnun ökutækja og þeim reglum skal framfylgja. Ekki erum við jeppamenn að torfærast í hverjum garðinum og hólnum sem við sjáum innanbæjar. Skiljanlegt hvað þú ert að reyna að benda á hér, að sektarhækkanir og þyngri refsingar muni ekki skila sér en það breytir ekki því að þeir sem haga sér vel í umferðinni sleppa og hinir sem haga sér ekki vel og nást, fá eitthvað slæmt fyrir. Það er einfaldlega þannig og hefur alltaf verið og mun alltaf vera.
Haffi
06.07.2007 at 10:17 #586674Hraðakstur er mjög alvarlegt athæfi og nær undantekningarlaust ekki hægt að réttlæta hann af einhverri skynsemi á einn eða annan hátt. Allt of margir gera sér ekki ekki grein fyrir því fyrir en of seint og þá "the hard way" eins og dæmin sanna. Aukin viðurlög og hertar aðgerðir lögreglu koma af illri nausyn, bæði til að vernda og hafa vit fyrir fólki en ekki til að skila meira skattfé
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.