Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Sá GRÁI
This topic contains 41 replies, has 1 voice, and was last updated by Valdimar Oddur jensson 15 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
26.11.2008 at 13:49 #203269
Djöfull flottur, gaman væri að sjá og heyra hvað væri búið að dunda í honum! Með myndum að sjálfsögðu.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.11.2008 at 13:42 #633578
Vissi að eitthvað gott kæmi út úr þessari svokölluðu "kreppu"
29.11.2008 at 14:47 #633580Hvaða kreppu?
29.11.2008 at 16:25 #633582Það er bannað eða í besta falli siðlaust að "segja" k-orðið á þessum vef 😉
–
Bjarni G.
29.11.2008 at 17:54 #633584sammmmála seinasta ræðumanni
skari (semeraðfaraámorguníjeppaferðáóbreytumjeppa)
29.11.2008 at 19:32 #633586Úr því að menn eru að setja myndir af sínum skátum þá er sá sem ég átti hérna:
[img:1xs0b1yl]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/3712/24468.jpg[/img:1xs0b1yl]
International Scout II 1974 38" dekk, 455 Buick vél, TH400 sjálfskipting, 4:88 drif, NoSpin læsingar f/a í orginal dana 44 hásingum. Endalaus orka og tork, en eyðslan var skelfileg. Ég keypti hann af Rúnari Birgi Sigurðssyni. Þegar ég keypti hann var Rúnar nýbúinn að setja Buick vélina í en hann var lengst með Oldsmobile 5.7L diesel V8 í honum. Eftir því sem ég veit best var hann síðar notaður sem varahlutir í annan Scout. Ég sakna hans alltaf svolítið, þetta voru góðir bílar.
29.11.2008 at 20:35 #633588Hvernig væri nú að koma með upplýsingar um vélbúnað og drifrás í þeim gráa…
30.11.2008 at 02:47 #633590Hér er ein mynd… [img:2l0c97j3]http://f4x4.is/new/files/photoalbums/364/2028.jpg[/img:2l0c97j3]
06.12.2008 at 18:56 #633592Góður. [url=http://f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=oldsite/1056/18882:12tl2xus][b:12tl2xus]Getið séð hann hér[/b:12tl2xus][/url:12tl2xus]
07.12.2008 at 07:14 #633594Mikið er gaman að skoða þennan þráð með öllum þessu bráðfallegu bílum. Þó ég sé mikið toyotu "fan" þá kitla þessir "gömlu amerísku" hjartaræturnar annsi mikið, enda er draumurinn FJ40 með amerísku hjarta eða Jeep (og þá meina ég jeep, óskandi CJ3 eða fimma eða jafnvel scrambler!) með einhverri fallegri V8 .
.
Ég man eftir þessum gul/græna (eða Gulgræna "ógeðið" eins og hann var stundum uppnefndur, þar eru að sjálfsögðu á ferðinni öfugmæli, því fallegri bíl er varla finnandi á vesturlandinu þó víða væri leitað. 😉
Ófáar ferðirnar sem ég sá hann þegar ég var púki og ferðaðist með foreldrunum. En þá langar mig að spyrja, hvar er hann niðurkominn í dag og hvernig er ástandið á honum?
.
kkv, Úlfr
E-1851
07.12.2008 at 07:23 #633596Sá bíll er uppí borgarfirði rétt fyrir ofan Borganes.
Er að verða mjög illa farið á honum boddyið.
07.12.2008 at 11:57 #633598Það er ágætis lesning um sögu Scout á [url=http://en.wikipedia.org/wiki/International_Harvester_Scout:14xe3dax][b:14xe3dax]Wikipedia[/b:14xe3dax][/url:14xe3dax].
Þar kemur meðal annars fram að þessi átti að taka við af Scout II en komst aldrei í framleiðslu, boddíið átti að vera að stórum hluta úr trefjaplasti.[img:14xe3dax]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5961/54489.jpg[/img:14xe3dax]
[img:14xe3dax]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5961/54490.jpg[/img:14xe3dax]
07.12.2008 at 12:46 #633600Mér sýnist að tveir IH Scout séu á "beit" hér rétt við Helluland í Skagafirði. Veit ekki hver á þá. En þeir virðast úr fjarska nokkuð heillegir, en ég veit svo sem ekkert um þá að öðru leyti. Ef einhver er að leita að svona bílum, er ekkert sjálfsagðara en reyna að komast að því hver á þessa og koma á sambandi milli aðila, sem gætu þá komist að raun um hvort einhver grundvöllur væri fyrir framhaldi.
07.12.2008 at 18:02 #633602Þessi er nú alveg eins og Fiat 127 greyið.
07.12.2008 at 23:42 #633604Inná http://www.norisknofun.is er stutt video af Fjólunni og Ægi í stuði. Þetta er fyrir þá sem muna þá gömlu góðu….
Siggi Gríms.
09.12.2008 at 11:56 #633606Hérna eru tvær myndir af þeim græna sem að Ægir átti. En Sá bíll velti í Apríl 2004.
[url=http://picasaweb.google.com/lh/photo/jyB-dwOQlSS30-XZAXd0Qg?authkey=03Vc6CG42Es:3mm5mna0][img:3mm5mna0]http://lh3.ggpht.com/_9wKS5fUQdHA/ST5bbr6qGiI/AAAAAAAABLo/dEvqQr_gWsA/s400/DSCF0073.JPG[/img:3mm5mna0][/url:3mm5mna0]
[url=http://picasaweb.google.com/lh/photo/SScUix_jYezCgjA715zkbA?authkey=03Vc6CG42Es:3mm5mna0][img:3mm5mna0]http://lh3.ggpht.com/_9wKS5fUQdHA/ST5btj3-gwI/AAAAAAAABMI/fU33UH4TQRE/s400/DSCF0089.JPG[/img:3mm5mna0][/url:3mm5mna0]Baldur h.
09.12.2008 at 17:21 #633608Var kramið úr þeim fjólubláa notað í þennan?
09.12.2008 at 17:41 #633610Já ég held að það sé sama kram í Fjólu og þeim græna, svo held ég að það hafi endað í Willys hjá Elvari þegar sá græni valt.
09.12.2008 at 17:57 #633612Ef ég man rétt þá var 455 buick mótorinn sem var í fjólu notaður fyrst um sinn í þeim græna síðan var hann tekinn úr og þá fór 454 ofaní. Eina sem notað var í Willys’inn hjá Elvari var 455 buick mótorinn annars var allt hitt smíðað í hann hásingar ofl. En hann var settur ofaní þegar að 350 mótorinn með blásaranum klikkaði, minnir mig.
Núna er buick mótorinn dáinn og 454 kominn í willy’sinn sem Elvar á, þó ekki sá sem var í þeim græna.
Baldur H.
10.12.2008 at 08:51 #633614verst hvað þeir fljóta illa.
Fæ ekki helv…. myndina inn í þráðinn.
16.01.2009 at 02:01 #633616Ég kíkti í hús þar sem SÁ GRÁI er að endurfæðast!
Get sagt að bíllinn er sérlega glæsilegur og hefur verið vel vandað til verksins. Það er rósalegt að heyra í þessum mótor sem er í þessum bíl hann hreinlega öskrar á mann… Held að feðgarnir ætli að koma honum í skoðun nú eftir helgi og ætla eflaust að dusta af bílnum rikið um næstu helgi…
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.