Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Sá GRÁI
This topic contains 41 replies, has 1 voice, and was last updated by Valdimar Oddur jensson 16 years ago.
-
CreatorTopic
-
26.11.2008 at 13:49 #203269
Djöfull flottur, gaman væri að sjá og heyra hvað væri búið að dunda í honum! Með myndum að sjálfsögðu.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.11.2008 at 14:42 #633538
Endilega setja betri myndir inn líka..áhugavert dæmi
26.11.2008 at 16:07 #633540Ég sé ekkert …. grái hvað ?
26.11.2008 at 16:24 #633542held að þeir séu að tala umm þennan
hann er í mynda safninuhttps://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … =cars/6378
26.11.2008 at 16:29 #633544Ég skal koma með söguna á bak við hann á næstu dögum, einnig fleiri myndir. það verður spennandi að sjá þegar hann er kominn í 100% stand.
26.11.2008 at 17:21 #633546Það er það eina sem ég get sagt í bili ….
26.11.2008 at 19:21 #633548Langt síðan maður hefur séð þennan keyra um, en hann er orðin helvíti flottur!!
26.11.2008 at 22:12 #633550Er það þessi margnefndi grái fiðringur sem maður fær við að sjá myndirnar ?
Wolf
27.11.2008 at 00:50 #633552Verð að viðurkenna að þessar myndir vekja upp ansi gráan anda…..
27.11.2008 at 08:39 #633554ég á að eiga eithvað
t.d. handbremsu barkaþetta fær sá grái gefins ef hann vil
hringdu bara í mig
skari
27.11.2008 at 09:57 #633556Svona á að gera þetta virkilega flottur bíll hjá þér hvaða vélbúnaður er í gripnum
kv Gísli
27.11.2008 at 10:01 #633558Þessum bíl var breytt af Ægi rennismið árið 1994. Þá var hann í eigu bræðra í Keflavík, Sigurðar V. Ragnarssonar og Unnars Ragnarssonar
Þá var flutt inn ný vél chevrolet 454 og síðan tjúnnuð af bílabúð benna, áætlað að hún sé í kringum 530 hestöfl. Dana 60 hásingar framan og aftan
Gormar úr landcruiser 80 framan og aftan. No-spin að aftan og loftlás að framan. 5 gíra New Process gírkassi og millikassi 13:56. hlutföll 4:88
Sigurður seldi bílinn árið 1997 eða 1998 og synir Unnars keyptu hann aftur árið 2004. Þá var boddyið ónýtt á honum og eru búnir að vera að skipta um
boddý á honum siðustu 5 árin. Nú er takmarkið að koma honum á götuna í febrúar
27.11.2008 at 16:23 #633560gaman að fá eitthvað annað en Japanatíkurnar
28.11.2008 at 19:53 #633562Já það er svo sannarlega búið að dunda vel í þessum bíl.
Flottur af eldri gerðinni.
En ein spurning, er hann ekki alveg alltof hár… sirka 40 – 50 cm upp í kant frá dekki. Ekki fjaðrar hann þessa vegalengd.
Sá grái mun eiga í vandræðum í hliðarhalla ef hann fer svona á fjöll.En annars glæsilegur bíll að sjá og gaman hvað menn gera vel upp bílana sína.
kv
Gunnar [img:2kbdzxfc]http://f4x4.is/new/files/photoalbums/6378/54390.jpg[/img:2kbdzxfc]
28.11.2008 at 20:04 #633564Hann er um það bil 1 meter minnir mig uppí stuðara að aftan.. það á eftir að gera hann allan að innan, svo náttúrulega á eftir að ferma hann áður en farið er á fjöll. Þannig það kemur allt í ljós áður en hann fer í skoðun hvað verður gert.
28.11.2008 at 20:18 #633566Hann er að verða svakalega Flottur hjá Strákonum,, maður er pínu spentur að sjá hann á fjöllum aftur
28.11.2008 at 21:57 #633568"Einu sinni átti ég hest…….." o.s.frv. Einu sinni átti maður Scout II, sá var reyndar 1972 árgerðin, mér sýnist þessi vera 1973 eða 1974? upprunalega, getur það ekki verið? En bodyið á þessum bílum var ansi ryðsækið. Það var reyndar sjúkdómur sem hrjáði margan góðan bíl þarna á árum olíukreppunnar, því menn voru að spara allan fjandann, m.a. efnisgæði. En það var margt gott í þessum bílum, þótt það færi alltaf í taugarnar á mér hvað vélarlokið var flatt, langt og hátt, miðað við hvar maður sat, þeir voru ekki góðir í skafrenningi, maður sá ekkert nærri bílnum. Ég átti minn í að mig minnir 5 ár og þetta var að mörgu leyti andskoti mikill og góður ferðabíll. Ægir Bjarnason var búinn að fara ýmislegt á þessum meðan hann átti hann (geng út frá að þetta sé sami bíllinn). Mig minnir endilega að hann hafi verið á honum þegar farið var á Hnjúkinn í den tid? Getur ekki verið að það séu komnar aðrar og sterkari hásingar undir hann?
Góðar kveðjur til eigandans og til hamingju með flottan bíl.
28.11.2008 at 22:15 #633570Þetta er ekki gamli Scoutinn sem Ægir átti, Elvar sonur hans velti honum fyrir sunnan Setrið líklegast í kringum ´98. Hann smíðaði svo Travelerinn upp úr honum sem Elvar velti líka, en það var bara óheppni en það er lítið vitað um fyrri veltuna. Ég man vel eftir þessum Scout þegar Ægir var að vinna í honum á Smiðjuveginum við hliðina á gamla renniverkstæðinu, þar voru einnig hvíti Scoutinn sem Tóti fv. formaður átti og hvíti Scoutinn sem Grétar Bakari átti.
Hérna er mynd af þeim Gráa tekið í Höllinni ´93
[img:2wfdnteb]http://icejeep.com/album/albums/ymsar_myndir/4×4/normal_Scan10016.JPG[/img:2wfdnteb]
29.11.2008 at 01:15 #633572Sæl öll
Mig langar að sjá fleiri myndir af scout, helst þeim sem Ægir átti og þá sérstaklega þeim lengri sem var grænn.
.
Takk fyrir, Freyr
29.11.2008 at 12:08 #633574Er ekki hægt að sjá fleiri myndir af þeim gráa. Af uppgerðinni og breytingum. Hvað eru þetta breiðar hásingar undir honum?
kv Maggi
29.11.2008 at 13:39 #633576Góðan daginn,
eg átti Scout Traveller ’72 sem eg var búinn að dunda svolítið í. Fyrst var bodýið lagað svo var sett i hann 350 chevy og 4 gíra trukkakassi úr Ford. Þá var hann að eiða svo miklu að það var farið í 6,5 l Chevy diesel og 4L80-E skiptingu, þá vegna þess að vélin var orðin það þung fór hann að mylja nástúta og nöf. Var þa farið i dana 60 sem hann Ægir stytti fyrir mig til að sporbreiddin yrði sú sama og var. Scoutinn er með sömu sporbreidd og japönsku jepparnir. Hann var alla tíð hjá mér á 44" dekkjum. [img:17e3sd86]http://www.jakinn.is/skrar/Flottasti_Scout_jeppi_i_heimi_JAKINN_Vid_Breidamerkurlon_02.jpg[/img:17e3sd86] [img:17e3sd86]http://www.jakinn.is/skrar/Jakinn_flottasti___Scout_jeppi_i_heimi_vid_Breidamerkurlon_01.jpg[/img:17e3sd86]
Svo velti ég honum í des ’02 en óhappið með bíllinn hanns Ægis var eftir það, sennilega hefur það verið ’03.
En Scoutinn minn fór beinustu leið í hringrás eftir veltuna.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.