Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › S.O.S
This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 21 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
08.12.2003 at 20:44 #193292
Eg var að fá mér Chevrolet Pickup 1500 1988 á 44″.
Hjólalegurnar voru farnar svo ég tók þær úr og fór með þær í Fálkann og ætlaði að fá nýja. En þá komí ljós að legurnar voru úr millikassa úr Range Rover og Pakkdósin var úr Dodge ram..
Hvað var í gangi þar???????Kv hagalín
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.12.2003 at 21:24 #482244
Talandi um að mixa hlutina
Vona að þetta reddist
08.12.2003 at 21:29 #482246Sæll.
Ég get nú því miður ekki óskað þér til hamingju með bílinn, en því miður er ég hræddur um að hann eigi eftir að færa þér þeim mun meiri óhamingju…
Vertu viss, þú átt eftir að finna eitthavað ættað úr Sunbeam, Trabant og Vuxhall Vivu líka í bílnum…
Mér hefur sýnst þetta ótrúlega algengt í þessu ammríska dóti, þ.e. búið að drullumixa þetta allt út og suður án nokkurs árangurs. Vertu snöggur að reyna að selja þetta dót aftur og finna hamingjuna á ný, síðasti vitleysingurinn er ekki fæddur ennþá…
Ferðakveðja,
BÞV
08.12.2003 at 21:41 #482248þetta er fínt maðurinn er að kaupa sér öflugan jeppa og
það er byrjað að drulla yfir hann
þessir bílar komast mikið og ég ætla að óska þér til
hamingju með NÝJA JEPPANN
það var einn svona hvítur fyrir austan fyrir nokkrum árum
og hann var að virka
kv Heiðar Toyotu maður
08.12.2003 at 21:51 #482250Sæll.
Hlustaðu ekkert á BÞV hann hefur ekkert vit á þessu enda alltaf á einhverju kvennafari með hinum og þessum dömum.
Það er eflaust hækt að finna út úr þessu fyrir þig þó ég hafi ekki mörg svör að bjóða en það vill svo vel að það eru margir sem lesa þennan góða vef okkar sem hafa gott vit á svonalöguðu og skulum við bara vona að einhver þeirra sjái þetta.
Kv.
Benni
08.12.2003 at 22:22 #482252
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ÞAÐ ER GÓÐ ÁSTÆÐA FYRIR ÞESSU (MIXI) ER SÚ AÐ EKKI ER HÆGT SKIFTA UM LEGU Í ÞESUM BÍLUM NEMA SKIFTA ÚT ÖLU NAFINI ÞAR SEM ÞAÐ ER BÆÐI DÝRT OG OFT EKKI TIL ÞÁ VAR NAFIÐ TEKIÐ REND ÚT FYRI LEGU SEM FEINGUST Í ÞAÐ SKIFTIÐ
PS ÞÚ MUND ÞURFA AÐ SKIFTA NOGUÐ OFT UM LEGUR Á ÞETTA STÓRUM HJÓLUM
KVEÐJA GALDRI
08.12.2003 at 22:27 #482254Ég held að þú þurfir ekki að hafa miklar áhyggjur þó svo að þessar legur séu í eitthvað annað en gefið var upp. Þ.e.a.s. að hægt er að nota sömu legurnar og pakkdósirnar í margt það getur verið að sama innanmál , utanmál ,þykkt og efnisgerð og hersla sé á legum úr hjólum hjá þér og er á legum úr millikassa hjá þér . Svo ég mæli með því að þú hafir ekki miklar áhyggjur , annars finnst mér alltaf best að byrja á því að skipta um alla hluti sem slitna og ég er ekki alveg viss um að séu í lagi strax og ég kaupi bílinn og þá er ongar frekari áhyggjur að hafa. Bara að þeysa um fjöllin og þá veistu líka hvað þú hefur í höndunum.
08.12.2003 at 22:44 #482256Sæll Heiðar.
Það er ekkert verið að "drulla yfir" manninn, þó maður gefi honum þau bestu ráð sem maður kann. Hann er vissulega ekki í góðri stöðu, með eitthvert skítmix í höndunum og skilur hvorki upp né niður. Það vill til að ég hef sjálfur reynslu af svona ameríkuskítmixi og er fyrir löngu búinn að taka út minn skammt í því. Auðvitað eru svo ekki alltaf allir sammála mér, en það er svo bara allt önnur saga.
Benni er nú reyndar alveg að verða það, þó erfitt sé að "röra" honum yfir höfuð án tjóns…
Ferðakveðja,
BÞV
08.12.2003 at 22:49 #482258Til hamingju með Chevrolettinn þinn og velkominn í hópinn.
Stál og stansar hafa reynst mér vel þá sjaldan að þarf varahluti í chevrolet hásingar.Þar sem að þú ert líklega með 10 bolta framhásinguna og 44" dekk þá tel ég að þá ættir þú ekki að eyða pening í að laga hana, heldur reyna að finna þér Dana 60 strax.
Ég er búinn að fara í gegn um þetta og þess vegna á ég til töluvert endurnýjaða 10 Bolta framhásingu með loftlæsingu.
Þú mátt hringja í mig ef þig vantar hásingu eða upplýsingar.
kveðja
Hjalti
sími 8922950
08.12.2003 at 22:53 #482260Ekki er ég nú ánægður með að Ragnar skuli tala um það í neikvæðri merkingu að hugsanlega væri hægt að finna eitthvað úr jafn miklum eðal vagni og Vauxhall Viva í Amerískri dós.
Enn meiri vanþekkingu lýsir það að geta ekki einu sinni skrifað nafnið rétt.
En ég verð þó að vera honum sammála með hamingju óskirnar.
Kv. Smári.
08.12.2003 at 23:30 #482262Tek undir hamingjuóskir að hafa valið rétt merki 😉
Ég man ekki eftir að hafa séð þennan bíl en mér hefur alltaf þótt þessir vera mjög smekklegir.
Svo er stór kostur við lettann að þetta er allt svo staðlað. Lítið mál er að smella D60/GM14 bolta undir í stað veikari hásinga (meira mál ef þú ert með flexitora), ef þær eru með einhver vandræði.
Annars hafa D44 og GM12 bolta dugað mér vel í fjölda ára (er hættur að bíða eftir að þær klikki).
Kosturinn við að vera með ómixað er að þú veist hvað þú ert með (veist það ekki alltaf með mixið) og auðvellt að fá rétta hluti. Sjálfur forðast ég mix (mixaði mikið þegar ég átti Súkku Fox hér í den), en það gæti verið í lagi ef vel hefur verið staðið að því. Þarna hefur vissulega verið mixað eitthvað, en að getur vel verið að það verði til friðs (og óþarfi að hafa alltofmiklar áhyggjur strax).
Láttu það ekki hafa áhrif á þig að sumir þurfa alltaf að tala illa um annað en það sem þeir eiga sjálfir. Það er þeirra vandamál sem þeir þurfa að takast á við sjálfir, en kannski eru þeir að réttlæta eitthvað fyrir sjálfum sér með því.
JHG
09.12.2003 at 00:06 #482264Sæll Björn Þorri. (hljómaði þetta ekki eins og snake vinur þinn)
Ekki ert þú með kúbeinið mitt sem ég auglýsti eftir hérna um árið, mér sýnist ég þurfa að arfleiða GALDRAMANNINN GRÁA að því.
"Legg ég á mæli ég um að CAPS LOCK takkinn hans losni"
09.12.2003 at 00:29 #482266Sæll Hagalín,
Ghevy sé oss næstur. Til lukku með gripinn.
nú veit ég ekki hvað þú veist mikið en hvað varð til þess að þú ákvarðaðir legurnar ónýtar ?
Þó að sé komið slag í legur þýðir ekki alltaf að þær séu ónýtar það má annsi oft herða út í legur, það skiptir ekki máli úr hverju legan eða pakkdósin er, ef þær standast mál !!!
Ég var með Traveller á 44" dekkjum og með 350 GM, þurfti aldrey að skipta út legum (nú er stutt á milli lega í Scout) það var ekki fyrr en ég setti 6,5 GM Diesel Turbo að nöf og nástútar voru að fara sitt á hvað eða 3 sinnum nöf og 4 sinnum nástútar en ég notaði alltaf sömu legurnar.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
09.12.2003 at 11:31 #482268Dekkið hallaði svo það hlaut að vera einhvað að.
Svo rifum við þetta í sundur og legan kom í pörtum á móti okkur……Kv Hagalín
09.12.2003 at 11:57 #482270gratulera með bílinn, jamm láttu ekki BÞV hræði úr þér líftóruna, hann er hrekkjóttur karlinn svo taktu hann ekki of alvarlega.
en hvernig er það er ekki hægt að fá mynd af Cheevy "skessuni" svona til að augnmæla gripinn ?cheers
jonps: BÞV sá þig hangandi upp í flaggstöng um helgina íklæddur rauðu flaueljakkafötum með hvítar pífur og upplýstur innan sem utan ? dottinn niður ?
09.12.2003 at 23:11 #482272
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Blessaður Hagalín, settu endilega inn mynd af tækinu í albúmið, það er aldrei að vita nema einhver gangist við því að hafa breytt þessum bíl eða einhver þekkir manninn sem framdi gjörninginn.
Ef þú gefst upp á græjunni þá láttu mig vita, ég veit um gott heimili fyrir hana hér norður í Eyjafirði.
10.12.2003 at 00:33 #482274Sælir félagar.
Já Stebbi, það er nú einu sinni þannig að sumir eru fyrir löngu búnir að týna kúbeininu sínu og ná því ekki að losa Caps Lock takkann. Annars sakna ég SNAKE af spjallinu, þetta er að verða eins og hver annar saumaklúbbur, allir meira og minna eins og Sigga Beinteins í Idolinu, "sammála síðasta ræðumanni". Menn verða að þora að hafa skoðanir.
Já Jón, þú hefur gripið mig glóðvolgann í rauðu jakkafötunum… Ég var að þrífa flaggstöngina… (jólahreingerningin)
Þú ættir að þrífa þína líka og fara nú að hlífa Barbí þinni, annars ferðu að fara innúr lakkinu bónandi svona 2 umferðir á hverri einustu helgi. Þú mátt renna frekar bóni á Dömuna, hún er pínu vanrækt núna…
Ferðakveðja,
10.12.2003 at 09:37 #482276Þú virðist vera út um allan bæ BÞV, hef séð þig víðar en hangandi upp í flagg-stöng :-o)
Ef þú fylgist með "Hýðinu" um helgina þá vertu bara velkominn, sjáum til hvort "dúkkan" þín fái ekki eins og eina stroku af flauelismjúkum gljáa, annars sýndist mér í morgun hún vera skjanna hrein og fín.
kv
jon
10.12.2003 at 11:09 #482278Menn eyga að nota þessar jeppadósir en ekki vera í dúkkuleik með þær og bóna hverja helgi.
11.12.2003 at 08:42 #482280Sæll Hlynur.
Það er nú einmitt þess vegna sem Daman þarfnast bóns, ég hef lítið sinnt þeirri hliðinni undanfarið. Jón vinur minn "snyrtipinni" á hins vegar heiður skilið fyrir sífelldan djúpan gljáa á barbí sinni…
Hvernig er það annars með þig Hlynur, hver strýkur Pattanum þínum ef þú gerir það ekki sjálfur? Hann er nú venjulegast sæmilega til hafður…?
Ferðakveðja,
BÞV
12.12.2003 at 08:42 #482282Hlynur bónar aldrei um helgar, bara á virkum dögum
Persónulega bóna ég fákinn minn alltaf reglulega, svona einu sinni á eins til tveggja ára fresti…
Kveðja
Rúnar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.