This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhann Þór Hopkins 12 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Einu sinni fyrir langa löngu, átti ég patrol Þetta er reyndar sú bílaeign sem ég reyni hvað helst að gleyma svo illa fór það með mig andlega og peningalega en hvað um það.
Þetta var nokkurra ára bíll sem ég ætlaði að hugsa vel um og ákvað því að láta endur ryðverja botninn á honum.
Ég komst að samkomulagi við Ryðvörn Þórðar uppi á höfða að taka þetta að sér að þrífa undirvagninn á bílnum og ryðverja. Þegar ég fékk bílinn svo aftur og fór með hann á lyftu til að skoða herlegheitin að þá sá ég að sprautað hafi verið yfir torfusneppla sem fastir voru í grindinn sem og smásteina sem lágu ofan á bremsurörum.
bíllinn lítið sem ekkert hreinsaður og svo sóðað yfir hann drullunni og rukkað vel. Bíllinn var jafnvel verri á eftir.Þetta rifjaðist upp fyrir mér um daginn á ferðalagi mínu um strandir þar sem ég hitt mann úr Reykjanesbæ sem átti bæði húsbíl og mikið breyttan jeppa og var greinilega mikill grúskari og hafði miklar skoðanir á því hvernig best væri að ryðverja grindur og botn.
Hann sagði að sér hafi reynst langbest að nota Vaselin, hitaði það bara upp og sprautaði því svo með tektílkönnu inn í allt og alls staðar. Hann sagði að þetta skyldi eftir sig góða filmu sem dyggði í mörg ár og hleypti engu vatni í gegn um sig.
Ég hugsa að þessi maður hafi mikið til síns máls og væri ég til í að heyra frá fleirum sem hefðu prófað þettakveðja Ólafur
You must be logged in to reply to this topic.