FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Ryðverja bílinn?

by Kristinn Helgi Sveinsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Ryðverja bílinn?

This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 15 years, 9 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 26.07.2009 at 12:22 #205418
    Profile photo of Kristinn Helgi Sveinsson
    Kristinn Helgi Sveinsson
    Participant

    Góðan daginn

    Meikar ekki sens að láta ryðverja bílinn reglulega? Hverjir eru bestir í þessu?

  • Creator
    Topic
Viewing 2 replies - 1 through 2 (of 2 total)
  • Author
    Replies
  • 04.08.2009 at 22:20 #652496
    Profile photo of Gunnar Sigurfinnsson
    Gunnar Sigurfinnsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 243

    Athugaður hvað Leó M. segir um ryðvörn.

    Annars hef ég trú á svona rafeindaryðvörn eins og Gunni Frændi var með: http://www.rustevader.co.za/index.htm

    Fæst hjá Boða ehf. Bolholti 6.





    05.08.2009 at 00:26 #652498
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég get ekki sagt að ég hafi trú á þessu…þetta virkar víst reyndar í saltvatnsbaði, og þá nokkuð vel.

    Prinsippið gengur útá lögmál sem byggir á rafleiðni, ef ég man þetta rétt. Ef þessi leiðni er ekki fyrir hendi er málið bara glatað.

    Nokkur atriði er gott að hafa í huga varðandi ryð:
    Það er ekki sniðugt að setja blautan bíl beint inní heitan bílskúr og loka, allavega dags daglega. Það veldur svaka loftraha og ásamt hita myndast kjöraðstæður fyrir ryð.

    Plasthlífar og þröngir staðir í undirvagni safna drullu og raka, losa sig við þetta hlífarusl eftir megni og hreinsa meðfram eldsneytis tanknum á Hiluxum er ágætis pæling.

    Skola burt seltu og viðbjóð undan bílnum nokkrum sinnum á vetri (þetta á sérstaklega við borgarbílana).

    Jarðtengingar milli boddíhluta eru nauðsynlegar til að varna spennumismun, sem aftur er ein meginforsenda tæringar.

    Fróður maður sagði mér að nokkrar meginforsendur þurfi að vera fyrir hendi til að tæring eigi sér stað:

    1: Raki
    2: Spennumunur
    3: Hiti

    Það kom t.d. nokkuð á óvart að í tæringarprófi sem var framkvæmt vítt og breitt um landið, þá varð meiri tæringar vart í Reykjavík en á Siglufirði (við göngin, Siglufjarðarmegin). Ein helsta skýringin var sú að það hafi verið kaldara á Siglufirði.

    Í þessu samhengi vil ég benda á ofnotkun á ryðfríu stáli. Margir vita ekki að samsetning á ryðfríu og svörtu stáli veldur gjarna óðatæringu. (Takið eftir ryðfríum handriðum sem eru fest með venjulegum múrboltum, boltarnir/rærnar tærast strax og mynda ryðtauma um allt, það er líka algengt að sjá ryðfría bolta notaða með galvaniseruðu með tilheyrandi taumum) Spennumunur þessara málmblanda er allt of mikill, og svart stál myndar ekki lokaða oxíðhúð.
    Það er til dæmis ekkert sniðugt að smíða loftnetsfestingar og annað slíkt sem festist í þunnt blikk á bílnum úr ryðfríu, sérstaklega ef vatn getur setið í samskeytunum. Ef hægt er að koma við einangrun úr plasti er þetta allt annað mál(kítti getur líka gengið).
    Passa bara að boltar séu líka einangraðir með plastskinnum og hólkum.

    Sínkhúð á svart er góð lausn, það þarf bara að passa að nota sínkhúðaða bolta/skrúfur til að festa.
    Pólýhúðun er líka mjög heppileg, sterk og alls ekki dýr. Ekki spillir að geta valið úr fjölda lita líka :-) Það þarf bara að passa að skemma ekki húðina með boltahausum og klaufaskap.

    kkv
    Grímur





  • Author
    Replies
Viewing 2 replies - 1 through 2 (of 2 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.