Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Ryðsápa?
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Sveinn Jónsson 15 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.04.2009 at 21:58 #204295
Sælir,
Er einhver staðar hægt að nálgast þetta efni sem að er í vökvaformi og er borið ryðbletti og leysir ryðið upp???
Bjarki Þ. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.04.2009 at 22:30 #646446
Þeir eru með þetta á heilanum á kvartmíluspjallinu, tékkaðu á því.
kv.
22.04.2009 at 22:36 #646448em er fyrirtæki úti á granda og þeir eiga svona efni til..margt sniðugt í boði…gætir þurft að hringja á undan þér til að hitta á kallinn..vörulisti er á http://www.em.is kv Einar st
23.04.2009 at 05:13 #646450°Súr X sem er frá frygg held ég hægt að fá hjá n1
23.04.2009 at 12:56 #646452þetta hlýtur að vera einhverskonar sýra því það er bara tvær aðferðir við ryð hreinsun sem virka sandblástur eða saltsýru bað!!
23.04.2009 at 13:13 #646454efnið sem ég bendi á er lífrænt efni sem inniheldur ekki sýru eða leysiefni…hef séð þetta í notkun og er mjög athyglisvert..séu ryðgaðir hlutir látnir liggja í þessu yfir nótt koma þeir ryðlausir upp.. en efnið virkar ekki nema á ákveðuð magn, ss það á endanum mettast og hættir að virka…þetta er svosem ekkert gefins…minnir að 5 l brúsi sé á um 4 þús kr en þetta virkar
23.04.2009 at 15:31 #646456Hvað er það þá sem étur ryðið?
23.04.2009 at 22:54 #646458ca 30% er að svínvirka á ryð,hún étur fyrst ryðið og svo byrjar hún á járninu. Það er svona eins og hvítlaukslykt af henni og hún er ekki svo eitruð,er ma.notuð í matvæli. Láta liggja í baði og fylgjast bara með og busta með stífum nylon busta og skola með heitu vatni, þegar allt allt er orðið hreint.
Það kemur svona hunangslitur á járnið þegar það þornar en bara að grunna mála smella saman.
Ath. EKKI SETJA STÝRISHLUTI NÉ FJAÐRIR/GORMA
í þetta. Það getur orðið of stökkt.
Sápa með fosforsýru virkar mjög vel á álfelgur sem eru orðnar ljótar
Góða skemtun
KV HP
24.04.2009 at 00:23 #646460í svona lausnum er örugglega það að hún afoxar þrígilt járn í tvígilt og síðan leysist tvígilda járnið upp í lausninni. Til dæmis má búa til lausn úr 8,5 g af natríumbíkarbónati (matarsóda) og 71 g af natríum sítrati, leyst upp í nægu vatni og fyllt í 1 lítra. Fyrir hverja 50 ml er sett úti 1 g af natríum díthionati. Þetta þarf síðan að stækka ef menn þurfa að nota mikið. Þegar díthiónatið er komið úti verður lausnin ónýt á nokkrum klukkutímum. Bíkarbónat/sítrat lausnin geymist hins vegar lengi. Það sama gerist hér og lýst var að ofan, dithionatið afoxar þrígilt járn í tvígilt, það leysist síðan upp í sítratinu og bíkarbónatið er búffer sem heldur pH stiginu jöfnu. Þeta er hvorki hættulegt né eitrað.
24.04.2009 at 15:11 #646462En hvernig fara þessi efni með lakk? hverfur það ekki einsog skot?
24.04.2009 at 17:01 #646464Hvar fær maður fosfórsýru til ryðeyðingar á einhverju skaplegu verði ?
Þarf ekki einhver leyfisbréf og eiturefnapróf til að versla svoleiðis ?Ágúst
24.04.2009 at 18:34 #646466Þótt ég hafi átt að læra efnafræði hjá Tobba fyrir mjög löngu þá skil ég ekki alveg nógu vel skýringar SSJO þannig að það er spurning hvort að ekki sé hægt að fá hann til að segja þetta betur á einfaldan hátt. Svo væri hægt að nálgast þessar "einföldu" leiðbeiningar sem hver og einn getur gert á sína eigin ábyrgð.
Er öll umræða um að Kók sé nothæft sem ryðleysir ekki raunhæft lengur? Það er kannski sama hvað vökvar maður notar, þeir virka allir?
Kv. SHM
24.04.2009 at 23:22 #646468fékk ég í lyfjaverslun ríkisins á sínum tíma og þá þurfti ekki nein leyfi,en ég lenti í basli með kerlinguna í afgreiðslunni hún hélt að hún væri að selja mér úranium eða eithvað svoleiðis.
Það fæst sápa með sýrunni í á ýmsum stöðum
ss. Rekstrarvörum, Efnavörum ,Tandri og örugglega víðar. Einusinni var til fyrirtæki sem hét
Deiglan og þar var hægt að fá ýmislegt.
Málning er ekki vandamál því það þarf að þvo þetta af þegar búið er að hreinsa.Góða skemtun:
HP
25.04.2009 at 01:13 #646470eða oxast (tekur upp súrefni) þá breytist oxunarstig þess og járn-sameindin verður það sem kallað er þrígild,-, hún binst súrefni og myndar járnoxíð (ryð). Ef þú setur ryðgað járn ofan í lausn með áðurnefndum efnum þá breytist þrígilda járnið í tvígilt fyrir áhrifa efnanna og síðan fer tvígilda járnsameindin á flot í lausninni. Smám saman mettast lausnin og hættir að virka og hún getur bara tekið við ákveðnu magni af járni. Alveg sama hvaða efnablöndur eru notaðar, bestur árangur næst með því að láta hið ryðgaða liggja í lausninni. Flestar svona vatnslausnir til ryðleysingar virka á svipaðan hátt. Ástæða þess að kók virkar sem ryðleysir er líklega sú að í því er fosfórsýra. Sýrustig kóks er 1-2.
Annað, fyrir mikla ryðáhugamenn er þetta fróðleg lesning — hvernig ryðhreinsun í raflausn fer fram. Athugið vel varnaðarorðin, gera þetta úti og þess háttar. Í lausnina er notaður þvottasódi, natríum karbónat, ekki bökunarsódi. http://www3.telus.net/public/aschoepp/e … crust.html
25.04.2009 at 08:07 #646472Heldurðu að það geti verið? Er ekki sýrustig hreinnar brennisteinssýru nálægt einum? Tæplega væru kókdrekkarar þessarar þjóðar jafn vel tenntir og raun ber vitni um marga þeirra, og sjá má í auglýsingum, ef kókið væri svona hrikalega súrt? Eða hvað?
25.04.2009 at 09:39 #646474nei líklega er ég að fara aðeins rangt með, það er réttara að segja að það sé 2-3 en það er á svipuðu róli og sítrónusafi.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.