This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurbjörn H. Magnússon 20 years ago.
-
Topic
-
Um daginn ákvað ég að láta loks verða af því að endurnýja haugryðgaðan afturstuðarann á mínum 11 ára gamla 4runner.
Þegar stuðarahornin voru losuð af sá ég mér til hrellingar að það var ekki einungis ryð í stuðaranum, heldur voru komin ca. lófastór göt í boddýið rétt aftan við bæði afturhjólin.Mér finnst ekki forsvaranlegt að setja nýjan stuðara á bílinn öðruvísi en að loka þessum götum með því að láta sjóða í þau. Þá hefur einnig hvarflað að mér að láta klippa úr brettunum í leiðinni svo rýmra sé fyrir 35 tommu dekkin, sem eru undir bílnum.
Nú langar mig að vita hvort einhverjir geti bent mér á verkstæði á höfuðborgarsvæðinu, þar sem hægt væri að fá hvort tveggja í senn, ryðbætingar og úrklippingar fyrir sanngjarnt verð.
Kveðja,
Sigurbjörn.
You must be logged in to reply to this topic.