This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Hafliði Jónsson 17 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Obbobobb. Ég varð fyrir því óláni í dag að gægjast inní aftasta hlutann á grindinni í jeppanum. Þar blasti við mér hinn myndarlegasti moldarhaugur… og að sjálfsögðu hellingur af ryði! Því spyr ég, hvernig hafa menn tekist á við þennan óþverra inní grindum? Hvað getur maður gert til að ryðverja svona lokaða grind innan frá?
Ég hafði hugsað mér að útvega mér litla sandblásturskönnu (hvar er best að fá svoleiðis?) og sandblása þennan aftasta bút af grindinni, sulla síðan rust-converter yfir, grunna og mála. En þá er restin af grindinni eftir, er eitthvað hægt að gera til þess að þetta verði til friðs? Kannski bara galva alla grindina við tækifæri eða eru til lausnir sem fela ekki í sér að rífa allan bílinn í spaðkv. Kiddi
PS. Allir Wrangler eigendur ættu að gera sjálfum sér greiða og bora gat aftast í grindina, og skola svo vel út viðbjóðnum sem hefur sest þar að í gegnum árin…
You must be logged in to reply to this topic.