Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Ryð Bakvið Brettakantana!!
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Hilmar Örn Smárason 15 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
17.09.2009 at 13:32 #206577
Sælir
þannig er mál með vexti að ég var að rífa brettakanntana af runnernum mínum því að ég vissi að það væri smá ryð bakvið svo þegar ég loksins náði þeim af kom í ljós að það var soldið meira enn smá, þetta er bara allt ónýtt þarna bakvið…. hvað eru menn að gera í þessu??
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.09.2009 at 15:17 #657818
Sæll.
Ég stóð í þessu í sumar á 4runner, að vísu ekki svona slæmt eins og hjá þér en samt töluvert. Ég tók og skar allt ryð í burtu þangað til að ég kom í "hreint" járn. þegar að ég var búinn að skera allt í burtu sem að ég vildi losna við fór ég með bílinn í sandblástur í HK sandblástur í Hafnafirði og lét sandblása ca 3-5 cm meðafram þar sem að járnið var skorið til að það væri hægt að sjóða í heint járn. Einnig sá maður betur eftir sandblásturinn hvor að ekki var nóg skorið úr. Síðan var soðið aftur í staðinn fyrir það sem var klippt úr, grunnað með epoxy grunn sparslað og loks sprautað. Síðan setti ég pensil kítti á samskeytin inn í hjólboganum og á sílsana til að varna því að vatn og dulla kæmust aftur að járninu.
Ef að þig vantar sílsa að þá á ég 1 stk. einn dugði mér báðum megin
ég á líka afgang af pensilkíttinu rúma 1/2 dós og eitthvað af epoxy grunn og sparsli en það er frekar dýrt að kaupa þessi efni tala ekki um ef að maður þarf ekki a nota nema 1/2 dós af þessu dóti. þér er velkomið að hafa samband ef þú vilt frekari upplýsingar eða hefur áhuga á að fá eitthvað af þessu dóti sem að ég á.
Öllum er reyndar velkomið að hafa samband ef að þeim vantar eitthvað af ofantöldu.kv Hilmar Örn
894-4969
17.09.2009 at 22:06 #657820ég er að vera búinn að slípa öðrumegin og þetta er gersamlega ónýtt held ég það er eginlega ekkert eftir, ég rakst á þetta á netinu http://www.alfaparts.net/pics/toyota/t4r/t4r5.htm ætli þetta sé ekki eini kosturinn minn núna ??
18.09.2009 at 08:37 #657822Ég stóð í þessu í vor á mínum og var þetta mjög svipað, ég byrjaði á því sama og Hilmar, skar allt ryðið í burtu, fór að vísu ekki með bílinn í sandblástur, en pússaði vel upp og svo var það bara trebbi og spartzl. Ég nýtti líka tækifærið og tók aðeins úr innra brettinu þar sem brúnin á því var farin að ryðga. Eftir að kanntarnir fóru aftur á, þá makaði ég vel af tektíl innan í allt draslið til að hindra að vatn færi upp á milli kannts og bíls.
[img:996l5eop]http://lh6.ggpht.com/_pEgZGZ6dYzM/Sg09_qA2hyI/AAAAAAAAH6w/LJ-0V1Sj2QE/s640/14052009%28007%29.jpg[/img:996l5eop]
ca hálfnað verk[img:996l5eop]http://lh6.ggpht.com/_pEgZGZ6dYzM/SiULSHN8b7I/AAAAAAAAH9U/eBc0Tvcxqz0/s640/02062009%28002%29.jpg[/img:996l5eop]
tilbúið fyrir brettakanntps. þú mátt líka búast við því að frambrettinn hjá þér séu ónýt, allavegana neðsti parturinn, ég taldi það ekki borga sig að gera við þau í mínu tilviki og keypti ný og skar úr þeim.
pps. fyrst þú ert byrjaður, myndi ég líka kíkja neðan á hurðarnar og undir listann á afturhleranum
[img:996l5eop]http://lh4.ggpht.com/_pEgZGZ6dYzM/ShP9vMRgqSI/AAAAAAAAH8s/GMoT7l-SXCI/s640/19052009%28002%29.jpg[/img:996l5eop]
horft ofan á afturhlera
18.09.2009 at 08:40 #657824jáá frammbrettin voru verri heldur enn að aftan ég gat rifið kanntana af án þess að losa skrúfurnar, svo var einmitt líka undir listanum á afturhleranum gersamlega ónýtt
18.09.2009 at 08:50 #657826[quote="S. Gauti Rafnsson":39gtt37q]jáá frammbrettin voru verri heldur enn að aftan ég gat rifið kanntana af án þess að losa skrúfurnar, svo var einmitt líka undir listanum á afturhleranum gersamlega ónýtt[/quote:39gtt37q]
og tveir staðir til að skoða í viðbót, bak við stuðarahornin að aftan og fremst á sílsunum
ef mönnum finnst eitthvað asnalegt að ég skyldi ekki hafa soðið í afturbrettin, uppá það að geta skrúfað kanntana á aftur, þá bendi ég bara á það að flestir kanntar eru eingöngu límdir á í dag.
18.09.2009 at 09:03 #657828Svo er líka spurning fyrst að þú ert búinn að rífa þetta allt í sundur hvort að það borgi sig ekki að henda afturhásingunni aftur, frekar lítið mál á 4 runner tala ekki um þegar að þú ert að vinna í boddyinu hvort sem er
En þetta með að kaupa tilbúinn bretti er alveg spurning, þú getur líka athugað með Höskuld bílasmið hann smíðar allan fjandan og kannski er það ódýrara eins og gengið er núna.
18.09.2009 at 15:51 #657830Þessu tengt, ég er akkurat að setja kanta á Pajeroinn minn, hvað mælið þið með að gera fyrirbyggjandi til að sleppa við svona hörmungar? Fylla holrúmið með einhverri feiti eða eitthvað slíkt?
18.09.2009 at 20:47 #657832Ég er ekki alveg að fatta hvað holrúm þú ert að tala um? Ef að þú ert að tala bilið á milli kantsins og boddys að þá er best að skera hliðina af kantinum sem að yfirleit er skrúfuð á boddyið og kítta svo kantinn á. Passa þarf að vera búinn að grunna og mála vel áður því ef að kíttið fer í bert járn að þá ryðgar þetta yfirleitt mjög hratt.
18.09.2009 at 22:39 #657834Hvernig kítti nota menn í kantana? Bara límkítti frá sika td?
Hilsen Hjalli
19.09.2009 at 00:27 #657836hvað eru menn að henda afturhásingunni marga cm aftur á 4runner
19.09.2009 at 00:51 #657838[quote:2mobwgxh]Hvernig kítti nota menn í kantana? Bara límkítti frá sika td?
[/quote:2mobwgxh]Ég hef notað wurth kítti en sika er örugglega fínt líka.
[quote:2mobwgxh]hvað eru menn að henda afturhásingunni marga cm aftur á 4runner[/quote:2mobwgxh]
Yfirleitt færa menn neðri stífuna upp og það ræður lengdinni sem er að mig minnir 16.5 cm
19.09.2009 at 01:08 #657840Hér er hægt að sjá hásingafærslu þar sem að neðri stífan var færð upp og ný smíðuð að neðan.
[img:yr4zfcd3]http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=189684&g2_serialNumber=1[/img:yr4zfcd3]
19.09.2009 at 10:29 #657842ég þarf þá að redda mér nýum köntum að aftan ef að ég færi hana aftur er þaggi?
20.09.2009 at 00:29 #657844Jú það væri betra að finna nýja kannta. Samtak í Hafnafirði áttu þessa færslukanta fyrir 4runner þegar að ég færði afturhásinguna, og voru líka nokkuð sangjarnir í verði en það er nú orðin 6 ár síðan svo ég veit ekki hvernig það er í dag.
Svona lítur 38" færslukanturinn út.
[img:s0vbh49j]http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=57915&g2_serialNumber=1[/img:s0vbh49j]Svo er líka alltaf hægt að bjarga sér með því að lengja gömlukantana
[img:s0vbh49j]http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=91432&g2_serialNumber=1[/img:s0vbh49j]Báðir bílarnir eru með sömu hásingafærslu.
20.09.2009 at 16:04 #657846smá svona off topic færðu alveg skoðun á jeppan hjá þér með púst endan fyrir framan hásingu ??
21.09.2009 at 12:04 #657848[quote:2ahf9hs6]smá svona off topic færðu alveg skoðun á jeppan hjá þér með púst endan fyrir framan hásingu ??[/quote:2ahf9hs6]
Þetta var svona bráðabirgða redding sem var þó notuð allaveganna í tvö ár og bíllinn fékk alltaf skoðun og engar athugasemdir gerðar við þetta.
Voru ekki Willys fjósin með þetta svona áratugum saman, og svo voru nú sílsapúst rosalega inn fyrir svona 30 árum hjá muscle car eigendum.
Mæli þó ekki með þessu því að það kemur djöfulsins fýla inn um bílstjórarúðuna ef hún er opinn.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.