Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › ryð
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 18 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.11.2006 at 11:23 #198907
er þetta ekki eitthvað sem við þurfum að hafa í huga?
þegar ég bjó úti í danmark, þá átti ég þar eldri hondu accord. þegar ég fór með hana í skoðun þá blöskraði mér aðfarirnar. bíllinn var lamin í allt burðarvirki, sundur og saman með gjallhamri og fór hamarinn að lokum innúr innra bretti að framan á einum litlum bletti. þetta dugði til að hondan fékk ekki skoðun.
ég hef nú skilning á tilgangnum og fynnst að milliveg megi fynna, en óryðgaðir burðarfletir bíls eru svo sannarlega eitt af úrslitaþáttum um hversu öruggur bíllinn er og hafa skoðunarstöðvar á íslandi kannski ekki staðið sig sem skyldi við að taka mjög ryðskemda bíla úr umferð. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.11.2006 at 12:12 #567070
Vissulega eitthvað sem ætti að athuga. Skil heldur ekki fólk sem hreykir sér af því að hafa svindlað bíl í gegnum skoðun og keyrir svo um á dauðagildrum.
Nú þekki ég ekki málavöxtu í þessu tiltekna slysi sem þú bendir á – af hverju er tekið fram "gömlum eða breyttum" bílum?kv.
EE.
07.11.2006 at 13:01 #567072ég þekki ekki heldur til þessa tiltekna slys, en vitnað er í greininni í annað slys þar sem um var að ræða breytta bifreið sem yfirbyggingin slitnaði frá grindinni við árekstur.
mig minnir líka að banaslys sem varð um árið þegar landrover með túrista valt, vegna þess að spirnufesting gaf sig vegna ryðs. var þá sérstaklega tekið fram að tiltekin landrover hefði verið nýlega skoðaður. á því má sjá að ekki eru það alltaf bílaeigendurnir sem reyna að fela ryðið, heldur er það skoðunaraðilinn sem ekki skoðar nóg og vel þessa hluti.
07.11.2006 at 13:07 #567074Í fréttinni er talað um tvö slys, hitt varð 6, mars 2005. Því er lýst á bls 13 í [url=http://www.rnu.is/skyrslur/Skyrsla_RNU_2005.pdf:b8cn9die]þessari skýrslu[/url:b8cn9die]
Bíllinn sem um ræðir var gamall patról sem hafði verið boddyhækkaður með því setja klossa milli grindar og yfirbyggingar. Þegar það er gert er hætt við því að boddíið brotni við klossana. Hægt er að komast hjá þessu með því að færa nokkrar (eða allar) festingar upp á grindinni.
Yfirbyggingin á patrólnum losnaði frá grind, en það var ekki talið orsakavaldur í slysinu.-Einar
07.11.2006 at 14:10 #567076botn bifreiðarinnar hafði mist styrk, ekki er útilokað að farþegar bifreiðarinnar hefðu ekki slasast svo mikið hefði yfirbyggingin ekki slitnað frá grindinni.
lesum skyrsluna.
07.11.2006 at 14:46 #567078Það hafa margir séð þessa [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=oldsite/29/129:3ryhz5lm]mynd.[/url:3ryhz5lm]
Þarna losnaði boddíið frá grindinni. Eins og lesa má í skýrslunni sem vitnað er í hér að ofan, þá er áfengi ennþá helsti orsakavaldur í alvarlegum slysum á fjöllum.-Einar
07.11.2006 at 14:52 #567080Siggias74 vitnar í veltu Land Rovers með túrista. Ef um er að ræða veltu sem átti sér stað í október 2004, þá var það EKKI vegna ryðs sem stífufestingin gaf sig. Það var greinilega búið að fúska við stífufestinguna, og þannig hafði jeppinn sloppið í gegnum skoðun. Já Einar, það þarf að bæta skoðun breyttra jeppa og allra bíla ef því er að skipta.
kv. Kristinn
07.11.2006 at 15:33 #567082Það er rétt að fullyrða frekar minna en meira um orsakir dauðaslysa, en ég held ég fari rétt með að niðurstaða rannsóknar á þessari Landrover veltu hafi verið að orsök slysins sé ekki rakið til breytingarinnar. Hins vegar fór hásingin undan bílnum í veltunni, en þarna þarf að greina á milli hvort er orsök og hvort er afleiðing. Má líka vera að bíllinn hafi oltið meira af þessum sökum, en ég ætla ekkert að fullyrða um það. Það er líka rétt að frágangur á A-stífunni var með öðrum hætti en mælt er með af þeim sem best þekkja til breytinga á Rover. Meginatriði er þó að slysið var ekki vegna þess að um breyttan bíl var að ræða.
Breytir því þó ekki að skoðun á bílum má vera nákvæmari og betri og kannski ákveðnari reglur um verklag við breytingar, s.s. þetta með að boddýhækkun sé ekki eingöngu gerð með klossum, nokkuð sem er orðið vel þekkt í dag en var kannski stundað nokkuð hér áður fyrr. Við ættum samt að fara varlega í að kalla yfir okkur eitthvað aukið reglugerðaveldi á þessu sviði sem rígneglir allt niður og gefur ekkert færi á frekari framþróun.
Kv – Skúli
07.11.2006 at 16:59 #567084ég sagði að mig mynnir að ryð hafi eitthvað verið bendlað við þetta slys sem og slysin tvö sem að um var rætt í fréttinni sem ég linkaði á þegar ég startaði þessum þræði og talaði um ryð og áhrif ryðs á styrk bíla og hvernig skoðun fer fram í danmörku á ryði í burðarverki bíla.
ég held því ekki fram og hef ekki minnst á að breytingar valdi slysum eða breyttir bílar séu hættulegri í umferðinni, enda yrði það það síðasta sem ég myndi gera, enda illa haldin jeppaáhugamaður.
hinnsvegar mætti skylja á viðbrögðum eik og skúla að þeir aki um á kolryðguðum bílhræum sem hangi saman á festifrauði og límkítti, því þeir snúa strax útúr umræðunni í sínum fyrstu póstum og annar fer að tala um ölvunarakstur og hinn um breytingar á bílum og reglugerðarveldi. ????
07.11.2006 at 17:43 #567086Ég er sammála því sem Siggi segir, en vil samt bæta því við að ef jeppum er illa breytt þá eru þeir hættulegri en það er engin ástæða til að breyta einu eða neinu í reglugerðum um bíla, það þarf bara að skikka skoðunarmennina til að fara að vinna vinnuna sína, sama hvort um er að ræða fólksbíl eða jeppa. Illa breyttum jeppum á að snúa við í breytingarskoðun.
kv. Kristinn
07.11.2006 at 18:00 #567088
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eru menn að djóka???? þegar bílar lenda í almennilegum árekstri þá fara þeir í döðlur óháð boddí klossum eða riði það er burðarvirki bilsins sem skiptir mali… það er ekki hægt að ætlast til þess að menn séu alltaf á nyjum bílum held þeir ættu þá að hætta að dreifa salti á göturnar…. það væri gaman að vita hve margir bílar sem eru í umferðinni i dag kæmust ekki i gegnum þessa hertu skoðun…… og þá skiptir miklu hvort bíllinn er á grind eða ekki
í danmörku fá menn ekki skoðun ef það er ekki skipt um bremsuvökva 1 á ári????
ég segi bremsur, styrisbúnaður og ljós í lagi hitt skiptir ekki eins miklu..
07.11.2006 at 20:02 #567090Góða kvöldið .
ég vinn á verkstæði og fæ því oft að sjá hversu misvel bílar eru skoðaðir en mig blöskraði gjörsamlega þegar lítill kanski 3 tonna sendibíll kom til min og það var sett úta bremsur að framan en diskurinn sem var kældur var aleg búinn öðrumeginn og farinn að bremsa á kæliraufunum og bíllinn fékk endurskoðun að mínu mati hefði hann átt að fá akstursbann og hringdi í skoðunarstöðina til að kanna hvernig á þessu stæði og mér var tjáð að þeir hreinlega hefðu ekki leifi til að setja akstursbann en sem beturfer er ekki mikið um að sjá svona dauðagildrur koma beint úr skoðun.
07.11.2006 at 21:34 #567092Helv. eru menn fljótir upp í hasarinn! Siggi ég var ekki einu sinni með ryðpistilinn þinn í huga með mínu innskoti hér að ofan. Hins vegar fylgdist ég fyrir hönd klúbbsins aðeins með þessu Landrover máli á sínum tíma og veit að ónákvæmar fullyrðingar geta komið óþægilega við hlutaðeigendur. Því vildi ég leiðrétta þetta með orsakir slysins, en skv. því sem fulltrúi Rannsóknarnefndar umferðaslysa tjáði mér var orsökin ekki rakin til bílsins að hans mati. Í því fellst þó ekkert mat á breytingunni á bílnum, hvort þar hafi verið fúsk eða allt í góðu lagi. Að öðru leiti er ég bara nokkuð sammála ábendingu þinni.
Fullyrðingar um ryð og límkítt í mínum fararstkjóta skipta mig hins vegar engu máli og þú mátt láta gamninn geysa í því ef því er að skipta.
Kv – Skúli
08.11.2006 at 07:44 #567094bresk áldós ryðgar ekki. þá verð ég að hrauna yfir einhvern annann enn þig skúli
annars vakti ég máls á þessu bara af því að ég hef samanburðinn frá danmörku þar sem ég bjó í nokkur ár, á því hvernig skoðun fer fram með meðal annars ryð í huga.
08.11.2006 at 11:40 #567096Mikkjall – þannig að NCAP prófanir eru líklega mesti óþarfi í þinum augum?
EE.
08.11.2006 at 18:28 #567098
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ÉG verð að játa fávisku mina og veit ekkert um þessi NCAP próf………..
Haldiði virkilega að allir þessir gömlu jeppar…. broncoinn gamli og gamli krúser td hafi staðist öll þessi fínu próf sem um er rætt???
ég veit um 97-98 landkrúser með ryðgaða grind sem fór í sundur…. ég átti lika bronco 77 árg og grindin i honum var stríheil þetta er alltaf matsatriði.
Bílarnir eru fyrst og fremst hættulegir þeim sem keyra þá ef þeir eru orðnir svona ryðgaðir og oftar enn ekki eru þetta orðnir eldri bílar og menn með heilbriðga skynsemi hljota að sjá það að þeir eru óöruggari enn 5 milljon krona bmw sem er buin að fá a í öllum prófunum……… ef menn ætla að hætta að nota ryðgaða bila þá ma henda þessum druslum eftir 8-10 ár eða hætt að dreifa salti.
Og það er nefnilega óþolandi þegar maður fer með gamlan bil i skoðun að menn geri sömu kröfur og til bíls sem var að koma af færibandinu og til 20 ára druslu…….. ef fólk vill ekki drepa sig a gamalli beyglu þa´a það að fá ser nyrri bil
08.11.2006 at 18:55 #567100NCAP prófin sem nafni minn talar um, eru próf sem gerð eru til þess að meta hönnun nýrra bíla. Bílarnir eru gjarnan eyðilagðir í prófunum. Þessi próf hafa því ekkert með árlega skoðun á notuðum bílum að gera.
Mín reynsla er að skoðanir, bæði á breyttum og óbreyttum bílum, eins og þær eru framkvæmdar hér, séu mjög gagnlegar. Það væri hægt að gera skoðunina ítarlegri, en slíkt myndi væntanlega auka kostnaðinn og mjög hæpið að það myndi leiða til aukins öryggis. Það er hætt við að hertar reglur myndu bitna á þeim sem breyta bílum sínum sjálfir, sem yrði til þess að draga úr nýsköpun og framförum í jeppabreytingum.
Það er líka umhugsunarefni að Sýslumaðurinn á Selfossi skuli senda frá sér fréttatilkynningu, um atburð sem átti sér stað fyrir næstum tveim árum, sem virðist til þess eins ætluð að ala á tilhæfulausri tortryggni í garð breyttra bíla.-Einar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.