Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Ruv gamla gufan
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Hlynur Snæland Lárusson 18 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.10.2006 at 17:41 #198848
Anonymousnúna kl 18.00 er viðtal við Björn Þorra Viktorsson fyrrverandi formann vegna utanvegaakstur og vinnubrögð vegna þessa. PS mjög áhugavert
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.10.2006 at 19:33 #565896
Hér má heira [url=http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4257288/1:1ylk11uy][b:1ylk11uy]viðtal[/b:1ylk11uy][/url:1ylk11uy] við Björn Þorra í kvöldfréttum útvarps í kvöld 30/10 þar sem hann greinir frá meintri spillingu sýslumannsembættisins á Selfossi.
Frétt frá RUV
Ölfus: Lögregla vænd um spillingu
Verjandi tveggja manna sem ákærðir eru fyrir akstur utan vega í Ölfusi, sakar lögreglu um spillingu. Hann sagði fyrir rétti í dag að gögnum hefði verið hagrætt. Verjandinn segir að ökumennirnir hafi verið þrír, þriðji maðurinn sé lögreglumaður.Aðalmeðferð fór fram fyrir Héraðsdómi Suðurlands í morgun í máli tveggja manna sem ákærðir eru fyrir brot á lögum með því að aka utan vegar. Björn Þorri Viktorsson er verjandi mannanna tveggja.
Í réttarhaldinu sakaði Björn lögregluna um spillingu. Hann segir lögreglumanninn, sem kom á vettvang 3. júní, ekki hafa skilað frumskýrslu fyrr en tíu dögum síðar. Þá hafi hann gert sína skýrsluna hvora á skjólstæðinga Björns en óvenjulegt sé að skipta máli upp. Lögreglumaðurinn sem sagður er hafa verið í för með skjólstæðingum Björns var nafngreindur í réttarhöldunum í dag. Björn segir hann ekki hafa verið við skyldustörf þegar þremenningarnir voru teknir. Þá segir Björn að ekki hafi verið unnt að kalla manninn fyrir rétt í dag þar sem hann sé staddur í Afganistan.
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir að í gögnum málsins komi fram að einn lögreglumaður hafi verið á vettvangi 3. júní. Hann hafi verið í för með Landhelgisgæslunni að kanna akstur utan vega.
30.10.2006 at 19:49 #565898en hvað það kemur einhvernveginn ekki á óvart að umrætt myndband sé týnt svo finnst mér almennt lögreglumenn sleppa oftar en ekki auðveldar
Kv Davíð hinn löghlýðni:D
30.10.2006 at 19:55 #565900Þessi "Björn Þorri – afsökun" tengist þessari frétt ekki 😉 gott mál, hafði smááhyggjur af þessu.
Mjög áhugaverðir punktar, verður fróðlegt að fylgjast með hvernig málið fer. Væntanlega verður því gerð ágæt skil hér á vefnum þegar þar að kemur.
30.10.2006 at 20:21 #565902það er skítalykt af þessu öllu saman… og ekki bara þessu heldur flestum þeim málum sem maður hefur heyrt af varðandi kærur um utanvegaakstur… rugl að vera að kæra menn sem eru greinilega á vegi sem hefur verið notaður í tuga ára… Það fer að koma að því að maður teipar yfir númeraplöturnar þegar maður fer á fjöll og keyrir framhjá þessum vitleysingum ef þeir reyna að stöðva mann…. verði þeim svo bara að góðu að elta…. en ekki skilja það sem svo að ég sé fylgjandi utanvegaakstri … mér finnst þetta bara allt svolítið fáránlegt sem hefur gengið á í sumar…
30.10.2006 at 21:00 #565904Mér finnst nú ekki undarlegt að menn velti fyrir sér spillingu. Mjög mikil kúkafíla er af þessu finnst mér.
30.10.2006 at 22:24 #565906fyrir að tala tæpitungulaust í þessu máli og láta allt flakka. Ég tel kominn tíma til þess að rísa upp gegn þessum ósóma sem felst í ofstækisfullri framkomu yfirvalda í þessum málum í sumar. Og ummæli Björns Þorra um spillingu eru svo alvarleg að ef hann fær ekki á sig meinyrðamál, þá má líta svo að að orð hans standi. Og ef sýslumaðurinn þorir ekki í meiðyrðamál, þá er hann vísast með óhreint mjöl í pokahorninu.
Fréttir af ferð þriggja þjóðþekktra manna utanvega á nær sama stað tveim mánuðum síðar undirstirkar fáránleika þessa máls. (Ég tek það fram að ferð þremenninganna var mínu mati fullkomnlega eðlileg enda þekktir heiðursmenn og náttúrunnendur á ferð), það að sýslumaðurinn sé ekki búinn að kæra þá eins og strákana sýnir bara ótrúverðugleika hans.
Snorri.
30.10.2006 at 22:40 #565908Ef rétt er sem þarna er sagt er það enn eitt dæmi þess að vinnubrögðum í þessum málum er verulega ábótavant og slæmt mál ef barátta gegn utanvegaakstri er dregin út í svaðið með þessum hætti. Miðað við það sem BÞV segir þarna í fréttinni eru þeir með nokkuð klárar sannanir fyrir þessu máli, en sýsli fullyrðir að aðeins einn lögreglumaður hafi verið á svæðinu og hann hafi verið í för með gæslunni. Eins og Snorri segir er ásökunin alvarleg og ef hún er sönn minnkar það ekki alvarleikann að sýsli skuli fullyrða hið gagnstæða. Ég ætla svosem ekkert að fullyrða um hvað sé rétt, það hlýtur að eiga eftir að koma í ljós svart á hvítu og vona ég að fjölmiðlar fylgi eftir fréttum af þessu.a
Kv – Skúli
30.10.2006 at 23:20 #565910Sælir félagar.
Það sem er athyglisvert í málinu er sú staðreynd að mennirnir eru teknir 3. júní sl. Engin frumgögn eru lögð fram og í raun ekkert fyrr en að "frumskyrsla" lögreglu uppá heilar 15 línur ratar inn í málið 13. júní og þá í tvennu lagi – þ.e. "ein skýrsla á mann" og þeim þriðja sleppt… Þó er í skýrslunni getið um að 3 vélhjól hafi verið tekin og að myndband af öllu saman sé til hjá LHG.
Málið er siðan ekkert rannsakað frekar (af hverju?) og ákæra á hendur tveimur að þremur hjólamönnum gefin út þann 19 júní sl., eða einungis 6 dögum eftir að frumslyrlsa liggur fyrir (hlýtur að verða Íslandsmet!)
Þegar málið er tekið fyrir hjá héraðsdómi suðurlands á Selfossi, er nyndbandið sagt týnt… Aðspurður "man" lögreglumaðurinn úr þyrlunni ekki til að fleiri hafi verið á mótorhjólum í þessu máli. – Hann getur ekki gert grein fyrir manninum sem skýrlega sést á tali við hann sjálfan á dskj. nr. 12 sem lagt hefur verið fram í málinu…
Hann efast í lokin um að maðurinn, sem hann í upphafi lýsti óhikað sem sjálfum sér á dskj. nr. 12, sé í raun hann sjálfur. Raunar man hann á þeirri stundu lítið eftir staðháttum og getur lítið staðfest um það sem sést á framlögðum myndum í málinu…
Að lokum upplýsir lögreglumaðurinn aðspurður, að það að handhafar lögreglu- og ákæruvalds láti aðrar reglur gilda um sig, félaga sína og þá sem þeim eru þóknanlegir – sé spilling…
Ferðakveðja,
BÞV
31.10.2006 at 09:39 #565912
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Snorri.
Gætir þú útskýrt þetta aðeins nánar:
"Fréttir af ferð þriggja þjóðþekktra manna utanvega á nær sama stað tveim mánuðum síðar undirstirkar fáránleika þessa máls. (Ég tek það fram að ferð þremenninganna var mínu mati fullkomnlega eðlileg enda þekktir heiðursmenn og náttúrunnendur á ferð), það að sýslumaðurinn sé ekki búinn að kæra þá eins og strákana sýnir bara ótrúverðugleika hans."
Ég bið þig ekki að nefna nein nöfn, bara málsatvik og fleir a því tengdu.
Jakob Þór
jakob@geokobbi.com
31.10.2006 at 11:08 #565914Ég sé þegar ég skoða betur að ég er að rugla saman tveim málum.
Sami sýslumaður elti tvo drengi á þyrlu við Hagavatn í vor á stað sem flestir eru sammála um að eðilegt sé að aka á. Um tveim mánuðum síðar óku 3 þekktir menn á nær sama stað og um það var fjallað í fjölmiðlum og víðar……., um þetta hefur verið fjallað á annari spjallrás hér.
Snorri.
01.11.2006 at 23:28 #565916BÞV
Hvernig er það. það eru til myndir af þriðja ökumanninum á staðnum og vitnisburður hinna tveggja hjólamannana liggur fyir. Auk þess hljóta flugmenn gæslunnar að geta vitnað um það einnig að þriðji maðurinn var þarna. Er ekki hægt að ákæra þennan Lögreglumann fyrir yfirhylmingu ???
Ég er viss um að þetta ristir dýpra en menn grunar og ef það verður þjarmað að manninum þá mun hann kvaka.
Við sem erum aðilar að þessum grasrótarhreyfingum getum varla látið þetta viðgangast án þess að aðhafast eitthvað í málinu.
Mér finnst allavega ekki rétt að láta þetta sofna með þessri einu frétt í RÚV. Tökum þetta lengra eftir að dómur er fallinn á morgun.
02.11.2006 at 11:55 #565918Sælir félagar. Það er með ólíkindum að lesa þetta allt saman og gangnrýni ykkar er svo sannarlega réttlætanleg. Tvennt kemur þó fram sem mér finnst í lagi að útskýra.
Það að ökumennirnir séu kærðir sitt í hvoru lagi er algild regla þegar tveir ökumenn, hvor á sínu ökutæki, eru staðnir að broti. Gildir þá einu hvort brotið er hið sama hjá báðum eða hvort önnur brot fylgi eins og oft er. Í þessu tilfelli hefði t.d. annar getað verið á númerslausu hjóli en ekki hinn, annar verið án ökuréttinda eða skírteinislaus o.s.frv. og því kann að vera að brotaflokkarnir eigi ekki við báða ökumennina jafnt og því eðlilegt að kæra sitt í hvoru lagi enda ökumennirnir ábyrgir hvor fyrir sínu ökutæki.
Hitt sem mér fannst þið á stundum vera að gagnrýna var það að aðeins hefði verið einn lögreglumaður á staðnum. Það er búið að stunda þannig löggæslu í tugi ára á Ísalndi að einn lögreglumaður vinnur með aðila sem er nánast bara vitni eins og t.d. við viktanir, skífueftirlit o.fl. í gegn um tíðina þar sem einn lögreglumaður vann með t.d. brúarsmiði við umferðareftirlit.
Það að þriðji ökumaðurinn hafi týnst út úr málinu er hins vegar með öllu óútskýranlegt og skiptir engu máli þó um lögreglumann hafi verið að ræða. Ekki getur hann hafa verið saklaus þar sem hann var jú að aka á sama stað og hinir.Kveðjur,
Klemmi lögga.
02.11.2006 at 16:32 #565920[url=http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200600465&Domur=4&type=1&Serial=1&Words=:4nw4d4yg][b:4nw4d4yg]Dómur[/b:4nw4d4yg][/url:4nw4d4yg] fallinn í ofangreindu máli, þ.e. máli ökumanns í Folaldadölum.
Mjög skýr niðurstaða, enda sýnist mér BÞV hafa unnið málsvörnina mjög vel í þessu máli. Mörg mikilvæg atriði sem koma þarna fram og þurfti að skýra.
Kv – Skúli
02.11.2006 at 17:37 #565922það er ekki skrítið þó lögreglan kvarti vegna mannfæðar ef löggæslumenn týnast einsog gerðist í Folandardalum. PS en þá kemur nýi leitarhundurinn sem almenningur safnaði fyrir Selfosslögguna sér vel.
Auka ps
Ferðamenn 3-0 Ólafur Helgi
02.11.2006 at 17:59 #565924Var það ekki þriðji maðurinn sem var sýknaður í gær? Hann varði sig sjálfur. Mér fannst sá dómur greinilegri, kjarni málsins er að það er ekkert skilyrði fyrir það að vegur sé vegur, að hann sé merktur með eitthverjum hætti eða á eitthverjum kortum. Í dómunum í dag kemur fram að löggan sem var í þyrlunni, virðist ekki hafa verið upplýst um skilgreininguna á vegi sem er í umferðarlögum, og reyndar tekin upp nær óbreytt í reglugerðinn um akstur í náttúru Íslands. Það var bara "tilfynning hans" sem réði því hvað taldist vegur og hvað utanvegar.
Til hvers er verið að setja reglugerðir, ef löggan nennir ekki að kynna sér efni þeirra áður en hún fer að kæra menn út um allar trissur?
-Einar
02.11.2006 at 22:23 #565926Sá týndi var með þessum tveimum í Folaldadölum.
Það verður að fara að leita að manninum, það er ekki hægt að hafa löggurnar týndar út um allar tryssur.
02.11.2006 at 23:21 #565928Það er alveg ófært ef lögreglumenn eru að týnast svona og löngu tímabært að kalla út leitarflokkana. Þegar ég sagði kunningja mínum frá þessum týnda bifhjólamanni þá sagði hann mér frá áþekku atviki þegar hópur bifhjólamanna var mældur yfir hámarkshraða á Keflavíkurvegi. Það náðist radarmæling á alla í hópnum nema einn, en hann er að sögn sonur háttsetts lögreglumanns á suðurnesjum. Vonandi er sagan ekki sönn, en vegna svona yfirhylminga verða sögur eins og þessi margfalt trúlegri.
04.11.2006 at 10:44 #565930Miðað við túlkun í dómnum um götuslóða og merkingu á þeim, held ég að við getum ferðast áfram eins og við höfum gert hingað til ánþess að hafa áhyggjur af sýsla og mönnum hans.
(Úr dóminum)
Við fyrrgreindan slóða voru engar merkingar sem bönnuðu akstur vélknúinna ökutækja en full þörf er á slíkri merkingu ef banna á akstur á honum, þar sem um greinilegan og þekktan slóða er að ræða til margra ára. Engar skilgreiningar er að finna í lögum eða lögskýringargögnum um það að vegur þurfi að vera gerður úr ákveðnu efni, merktur inná sérstök kort eða auðkenndur sérstaklega til að kallast vegur í skilningi umferðarlaga eða náttúrverndarlaga. Því getur vegur eða slóði sem orðið hefur til í náttúrunni vegna síendurtekinna farar, flokkast sem vegur, gata eða götuslóði í skilningi umferðarlaga.
Hilmar Örn.
12.11.2006 at 21:48 #565932Sælir félagar.
Það heyrist lítið af rannsókn sýslumannsins á spillingunni. E.t.v. erum við hér að sjá það sem Jón Baldvin og ýmsir aðrir hafa bent á í sambandi við hlerunarmálin, að það er ekki heppilegt að löggan sjálf sé að rannsaka spillingu og meint lögbrot í eigin röðum. Líklega verður það seint sem eitthvað af viti kemur út úr því.
Það sem mér finnst skrítið er að ekkert heyrist af þessu máli frá Ólafi Helga, né frá fréttamönnum sem ég bjóst nú eiginlega við að tækju málið áfram. Annars hverfur svona umræða í öllu bullinu sem berst með fréttum daglega. Þannig er núna verið að endurvekja í Blaðinu umræðu um spillingu í fíknó sem staðfest var fyrir nokkrum árum, þar liggur nú fyrir frásögn frá þáverandi dómsmálaráðherra um að tiltekinn lögreglufulltrúi hafi gengið erinda manns sem almennt var þá talinn einn harðasti dópsali landsins og virst vera skíthræddur við hann. þetta væri ekkert merkilegt nema af því að nú eru uppi vangaveltur um að gera þennan sama löggumann að yfirmanni leyniþjónustunnar hans Björns Bjarnasonar….
Hver skyldi hafa eftirlit með honum ef af verður…?
Ferðakveðja,
BÞV
12.11.2006 at 22:33 #565934Þangað til kæruglaði sýslumaðurinn kærir BÞV fyrir meiðyri og fær orð hans dæmd dauð og ómerk, þá standa þau. Ef hann kærir ekki, þá verðum við að líta svo á að hann hafi óhreint mjöl í pokahorninu.
Hvar eru fréttamennirnir, hér er að mínu mati stórfrétt á ferðinni.
Eru þeir kannski bara gungur sem þora ekki með fréttir í óþökk þeirra sem geta varið sig?
Snorri.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.