This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðni Sveinsson 16 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Jæja áfram með spjallið var að eignast Rússa sjá albúmið undir trölli_1 sem ég veit lítið um nema að hann er cirka 75 til 78 módel, ekinn aðeins 9000km. Hásingar sem ég hef ekki séð áður undir Rússa eru td. niðurgíraðar og með lokuðum liðhúsum og með litlum drifkúlum. Þar af leiðandi er mikil veghæð undir kúluna. Ég veit ekki um hlutföllin. Vélin virðist vera orginal Volga með krómuðu ventlaloki sem mér finnst ansi frumlegt af rússa að vera. Þetta er fjögra gíra bíll og er hann vel ökufær og góður í gang. Töluvert ryð hrjáir þennan öldung enn grind og gólf er stráheilt ásamt bodí festingum. Gott væri að fá vitneskju um hina ýsmsu boddíhluti ef menn luma á svoleiðis dóti eða upplýsingar um hvar væri hægt að fá svoleiðis varahluti svo sem bretti og hurðar og fleira.Með von um líflegar umræður um þessa annars svo sérstöku jeppa kveðja trölli_1
You must be logged in to reply to this topic.