Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Runner 4.3 vortec
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Jónsson 18 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.05.2006 at 20:23 #197895
Það eru nú fleyri en íslendingar sem geta breytt 4runner!
runner 38
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.05.2006 at 20:34 #551804
neinei
5" upphækkunarfjaðrir? Þarf að segja meira 😀
kv. Kiddi
02.05.2006 at 20:39 #551806Þeir kunna bara einfaldlega ekki að breyta bílum, kanarnir og almennt allir aðrir nema við Íslendingar.
02.05.2006 at 22:04 #551808Ertu nú ekki að taka aðeins of stórt upp í þig
þó svo að jeppar eins og þessi 4runner séu algengir í bandaríkjunum, þá er heill hellingur af vel breyttum jeppum með gormafjöðrun og allan fjandann þar.
.
Það sem ég sagði í póstinum hérna að ofan var um 4runnerinn sjálfan, en ekki um amerískar breytingar sem slíkar
02.05.2006 at 22:48 #551810Ég var nú ekki að tala um fjöðrunina á þessum eða öðrum breyttum bílum. Það sem ég er að tala um með vel breyttan bíl, þ.e. flottir brettakantar, almennileg stigbretti, drullusokkar og smáatriðin. Nánast hver einasti bíll sem ég hef séð breyttan úti er hækkaður alveg uppúr öllu valdi og sett einhver svakaleg fjöðrun undir hann og gerður að einhverjum monster-truck sem eina markmið er að stökkva yfir eða keyra yfir sem flesta fólksbíla. Getur alveg samt verið vel breyttur fyrir það en þessar breytingar sem virðast vera mjög algengar þarna úti heilla mig ekki.
Vonandi móðgaði ég engan með að segja að þeir kynnu ekki að breyta bílum, meinti það ekki þannig, því þeir gera margt mun betur en við. Það er líklega útlitið sem þeir skilja útundan.
02.05.2006 at 23:23 #551812hjá ykkur á því sem bíllinn er breyttur fyrir. Get alveg lofað ykkur því að þessi bíll alveg rótvirkar í því sem hann er smíðaður fyrir.
Fallegir brettakantar og flott stigbretti eru álíka gáfulegar breytingar á svona bíl eins og 365/55R22 dekk undir jeppa til snjóaksturs.
Einhverntíman einhver séð bíl með flotta brettakanta, stigbretti og drullusokka í íslensku torfærunni?
Enginn tilgangur með þessu, myndi bara brotna af í fyrstu "ferð".kv
Rúnar.
03.05.2006 at 07:34 #551814Út af fyrir sig er það alveg rétt, að okkar jeppabreytingar eru oftar en ekki mjög fallegar og vel gerðar nú orðið. Hinsvegar þarf að hafa ýmislegt í huga varðandi þann mismun, sem er breytingum þeirra westra. Í fyrsta lagi eru þeir alla jafna ekki að breyta bílum fyrir akstur á snjó og jöklum, nema þá í Alaska e.t.v. Í öðru lagi eru þeir yfirleitt að breyta bílunum fyrir "rock climbing" og "mud crawling" en sumar torfærugrindurnar sem menn útbúa hér myndu e.t.v. nýtast við slíkt, trúlega þó með ýmiskonar aðlögun. Í þriðja lagi er manni sagt að í fæstum ríkjum ("states", fylkjum fyrir þá sem það vilja nota) sé leyfilegt að aka bílum sem eru komnir á 38"+ á almennum vegum. Sú mun því vera ástæðan fyrir því að margir þessara bíla eru búnir beisli að framan, og eru þá dregnir aftan í stærri bílum að þeim brautum, þar sem leyft er að nota þá, ellegar þá að þeir eru fluttir á vögnum. Líklega myndu flestir bílar sem breytt er skv. okkar íslensku aðferðum, falla undir kategoriuna "show and shine" þarna fyrir westan!
03.05.2006 at 18:09 #551816Það er ekki víst að íslenskur 44" vel breyttur bíl stæði sig vel í [url=http://parrish-family.net:8080/albums/album08/1link_4.wmv:3n5lsdcf][b:3n5lsdcf]þessu brasi[/b:3n5lsdcf][/url:3n5lsdcf] já, eða [url=http://parrish-family.net:8080/albums/album08/1link_3.wmv:3n5lsdcf][b:3n5lsdcf]þessu.[/b:3n5lsdcf][/url:3n5lsdcf]
03.05.2006 at 18:36 #551818Þetta er einmitt það sem ég var að meina.
03.05.2006 at 18:48 #551820[img:1r4p1n1p]http://memimage.cardomain.net/member_images/7/web/499000-499999/499029_201_full.jpg[/img:1r4p1n1p]
Þeir eru ágætir frá Ameríku,
svo eru þessar fínu hurðar í ferrarí stíl.
03.05.2006 at 23:02 #551822Hvað er vel breyttur jeppi fyrir –ísenskar– aðstæður. Einhver talaði um fallega brettakanta og vel frágengin stigbretti ? Í mínum huga er þarf hvorki brettakanta eða stigbretti á vel breyttan jeppa, hvort sem hann er fyrir innanlands eða ameríkumarkað. Hinsvegar eru sona krómuð stigbretti og ávalir fallega málaðir brettakantar í annar deild í Ameríku, kallað HOT ROD. Hér á íslandi hafa þeir sem mikinn áhuga hafa á þessu oft verið kallaðir Bílahommar. En ef við reynum að keppa við ameríkanan í þessu þá er ég hræddur um að við verðum teknir illa í rassgatið.
[img:1iedxajl]http://nuffer.name/albums/Woodward-Dream-Cruise/Hot_Rod_Cruiser.sized.jpg[/img:1iedxajl]
guðmundur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.